Morgunblaðið - 11.08.1936, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.08.1936, Blaðsíða 8
-8 Þriðjudaginn 11. ágúst 1936» MORGUNBLAÐIÐ SSaoft&íiajiuv , Lítið notuð fimmföld harmó- nika óskast keypt. Sími 9172. Kaupum Soyjuglös háu verði. H.f. Efnagerð Reykjavíkur. Kaupum sultuglös, loklaus, einnig með lokum. Hátt verð. j 'Sanitas. ! Rabarbari, nýupptekinn. — Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247. Tómar flöskur og soyjuglös leeypt. Ásvallagötu 27 Trúlofunarbringar hjá Sigur- j Hafnarstrseti 4. Staersta úrvai rammalista. — innrömmuh ódýruat. Verslunin Katla, Laugaveg 27. Kaupi guil hæsta verði. Árni ‘Hðmsson. LækjartorgL Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Dogbókarblöð Reykvíkings tlvalsporður saltaður. Nor- dalsíshús. Sími 3007. Súr hvalur og nýreyktur sil- ungur. Kjötbúð Reykjavíkur. Sími 4769. Nýreyktur silungur. Kjöt- verslunin Herðubreið, Fríkirkju- veg 7. Sími 4565. Kaupi gull og sílfur h»sta verði. Sigurþór Jónsson, Hafn- arstrseti 4. Reyktur rauðmagi. Nordals- íehús. Sími 3007. Kaupi gamlan kopar. Vald. Pou-lsen, Klapparstíg 29. Trúlofunarhringana kaupa naenn helst hjá Áma B. Bjöms- #ynl, Lækjartorgi. Vjelareimar fást bestar hjá Ponlsen, Klapparstíg 29. Kaupið leikföng í Leik- fangakjallaranum, Hdtel Heklu Sími 2673. Elfar. Húllsaumur LokaNfítí 1$. Giuggahreinsun og loftþvott ur. Sími 1781. Oraviögerðir afgreiddar fljótt og ve! af úrvals fagmönnum hjá Árna R. Björnssyni, Læ«J- artorgi. Sokkaviðgevðin, Tjarnargötu 10, gerir við lykkjuföll, stopp- ar sokka, dúka o. fl., fljótt, vel, ódýrt. Sími 3699. Otto B. Arnar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Munið 1 krónu máltíðirnar í Heitt og Kalt. Benes utanríkisráðh<jrra ’fjekkó slóvakíu lijelt nýlega ræðu á friðarmálafundi í Prag, þar sem hann komst að orði á þessa leið : Menn eru að halda því fram, að ófriður sje yfirvofandi. Jeg er ' sannfærður um, að hægt er að j bjarga Evrópu frá ófriði. En ef ófriður brýst út í álfunni fer alt í rústir. Útilokað er að um nokk- urn skjótan sigur verði að ræða fyrir nokkurn aðila. Alt fer á ringulreið. Og ófriður sá sem nú kann að brjótast út, verður ekki annað en IítiJ byrjun á þeim ósköp- um sem á eftir koma. En jeg þykist vita, að enginn stjórnmálamaður í álfunni sje svo blindaður, að hann skilji ekki hví- Iík ábyrgð á lionum hvílir, skilji ekki að það er skylda hans að gera alt sem hægt er að gera til þess að forðast styrjöld. * Belgiskur vísindamaður, dr. van de Maele að nafni, hefir ný- lega getað sameinað röntgenáhöld og kvikmyndaáhöld á þann hátt að hann nii getur kvikmyndað röntgenmyndir, þ. e. hann getur t. d. kvikmyndað hjartslátt manna og hreyfingar alskonar annara líf- færa. Er búist við, að þessi uppgötvun geti haft mikla þýðingu fyrir læknavísindin, t. d. við rannsókn á sjúkdómum manna, þegar lækn- arnir geta horft á hvernig líffærin starfa. * 3 1 ' alleyrand var orðlagðnr fyrir * það, hve illkvitnislegur hann gat verið í garð þéirra, sem hanii umgekst, ef hann á annað borð hafði horn í síðu þeirra. | Það var eitt sinn að Talleyrand hjelt fjölmenna veislu, þar sem gömul hefðarfrú varð fvrir því ó- happi að missa úr sjer tönn. j Daginn eftir náði Talleyrand ; sjer í hrosstönn mikla og sendi frúnni. Hann skrifaði nokkur orð með, þar sem liann 1 jet í Ijósi lirygð sína yfir því, h.ve illa hefði tekist til fyrir henni að hún skyldi : missa tönn þessa. En sem betur fór gæti hann nú sent henni hjer með hina týndu tönn. I Frúin svaraði Talleyrand um hæl. Sagði hún, að hún hefði ekki ; gengið þess dulin að Talleyrand væri sá kurteisasti maður sem hugs- ast gæti, einkum gagnvart kven- fólki. Þetta vinarhót hans sýndi, að hann þekti hina ósviknu frönsku kurteisi, er hann hefði tekið tönn úr sjálfs síns munni til þess að bæta Iienni upp tjónið. Pullvissaði hún hann um að hún skyldi geyma þessa tönn úr honum sem sjáaldur auga síns, setja hana í gullnmgerð, og gera öllum geetum sínum kunnugt, með því að sýna þeim tönnina. hvílíkur ekta „kavaller“ Talleyrand væri. í þorpi einu nálægt Feneyjum hefir nýlega verið afhjúpuð högg- mynd af hænu, er nefnist „refsi- aðgerðahænan". Aður hafði verið flutt inn mikið af hænsnum frá Jiigóslavíu. En er refsiaðgerðirnar komu til sögunnar var tekið fyrir þann innflutning. Þá fundu menn að innflntningurinn var alveg ó- þarfur, og fóru að ala upp hænsn- in heima fyrir. Til minningar um þetta var myndin gerð af hænunni. Eftir útiskemtanirnar á sunnu- daginn: — „Hefirðu heyrt, að „Rauðhól- ar“ eru að fara í „Eiði“! SlZátfnftitujpw Café — Condifori — Bak»:<rí„ Laugaveg 5, er staður hinna vandlátu. - Sími 3873. Ó. Thor- berg Jónsson. Friggbónið fína, er bæjariiu besta bón. Fasteignasalan, Ausfurstrsati 17 annast kaup og sölu fast- eigna. Viðtalstími 11—12 og 5 —7 e. h. Sími 4825. Jósef M. Thorlacíus. cHusnc&di Vantar litlar íbúðir nú þeg- ar. Ágætir leigendur. — Hefi einnig litla húseign, með stórri lóð og gripahúsum, til sölu. — Húsnæðisskrifstofan, Mjóstræti . 6, sími 4003. ETHEL M. DELL: ÁST OG EFASEMDIR 22. nú til, þetfca er fyrsta leyndarmálið um Indland, sem jeg trúi þjer fyrir. Þú verður að varðveita það vel“. Stella horfði rannsakandi augum á hann, en hann mætti ekki augn'aráði hennar. „Viltu segja mjer, hver sá þriðji var? Var það offurstinn?“ Hann hristi höfuðið. „Nei, það var ekki offurstinn. En þú verður að lofa mjer því, Stella, að koma ekki með fleiri spurningar". Hún lagði höndina ofan á hönd hans. „Því lofa jeg“, sagði hún. „Og jeg skal varðveita leyndarmál þitt vel. Enginn skal nokkru sinni fá að vita það, sem þú trúir mjer fyrir“. „Þakka þjer fyrir“, sagði hann og þrýsti hönd henn- ar. ,,Jeo> veit, að jeg get treyst þjer“. Þegar þau komu heim, eftir hina löngu gönguferð, kom „Pjetur mikli“ hlaupandi á móti þeim, með brjef til Moneks. Hann opnaði það óþolinmóðlega, og varð þungbúinn á svip, er hann las það. „Það kom maður með brjefið fyrir þremur stundum, og hann mátti e'kki vera að því að bíða“, sagði Pjetur með lotningu. Monck varð áhvggjufullur á svip. Hann sneri sjer að Stellu og sagði. „Það er best, að þú farir inn og drekkir teið þitt strrax, vina mín. Þú skalt ekki bíða eftir mjer. Jeg verð að fara og síma“. Henni vaitð bylt við, er hún heyrði hve alvörugefinn hann var. ,.Er eitthvað að?“, spurði hún kvíðafull. „Ekki ennþá“, svaraði hann nokkuð stuttur í spuna. „En kærðu þig ekki um það. Jeg kem bráðlega aftur“. „Lofaðu m.jer að koma með þjer“, sagði hún í bæn- arróm. „Nei, það er betra fyrir þig að hvíla þig“. Þegar Monck kom gangandi yfir grasflötinn heim að húsinu hálftíma síðar, var hann eins 0g eyðilagður mað- ur. Hann var grágulur í andliti og óviðkunnanlegur glampi var í augunum. Stella flýtti sjer til móts við hann. „Everand, hvað hefir komið fyrir?“ Hann tók undir handlegg hennar og leiddi hana inn. „Ertu búin að drekka teið?“, spurði liann iágt en stilt. Það fór hrollur um hana þegar hún heyrði hina óeðli- legu ró og stillingu í rödd hans. „Nei, jeg beið eftir þjer“. „Það var óþarfi“, svaraði hann. „Jeg þarf einskis með“. Hann sneri sjer að Pjetri. „Sæktu whisky handa mjer“. Hann Ijet sig falla þungt niður á legubekkinn. „Stella“, sagði hann og þrýsti hönd hennar svo fast, að henni lá við að hljóða. „Þetta hefir verið stutt brúð- kaupsferð, og jeg er hræddur um, að hveitibranðsdag- arnir sjeu þegar taldir Yið verðum að fara heim. Jeg skal segja þjer hvað hefir skeð. Ermsted var skotinn til bana fyrir háfri klnkkustund, inni í skógínum, rjett hjá Khanmulla". „Everand!" Htin hörfaði aftur. „Er þetta satt“. „Já“, svaraði hann. „Og hefði jeg aðeins verið hjer, þegar brjefið kom, hefði jeg getað komið í veg fyrir það“. Hann þagði og einþlíndi framundan sjer. „Jeg hefði ekki átt að fara svona langt frá húsinu. Hjer var hægt að hitta mig, og hjer hefði jeg átt að vera. Svona tilkynningar get jeg fengið hvenær sem er. Og nú hefir Ermsted orðið að Iáta lífíð fyrir vanrækslu mína“. Hann hætti að tala og alt í einu færðist blíðusvipur yfir andlit hans, er hann leit á Stellu. „Yesalings litla Stella“, sagði hann fflíðlega. „Þetta var sorgegur og skyndilegur endir á hveitibrauðsdög- um okkar“. FIMTÁNDI KAPÍTULI. Þegar Netta Ernsted frjetti um dauða manns síns fjekk hún ákaft taugaáfall. Ralston majór, sem vitjaði hennar, fyrirskipaði algjörða ró, og frú Ralstön, sem var ávalt reiðubúin að jórna sjer fyrir aðra, tók að sjer að hjúkra hinum erfið.a sjukling. Tessu litlu, dóttnr hennar, var komið fyrir í Græna skálanum, ásamt Scoo- ter, litla moskusdýrinu, sem Monck hafði einu sinni gefið henni. Stella átti ekki erfitt með að gæta barns- ins, því að Tessa leit upp til hennar og fyigdi henni„ hvar sem hún fór. Hún var við Tommy eins og góðan leikfjelaga, en bar mikla lotningn fyrir Monck. Hann. skifti sjer ekki mikið af henni, Stellu fanst hann yfir- leitt þegjandalegur og dulur upp á síðkastið, liann var- auðsjáanlega níðursokkinn í viðfangsefni, sem hún ekki, hafði vit á, eða vissi um. Stellu fanst hún ekki vera eins einmana hina löngu cl.aga, þegar Monck var í burtu allan daginn, án þess- að korna heim, þegar hún hafði Tessu hjá sjer. Oft var' hann í burtu langt fram á nótt. Hún spurði hann ekki neins. Og liann sagði henni eklcert. Hún vissi vel, að það var hin leynilega þjónusta í hernum, sem kallaði hann í burtu, ef til vill var hann á ferli meðal hinjia infæddu í dularbúningi og í stöðugri lífshættu. Hún, vissi líka, að hann átti Indverja fyrir vin. Hún liafði •aldrei sjeð hann, en Monck hafði einu sinni bent henni á sölubúð hans. Þessi maður — Rustam Karin var hann kallaður — seldi indversk listaverk. Venjulega var ungur maður,. sem hjet Hafíz, í búðinni. Stella hafði sjeð hann nokkr- um sinnum, og henni varð strax illa við hann, án þess að hún gæti gert sjer grein fyrir hvers vegna, og hús- bónda hans hataði hún af öllu hjarta, þó að hún hefði aldrei sjeð hann. Tommy hafði einu sinni lýst honum fyrir henni, og hún þóttist geta ímyndað sjer hvernig hann Iiti út. Hún vissi, að hann hafði svart skegg og reykti ópíum, og hana hrylti við því að vita til þess, að Everand hefði nokkur mök við þenna mann, sem- fvrir henni var augljóst dæmi uppá hið dularfulla og hræðilega Indland. Hefði einhver spnrt hana, hvers vegna hún Ijeti sig hann svo miklu skifta, hefði hún enga^ ástæðu getað gefið aðra en þá, að hennt fanst sem allir hinir leynilegn leiðangrar Moncks væru’ bollalagðir í hinni dimmu skonsu hjá Rnstam Karin. Ef til vill særði það hana líka, að hann var meiri trún- aðarvinur mannsins hennar en hún sjálf. Tíminn leið fljótt. Það var þegar farið að ráðgera hina væntanlegu ferð til Bhulwana, sem hafði verið frestað af þeirri ástæðu, að komáð hafði til mála, a?T fívtja herdeildina á heilnæmari stað yfir snmarið. Stellæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.