Morgunblaðið - 08.07.1936, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudaginn 8. júlí 1936.
s
Útgeí.: H.f. Árvakur, Reykjavllc. "
Hitstjörar: J6n Kjartansson og
Valtýr Stefánsson —
ábyrgðarinatSur.
Ritstjðrn og afgrelBsla:
Austurstræti 8. — Simi 1600.
Auglýsingastjöri: E. Hafberg.
Auglýsingaskrifstc "a:
Austurstræti 17. — Slmi 3700.
Heimaslmar:
Jðn KJartansson, nr. 3742
Valtyr Ste'fánsson, nr. 4220.
Árni Óla, nr. 3045. ,
E. Hafberg, nr. 3770.
Áskriftagjaid: kr. 3.00 á mánuðl.
1 lausasölu: 10 aura eintakið.
20 aura með Lesbök.
Nýja samvinnustefnan.
Stjórnarblöðin sveitast nú
d&glega blóðinu til þess að sví-
virða og rógbera öflugasta sam-
vinnufjelagsskap bænda hjer á
Suðurlandi og leiðtoga hans,
Eyjólf Jóhannsson forstjóra.
Það er ákaflega eftirtektar-
vert að. einmitt nú skuli slíkar
árásir koma fram á samvinnu-
fjelagsskapinn úr þeirri átt,
sem þær koma. Á þessu vori
hafa verið þaldnar samvinnu-
hátíðir. ;víða . um land. Menn
hafa þyrpst saman til að fagna
viðgangi þess f jelagsskapar sem
hefir að marlcuiiði bræðralag
og samstarf í viðskiftum, og
krefst þess, að sannvirði sje
goldið bæði fyrir aðkeyptar
vörur og framleiðslu fjelags-
manna.
Menn skyldu ætla, að slík
hátíðahöld táknuðu það, að
hinn sanni bróðurlegi samvinnu-
hugur hefði náð föstum og var-
anlegum ítökum í miklum hluta
íslensku þjóðarinnar, og að
menn sem kæniu frá hátíða-
höldunum ljetu það ekki vera
fyrsta verk sitt, að vega að
slíkum fjelagsskap og berjast
fyrir málstað sundrungarafl-
anna.
Mjólkursamlag Kjalarness-
þings starfar á fullkomnum
samvinnugrundvelli. — Bændur
leggja inn mjólk sína og standa
sameiginlega undir öllum kostn-
aði við hana.
Fjelagsskapurinn nær yfir
geysimikið svæði og hefir til
umráða nálega alla mjólk sem
framleidd er á því. Utan fje-
lagsskaparins standa aðeins ör-
fáir menn og ástæðan til þess er
sú að þeir vilja ekki beygja sig
undir það sameiginlega ákvæði
allra samvinnufjelaga að
greiða sannvirði í kostnað á
framleiðslu sinni.
Þessa menn taka stjórnar-
flokkamir upp á arma sína. Til
þess að þóknast þeim örfáu
mönnum, sem ekki vilja beygja
sig undir grundvallarskilyrði
allrar samvinnu, á að svifta
allan þorrann af bændum á fje-
Iagssvæðinu umráðarjetti eigna
sinna. Merki sundrungarinnar
er hafið gegn samvinnunni.
Þannig lýsir ,sjer hin nýja
samvinnustefna stjórnarflokk-
anna.
Mótórbáturinn Golfströmmen
hjelt áfratn feíð sinni í gær norð-
nr í höf.
Skeljungur kom hingað í gær
til þesa að taka olíu.
Hilmir fór til Austfjarða í gær,
til þess að taka bátafisk.
VINÁTTU PÓLLANDS OG
ÞÝSKALANDS STEFNT í VOÐA.
Uppskerutjón
I Amerfku
vegna tiita.
London 7. júlí. FÚ.
Akafir hita ganga nú um
Bandaríkin og Canada, og
valda miklu tjóni á uppskeru.
Syðst í Bandaríkjunum er
þó byrjað að rigna, en í Mon-
tana, Norður og Suður-Da-
kota, og Wyoming hefir ekki
rignt í marga daga, en hitinn
verið 38 til 45 stig á Celsius.
í frjett frá Winnipeg segir,
að í Vestur-Canada sje ákaf-
lega mikill hiti, og að upp-
skeran sje víða í hættu ef
ekki komi regn mjög bráð-
lega, í öllum sljettufylkjun-
um, Manitoha, Saskatche-.
wan og Alberta.
Hveiti hefir stigið í verði
vegna þurkanna.
Norðmenn vilja
banna togaraveiðar
eftir 1937.
Börnin kæla slg.
Þegai' liitar ganga erlendis þykir unglingunum gott að kæla
’si^"" Á iíijmdíhní sjést barnáh’ðþur, séin er ’að kæla sig við syalt
vatn gosbrunnsins í skemtigarði.
London 7. júlí. FÚ.
jE^iskimálanefnd norska Stór-
■* þingsins stingur upp á, að
togaraveiðar verði leyfðar
Noregi til saltfiskframleiðslu,
þangað til í júlí 1937.
Að þeim tíma loknum skuli
annað hvort banna togaraveið-
ar með öllu, eða að minsta kosti
draga úr þeim og herða á ráð-
stöfunum gegn veiðum erlendra
togara.
Eitt sinn fræg og auðug
leikkona -
— D6 sem fétækur
eldspýtnasali.
Ræða stjórnar-
forsetans
f Danzig er
ástæðan.
Pólverjar senda
hersveitir til
Danzig?
Kbh og London í gær;
1D æða sú, sem stjómar
■*'*' forseti Danzig,
Greiser, hjelt í Genf á
dögunum getur haft hin-
ar alvarlegustu afleið-
ingar fyrir vináttu
Þýskalands og Póllands
Er ekki enn sjeð hve víð
tækar þær afleiðingar
geta orðið.
Pólsk blöð ræða mikið um
ræðu Greisers á Þjóðabanda-
lagsfundinum, þar sem hann
heimtaði að breytingar yrðu
gerðar á sambandi fríríkisins
Danzig.
Benda þau á, að hagsmunum
Pólverja sje mjög stefnt í
hættu, ef þessum kröfum yrði
fullnægt. Leggja blöðin áherslu
á að nauðsynlegt sje, að styðja
fulltrúa Þjóðabandalagsins í
því erfiða starfi, sem hann hafi
með höndum.
HAGSMUNIR
PÓLVERJA
Pólverjar hafa mikilla hags-
muna að gæta í Danzig. Aðal-
hlunnindi, sem Pólland hefir í
Danzig er aðgangur að höfn-
inni, notkun járnbrauta og
vatnavega.
London 7. júlí. FÚ.
Idag dó í London gömul kona, sem fræg var
þar í borg undir nafninu „Old Kate“, eða
Gamla Kata.
Hún hafði í mörg ár selt eldspýtur á götunni,
á móts við Gaiety leikhúsið.
v.b. Snorri Goði
aflar vel hjá
Grænlandi.
í gær kom símskeyti frá vjel-
bátnum Snorra goða, sem er að
veiðum hjá Grænl^indi.
Segir í skeytinu, að frá 20. júní
og þangað til á laugardaginn var,
hafi hann aflað 100 skippund af
saltfiski og 3000 kg. af lúðu. Er
það talinn góður afli á svo stutt-
um tíma.
IHa láta skipverjar yfir því að
koma fiskinum í land í Færeyja-
höfn. Þar er engin bryggja og
verður að leggjast við klappir, og
bera af bátnum. En mismunur
flóðs og fjöru er þar mikill, syo
að munar 15—18 fetum, og eykur
það stórum á erfiðleikana.
Eitt sinn var hún ein vinsæl-
asta Ieikkona við þetta sama
leikhús. Var hún þá ung og
fögur og gekk undir nafninu
Kathleen Lucille Foote.
Síðan giftist hún, og varð
ekkja, og ljet maður hennar
henni eftir mikil auðæfi. Hún
giftist í annað og þriðja áinn, og
misti báða þessa eiginmenn
sína, og báðir ljetu henni eftir
mikla peninga.
Skömmu eftir andlát þriðja
eiginmanns sins, fór hún ásamt
nokkrum kunningjum sínum til
Monte Carlo.
Freistaði hún gæfunnar við
spilaborðið, og vann eitt þús-
und sterlingspund, hjeit síðan
áfram að hætta fje sínu, uns
hún átti aðeins eftir fyrir far-
gjaldinu heim til Énglands.
Þegar þangað kom, reyndi
hún árangurslaust að fá at-
vinnu við eitthvert leikhús borg
arinnar, en nú var hún tekin
að eldast, og fegurð hennar að
fölna.
Tók hún það þá fyrir að selja
eldspýtur á götunum, og valdi
sjer sölutorg beint á móti leik-
húsi því, þar sem hún hafði eitt
sinn verið dáð fyrir fegurð sína
og hæfileika.
SENDA PÓLVERJAR
HER TIL DANZIG?
Talið er fullvíst að Pólverj-
ar muni standa fast á þessum
hagsmunum sínum. Er jafnvel
búist við að Pólverjar sendi
hersveitir til Danzig.
ÞÝSKA STJÓRNIN
STYÐUR GREISER
Embættismaður í þýska utan-
ríkisráðuneytinu hefir tjáð full-
trúum erlendra þjóða í Berlín,
að þýska stjórnin styðji Herr
Greiser, í afstöðu þeirri er hann
Ijet í ljós gagnvart afskiftum
Þjóðabandalagsins af málum
Danzigborgar, á fundinum í
Geref.
Hinsvegar muni Þýskaland
ekki aðhafast neitt það í þessu
máli, sem raskað geti friðnum,
eða haft að öðru leyti truflandi
áhrif á stjórnmálaástandið l
álfunni.
(Samkv. einkaskeyti og FÚ)