Morgunblaðið - 11.08.1936, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1936, Blaðsíða 2
2 MORf! UNBLAÐIÐ jÞriðjudaginn 11. ágúst 1936. Otgref.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Hitstjói'ar: Jðn KJartansson og Valtýr Stefánsson — ábyrgtSarmaSur. Rltstjðrn og afgretösla: Austurstrætl 8. — Símt 1600. Auglýsingastjðrl: E. Hafberg. Auglýslngaskrlfsto "•>: Austurstrætl 17. — Slml S700. Helmastmar: Jðn KJartansson, nr. 8742 yaltíT Stefánsson, nr. 4220. Árnl Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 8770. Áekrlftagjalð: kr. 8.00 á mánuBl. í lausasötu: 10 aura etntaklö. 20 aura neV Lesbðk. ÞRÍR ÍTALIR SKOTNIR í BARCELONA. Vaxandi sundrung innan spönsku aiþýðufylkingarinnar. Hálfprýði í mannfagnaði. Yfir því er kvartað — og vafalaust ekki með órjettu — hve bragurinn á samkomulífi Islendinga sje ruddafenginn og ófágaður. Þykir þetta ekki síst hafa komið í ljós á úti- samkomum þeim, sem haldnar hafa verið á seinni árum, bæði í nágrenni höfuðstaðarins og úti um sveitir landsins. Ein ástæðan til þess, að slarksamt verður oft á slíkum samkomum, ór vafalaust sú, að þeirri skoðuu hefir verið haldið að mönnum, að Islendingar væri svo þyrkingslegir, að þeir fengi ekki notið sín í fjöl- menni, nema að fá sjer ein- hverja sjerstaka glaðningu. Sú kenning, að íslendingar sjeu ekki „veisluhæfir", nema þeir sjeu undir áhrifum víns á að hverfa og hlýtur að hverfa Hitt er sönnu nær, að allur þorri manna er „veisluhæfur“ æfinlega, n e m a undir áhrif- um víns. Útisamkomur þær, sem Sjálf stæðismenn hafa haldið að Gufunesi nú í sumar, hafa leitt í ljós, að menn geta skemt sjer ágætlega, án þess að vín sje haft um hönd. Þessar samkomur hafa ver- ið hinar, f jölmennustu, og eink um þó í fyrradag. En þrátt fyrir það, að þúsundir manna á öllum aldri og af öllum stjett um, hafa streymt á þennan stað, þá er varla hægt að segja, að nokkur maður hafi sjest undir áhrifum víns. Skemtistaður Sjálfstæðis- manna við Gufunes er orðinn mönnum hjartfólginn. Um- hverfið er hlýlegt og gróður- sælt, útsýnið tígulegt og fag- urt. Auk þess bestu skilyrði til að iðka sund og kappróðra. Alt þetta mun verða til þess, að kostað verður kapps um að gera staðinn sem best úr garði í framtíðinni. En auk þess sem val staðar- ins hefir hepnast hið besta, þá hafa samkomur þær, sem þarna hafa verið haldnar, far- ið svo fram, að til fyrirmyndar ér. Útisamkomur Sjálfstæðis- manna á þessu sumri, hafa gert að engu þá gömlu hjátrú, að íslendingar geti ekki skemt sjer nema vín sje haft um hönd. Þær hafa verið til fyrir- myndar að háttprýði ög ærsla- lausri gleðí. Mussolini hraðar sjer til R (3 m. Sókn að sunnan til Madrid. PRÁ FS,JETTAR.ITARA VORUM. KHÖFN í gær. ommúnistar í Barcelona} sem áður höfðu .stofnað friSnum í heiminum í hættu með því að skjóta fjóra Þjóðverja, hafa nú einn- ig skotið þrjá ítali. Samt sem áður er ástandið í Evrópu ekki talið eins ískyggilegt og undan- farna viku og ber helst til þess yfirlýsing Þjóð- verja um það, að þeir hvorki hefðu sent nje myndu senda nokkur hergögn til uppreisnar- manna á Spáni og að þeir hefðu hoðið herskipum sínum að koma á engan hátt fram þannig, að talist gæti hlutdrægt. Ástandið er þó enn alvarlegt. ítalska stjórn- in hefir mótmælt aftöku ítalanna í Barcelona og krafist skaðabóta af stjórninni í Madrid. Musso- lini kom til Rómaborgar í gær frá Feneyjum, tveim dögum fyr en búist hafði verið við. Samtímis berast fregnir frá Spáni, segir franska blaðið „Paris Midi“, sem herma að ágreiningurinn innan spönsku al- þýðufylkingarinnar fari vaxandi. Hinir hógværari þátttakendur í alþýðufylkingunni hafa krafist þess, að þeir sem róttækari eru verði afvopnaðir. Þessu hafa kommúnistar svarað með slagorðinu: „Fjelagar, skjót- ið hvern þann, sem reynir að taka af ykkur vopnin“. Af vígstöðvxmum er það helst að frjetta (síraar frjetta- ritari Morg unblaðsins í Khöfn), að þungamiðja borgara- styrjaldarinnar vírðist nú vera á suðurvígstöðvunum. — Franska blaðið „Paris Soir“ skýrir frá því, að herflutning- um uppreisnarforingjans Franco frá Marokko til Suður- Spánar sje nú lokið og að uppreisnarmenn muni nú innan skamms hef ja sók að sunnan til Madrid. 1 Lundúnafregn (FÚ) segir, að fregnir frá Spáni beri það með sjer, að stjórnin hafi hafið sókn á Guadarramá- (n®rð- ur) vígstöðvunum. Stjórnin í Madrid segir, að stjórnarherinn á þessum slóðum hafi nær algerlega umkringt her uppreisnar- manna, og að uppreisnarmenn þori ekki úr fylgsnum sínum af ótta við flugvjelar stjórnarhersins. Þá er sagt, að eyjarskeggjar á Iviza (en hún er ein af Ba- lear-eyjunum) hafi gefist upp fyrir stjórnarhernum, eftir að loftárás hafði verið gerð á eyna, og að íbúar Formentara-eyj- ar (en það er smá-ey sunnan við Iviza), hafi gefist upp vegna yfirvofandi loftárásar, áður en nokkurri sprengju var kastað. Bráðabirgðastjórnin, sem uppreisnarmenn hafa sett á la'gg irnar í Burgos, hefir skipað varaliðsmönnum sínum að gefa sig fram til herþjónustu. 1 þeim hjeruðum, þar sem stjórnin í Ma- drid fer með völdin, eiga þeira að gefa sig fram í þeim upp- reisnarhjeruðum, sem næst eru. Franco hershöfðingi hefir gefið blaðamönnum í viðtali lýs- ingu á því, hvernig hann hugsar sjer að fara með völd á Spáni, ef uppreistarmenn sigri. Hann ætlar sjer að stofna stjórn með svipuðu fyrirkomulagí og stjómirnar á ítalíu, í Þýskalandi og í Portúgal. íslendingar töpuðu 11:0 og 6:0. Hámark Olympiuleik- anna í gær. Japani vann Maraþonhlaupið. Tslensku sundknattleiksmennirnir töpuðu á * laugardaginn á Olympíuleikunum í kepni við sænska sundknaítleiksflokkinn með 11:0. 1 gær, símar frjettaritari Morgunblaðsins á Olym- píuleikunum, töpuðu íslendingarnir fyrri Austur- ríkismönnum með 6:0. Með því er íslenski sund- knattleiksflokkurinn úr leik, Hámarki náðu Olympíuleikarnir í fyrradag, símar írjettaritari Morgunblaðsins í Khöfn, er Maraþonhlaupið fór fram. Hlaupin var 42 km. vegalengd og sigraði Japaninn lon á tveim klst.. og tuttugu og níu mínútum og 15 sek. Er þetta nýtt Olympíumet, Á Olympíuleikunum í Los Angeles 1932 sigraði Argen- tínumaðurinn Zabalft. í Maraþonhlaupi. Zabaia tók forustuna í Maraþonhlaupinu í gær og var fyrstur fyrra helming leiðarinnar. En þegar Ion, Japaninn, fór fram úr honum, er þeir höfðu hlaupið 20 krn., hnje Zabala niður og virtist uppgefinn. Hann reyndi þó að haida áfram, en skömmu síðar gafst- hann upp. Nýlega kepti Zabálá við Danann Siefert í þolhlaupi — og Siefert sigraði. Á undah: Siefert, Zabala á eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.