Morgunblaðið - 10.01.1936, Page 5
Föstudaginn 10. jan. 1936,
MORGUNBLAÐIÐ
5
BÖKMEIÍTIR
Panl de Kruif:
BakterfuveiOar
Eltia* Árna Friðriksson.
Bogi Ólafsson, yfirkennari, þýddi.
Bókasafn Þjóðvinafjelags-
ins VIII. jReykjavík 1935.
Brot: Oktavo. 376 bls.
Verð kr. 8,50—15,00.
Það er engu líkara en að þjóð-
irnar hafi þá menn, í mestn uppá-
haldi, sem geta sje'r orðstír fyr-
ir hreysti, ekki síst ef þeim tekst
að vinna nokkra landskika frá
öðrurn, eða lumbra á nágranna-
þjóðunum í stríði. Þannig er Karl
XII., ein af þjóðarhetjum Svía
Frakkar dást að Napóleon, Bretar
að Nelson, og okkur þykir vænt
um Gunnar á Hlíðarenda og aðra
garpa úr íslendingasögunum. Bnda
stendur gnýr um nafn þessara
manna. Bn svo eru til aðrir menn,
kem eru kappar á öðru sviði, hafa
unnið lönd fyrir mannkynið, þótt
ekki væri með sverði og skildi,
menn, sem hafa eytt öllu lífi sínu
fyrir aðra, oft við þröngan kost
og lítilsvirðingu fjöldans, og loks
ef til vill látið lífið fyrir hug-
sjónir sínar. Þetta eru „mennirnir
me’ð smásjána“. Saga mannkynsins
er sagan um viðleitni til þess að
lengja og tryggja líf einstaklings-
ins, og gera það sem þægilegast.
Mennirnir með smásjána eru sá
útvaldi her, se’m háð hefir óslitna
baráttu við ósýnilega fjendur
mannkynsins í ystu skotgröfum
tilverunnar, á þeim hafa mætt
hætturnar, sem ystu skotgröfun-
um fylgja, þeir hafa orðið að
þola aðbúð, sem látnar eru ystu
skotgröfunum í tje á stríðstímum,
og fyrir þessa menn hafa því mið-
ur öftast nær ve'rið stríðstímar,
oftast kreppa.
Bókin, sem að ofan er nefnd, er
saga þessara manna. Saga þe’irra
mestu sigra, se'm mannkynið hefir
unnið yfir óvinum, sem lokað hafa
frjósömum löndum, lagt bygðir í
auðn, teygt kaldar náhendur inn
í hreysi þess fátæka og höll hins
ríka. Hjer getum við fylgt ferli
þe’irra manna, sem hafa tekið sjer
það starf, að vera útverðir hins
lífræna heims gegn því myrka og
dularfulla undirdjúpi, sem bygt
er óteljandi fjölda kynlegustu
vætta. Á fyrstu blaðsíðu bókar-
innar kyntumst við „vopni“ þess-
ara veiðimanna, smásjánni, og
fylgjum því gegnum alla bókina
á sigurför þess frá miðöldunum til
vorra tíma.
Je’g ætla ekki að hætta mjer út
í það, að leggja dóma á þessa bók,
hún hefir fengið sína dóma í öðr-
um löndum, þar er liún talin meist-
araverk. Þegar fyrsta útgáfan
birtist, fyrir nokkrum árum, vakti
hún mjög mikla athygli, og síðan
hefir bókin verið þýdd á fjölda
mála. Je'g minnist þess að hafa
lesið í erlendum ritdómum aðdáun
á því, hvernig höfundurinn leysti
verk sitt af hendi, og það er engin
mærð, öðru nær.
Jeg hefi lesið þe'ssa bólc á öðr-
um málum, og íslensku þýðinguna
hefi jeg kynt mjer. Hún hefir,
eins og vænta mátti, tekist prýði-
lega. Bogi Olafsson, yfirkennari,
he’fir áður þýtt bók um náttúru-
fræði: Bíflugur, svo að hann fer
nú bráðum að skáka olikur nátt-
úrufræðingunum. Bn það er gott.
Aaðalatriðið er að fá sem flestar
bækur sem þessa, og þeim, sem
ann góðum bókmentum, get jeg
ekkert heilræði betra gefið, en að
lesa þessa bók. Við höfum fylstu
ástæðu til þess að bjóða hana vel-
komna á hinn fáskrúðuga bóka-
markað íslenskrar tungu.
Islendingar gætu hlynt að góð-
um bókmentum með því að verð-
launa bestu bók ársins á þann hátt
að ve’lja hana til nýársgjafa. Bf sú
væri hefðin, þá fengi þessi bók
mitt atkvæði. Því hvers má krefj-
ast af bók umfram það þrent:
1) Að vera skemtileg saga,
2) brunnur fróðleiks þeim, sem
| fróðleiks leita, og
3) sigurminning fallinna 1-cyn-
I slóða fyrir hina öldnu, eú
hvetjandi rödd til hugsjóna og
dáða fyrir æskuna, sem ennþá
hefir ekki að fullu mótast til
framtíðarstarfa.
Árni Friðriksson.
Guðrún Lárasdóttir:
Þess bera menn sár.
Eftir Elínu Sigurðardóttur.
Frú G. L. er þektur rithöfund-
ur, vinsæl og velmetin, vegna
þessa hafa lesendur beðið með eft-
irvæntingu síðara hluta skáld-
verks hennar, „Þess bera menn
sár“. Nú er hann kominn á bóka-
markaðinn. Bókin er prýðilega vel
skrifuð og þess vegna skemtileg
til aflestrar og bak við alla frá-
sögnina slær samúðarríkt hjarta
eins og ávalt hefir verið einkenni
á bókum liennar.
Bækur é’ru lestrarfúsu fólki fje-
lagar, góðir og slæmir eftir því,
sem ástæður eru til. Temji les-
andinn sjer að lesa einungis góð-
ar og fræðandi bækur, verður
hann batnandi maður, og líkleg-
ur til að hafa bætandi- áhrif. Hann
verður aldrei vinalaus, því að
i
hann er kominn í sálufjelag við
þá höf. sem hafa fært þjóðunum
1 mikilvægustu sannindin, og mest-
an og béstan andans gróður.
Sannindi lífsins eru birt á marg-
víslegan hátt. Frú Guðrún Lár-
usdóttir birtir þau með næmum
skilningi og mikilli hlýju til
þeirra, sem verða fyrir sárum
mannfjelagsins, sárum sorga
þjáninga og blekkinga. Myndir
þær, sem liún dregur af þessu
. viðhorfi, eru skýrar og verða
lesandanum hugstæðar. Aðrir
birta þær með þeim hætti, að
hugur lésandans hlýtur að fyll-
ast viðbjóði. Þarna skilur á milli
listarinnar og óþverrans, sem
dreginn er saman úr forarræsum
mannlífsins, og fáa ætti að fýsa
til að velta sál sinni í. Hinn öfga-
lausi og mikilvirti ritskýrari, herra
mag. Jak. J. Smári, hefir ritdæmt
þessa bók G. L. í Eimreiðinni og
v.egna þess að jeg er honum alveg
samdóma, leyfi jeg- mjér að til-
færa nokkrar línur. „Frásögnin er
einföld og blátt áfram, stíllinn
eðlilegur .. . Persónur sögunnar
eru skýrt dregnar, jafnvel sú
þeirra, sem einna fæsta hefir
skuggana, nefnil. Sigurður, og
Ella sténdur ljóslifandi fyrir aug-
um lesandans ... Höf. lýsir lífinu
í ýmsum myndum þess á þann
liátt, að maður finnur, að hún ann
hinu fagra og góða og vill vekja
þá sömu ást hjá lesendum sínum.
Bókin er holl og góð lesning, en
hún er ekki fyrir þá sök leiðin-
leg, lieldur þvert á móti, hún er
„spennandi“ og skémtileg og mun
einnig fyrir þá sök eignast marga
lesendur“. — Þannig farast þess-
um mæta manni orð.
\
Efni sögunnar vil jeg ekki
rekja hjer. Menn þurfa að kaupa
og lesa bókina, hún er ágæt tæki-
færisgjöf. Allar aðrar bækur frú
Guðrúnar eru uppseldar, og vænti
jeg að svo veTði áður langt um
líður með þessa bók.
« Elín Signrðardóttir.
Ný barnabók.
Andri litli á vetrarferða-
lagi. Eftir L. G. Sjöholm
Isak Jónsson þýddi.
Margar barnabækur hafa komið
á bókamarkaðinn í ár, og surnar
ágætar. Mig langar til að vekja
athygli lésenda á einni þessara
nýjii bóka: '„Andri litli á vetrar-
ferðalagi“. ITún er frumsamin á
sænsku, og er höfundur hennar
kennari við kennaraskólan í Gauta
borg, L. Gottfrid Sjöholm að
nafni. Hefir hann ritað mikið fyr-
ir börn og er sýnt um það. Segir
hann í formála fyrir þessari bók,
að markmið hennar sje að leggja
til leséfni um nokkur atriði átt-
hagafræðarinnar, sem ætlast sje
til, að börn læri annað skólaárið.
Telur hann síðan þessi atriði upp
og kveðst hafa valið þá leið, að
sýna börnunum raunverulega
mynd af lnittum Lapplendinga,
sem enn lifi í landinu, í aðalatrið-
um samkvæmt menningarháttum
hjarðþjóðar. ,
Efni því, er hann hefir tekist á
hendur að fræða börnin um, hefir
hann svo haganlega fyrir komið,
að jafnan skiptist á frásögn og
samtöl. Annar kaflinn er frásögn,
liinn er í samtalsformi. Gerir það
bókina mun skemtilegri fyrir börn-
in. Það er barnanna líf og yndi, að
fá að taka lifandi þátt í náminu,
en þurfa eigi ávalt að hlusta.
Þess vegna féllur þeim samlestur
svo vel í geð. — Fróðleikur og
skemtun er líka svo vel saman-
fljettað í þessari bók, að eigi verð-
ur sundurgreint, og er það auð-
vitað kostur. Enn þann dag í dag
virðist það vera trú sumra manna,
að þe’tta tvent eigi sjaldan sam-
leið, en það er misskilningur, sem
kennarar þurfa að kveða niður.
Jeg álít, að „Andri litli“ eigi
mikið erindi til íslenskra barna,
þótt bókin sje í fyrstunni ætluð
sænskum börnum.
Isak Jónsson, kennari, hefir
þýtt „Andra litla“ og gefið út á
sinn kostnað. Er þýðing og frá-
gangur bókarinnar hvorttveggja
gott, að mínum dómi, þó éitthvað
megi sjálfsagt finna að. Óviðfeld-
ið þykir mjer, að Lappi er ýmist
skrifað með stórum eða litlum
upphafsstaf, einkum í samsettnm
orðum, t. d. Lappatjald o. s. frv.
En þetta eru auðvitað smámunir
!í sambandi við prófarkalestur. —
í Margar góðar myndir prýða bók-
ina. Hiin er 9 arkir að stærð, kost-
ar í góðu skólabandi (stífheft)
þrjár krónur, og er því ódýr á ís-
lénskan mælikvarða.
Jeg vil að lokum þakka þýð-
anda fyrir „Andra litla“ og er
þess fullviss, að þessi fróðlega og
: skemtilega barnabók verður vin-
sæl meðal barnanna.
Margrjet Jónsdóttir.
Barnabókin Bíbf
Effir Sigurð Jónsson, skólastjóra.
Barnablaðið ,,Æskan“ hefir
gefið út allmargar barnabækur.
Eru þær yfirleitt vel valdar og
útgáfurnar vandaðar. Nýjasta
bókin er fyrsta bindi sagna-
flokks um unga stúlku danska,
sem ,,Bíbí“ nefnist, þótt ekki
sje það hennar rjetta nafn. Eru
bækur þessar einkum ætlaðar
ungum stúlkum til lestrar.
Höfundur „Bíbí“-bókanna er
alkunnur danskur rithöfundur,
frú Karin Michaelis, en mag.
Sigurður Skúlason hefir lagt
þetta bindi út á íslensku. Virð-
ist þýðíngin góð og málfarið
viðkunnanlegt. Frágangur að
öðru leyti er og í besta lagi.
Fjöldi mynda er í bókinni, og
skilja börnin þær prýðisvel.
„Bíbí“, söguhetjan, er á
þessu stigi frásagnanna 11 ára
gamall telpuhnokki. Hefir hún
notið meira frjálsræðis í upp-
vextinum en títt er um stvilku-
börn í Danmörku. Upplag
hennar og aðstæður eru einnig
með öðrum hætti heldur en
flestra annara danskra barna
(og þó enn fjarlægari því, sem
hjer á landi gerist).
I formála bókarinnar kemst
þýðandinn þannig að orði:
„. . . . þessar bækur (þ. e.
,,Bíbí“-bækurnar) hafa ekki
orðið neitt sjerlega vinsælar í
Danmörku, þar sem þær komu
út á árunum 1929—1932. En
þeim mun vinsælli hafa þær
orðið í öðrum löndurn“.
Það mun nú vera svo um önn-
ur rit frú Miehaelis, að þau
hafa einnig hlotið misjafna
dóma í Danmörku, en verið
meira metin utanlands. Þetta er
langt frá að vera oinstakt fyrir-
brigði, og munu menn jafnvel
kannast við rit íslenskra höf-
unda, sem miður hafa metin
verið hjer heima, beldur en
meðal útlendinga. Geta ýmsar
orsakir legið til þessa, sú t. d„
að ritin komi óþægilega við
kaun almennings eða- einstakra
stjetta heima fyrir (smb. rit
Henriks Ibsens), og sannast þá
hið fornlcveðna, að „spámaður
er ekki metinn í föðurlandi
sínu“. Stundum eru orsakir
þær, að höfundar haia orðið
fyrir álitshnekki vegna fyrri
rita, jafnvel líka út af alt öðru,
svo sem skapbrestum eða mis-
fellum í einkalífi. Ber eðlilega
mest á því í fámennum þjóð-
fjelögum, þar sem hver þekkir
annan, og er auðvelt að finna
þess dæmi meðal íslenskra höf-
unda, hversu erfitt þeir hafa
átt með að ná verðskuldaðri
viðurkenningu meðal landa
sinna fyrir þessar sakir.
Það mun nú sönnu næst, að
allar þessar orsakir eigi eða
hafi átt sinn þátt í því að baka
frú Michaelis þann skort á við-
urkenningu, sem hún hefir
löngum átt við að stríða i föð-
urlandi sínu. Hún var orðin
roskin kona, er hún samdi
„Bíbí“-bækurnar, hafði víða
farið og raunar að mestu alið
aldur sinn utan Danmerkur síð-
an um aldamót. Má vera, að
mörgum manninum heima í
Danmörku „litlu“ hafi þótt
kenna fullmikið heimsborgar-
ans í þessum bókum, þótt ekki
verði því á hinn bóginn neitað,
að vel er ennþá varðveitt minn-
ingin um Danmörku, sjerstak-
lega Jótland, þ. e. a. s. það
Jótland, sem var, því að æði
mikið er það breytt nú frá' því,
sem sagan lýsir því (heiðin,
Litla-belti o. fl.).
En hvað sem nú þessu líður,
þá er „Bíbí“ þó að ýmsu leyti
góð bók. Frásögnin er fjörug og
víða skemtileg. En aðalkostur
bókarinnar er þó sterkur undir-
straumur mannúðar og með-
aumkunar með þeim, sem bágt
eiga, mönnum og málleysingj-
um. I lok þessa bindis er svo
langt komið, að sterkasta aflið,
sameiginleg ást foreldra og
dótturdóttur á dóttur greifa-
hjónanna, móður Bíbíar, er í
þann veginn að brúa djúpið,
sem staðfest var milli tveggja
kynslóða, tveggja gagnólíkra
lífsskoðana. Má þá gera sjer
Von um góðan árangur, þegar
tveim andstæðum öflum tekst
að starfa saman, og þróttmikil
æska sækir fram undir leiðsögn
hinna eldri og studd af reynslu
þeirra.
Sig. Jónsson.