Morgunblaðið - 08.07.1936, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.1936, Blaðsíða 4
M 0 RGUNBLAÐIÐ Mlðvikudaíriiin 8. júií 1936. KVEH m OG liÉIMILIM Kvikmynd im dðnsku konuna. Nokkrar danskar konur (Danske Kvinders National- raad) gangast nú fyrir því, að unnið verði að því að undirþúa og sýna kvikmynd um konuna 1 Danmörku. Kvikmyndin á að vera einskonar skemti-kvik- mynd, og fjalla um þróun og stöðu danskra kvenná í þjóð- íjelaginu, alt frá miðöldum og fram á vora daga. • Fimmburarnir frá Dionne. Fimmburarnir frægu frá Kanada *ru nýlega orðnir tveggja ára. Þeim er Lýst þannig: Annietta er dutlungafull. Hún grætur aðra stundina, og hlær bina. .Yfirleitt er hún mjög fljót að skifta skapi. Emilia virðist ætla að verð-a «fnileg sundkona. Hennar mesta ánægja er að busla í baðkerinu. Sesselja er blíð í sjer. Hún legg- ur hendurnar um hálsinn á manni og horfir á mjann með stóru, bláu augunum sínum. María er alvörugefnust, ávalt þungbúin og hugsandi á svip — nema þegar hún brosir- ;,Monalisa- brosi“ sínu. ivonne er mesti prakkari. Yndi hennar og ánægjia er að toga í hárið á fólki. Er Grace Moore af íslenskum ættum? Það er sagt að söngkonan mikla og kvikmyndaleikkonan Grace Moore sje af íslensku bergi brot- in. En sjálf vill hún ekki kannast við það og má ekki heyra það nefnt. Grace Moore. Oðru máli er að gegna um söng- konuna Gagga Lund, sem dvelur í BretLandi um þessar mundir. — Hún vill vera íslensk og fer ekki dult með það, kallar sig ávalt ís- lenska erlendis. Fyrir nokkru helt hún konsert í ‘Wales. Á dagskrá voru m. a. skandinavisk lög, þar af tvö ís- lensk: Fífilbrekka gróin grund og Bí, bí og blaka. Á sumarkvöldum — Sumarsamkvæmiskjóll úr þykku cloque-efni. Grunnurinn er hvítur með allavega litum sumarblómum. Fallegur kjóll, sem sómir sjer vel í dansinum á björtum sumarnóttum. Tískufrjettir. "D olero-jakkinn sjest enn þá við og við. Hann er snotur og klæðilegur, og við sumar- kvöldkjólinn er hann mjög svo hentugur. * Strigakjóllinn svo kallaði, er fyrirtaks flík á sumrin. — Hann er úr grófu hörljerefti, með sportlegu sniði og ávalt eins og nýr, því hann má þvo og strjúka eftir vild. Hvað skraut á hann snertir er húl- saumur mest í tísku. Er það góð hugmynd fyrir myndarleg- ar stúlkur, að sauma með húl- saum í hálsmál og ermauppslög á sumarkjólnum sínum. Það er fallegt á að líta. * Svartar blússur eru nú notað- ar við hvít pils í mótsetn- ingu við það, sem hingað til hefir verið gert. En það er engu að síður skemtilegur kvöldbún- ingur að sumarlagi. Blússan er þá úr svörtu tylli, með víðum ermum, oft há upp í háls. Og utan yfir er haft hvítt aðskorið vesti úr sama efni og pilsið. * "Dlóm hafa alla tíð verið bor- in til skrauts og prýði. — Stúlkurnar hafa hnýtt blóm- sveigum um hár sitt, stungið blómvendi í barm sinn, borið blóm á öxlinni eða í hnappagat- inu, og svona mætti lengi telja. En nú er aðaltískan að skreyta hatta sína með alskonar blóm- um, lifandi blómum og gerfi- blómum. Þess mætti geta hjer, að siður þessi er upprunninn frá dögum Victoríu Englandsdrotn- ingar. Mynúin er af amerískri kvik- myndaleikkonu í Hollywood í kínverskum heimaklæðnaði. Hár. Hefi altaf fyrirliggjandi hár við fslenskan búning. Verð við allra hæfi. Versl. Ooðafoss. Laugaveg 5. Sími 3436. Th. Petersen, kennari: Um meðferð á tönnunum. HoII fæða og harðmeti til bóta. | ? I Sykur og sælgæti til skaða. Þegar maður ferðast úr einu landinu í annað, sjer mað- ur alstaðar fólk, sem hefir slæmar tennur. Jeg hefi átt tal við ís- lenskan tannlækni og fengið þær upplýsingar, að ástandið sje ekki betra hjer en annars staðar, hvað þetta snertir. En þar eð slíkt oft stafar af því, að fólk veit ekki, hvernig það á að varðveita tenn- ur sínar, er ekki úr vegi að tala hjer nokkuð um almenna meðferð og hirðing tannanna. Allir vita, að það er nauðsyn- legt að halda tönnunnm vel hreinum, og eins hitt að fara til tannlæknis og láta gera við þær, ef þær skemmast, þrátt fyrir góða hirðing.Þar fyrirutan hugsa menn yfirleitt lítið um tennur sínar, gleyma öðru atriði, sem þó hefir hvað mesta þýðingu fyrir tenn- urnar — fæðuxmi. /\ ðalefnið í tönnunum er kalk. * * Og þar eð efnaskifting á sjer stöðugt stað, er nanðsynlegt fyrir tennurnar að fæðan innihaldi nægi- lega mikið kalk. Kalk er í ríknm mæli í osti og nýmjólk. Síld inni- heldur einnig kalk og joð, sem er og holt fyrir tennurnar. Joð er líka að finna. í öðrum feitum fiski eins og t. d. lax. I—i'jörefni hafa og geysimikla þýðingu fyrir tennurnar, og sje fæðan ekki nógn fjörefnarík, héfir það ekki aðeins áhrif á tenn- urn'ar, heldur alt heilhrigðisástand- ið. En að því kem jeg ef til vill síðar í annari grein. T il þess að halda' tönnunnm * heilbrigðum, er einnig nauð- synlegt að vita, hvað óholt er fyr- ir þær. Mjög heitir eða kaldir rjettir geta auðveldlega sprengt glerhúð tannanna, og sje komið gat á hana, er eyðilegging tannanna vís. ■Sætindi ber að varast, þar eð sykur er sjerstaklega skaðlegur fyr- ir tennurnar. Enda, sjcst það glögt, að börn, sem eta mikinn sykur og sælgæti hafa jafnan slæmar og mikið skemdar tennur. Loks hefir það og milda þýð- ingu, að tennurnar hafi „verkefni að vinna“. Þair styrkj- ast á því að starfa en ganga úr sjer, ef þær eru aðgerðarlausar. Á seinni tímum, eftir því sem mat- gerðarlistinni hefir fleygt fram, er maturinn fram borinn kryddaðri og fíngerðari. En við það hefir starfsemi tannanna smám saman minkað og þær orðið veikhygðari. Það er ekki ætlan mín, að hvetja fólk til þess að hverfa aftur að mataræði horfinna tíma. Það, sem jeg vildi hrýna fyrir fólki, er að tygg'ja matinn vel. Yið það gefa munnvatnskirtlarnir frá sjer meiri vökva, fæðan verður Ijúffengari, og vel blönduð munnvatni, er hún auðmeltanlegri í m!aga og þörm- um. Sá, sem tyggur matinn vel, hjálpar líkamanurn til þess að vinna meiri næringarefni úr fæð- unni en sá, sem sendir matinn níer ótugginn niður í niaga, og þarf þannig minni mat. Ank þess losnar hann við margskonar melt- in gar tr uf lanir. Að tyggja harðmeti eins og epli, gulrætur, harðfisk, hrauðskorpnr o. s. frv. er holt fyr- ir tennurnar. Þær hreinsiast- á því og fágast og verða sterkar og hvít- 'ar, eins og í dýrunum, sem þurfa að jafnaði að .reyna mildu meira á tennur en mennirnir, og hafa «ð sama skapi betri tennur. Eins og sjeð verður af því, sem fyr er sagt, ern það ekki ó- framkvæmanlegar kröfur, sem gerðar eru til þess að hægt sje að halda tönnunum hraustum og sterkum. Mjólk, ostur og síld ætti að vera dagleg fæða á Islandi, og gulrætur, sem eru bæði hollar og fjörefnaríkar, ættu að vera miklu algengari fæðntegund en þær eru nú. Foreldrar ættu að hafa gætur á því að börn venjist ekki á sæl- gætisát. Vilji maður gæða hörnun- um, á að gefa þeim ávexti í stað sælgætis, þeir eru bæði holl- ir og Ijúffengir. i MUNIÐ — — að svart flauel, sem •orðið er gráleitt, er 'hægt að nudda með sundurskornum lauk, svo að það verði aftur svart. Síðan er því haldið yfir gufu og viðrað. ------að setja örlítið salt í ediksflöskuna, svo að ekki myndist trefjar í edikinu. ------að afskorin blóm halda sjer lengur ef þau eru látin í nægilega mikið ^atn (t. d. í baðkerið), að kvöldi, og ofur- lítið skorið neðan af leggjunum að morgni. Hárgreiðslustofa til sölu strax. — A. S. I. vísar á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.