Morgunblaðið - 08.07.1936, Blaðsíða 6
6
m
Svíarnir kveðja Reykvík-
inga með söng.
Mfkill inannfföldi fylgir
þeim til sbip§.
VIÖ MENTASKÓLANN
Kl. um 9 I gærkvöldi höfðu
þúsundir manna safnast í Lækj
argötu og nærliggjandi götijí,,
því að sænski kórinn ætlaði að
syngja fyrir framan Mentaskól-
ann. Hann kom syngjandi í
gegnum mannþyrpinguna undir
sænska fánanum og söng svo
nokkur lög fyrir framan skól-
ann. Gekk svo þaðan syngjandi
undir fánanum aftur, en fólkið
flýtti sjer niður á hafnarbakka,
þar sem Brúarfoss var, því að
þar áttu seinustu kveðjurnar að
vera. Mun vart hafa sjest jafn
margt fólk á hafnarbakkanum'
og þá, því að fjöldi var fyrir,
er skriðan kom frá Mentaskól-
anum.
Á HAFNARBAKKANUM
Á hafnarbakkanum stóð
Karlakór K. F. U. M. Svíarnir
kvöddu nú kunningja og vini í
skyndi, eftir því, sem til þeirra
náðist í mannþrönginni, og
hlupu út í skipið.
Síðan söng karlakórinn Fána-
sönginn sænska og þá þjóðsöng
Svía, en Gunnlaugur Einarsson
mætli nokkur orð og þakkaði
Svíunum komuna og ánægju-
legar samverustundir. Síðan
gullu við húrrahróp frá mann-
f jöldanum.
Þá tóku Svíarnir undir og
sungu fyrst „ísland“ og þá ísl.
þjóðsönginn: Formaður stú-
' ^ 'ú' jPMf
og skipið seig frá hafnarbakk-
anum, en hinir síkátu söng-
menn hrópuðu í sífellu margs-
■kanar kveðjuorð til þeirra, sem
eftir stóðu.
Þannig lauk hinni eftirminni-
legu fyrstu Sænsku viku í
Reykjavík.
Sundmeistaramót í. S. í.
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
200 m. bringusund, karlar.
1. Þorsteinn Hjálmarsson (Á) á
3 mín. 11,6 sek. 2. Ingi Sveinsson
(Æ) á 3 mín. 13,1 sek. 3. Dag-
bjartur Sigurðsson (Á) á 3 mín.
18,9 sek.
ísl. met er 3 mín. 08,0 sek,, sett
1935 af Þorsteini Hjálmarssýni.
50 m. frjáls aðferð, konur.
1. Imma Rist (Á) á 38,3 sek.,
og er það nýtt met. Isl. met víar
39,2 sek., sett 1935 af Klöru
Klængsdóttur. 2. Anna Snorra-
dóttir (U. M. F. A.) á 41,0 sek.
3. Jóhanna Erlingsdóttir (Æ) á
42,9; sek.
1500 m. frjáls aðferð karlar, var
frest'að að þessu sinni.
Að mótinu loknu var sigurveg-
urum afhent verðlaun af varafor-
manni Sundráðs Reykjavíkur, Ei-
ríki Magnússyni.
Að lokum bauð Sigurjón Pjet-
ursson keppendum og starfsmönn-
um mótsins til kaffidrykkju. Voru
þar fluttar ræður. Óskuðu menn
dentakórsins mælti nokkur
kveðjuorð og síðan hrópuðu
þeir er á skipsfjöl voru, ferfalt
húrra.
Nú voru losáðar landfestar
keppendum frá Akureyri og far-
arstjóra þeirra, Ólafi Magnússyni
sundkennara, fararheilla og þökk-
uðu þeim fyrir góða þátttöku í
mótinu.
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudaginn 8. júlí 1936.
Síðasta söngskemtun
sænska kórsios.
„Stoekholms studentsángarfor-
þund“ helt 4. og síðustu söngskemt
un sína í Gamla Bíó á laugardags-
kvöldið var, og var húsið troðfult.
Fyrst söng kórinn fjögur lög, þar
á meðal „Sten Sture“ eftir Körling,
og söng Sigurd Björling einsöngs-
hlutverkið. Voru lögin öll tilkomu-
mikil í meðferð kórsins.
Þá sungu þeir Einar Ralf söng-
stjóri og Carl Skylling nokkur af
hinum vinsælu „GIunta“-lögum
Wennerþergs, og var meðferðin
öll hin skemtilegasta og vakti
mikla ánægju. Til dæmis um það,
hversu fjölhæfir menn eru innan
þessa ágæta lrórs, má nefna Gösta
Hádell, sem hefir komið hjer fram
sem kórsöngvari, tónskáld, píanó-
leikari, einsöngvari, gitarleikari og
er auk þess organisti. Hann söng
að þessu sinni nokkrar vísur úr
„Vanvördige Visor“ eftir Ruben
Nilsson, en Ijek undir á gitar og
fórst prýðilega.
Loks söng kórinn nokkur lög,
þar á meðal hina þýðu vögguvísu
eftir Ralf og kafla úr „Ett Bond-
bröllop“ eftir Södermann.
Að söngnum loknum ltvöddu á-
heyrendtír hina sænsku sönggesti
með dynjandi lófataki. Mun Reyk-
víkingum seint úr minni líða sam-
söngvar þessa framúrskarandi
sænska kórs. Des.
F I X
sjálfvlrkt
þvottaefnl
þvær tauið
yðar meðan
þjer Bofið og
I hvílist.
Egger.t Briem
fyrv. hæstarjettardómari
andaðist að heimili sínu hjer í
bænum kl. Tl/2 síðdegis í gær.
Eins og kunnugt er, gegndi
Eggert Briem dómaraembætti í
Hæstai'jetti fram á síðastliðið ái',
en hafði þá fyrir nokkru kent sjúk
dóms þess, sem leiddi hann til
dauða. í fyrrasumar sigldi hann
til Kaupmannahafnar, til að leita
sjer lækninga, og lagðist þá undir
hættulegan uppskurð og virtist
hann fá nokkum bata á eftir. En
síðari hluta vetrar tók sjúkdpmur-
inn sig- upp aftur og ágerðist nú
stöðugt. Síðustu vikvirnar var Egg
ert all-þungt haldinn.
Síðar mun Morgunblaðið geta
æfiatriða þessa þjóðkunna heiðurs-
manns.
hefir hlolilS
Ihesfii meðmæii
if ^ .
U sl i oKon
U Fi\
Rafvirkjaverkfallið.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÖU.
fjelag rafvirkjameistara neitaðí
að ganga aftur í Iðnsambandið..
Þessvegna fyrirskipaði stjórn
Iðnsambandsins stöðvun allrar
byggingarvinnu í gær, því að
lög sambandsins leyfa ekki fje-
lögum að vinna hjá utanfjelags'
mönnum.
Aukafundur
í Iðnsambandinu.
Kl. 4 s.d. í gær var haldinn
aukafundur í sambandsþingí
iðnaðarmanna, til þess að ræða
þessi mál.
Þar var samþykt tillaga frá
stjórn Iðnsambandsins, að af-
lýsa verkbanninu og leyfa;
sveinum að vinna hjá meistur-
um enda þótt utan sambandsins:
sjeu, þó þannig, að meistarar-
mega ekki vinna sjálfir.
Nýr ásteytingar-
steinn?
Mun því byggingarvinna.
hefjast aftur í bænum í dag.
En þá má búast við nýjum
ásteytingarsteini. Nokkrir raf-
virkjameistarar hafa enga.
sveina í sinni þjónustu, heldur
vinna eingöngu sjálfir. Aðrir
vinna með sveinum. Fá þessir
menn að vinna áfram, eða verð-
ur vinna þeirra stöðvuð?
Reynið pakka af
4raba fjallagrasa-kaffibæti
fæst alstaðar.
inni“. Annað eins og þetta virð-
ist mjer óneitanlega benda á rit-
tengsl. En hvað sem um það er,
mun engum fá dulist, að rúmi hinn-
ar stuttu ritgerðar er ekki varið á
hinn hagkvæmasta hátt með út-
dráttum þessum.
Enn verð jeg að nefna til fleíra.
Höfundur tekur ekki hið minsta
tillit til nýjustm rannsókna um
tímatal, og á jeg þar einkum við
rannsóknir Per Wieselgrens í riti
sínu um Egils sögu og próf. Sig-
urðar Nordals í-.íormála útgáfu
hans a,f henni (Rvík 1933). Ekki
er heklui' takið neiít tillit til jieirra
leiðrjettinga, sem Vera Laebmann
hefir ger( í, tínjatab H-arðar sögu,
og jeg hefi gert grein fyrir Og
skýrt nánara^ í* útgáfu minni af
sögunni (Rvík 1934), og sömu-
leiðis er gengið fram hjá leiðrjett-
ingum mintim á tímatali Gunnlaugs
sögu é' útgáfu minni af henni
(Rvík 1934). Skiftir þetta
að vísu minna máli nm tvær hinar
§íðarnefndu Jigur, en um Egils
sögu skifþi' það miklu máli, því
að á fíniaíali hennar veltur það
m. a„ hvenær Borgarfjörður er
fyrst numihn. Er ófært að geta
ekki um hináb úýju niðurstöður,
svo sterk rök, sem undh þær renna,
jaf'nvel þótt höf. vildi ekki aðhyll-
úst þær. Höfúndúr vill ekki leggja
dóm á, hvor sögnin sje rjettari um
takmörk landnáms Skalla-Gríms,
en fylgir þó um skiptinguna því,
er Egils saga, Sturlubók og Hauks-
hók telja. Þó að þessi þrjú rit sje
samhljóða, og virðist þannig vera
þrjú atkvæði gegn einu-, er halda
fram hinum rýnni landnáms-
mörkum, þá er þó ekki svo í raun
og veru. Sturlubók og Hauksbók
hafa nefnilega farið eftir Egils
sögu um þetta, tekið frásögn henn-
ar fram yfir Landnámuheimild
sína, en á hinn hóginn fylgir Mela-
bók (Þórðarbók) hjer Frum-
Landuámu. Hjer stendur því í
raumnni Egils saga ein gegn Frum-
Landnámu, og jeg er fyrir mitt
leyti ekki í vafa um, að hin elsta
Landnámnheimild sje traustari, og
að Landnám Skalla-Gríms hafi
ekki verið stærra en þar segir, og
er þó mikið landnám hans engu að
síður. — Ekki er víst, að .allir
skrifi undir dóm höf. um Gunn-
laugs sögu (bls. 76). Ófært er að
taka svo til orða, sem höf gerir
(hls. 87) : „Deilur þær, sem kall-
aðar eru Sturlungaöld, spenna yf-
ir 110 ár“ o. s. frv. Rangt er það,
sem segir á bls. 97, að akuryrkja
hafi verið mun meiri í Borgarfirði
en annars staðar á landinu. Him
var mest í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, að því er dr. Þorkell Jó-
hannesson hefir talið, en liann hef-
ir rannsakað það mál sjerstaklega.
Mjög- leiðinleg er sú óaðgæsluvilla
á hls. 54, þar sem talað er um að
menn hafi fundið rekna kistu
Skalla-Gríms í Stað Kveldúlfs, föð-
ur haiis. Jeg læt nú staðar numið
vegna rúmleysis, enda ei hjer tal-
ið flest af því helsta, sem jeg hefi
rekjð augun í. Jeg mundi segja,
ef, ,ekki ætti slíkur fræðimaður 1
hlut) úem minn góði vinur Guð-
brandur Jónsson, að höndum
hefði verið kastað til ]>essarar rit-
gerðar. En jeg þykist skilja, ,að
honum hafi fundist sjer markað-
ur svo þi'öngur bás, að ekki væri
ástæða til ,að leggja sig mjög
fram. En það var yfirsjón, ef
hann hefir hugsað sem svo.
Þættir Kristleifs hónda á Kroppi
taka yfír meginhluta bókarinnar,
eins og áður er sagt. Jeg vil leyfa
mjer að taka hjer upp nokkur orð
hans sjálfs í inngangi, þar sem
hann gerir grein fyrir þáttum
sínum:
„Sagnaþættir mínir eru að mestu
leyti bundnir við síðari helming 19.
aldar og yfirleitt við Borgarfjörð-
inn, en þó einkum við efri hluta
hjeraðsins, þar sem ,jeg hefi ahð
allan minn aldur. Jeg hefi haft
minst kynni af vestari hluta Mýra-
sýslu, enda er það mjög áberandi
í frásögum mínum, hve fátt jeg
hefi þaðan að segja. — Jeg hefi
haft það sjerstaklega fyrir augum
að skrifa um það, sem jeg gat sjálf-
ur borið um af eigin sjón, og eru
því frásagnir mínar oft blandaðar
bernskuminningum. En að |því
leyti sem jeg hefi ritað eftir ann-
arra frásögn, þá hefi jeg valið þá
heimildarnienn, sem jeg tá-ldi sann-
fróðasta um þau efni. Heimildarrit
hefi jeg- sama sem engin haft yið
að styðjast og því skrifað nálega
,alt eftir minni; er því lítið til fært
af ártölum og hæpin geta þau ver-
ið á stöku stað, sem til færð eru,
en samt hygg jeg, að þar skjóti
ekki víð.a skökku við“.
Þessi lýsing höfundarins á þátt-
um sínum er áreiðanlega ekki of
lofsamleg, þvert á móti dregur
hann það fram, sem helst mætti
að þeim finna. Sannleikurinn er
sá, að þættirnir eru í heild sinni
stórmerkilegir í menningarsögU-
legu tilliti, !að vísu misjafnlega
merkir, sem vænta má, en allir þó
nokkurs virði.
Til þess að sýna, hve fjölbreytt
viðfangsefni Kristleifs eru, læt jeg
fylgja hjer yfirlit um nöfn þátt-
anna: Á Arnarvatnsheiði, Hvítá,
Kvíarnar á Húsafelli, Heimilis-
venjur og hýsing, Búnaðaryfirlit,
Veðurfar og heyjaforði, Ættaróð-
ul og ættarþróttur, Búferli, Vinnu-
lijú, Heimilisiðnaður, Hestar, Hús-
dýrasjúkdómar, Fjárkláðinn og
f járkiáðaþíasið, Refaveiðar, Um
viðarkolagerð, Sjávatútvfegur og
vermenn, Sjóslysið mikla, Slys-
farir, eftirminnileg veiðiför, Lesta-
ferðir, Ameríkuferðir, Alþýðu-
mentun, Æðri mentun, Frá ilúsa-
felli og Húsafellsprestum, Frá,
ReykhOltSprestum, Kirk jur og
kii'kjusiðir, Brúðkaupssiðir og brúð-
kaupsveislur á 19. öld, Söngur og-
söngmenn, Lækningar, Einkenni-
legir menn. — Það væri mikil&
virði að eiga slíkar frásagnir sem
þessar úr ölum hjeruðum landsins.
En því miður eiga ekki öll hjeruð
sinn Kristleif, eða lians líka.
Hafi höfundar og forgöngu-
menn hjeraðssögunnar þakkir fyr-
ir sín verk, og þó að jeg hefði kos-
ið hana að sumu leyti með öðru
sniði, þá vil jeg vona, að henni
verði það vel tekið, að ekki þurft
að láta staðar númið við svo búið.
Guðni Jónsson.
Fíladelfíusöfnuðurinn heldur
kristilega samkomu í Varðarhús-
inu á miðvikudagskvöld kl. 8%.
Ræðumenn: Eric Ericson, frá Sví-
þjóð, ásamt fleirum. Allir vel-
komMÍr!