Morgunblaðið - 19.12.1935, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudaginn 19. des. 1935,
Fallegt
og
ódýrt.
Syona líta gamlir herrahattar
át þegar búið er að breyta þeim í
kyenhatta, eftir nýjustu tísku, og
líta. Fyrsta flokks vinna.
Hattasaumasfofan,
Laugaveg 19. Simi 1004.
Bækur
hentugar til jólagjafa:
Sagan um San Michele.
íslensk fornrit,
Egilssaga, Laxdæla
og Eyrbyggja.
Ennfremur úrval af nýjum
bókum.
Bókaverslun
Þór. B. Þorlákssonar
Bankastræti 11. Sími 3359.
Gefið bdrnunum s
Gæsamðmmu
í fólagjöf.
Aiiir rwwr
þarfa að spegla sig.
Kaupið spegla
til jólagjafa.
Ludvig Storr,’
Laugavcg 15
Reyktar^!"*
róllupylsur,
75 aura Vz kg.
KjótbúOin Herðubreið
Hafnarstræti 18. Sími 1575.
EGGEBT CLAESSEN
hæstarjettarmálaflutningsmaður.
Skrifstofa: Oddfellowhúsið,
Vcmarstræti 10.
(Inngatigur um austurdyr).
Tryggingamálin.r
Framhald af bls. 3.
þessi maður reki atv. sína með
engum ágóða.
Ekkert er sagt hver innheimtir
iðgjöldin og enginn gjalddagi á-
kveðinn.
Þá er heimilt að leggja enn einn
skatt á alla vinnukaupendur, .1%
af vinnulaunum, sem hann greiðir,
til þess að mynda jöfnunarsjóð
sjúkrasamlaga. Og sýnast nú lítil
takmörk orðin fyrir þessum nýju
gjöldum.
Enn ke'mur svo nýr skattur til
ellitrygginganna 1% af skattsk.
tekjum. Minnir þetta á lesta-
manninn, sem altaf bætti húð og
hömsum af þeim hestum, sem slyg-
uðust á þá, sem eftir voru. Og alt:
af uppgáfust þeir hestar, setn stóðu
uppi, fljótar og fljótar. Eu sá síð-
asti sligaðist þegar í stað, er öll
byrðin kom á hann.
Þá er lífeyrisjóður embættis-
manna. Sá hluti hans, sem af-
gangs verður, þegar núverandi em
bættisme'nn eru úr sögunni, á að
ganga inn í lífeyrissjóð fslands.
Þessi sjóður er stórfje, um Vfó
miljðif, og hann er myndaður með
einkaframlögum embættismanna
sjálfra. Að taka þetta fje er eitt-
hvað það allra ósanngjarnasta í
öllu frumvarpinu. Um þessa starfs
me'nn ríkisins er stefnt beint í öf-
uga átt. Þeir eiga að hætta að
vera trygðir eins og hingað til.
Ákvæði frv. um það, að þeir, sem
eru yngri en 40 ára, geti heimt
að tillög sín út úr sjóðnum, miðar
■ ekki að neinu öðru en veikja sjóð-
inn.
Hvað á svo ellitryggingin að
verða há ?
Ekkert er um það sagt, en í
grg. frumvarpsins er eitthvað tal-
að um 400—450 kr. á ári. Þetta er
svo lágt, í samanburði við það,
sem ve'rið hefir, kð engrí átt nær.
En sjálf lögin segja ekkert um
það, hvað fullur lífeyrir á að
verða hár. Hjer er enn eitt megin-
atriði í óvissu. Hvers vegna hefir
þetta ekki verið reiknað út?
Um atvinnuleysistryggingar er
sdfcaa að segja og aðra kafla, að
mörg aðalatriði ei*u ekki tekin
fráth,4 heldur geymd síðari tíma.
En annars þýðir lítið að ræða um
þessár tryggingar, því að frams.m.
meiri hlutans sagði, að hjer væri
aðeins um byrjun áð ræða. Það
væri tilgangurinn að færa sig upp
á skaftið, og er víst ekki hætta á
öðru,- e*n eftir því verði gengið.
öll þessi atriði sýna, hve fjarri
sanni það er, að afgreiða nú mál-
íb svona lítið hugsað.
• >í Briem, gerði fyrirvara um
frv. að því er snertir atvinnuleys-
istryggingar, út frá þeirri for-
sendu, að besta atvinnutrygging-
in væri sú, að efla atvinnuvegina
sjálfa, og stemma þannig á að ósi.
En um aðra kafla taldi hann sig
samþykka hugsuninni, eta ýms
vansmíði munu vera þar á. Hrevfði
hann nokkrum slíkum atriðum, t.
d. því, hverjir eru trygðir.
Har. G. Taldi einmitt nauðsyn-
legt að setja þessi lög nú, af því
að ástandið væri svo slæmt. Af
því að nú þyrfti að gera hjálpar-
ráðstafanir fyrir alla framleiðslu,
og bæi og sveitir, þá þyrftu þeir,
sem hje'r ættu hlut að máli, að fá
eitthvað líka af þeim reitum, sem
nú er verið tæta í sig.
Allir þessir ræðumenn töluðu
oftar. Auk þess talaði Páll Her-
mannsson nokkur orð um eitt at-
riði frumvarpsins.
Að síðustu var frumvarpið sam-
þykt til 3. umræðu.
Dagbók.
_I.O.O.F. 5 = 1171219972 = E. K.
Veðrið (miðvikud. kl. 17) : Há-
þrýstisvæði er yfir Grænlandi og
fslandi, og fylgir því stílt veður
og víðast bjart hjer á landi. Með
ströndum fram e'r víðast 1—4 st.
frost en alt að 10 st. í innsveitum
syðra og 12—13 st. nyrðra. Yfir
Atlantshafinu vestur af Bretlands-
eyjum og suður af Grænlandi eru
lægðir á hreyfingu A-eftir en fara
svo sunnarlega, að þær munu tæp-
lega geta valdið veðrabreytingu
hjer á landi næsta sólarhring.
Veðurútlit í Rvík í dag: Stilt, og
bjart veður.
Skátafjelagið Emir. Skátar,
mætið allir að Ægisgötu 27, föstu-
daginn 20. þ. m. kl. 9 e. h., afar
áríðandi.
H.f. Strætisvagnar Reykjavíkur
he'fir farið fram á það að fá úr
bæjarsjóði rekstrarstyrk fyrir líð-
andi og liðin ár, alls kr. 48,000,00,
og auk þess aðstoð til þess að
kaupa hráolíuvagna-í stað bensín-
vagnanna. Bæjarráð hefir synjað
erindinu.
Hjúskapur. Síðastliðinn laugar-
dag voru gefin. saman í hjónaband
af síra Árna Sigurðssyni, Vigdís
Brynjólfsdóttir og Guðmundur
Maríusson, vjelstjóri. Heimili ungu
hjónanna er á Þórsgötu 5.
f veikindaforföllum síra Frið-
rilcs Hallgríms^par vinnur síra
Ásmundur Guðmundsson prófess-
or prestsve'rk fyrir hann um há-
tíðirnar. Síra Ásmundur prófessor
á heima á Laufásveg 75, sími 1816.
Mæðrastyrksnefndin. Upplýs-
ingaskrifstofa Mæðrastyrksnefnd-
arinnar er opin mánud. og fimtud.
kl. 8—10 í Þingholtsstræti 18,
niðri.
Jólafjársöfnun Morgunblaðsins,
frá Á. Þ. 10 kr.. Krumma 10 kr.,
ónefndri 5 kr., í. S. 10 kr., Ó. B.
5 kr., Kristínu 20 kr.
Hver upphæð sem er, smá eða
stór, sem þjer gefið til Vetrar-
hjálparinnar verður til þess að
auka á jólagleði fátæku bamanna,
sem annars fengju lítið eða ekkert
á jólunum.
Aðalfundur Stúdentafjelag8ins
verður haldinn í kvöld á Garði.
Lýðskóli Björgvins. Frumvarp
Björgvins sýslumans, um heimild
fyrir sýslu- og bæjarfjelög til að
starfrækja lýðskóla með skyldu-
Vinnu nemenda gegn skólarjett-
indum, virðist ætla að ná sam-
þykki þingsins að þessu sinni. Mál-
ið var í gær samþykt til 3. umr. í
Ed., en áður hafði það verið sam-
þykt í Nd.
Munið mæðrastyrksnefndina.
Hvar er pabbi, hver vill gefa
köldum fótum nýja skó?
Engan þyrfti jeg um að spyrja
ef hún mamma hefði nóg.
Hver vill þerra votan vanga,
velja hálm í stallinn minn,
flytja bæði mjeT og mömmu
mikla jólaboðskapinn?
G. S.
Skrifstofa Mæðrastyrksnefndar
tekur á móti gjöfum til fátækra
mæðra. Opin frá 3—6 daglega,
sími 4349. Þingholtsstræti 18.
Hjer sbeðnr aldrei neitt,
verður heppilegasta jólagjöfin. — Fæst hjá bóksölum.
Vaiermans ber af öllum
sjáífblekungum. Fœst enn í bókaverslun Snœbjarnar Jónssonar-
Vftfrftr menn velfa bækur öðru fremur
til vinagjafa. Hvort >em bókin er íslensk eíSa útlend, er varla annarstaW
fremur a?5 leita hennar en í
Bókaverslun Snæbjarnar Jónssonar.
Kápuefnftn ko
I I
in.
Verslun Guðrúnar Þórðardóttir.
Vesturgötu 28. Sími 1670.
Þur( loft.
Allir, sem hafa miðstðvarhitun, ættu að setja leir-
ker eða vatnshylki fylt vatni á miðstöðvarofnana, til
þess að gera loftið rakara. Höfum nýja gerð vatns-
hylkja, þau falla inn á milli ofnrifjanna o'g verða næst-
um ósýnileg.
J. Þorláksson & Norðmann,
Bankastræti 11.
Sími: 1280.
Lán til atvinnubóta. Bæjarráð
hefir samþykt að bera fram eftir-
farandi tillögur í sambandi við
fjárhagsáætlún bæjarins: — Bæj-
arstjórnin heimilar borgarstjóra |
að taka að láni á árinu, með sam-,
þykki bæjarráðs, alt að 100 þús.
kr. til atvinnubóta ef nauðayn
krefur ,enda náist samkomulag
við ríkisstjórnina um framlag úr
ríkissjóði á móti lánsfjenu.
Hjúskapur. í dag verða gefin
saman í hjónaband af síra Svein-
birni Högnasyni, Sólbjörg Jóns-
dóttir og Viggó Eyjólfsson bif-
reiðaeftirlitsmaður. Heimili þeirra
verður á Leifsgötu 32.
Óheppilegur framsögnmaður. —
Sigurður Einarsson var af fjár-
veitinganefnd falin framsaga
fjárankalagafrumvarpsins 1933.
Nefndin lagði einróma til, að
frumvarpið yrði samþykt óþreytt.
Hefði því mátt afgreiða málið á
2—3 mínútum, en í þe'ss stað fór
Sig. E. að víta þáverandi stjóm
fyrir kostnað þann, sem varð
vegna nppþots kommúnista 9. nóv.
1932 og auðvitað fór hann þar
með vísvitandi ósannindi. En fjár-
veitinganefnd gaf S. E. ekkert
umþoð til þess að víta þessa
greiðslu og gerði hann þetta í ó-
þökk nefndarinnar. Var því sýni-
legt, að þessi Tlónska Sig. E.
myndi koma af stað miklum um-
ræðum og sá forseti (J. Bald.)
þann kost vænstan, að taka málið
út af dagskrá, eftir að Sigurður
Kristjánsson hafði gefið nafna sín
um Einarssyni maklega ráðningu.
Jólagæsir
frá Gæsabúinu í Saltvík.
Nú eru síðustu forvöð fyr*
ir þá, sem vilja fá sjer reglu-
lega góðar Jólagæsir.
Gæsirnar, sem eru ungar
frá í ár, hafa í sumar verið
aldar á grænu túni og í alt
haust á kjarnfóðri (þær
hafa aldrei fengið fisk eða
úrgang).
Gæsimar kosta, plokkaðar
og heimfluttar frá kr. 12,00
til 15,00, eftir stærð. Þeim
verður slátrað rjett fyrir jól-
Hjer er trygging fyrir að
þjer fáið nýslátraðar, aldar
og ungar gæsir.
Aðeins fáeinar ólofaðar.
Tekið á móti pöntunum J
síma 1618.
Bæjarstjórnarfundur verðuí
haldinn í kvöld í KaupþingssalB'
um. Þar verða til seimti umneðu
fjárhagsáætlanir bæjarráðs
hafnarsjóðs fyrir næsta ár.
Framh. á 7. síðu.