Morgunblaðið - 10.01.1936, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudaginn 10. jan. 1936.
Útrof.: H.f. Ar/akur. ReykJaT'’*.
Rltatjðrar: Jön Kjartanaaon,
Valtýr Stef&naaon.
Rltatjðrn og afgrreiSala:
Auetnratrætl S. — Stmi 1S0S.
Aeirlýalng .ntjðrl: E. Hafberc.
AugrlýBlncaakrifatofa:
Au turatræti 17. — Slml S70S.
Helmaatmar:
Jðn Kjartanaaon, nr. 874Í.
Valtýr St fAnaaon, nr. 4229.
Árnl 6l% nr. S045.
B. Hafberg, nr. 2770.
Áakriftag.ald: kr. t.Ou á. m&nuOL
í lauaaaðlu: 10 aura alntaklS.
20 aura maO Leabök.
i Til beggja handa.
ÞaS er eins og rauðu flokk-
ana sje eitthvað farið að óra
fyrir því, að nú sje að því kom-
ið að ríkisstjórnin geti ekki lif-
að einvörðungu á rógi og níði
um Sjálfstæðisflokkinn, heldur
verði að gera einhverja grein
fyrir því, hvernig fje ríkisins
sje varið og hvernig búið sje
að atvinnuvegum landsmanna.
StjórnarblÖðin hafa skift með
sjer verkum. Alþýðifblaðið hef-
ir tekið að sjer að verja fjár-
málasukkið og teflir fyrir sig
einum af frambærilegri mönn-
um flokks síns, Jónasi Guð-
mundssyni alþm. — Dagblaði
Tímamanna hefir hinsvegar
verið úthlutað það fáránlega
hlutverk, að sýna fram á að
þeir menn, sem alla tíð hafa
verið fjandsamlegastir sjávar-
útveginum, hafi verið eina stoð
hans og stytta.
Eins og menn vita er held-
ur fátt með stjórnarblöðunum
þessa dagana og það er engu
líkara en Alþýðublaðið hafi
verið að hefna sín á Tímagimbl-
inum með því að fela honum að
leika forystusauð á sviði sjáv-
arútvegsmálanna.
Fjármálaafbrot ríkisstjórnar-
innar eru því miður alvarlegri
og meiri en svo, að á þeim verði
ráðin hin allra minsta bót með
einní blaðagrein. Þar verður
engri málsvörn viðkomið ann-
ari en iðrun og yfirbót, og
standast hugleiðingar Jónasar
Guðmundssonar enga gagnrýni.
Allir, sem eitthvað þekkja til
þingsögunnar, kannast við hin-
ar síendurteknu fullyrðingar
um það, að nú og nú fyrst sjeu
fjárlögin rjett áætluð, og þeir,
sem í þeim efnum eru hreinir
hvítvoðungar og ekkert þekkja
annað en frægðarsögu undra-
barnsins, sem nú fer með fjár-
málin, vita þó að minsta kosti
það, að einnig Eysteinn Jónsson
var með þessar sömu afsakanir
í fyrra fyrir því, að hann hækk-
aði fjárlögin þá, enda þótt allir
viti nú, að áætlun hans var
rammskökk.
Ásakanir Jónasar Guðmunds-
sonar um fölsk fjárlög bitna
auðvitað á Framsóknarflokkn-
um, sem undanfarin 9 ár hefir
átt fjármálaráðherrann. En hitt
talar skýrustu máli, að á rúmu
ári hafa stjórnarflokkarnir lagt
5 miljón króna nýjan skatt á
þjóðina, og gegn þeirri byrði
verða allarheimspekilegar hug-
leiðingar ljettar á metunum.
250 BRESK OG FRONSK HER
SKIP í MIÐJARÐARHAFI!
Nslson og Rotfney fara til Miljatíariwlsiiis,
Á myndixmi sjest Nelson, sem er 30 þús. tonn. Nelson er systurskip
Rodney, en þessi skip eru talin bestu skipin í flota Breta.
SPRENGJA JAPANIR
FLOTAMALARABSTEFNUNA?
Nagano og Anthony Eden
á úrslitafundi.
KAUPMANNAHÖFN f GÆR.
EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS.
IDÚIST er við að flotamálaráðstefnan í London
^ fari út um þúfur á morgun!
Japanar hafa neitað að gefa upplýsingar um
fyrirætlanir sínar um herskipabyggingar, en aðr-
ir þátttakendur í ráðstefnunni hafa fallist á til-
lögu þess efnis, að skiftst verði á upplýsingum um
fyrirhugaðar herskipabyggingar.
Bretar telja því þýðingarlaust að haldið verði
áfram ráðstefnunni með þátttöku Japana.
Hinsvegar er búist við, að hin flotaveldin fjögur, Bretar,
Bandaríkin, Frakkar og ítalir sitji áfram á ráðstefnu, eða
kalli saman nýja. Páll.
Ákvörðun tekin
í gærkvöldi?
LRP 9. jan. FÚ.
Á fundí í utanríkismálaráðu-
neytinu breska í kvöld, verður
gert út um örlög flotamálaráð-
stefnunnar í London.
Anthony Eden, utanríkis-
málaráðh,. Monseil flota-
málaráðherra, og Nagano
aðalfulltrúi Japana, sitja
fundinn.
• •
Orðugleikar
Hitlers aukast.
Oslo 9. janúar.
Frá Buenos Ayres og öðrum
bæjum í Brazilíu berast fregn-
ir um blóðugar verkfallsóeirðir.
Fjölda margir hafa særst í viið-
ureignunum. — Lögreglan hef-
ir nú betur hvarvetna, að sögn.
(NRP—FB).
Stóríeld at-
vinnuleysis-
aukning.
London 9. janúar.
Fregnir frá Berlín í dag
herma, að samkvæmt seinustu
atvinnuleysisskýrslum hafi at-
vinnuleysii aukist mikið í Þýska
landi. Samkvæmt þeim hefir
tala atvinnuleysingja aukist frá
því í desembermánuði um
522.354 í 2.506.806. (UP—FB)
Varúðarráðstafanir
fyrir Þjóðabanda- |
lagsfundinn.
Bretar hafa her- í Frakkar senda
96 hersbip á
flotaæfingar.
s
skipaskifti í Mið-1
jarðarhafi. !
Þjóðverjar óánægðir
nieð bandalag Breta
og Frakka.
KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS.
AMEÐAN olíurefsiaðgerðirnar verða ræddar
á þingi Þjóðabandalagsins í Genf þann 20.
þessa mánaðar, verður öflugri herskipafloti í
Miðjarðarhafi en nokkru sinni fyr, síðan heims-
styrjöldinni lauk.
Bretar eru taldir hafa 150 herskip í Miðjarð-
arhafi.
Frakkar hafa nú ákveðið að senda fyrstu
deild frakkneska flotans, eða 46 skip, til æfinga
við strendur Korsíku og undan Provenceströnd-
inni við Miðjarðarhaf.
Önnur deild frakkneska flotans, skipuð 50
herskipum, fer til æfinga við vestur strönd
Afríku, undan Casa Blanca.
Fjögur skip úr breska flotanum í Miðjarðarhafi verða
kölluð heim. Skip þessi eru Hood (stærsta herskip heims-
ins), Ramilles, Oreon og Neptune.
Skip þessi voru kölluð heim aðeins til þess að
veita sjóliðsmönnunum stutt heimfaraleyfi.
I stað þessara skipa verða fjögur stórskip af heima-
flot^num send til Miðjarðarhafsins. Þessi skip eru Rodney
og Nelson, næst stærstu herskip heimsins, og tvö
önnur skip.
Herskipaskifti þessi fara fram þann 13. þessa mán.
Miðjarðarhafs-
deilan flutt til
Rínarbakka.
OERNAÐARSAMNINGAR
t 1 Breta og Frakka hafa vak-
ið mikla athygli í Þýskalandi.
Er fullyrt að einn þáttur
í samningunum fjalli um
stuðning breska hersins við
her Frakka á landamærum
Frakklands og Þýskalands
Gætir talsverðrar óánægju
út af þessu í Þýskalandi og
þýsk blöð eru bitur í garð Breta
Blöðin segja, að sjersamn-
ingar Breta og Frakka í þessu
efni sje brot á Locarnosáttmál-
anum.
Þátttakendur í Locarnosátt-
málanum hafi allir sem einn
gengist undir að vernda þá
landamæraskipun, sem nú er
milli Frakklands og Þýskalands
Þýsk blöð láta svo um
mælt að með sjersamni:
um þessum hafi Bretar
Frakkar flutt deiluna
Miðjarðarhafi norður
Rínarhakka.
Páll.
Frankinn
rjettir við.
Forvaxtalækkún frá
því í desember
úr 6°/o í 4%.
London 9. janúar^
. Frá París er símað, að Frakk-
landsbanki hafi gefið út til-
kynningu um forvaxtalækkun.
Verða forvextir nú lækkaðir um
1% í 4%. (UP. FB.).