Morgunblaðið - 19.12.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.1935, Blaðsíða 4
4 ¥ORGTTN RIj.A ÐI Ð Skipun ferðamálanna. Björn Ölafsson sýnir leiðina. HJER KEMUR framhald af grein Björns Ól- afssonar um frumvarp það er nú liggur fyr- ir Alþingi um þjóðnýting erlendra ferða- manna. Fara hjer á eftir tillögur hans um frjálsa skipun ferðamálanna í stað ríkisreksturs. Á Norðurlöndum er kynningar- og auglýsingastarfsemi hvers lands út á við, nokkuð með svipuðum hætti. Byggist sú starfsetoi á frjálsum samtökum, sem studd er af ríkinu. Fyrir löngu hefir sú nauðsyn verið þar viðurkend, að einstökum ferðaskrifstofum eða fjelögum væri ofviða að annast þá starfsenri eins og nauðsynlegt væri. Þess vegna bæri ríkinu að styðja þessa viðleitni, í samvinnu við þær starfsgreinir þjóðfjelagsins, sem hagsmuna hefði að gæta í ferða- starfseminni. f þessum löndum er forðast að láta bera á ríkinu, sem atvinnurekanda í þessari grein, nema í því er við kemur starfi ríkisjárnbrautanna. En þær hafa ferðaskrifstofu í sambandi við sína starfsemi, og eru þær fulltrúi ríkisins við þátttöku þess í kynn- ingarstarfsemi ferðamálanna. Hlunnindi af ferðalögum út- lendinga hjer á landi mundu renna beint og óbeint til fjölda margra aðila í þjóðfjelaginu. Þess vegna ber ríkinu að stuðla að því að þessi hlunnindi náist. En það getur aldrei verið neitt aðalatriði, að það sje gert með þjóðnýtingu ferðamannanna, ef jafngóður eða betri árangur fæst á annan hátt. Jeg ætla því í stuttu máli að gera grein fyrir því hvernig jeg álít að eigi að skipa þessum mál- :um hjer, svo að þau kæmist í það liorf, er best má verða, eftir því sem ástæður leyfa hjer á landi. Stofnað sje ferðamálaráð er hafi til umráða minnst 20—25 þús. kr. árlega, fyrst um sinn. Ráð þetta vinni kauplaust og skal skipað í það meðal annara mönnum í ýms- um greinum starfrækslu er að ferðamönnum snýr. í ráðinu ætti t- d. að eiga sæti fulltrúi frá Ferðafjelagi fslands. Formaður þessa ráðs, sem skipað- ur sje af atvinnumálaráðherra, skal vera launaður af ríkinu og sinna engu öðru starfi en því, er að ferðamálum og kynningarstarf- selni lýtur. Ferðamálaráðið skal hafa opna skrifstofu alt árið og svara fyrir- spumum er því kunna að berast frá útlöndum, gefa út bæklinga, skýrslur, tilkynningar o. fl. Skrif- stofan starfi ekki sem atvinnufyrir tæki. Eftir tillögum ferðamálaráðs, löggildir atvinnumálaráðherra ferðaskrifstofur er uppfylla skil- yrði, sem sett verða um rekstur slíkra fyrirtækja. Aðrir aðilar mega e'kki starfa í þessari grein nema þeir, er slíka löggildingu hafa fengið. Þessar skrifstofur greiði til ferðamálaráðs 2% af veltu sinni yfir árið, upp í k®stnað við framkvæmdir ráðsins. Hlutverk ferðamálaráðs sje fyrst og fremst að beina straumi erlendra ferðamanna á þá staði sem veitt geta þeim allan beina og athyglisverðir eru. Með því að beina straumnum í ákveðnar leiðir verður öll móttaka og afgreiðsla ferðamannanna gerð auðveldari en ella. í þeim bæklingum, sem gefnir eru út um hinar einstöku leiðir, skal tilgreint ákveðið verð fyrir hverja ferð og sje það gildandi fyrir ferðaskrifstofurnar, enda sjeu nöfn þeirra talin í bækling- unum, sem löggiltra aðila. Allar skristofurnar skulu skyld- ar til að fylgja því verði, sem ferðamálaráð ákveður um ferðir eða annan gre>ða, sem veittur er erlendum mönnum, enda sje hinn- ar fylstu sanngirni gætt á báðar hliðar. Ferðamálaráð sje ráðunautur ríkisstjórnarinnar í öllu sem að ferðamálum lýtur enda sje skrif- stofan viðurkend sem opinber stofnun í öllu er þessum málum viðkemur. Þetta er í fám dráttum það skipulag ferðastarfsemi sem jeg hygg að farsælast muni reynast hjer á landi. Hugmyndina mætti að vísu skýra nokkru nánar í ein- stökum atriðum, svo sem um skipun ráðsins og starfsvið þess, skilyrði fyrir að starfrækja ferða- skrifstofur og fleira. En jeg hirði ekki um að fara nánar út í þau atriði að sinni. Ef skipulag þetta yrði hjer upp tekið, mundi íhlutun ríkis- ins sameina krafta einstaklings- framtaksins og um leið losna við alla ókosti þjóðnýtingarinn- ar, en ná því takmarki sem stefnt er að. Höfuðþátturinn í allri ferða- starfsemi er að gera viðskifta- mennina, ferðamennina, ánægða. Þetta verður ekki gert nema með hinni einstökustu nákvæmni og alúð. Ef allar ferðaskrifstofur hjer vinna eftir sömu verðskrá, þann- ig að ein eða fleiri geti e’kki lokk- að til sín ferðamennina með verð- lækkun, þá hvílir alt gengi þess- ara fyrirtækja á því hversu vel þeim tekst að gera ferðamennina ánægða. Samkeppni þeirra getur ekki gengið í aðra átt. Þau fyrir- tæki sem besta þjónustu gefa ná méstum viðskiftum. Á þeim eiha grundvelli er kleift að byggja upp ferðastarf- semi, sem mikilvægan atvinnu- þátt í landinu. Með því, að þjóðnýta þessa starfsgrein þegar í byrjun, getur svo farið, að engar þær vonir ræt- ist, sem landsmenn gera sjer um aukin ferðalög útlendinga hjer á, næstu árum. Björn Ólafsson. Fimtudaginn 19. des. 1935. WHtisiJiwaiwinnini i • mtmKKKm- Tíu mynöir Gerðar eftir teikningum. Jóhannesar S. Kjarvals málara. Þökk hafi þeir góðu menn, sem átt hafa þátt í því að koma þess- um myndum Kjarvals á prent með þeirrri list og prýði, sem það er gert. Þeir, sem góðri list unna, munu ekki sitja sig úr færi að ná i þær, meðan tími er til. Jeg hefi að vísu heyrt því fleygt, að sum- ir kailarnir væru ekki nein stofu- prýði, þeir væru ekki beint fall- egir, og það er satt, að þeir eru kiæddir brúðkaupsklæðum, og and litin bera þess vottinn, að þeir hafa lítið notað framan í sig af þeim meðulum, sem nú eru mest auglýst, af því þau eru svo „eðli- leg næring fyrir húðina, halda henni unglegri, frísklegri og vernda hana fyrir hrukkum“! Nei, húð þeirra hefir aldrei verið nærð utan að og þó illa innan að. Hún hefir orðið að svara hrana- legu ávarpi stórlyndra veðra; hún hefir færst í fellingar af átökum viljans við ofsa stormsins og til að skýla skjá sálarinnar í blind- byljum. Hún hefir hervæðst skeggi og skotið út illhærum. Alt verður Ýmslfmun/r hení- líflir til jólagjafa: Bókrtoði> örjefsefnakassar. Brjefapressur. Brjefsefnamöppur. Myndabækur Ljosmyndaalbúm. Mótunarleir oeöiaveski Spil r*:m>hkmí. Spilákassar. Ol“kaksasarar- Teiknibestik. LitabLCt fl Kn„trem„r af ' ,,,M ,n-..luu,I,11 K(Iílííjllfii BdkktaicH Lækjargötu 2. Sími 3736. þetta lifandi í teikningum Kjar- vals. Hvert hár þessara hæru- kolla, strýnefa og loðinkinna, hver hrukka í veðurþæfðu andlitinu segir sína sögu. Kjarval er hinn mikli meistari ljóss og skugga á öræfum þessara andlita, sem hafa verið snivin snævi, ok slegin regni ok drifin döggu, hvort sem hann sýnir oss þurra- frost stórra, starandi augna við langholt nefsins, glánalegan gæg í augum tvíveðrungs-eltiskinns- andlits, grillandi upplit loðin- barða, óbifandi íbyggni, sem mið- ar nefinu hárvisst á tilveruna iit úr þjettu skeggkjarri, eða lútandi höfuð hugsarans, er rýnir inn á við gegnum mistur vandamálsins. Jafnvel hver tuska talar. Ofviðrið í hettunni er ekki síður lifandi en hin hábrýna íhygli,, sem undir henni býr. Fellingar skýluklútsins liafa sína sál, ekki síður en, hliðarsvipur kvenandlits- ins, sem gægist fram úr skýlureif- unum, sama dumbungshugsunin er í dráttum beggja. Þá er annað rís á höfuðbúnaði hinnar skeleggu og margspökfi meginekkju. En flesta mun að sjer seiða hið stolta höfuð ungu konunnar, með allra veðra von undan sortaskýi hins iðgnóga hárs. Kjarval er hinn mikli töfra- maður, eT sýnir oss sálarveðrið, sem orð fá ekki lýst, en augað finnur í ljósi og skuggum, litum, formi og línum. Þar sannast það, sem Goethe kvað: Nichts ist drinnen, niehts ist draussen, denn was innen das ist aussen. Guðm. Finnbogason. Stundakenslukaup við barna- skólana. Stjettarfjelag barna- kennara hefir farið fram á það, að stundarkenslukaup, sem nú er kr. 1,96 verði hækkað upp í kr. 3,00 á klukkustund frá nýári. Meirihulti skólanefndar, en 2 á móti, er með því að hækka kaupið upp í kr. 2,50. Tilboo. óskast um sölu á eftirfarandi vörum til skipa og sjúkra- húsa ríkisins í Reykjavík og grend: 1. FISKUR. Allar tegundir af nýjum fiski. Tilboðin miðist við ákveðinn afslátt frá almennu útsöluverði á hverjum tíma. 2. BRAUÐAVÖRUR. Verð á rúg- og hveiti-brauðum ósk- ast tilgreint fyrir hvert stykki, á tvíbökum og kringl- um fyrir hvert kg. og af öðrum brauðavörum með ákveðnum afslætti frá venjulegu útsöluverði í búðum. 3. KAr’FI. Kaffibætir og brent og malað kaffi. 4. SMJÖRLÍKI, blandað smjöri og jurtafeiti. 5. EINKENNISBÚNINGAR. Jakkaföt (úr klæði og/eða cheviot). Frakkar (úr klæði) og húfur fyrir yfirmenn á ríkisskipunum. Ennfremur stórjakkar (ipeð ullar- fóðri) fyrir háseta á varðskipunum. Tilboð miðist við búningana fullbúna til notkunar með ásettum ein- kennum, sem útgerðin leggur til. Sýnishorn af efnum fylgi með tilboðunum. 6. HREINLÆTISVÖRUR. Þvottasápa, sódi, ræstiduft, bón og fægilögur. 7. ÝMSAR DEKK- og VJELAVÖRUR til ríkisskipanna. Eldristar og brúristar, zinkblokkir, tvistur (hvítur no. 1), ketilsódi (calcium innihald tilgreinist), vírar, kaðlar, steinolía, bensín og smurningsolíur. Þar sem ekki er öðruvísi fram tekið, er gert ráð fyrir a?T samið verði um viðskiftin fyrir alt árið 1936. Öll ofangreind viðskifti eru bundin skilyrði um vöruvöndun og góðan frágang. Heimflutningur til kaupenda innanbæjar sje innifalinn í tilboðunum, en Vífilsstaðahælið, Kleppsspítalarnir og Lauganesspítali láta taka vörurnar hjá seljendum. Tilboð óskast komin á skrifstofu vora fyrir kl. 12 á hádegi, föstudaginn 27. þ. m. Rjettur áskilinn til að hafna öllum tilboðunum. Skipaútgerð ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.