Morgunblaðið - 08.07.1936, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.07.1936, Blaðsíða 8
 MORGUNBLAÐIÐ Kaupið Ieikföng í Leik- fangakjallaranum, Hótel Heklu Sími 2673. Elfar. JíaupÁ&ajiuc &iC$tynnitu}cw Ágæt ljósmyndavjel, Voigt- lánder 6 V2 X 11, ásamt sjálftak- ara, til sölu á 90 krónur (kost- aði ný í fyrra 150 kr.) Sölv- hölsgötu 10. Stærsta úrval rammalista. — Innrömmun ódýrust. Verslunin Katla, Laugaveg 27. Café — Conditorí — Bakari, Laugaveg 5, er staður hinna vandlátu. - Sími 3873. ó. Thor- berg Jónsson. Trúlofunarhringar hjó Sigur- \ór, Hafnarstræti 4. 5 manna drossía til SÖlu, með tækifærisverði. Upplýsingar hjá Sæberg, Hafnarfirði, sími 9271. Friggbónið fína, er bæjariní besta bón. Ef þú ert svangur, farðu á Heitt & Kalt. Ef þú ert lystar- Mtill, farðu á Heitt & Kalt. Mikill og góður matur á Heitt & Kalt. Fyrir lágt verð. Fasteignasalan, Austurstræti 17 annast kaup 0g sölu fast- eigna. Viðtalstími 11—12 og 5 —7 e. h. Sími 4825. Jósef M. Thorlacíus. 2 notaðir hægindastólar ósk- ast. A. S. í. vísar á. Kaupum sultuglös í dag, — (Víkingur, Vesturgötu 20. Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Flugnanet fást í Hatta- og Skermabúðinni, Austurstræti 8. Tveggja til þriggja herbergja íbúð með öllum þægindum vantar mig í haust. Jakob Gísla- son, verkfr. Sími 4407; 4281. Rugbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 auia hvert. Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykjavíkur. Sími 4562. Hangikjöt nýreykt. Nordals- íshús. Sími 3007. Hvalsporður, saltaður. Nor- dalsíshús, sími 3007. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði. Gísli Sigurbjörasson, Lækjartorgi 1. Sími 4292. Opið 1—4 síðd. Óska eftir herbergi 1. okt. í kyrlátu húsi. Tilboð merkt: „íþróttakennari“, sendist A. S. 1. fyrir 12. þ. m. Vjelareimar fá'st bestar hjó Poölsen, Klapparstíg 29. Kaupi gull hæsta verði. Ámi Pjömsson, Lækjartorgi. Slysavarnafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Góð íbúð í nýtísku húsi, 2-— 3 herbergi, óskast 1. október.' Tilboð merkt: „Góð umgengni“ sendist A. S. I. fyrir 11. þ. m. Trúlofunarhringana kaupa menn helst hjá Áma B. Bjöms- sjrni, Lækjartorgi. Kaupi gull og silfur hæsta ýerði. Sigurþór Jónsson, Hafn- arstræti 4. &xe&£r Nýr lax Nýtt bögglasmjör. Kjötbúðin Herðubreið. Veggmyndir og rammar í fjölbreyttu úrvali á Freyju- götu 11. Það er rólegt og gott fyrir ferðafólk að borða á Matsöl- unni, Klapparstíg 31. Sími 2973 Miðvikudaginn 8. júlí 1936.. Nokkrar síldarstúlkur vantar til Siglufjarðar, nú þegar. Upp- lýsingar gefur Vinnumiðlunar- skrifstofan, Alþýðuhúsinu, sími 1327. Gluggahreinsun og loftþvott- ur. Sími 1781. Úraviðgerðir afgreiddar fljótt' og vel af úrvals fagrr..önnunj hjá Árna B. Björnssyni, Lækj artorgi. Kjarnahveiti Gull-Ax haframjöl,, Grtin kernmjöl, Cerena Bygggrjón,.. fæst í rRUBY M. AYRES: PRISCILLA. 65. elskaði hann heitar en hún hafði nokkru sinni elskað nokkra manneskju. Fyrst var eins og þessi staðreynd lamaði hana. Svo reyndi hún að telja um fyrir sjálfri sjer. Hvernig gat hún elskað mann, sem hafði móðg- að hana svona djúpt? Það var brjálæði. Fjalla- loftið hafði stigið henni til höfuðs! Og Jónatan stóð á sama um hana, hvernig sem tilfinningar hennar voru. Hún mundi greinilega eftir svipnum á andliti hans, þegar hann hreytti út úr sjer þessum orðum: „Jeg þakka guði fyrir, að jeg elska þig ekki leng- ur!“ Og honum hafði verið alvara, þegar hann sagði þetta, annars hefði hann ekki viðurkent, að hann hefði verið ósvífinn og ókurteis við hana. Hún hugsaði um Clive Weston, en hann var ekki annað en skuggi fyrir henni. Ef til vill hafði hann aldrei verið annað. Hún fann mjúkar snjófliksurnar á andliti sínu, og þegar hún leit upp, sá hún að himininn var orð- inn alskýjaður. Sólin var horfin, og það var farið að snjóa. Hin langa, snæviþakta brekka fyrir neð- an hana var grá og eyðileg að sjá. Fyrir neðan hana lá skíðabrautin í gegnum skóginn. 1 gær, þegar hún fór í gegnum hann með Jónatan, fanst henni hann vera æfintýraskógur, en nú óaði hana við að þurfa að fara ein í gegnum hann. Það hefði verið skynsamlegast að fara niður með lestinni, en Priscilla kunni því illa að hætta við ráðagerðir sínar, svo að hún ypti öxlum og hjelt gætilega áfram. Þegar hún var komin niður að skóginum, nam hún staðar, til þess að kasta mæðinni. Hún leit upp í brekkuna, í von um að sjá skíðafólkið koma á eftir sjer, en sá enga lifandi sálu. Henni fanst leiðin miklu lengri en daginn áður, og það var ekki laust við að beigur væri í henni þama úti í þöglum og mannlausum skóginum. Hún reyndi að herða sig upp. Það var ástæðu- laust að óttast. Um stund gekk alt vel, en skyndi- lega og óvænt tók vegurinn krappa beygju, sem hún var búin að steingleyma. Hún reyndi að hægja á ferðinni, en gleymdi að lúta fram eins og Jóna- tan hafði brýnt fyrir henni. 1 stað þess fetti hún sig aftur, og áður en varði brunaði hún beint á trje, sem var á leið hennar. Nokkur augftablik lá hún grafkyr í djúpum snjónum, lömuð eftir byltuna. Svo reyndi hún að standa upp. En annar fótur hennar var beygður undir henni, og þegar hún gerði tilraun til þess að standa upp, kendi hana sáran í öklanum. — Henni lá við yfirliði af sársauka, en beit á jaxlinn og stilti sig um að reka upp hljóð. Litlu síðar gerði hún aftur tilraun til þess að taka af sjer skíðin, en hún náði ekki niður að böndunum. Hún gat ekki annað gert en liggja kyr, þangað til einhvern bæri að. En hún lá í mjög óþægilegum stellingum og henni var farið að verða kalt. Henni fanst sem hefði hún alt í einu fallið niður í heim, þar sem engin lifandi vera byggi, alstaðar var dauðkyrð. Aftur setti að henni ótta, og hún reyndi að reisa sig við. En það var eins og hníf væri stungið í ökla hennar í hvert skifti sem hún hreyfði sig. Hún varð að vera þolinmóð. Það myndi ekki líða á löngu áður en hennar yrði saknað í gistihúsinu, og þá yrði hafin leit að henni. Það var lán, að hún hafði dottið þarna á þessari fjölförnu braut. Henni fanst hún hafa legið þarna heila eilífð. Hvað eftir annað gerði hún tilraun til þess að standa á fætur, en varð að gefast upp, vegna hins brennandi sársauka í fætinum. Hvað ætli þau sjeu að gera núna í gistihúsinu? hugsaði hún. Jónatan var áreiðanlega kominn heim. Nú sat hann sjálfsagt að tedrykkju með Dorothy, við arineldinn. Einu sinni fanst henni hún heyra mannamál inni á milli trjánna, og kallaði og hrópaði af öllum mætti, en ekkert svar kom. Ef hún yrði að liggja þarna alla nóttina? Hún var að því kominn að missa kjarkinn, en húij reyndi að herða upp hugann.Hún hafði ekkert að óttast. Dorothy hafði sjeð hana og vissi, hvar ætti að leita að henni. Hún hafði veifað til hennar, um leið og hún kom þjótandi niður brekkuna á eftir ’ Jónatan Nú ætlaði liún að gera síðustu tilraunina til | þess að standa upp. Hún hafði líklega snúið sig um öklaliðinn, og þó að hana kendi mikið til, var það ekki hættulegt. Hún tók á öllu sínu þreki, til þess að rjetta úr' fætinum, en sársaukinn varð henni ofviða, hún rak upp lágt hljóð og hnje út af meðvitundarlaus. 23. KAPÍTULI. Joan hafði verið úti allan daginn að renna sjer á sleða með Svisslending, sem hafði verið tryggur fylginautur hennar upp á síðkastið. Það var hún, sem fyrst saknaði Priscillu. Hún fór til Egerton-hjónanna, sem sátu að te- drykkju í herberg isínu, og spurði, hvort þau hefðu sjeð P^riscillu. „Jeg held, að hún hafi farið út“, sagði frú Eg- erton. „En spyrjið dyravörðinn um hana. Hanm hefir augu á hverjum fingri, og veit vanalega hvar gestirnir eru hverja stund“. Joan fór til hans. „Ungfrú Marsh fór út skömmu eftir hádegi“,. sagði hann. „Var hún í skíðafötum?“, spurði Joan áköf. En nú gerði Louis eina af hinum stærstu yfir- sjónum lífs síns. Hann lýsti hátíðlega yfir því,. að ungfrú Marsh hefði verið í venjulegum kjól ög kápu. Joan Ijetti stórum, þegar hún heyrði það. „Þá hefir hún líklega aðeins farið niður í þorp- ið“, sagði hún. Hún fór aftur til Svisslendingsins og drakk með honum te af bestu lyst. Og þau undu sjer svo vel,. að þau vissu ekki af fyr en matarklukkan hringdL í fyrsta sinn. Joan flýtti sjer að standa á fætur. „Við komum of seint að borða. Eigum við að; vita, hvort okkar verður fljótara að klæða sig?“: Pilturinn botnaði ekkert í, hvað hún sagði, en hann kinkaði kolli til samþykkis, eins og hann var vanur, og horfði með aðdáunarsvip á eftir henni, þegar hún hljóp upp stigann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.