Morgunblaðið - 19.12.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.12.1935, Blaðsíða 5
ififfirTíii i 'tfÉjtfiÉMfnwrWV ••'T'f Tií• Fimtudagmn 19. des. 1935. MORGUNBLAÐIÐ —Bækur— sendar Morgunbiaðinu. Bíbí. Nýlega er komin út, á kostnað Æskunnar, saga, með nafninu Bíbí, eftir danska skáldkonu, Karen Michaélsen, en magister Sig. Skúlason hefir snúið henni á íslensku. Saga þessi hefir hlotið feikna útbreiðslu bæði í Dan- mörku, Þýskalandi, Englandi og víðar, og dómar um hana hafa verið mjög á einn veg. Höfundinum er ljett um að skrifa fyrir börnin og Bíbí litla söguhetjan er hin skemtilegasta, fjörugur telpuhnokki, sem kemur öll- um í gott skap. Mun blaðið von bráðar birta nánari um- sögn um þessa góðu barnabók. — Þá er nýkomin út hjá Æskunni bók, sem heitir „Sagan af honum Lubba“, á- gætis barnabók. Sólveig, skáldsaga eftir Kristján Sig. Kristjánsson. Þetta er saga ungrar prestsdóttur, sem kemur í uppvaxandi útgerðar- þorp, reynir þar árekstur kommúnismans og framtaks einstaklingsins, er svo stórhuga, að hún kastar sjer inn í hringiðuna fyrir bræðralagshugsjónina, stofnar fjelag, stofnar skóla og gefur út blað, og stendur seinast sigri hrósandi yfir þeim Qflum, sem öllu vilja sundra í þjóðfje- laginu og leggja alt í rústir. Sagan túlkar truna á sigur hins góða. Tveir lífs og einn liðinn, skáldsaga eftir Sigurd Christiansen. Sigurður Skúlason þýddi með leyfi höfundar. — Sigurd Christiansen póst- afgreiðslumaður í Drammen varð á svipstundu frægur fyrir þessa bók sína, enda var hún tekin fram yfir allar aðrar í bókmentasamkepni Norðurlanda. Bókin hefir sjerstöðu um efnisval og efnismeðferð, þar er gripið snild- artökum á lífsreynslu, sem fæstum er kunn, og Sigurði Skúlasyni magister hefir tekist að færa hana í ágætan búning. Ógleymanleg bók þeim, sem lesa. Andri litli á vetrarferðalagi, eftir L. G. Sjöholm. Isak Jónsson þýddi. — Höf. þessarar bókar er kunnur sænskur uppeldisfræðingur, og hefir rit- að mikið fyrir börn — sjerstaklega á þann hátt, að fræða þau um leið og hann skemtir þeim. Þessi bók hefir öll einkenni fræðsluáhuga og frásagnarhæfileika hans. Á- reiðanlega ágæt barnabók. Baráttan gegn trúnni, erindi eftir Bjarna Jónsson dómkirkjuprest. Þetta er út- varpserindi, svarræða við erindi Gunnars Benediktssonar um kommúnista og trúarbrögð. Að niðurlagi segir höf.: Það er önnur heimsmynd og önnur heimsskoðun nú en í fornöld og á miðöldum. En-trúin á sama erindi til mannanna nú eins og þá. Hún lifir, þó að gegn henni sje barist. Sjálfstætt fólk, eftir Halldór Kiljan Laxness. Þessi bók er beint áfram- hald af sögu þeirri sem birtist í fyrra. Tími hefir ekki unnist til þess að skrifa rækilegan dóm um bókina eins og hún á skilið, en það mun verða gert svo fljótt sem tími vinst til. í fyrra seldist fyrra hefti þessarar bókar einna best allra bóka sem þá komu út. Heiða, síðari hluti. Fyrri hluti kom í fyrra og hefir síðari hlutans verið biðið með mikilli eftirvæntingu af fjölda unglinga, sem lásu fyrri bókina. Bókin gerist í Sviss og er talin með b’estu barnabókum sem skrifaðar hafa verið, og er þetta síðara bindi ekki síður skemtilegt en hið fyrra. Karl litli, æfintýri frá Danmörku, eftir Jóh. Magnús Bjarnason, vestur-íslenska skáldið sem flestir kannast við að góðu einu. Þetta er ákaflega skemtilegt æfintýri og margar furðulegar frásagnir í því. Frásagnarstíllinn bráðskemti- legur og hugmyndaflugið geisilegt. Bókin er með mörgum fallegum myndum eftir Jóhann Briem listmálara. Þeir sem lásu á sínum tíma „Eirík Hansson" og „Brasilíufar- ana“ vita að frá hendi þessa höfundar er altaf von á einhverju skemtilegu. Dýrin tala, eru sögur um dýrin, þýddar eftir mjög vinsælli sænskri bók, „Djurens underbara liv“ og er þetta I. hefti af fjór- um sem eiga að koma út. Mikill fjöldi af dýramyndum er í bókinni og eru sögurnar sagðar á einföldu og ljettu máli, og fljettað inní þær sem mestum fróðleik um lifn- aðarhætti dýranna. Þessi bók er vís til að verða vinsæl meðal barna og unglinga. Bæ ur handa unglingnm 04 börnum: Bibi eftir dönsku skáldkonuna Karin Michelis er nýlega komin út. Bíbí er fjörug stúlka, sem tekur upp á mörgu og verður ekki ráðafátt. Bók þessi hefir ver- ið þýdd á mörg tungumál, og alstaðar hlotið hinar mestu vinsældir. Bíbí er stór bók, 270 bls., prýdd fjölda mynda. — Kostar í kápu kr. 5,75. t fallegu bandi kr. 7,50. #' ) I Það gleður jafnt | gainla $em unga, Sagan af honum Lubba, er komin í bókabúðir fyrir nokkrum dögum. Saga þessi verður áreiðanlega kærkomin yngri lesendunum, enda hefir hún flogið út þessa fáu daga, sem hún hefir verið til sýnis í bókabúðunum. — Kostar í laglegu bandi kr. 2,00. — Þetta er því ódýr Jólabók. Þá má nefna þessar vinsælu bækur: I)avíð Gopperfield eftir hið heimsfræga skáld, Charles Dickens. Landnemar eftir enska skáldið Frederick Marryat (Marryat kaptein). ÁRNI OG ERNA. OTTÓ OG KARL. HETJAN UNGA. Þetta eru bækurnar, sem þið skuluð gefa unglingunum fyrir jólin, þær eru hver annari betri og skilja eftir góðar endurminningar að loknum lestri. Þórunn Björnsdóttir. Miðvikudaginn 4. des. voru jarðneskar leifar Þórunnar Björnsdóttur ljósmóður bornar til grafar. Það mun, eins og Morgunblaðið sagði, vera vand- skipað sæti hennar. Mjer fanst það einkenna hana allra mest frá öðrum konum, sem jeg þekki, að alt, sem hún sagði og gerði var á bjargi bygt. Þetta fann jeg allra best þegar hún var komin inn til mín á mínum þrautastundum hæglát, en viss í öllu sem þurfti að gera, aldrei ráðalaus. Það var svo gaman, að sjá hvað fallega sameinaðist í henni þrekið og blíðan. Jeg þakka þjer Þórunn fyrir öll sporin til mín og alt, sem þú gerðir fyrir mig og mína. Altaf þótti mjer vænna um þig eftir því sem við vorum oftar saman og jeg skildi þig betur, þá gat jeg betur notið þess góða og göfuga, sem ætíð var þjer sam- fara. Og jeg þakka og man síð- ustu samfundi er jeg kom að sjúkrabeð þínum, og hvað and- litði á þj«r ljómaði er þú fórst að tala um áhugamálið þitt mikla, sem ávalt var umtalsefni okkar er við hittumst í seinni tíð. Jeg fann að það gladdi þig, að bæði læknirinn og hjúkrun- arkonan voru Ijósuböni þín. líka ágætismanneskjur bæði. Þannig bar hún ávöxt iðju sinn- ar, en sjálfsagt hefir hún fyrst fyrir alvöru fengið laun verka sinna er hún kom hinum megin við tjaldið. Blessuð sje minning þín. Þökk fyrir alt og alt. Kona. X x j X V ♦,♦ ♦♦♦ * T t ❖ t t t t t t t t t t t t t t t t t t t Y t ♦!♦ að valið hepnist á jólamatnum, gerið því innkaup ,rðar þar sem nógu er úr að velja og vörurnar best- ar. — Við getum til dæmis boðið yður eftirtaldar vörur svo eitthvað sje nefnt af öllu því, sem á boðstólum er: Gæsir, Endur, Rjúpur, Hænsni. Grísakjöt, Kálfakjöt, Nautakjöt, Dilkakjöt. Okkar viðurkenda Hangikjöt og grænar baunir má ekki vanta á neitt jólaborð. Glæný egg hjer úr bænum koma daglega. Allskonar grænmeti, nýkomið, lægsta verð sem heyrst hefir á árinu. Ávextir, allar tegundir, með lægsta verði. (Kaupið ávexti í köldum búðum og geymið þá á köldum stað) Gjörið svo vel að senda okkur jólapantanir yðar sem fyrst, til hagsbóta fyrir yður. Matarversl. Tómasar Jónssonar Laugaveg 2, sími 1112 Laugaveg 32, Bræðraborgarstíg 16, Sími 2112. Sími 2125.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.