Morgunblaðið - 11.08.1936, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.08.1936, Blaðsíða 5
Príðjudaginn 11. ágúst 1936. MORGUNBLAÐIÐ 5 KVENDJÓÐ!N OG HEIMILIN Er það rjett? Það er mesta vitleysa, að lcvenfólk haldi sjer til fyrir Jkarlmönnunum og eyði stórfje í föt, til þess að þeim lítist vel -á sig, varð ungri stúlku að orði hjerna á dögunum. — Karlmenn hafa ekki minsta vit á, hvaða efni er í fötum eða gæðum þeirra, heldur hún á- fram. En þeir hafa gaman af að sjá kvenfólk fallega klætt og ^era sig ánægða með það, að fötin fari stúlkunum vel, svo að heildarsvipurinn verði sæmilegur. Hvenær þorir t. d. eiginmaður, sem fer með kon- unni sinni út í búð, til þess að velja kjól handa henni, að leggja nokkuð ákveðið til mál- -anna ? Nei, við stúlkurnar höldum okkur til hver fyrir annari, segir hún ákveðin. Og því til .sönnunar skírskotar hún til þess, hve mjög stúlkur t'ali um föt hver annara og leggi mikið upp úr því, að eiga nóg til skiftanna. Mörg stúlkan fari í sam- kvæmi þung um hjartaræturn- ar, ekki af því að hún vilji ekki gjarna fara að skemta sjer, heldur af hinu, að hún sje ekki ánægð með kjólinn sinn, sje hrædd um að h i n a r setji út á hann. Maður skyldi halda, að stúlkurnar væri yfir það hafn ar að setja það fyrir sig, þótt þær þurfi að vera oftar en einu sinni, eða oftar en tvisvar ---þrisvar ,í sama kjólnum, inn an um sama fólkið. En það er nú einu sinni svo, að kven- fólkið hefir óhemju miklar mætur á fallegum fötum, það eru sjerrjettindi, sem ekki verða frá því tekin. Stúlkurnar fella oft harða dóma hver yfir annari, og það ekki fyrir alvarlegri sakir en ■óviðeigandi klæðaburð, að því er þeim þykir. Þeir dómar eru oft miskunnarlausir, en afsök- unina er að finna í því, að á- huginn í þessum efnum er svo brennandi meðal kvenþjóðar- innar, að stúlkurnar geta ekki setið þegjandi hjá um þau. Alt þetta segir ung nútíma- stúlka á því herrans ári 1936. Ætli hún hafi, þegar á alt -er litið, allskostar á rjettu að standa? Tómalbúðlngnr. Ljúffengur rjettur úr tómöt- um og eggjum, búinn til á •enska vísu. Hentugur sem heit- ur rjettur til kvöldverðar. Nokkrum franskbrauðssneið um er raðað í lágt, eldfast mót, og þar yfir eru þykt skornar tómatsneiðar lagðar. 4—5 egg eru þeytt vel, blönd uð rjóma eða mjólk, 1 tesk. á egg, og helt yfir tómatana. Rjetturinn er kryddaður og bakaður í ofni eða við hægan gasloga. ——«m»—— Anny Blatt í París er fræg fyrir tískunýjungar sín- ar og dugnað í prjónaskap. Húii finnur ávalt upp eitthvað nýtt. Fyrir nokkru prjónaði hún t. d. brúðarkjól og slör. Anny Blatt hefir prjónað þenna skrautlega rauð-, Iivít- og bláröndótta „baðkjól", sem sjest hjer á myndinni. Jakkinn er marínublár, einnig liandprjónaður. Blómin færa með sjer birtu og yl — kvenlegan yndisþokka og fegurð. Ennisspengur og blóm i hárinu. áð vera flöt, og fyrir alla muni ekki of stór. Það kvenlega hefir enn einu sinni borið sigur úr býtum. — Sítt hár, síðir lokkar og hnút- urinn í hnakkanum, í stuttu máli sagt kvenleg greiðsla og hárbúnaður er aftur kominn til vegs og virðingar hjá kven- þjóðinni. Jafnhliða því er það hæsta tíska að bera ennisbönd og blóm í hárinu. Perlur, gull og gimsteinar útheimta fagr- an og glæsilegan klæðaburð. Blóm getum við allar borið, þó að kjóllinn sje óbrotinn eða „prófíllinn“ ófullkominn. Blóm gera stundina hátíðlega og kalla fram kvenlegan yndis- þokka og fegurð. Dökkhærðum stúlkum fer best að bera ljósleit blóm eða hvít, fíngerðar. ljóshærðar stúlkur þurfa sterkari liti. En þess verður að gæta, að blóm- in fari vel við kjólinn. Þau eiga ekki að vera á bak við eyrað, heldur rjett fyrir aftan gagnaugað, og helst eiga þau Um þetta leyti árs er tæki- færið til þess að bera lifandi blóm. Ljósrauðar nellikur eru ljómandi fallegar bæði til þess að stinga í beltið og hafa í hárinu. Blómin eru alstaðar til yndis og prýði. Spínatbollur. Hjer er góður rjettur úr spínati, hentugur á kvöldborð- ið. — 1 kg. af spínati er skolað og soðið í söltu vatni. Þegar spín- atið er orðið soðið, er því helt á gatasigti og vatnið látið renna vel af því. Síðan er því nuddað gegnum sigtið og sett yfir eldinn, og látið sjóða, ■uns vatnið er gufað burtu. Nú er spínatið látið kólna. Eftir það er eins og 1 dl. rjómi, 2 te skeiðar rifínn ostur, salt, pip- ar og 1 egg hrært saman við. Ef spínatdeigið er of lint, er Kvenfólkið í Englandi ekki eins grannvaxið nú og áður. Skartgripasalarnir í Englandi hafa orðið þess varir, að kvenfólk- ið þar í landi er orðið feitlagnara í seinni tíð en verið hefir hingað til, og hafa því orðið að breyta hinu standandi máli á hringum og armböndum. Nú er þó ekki svo að skilja, að kvenfólkið hafi fitnað. Það eru íþróttirnar sem fá hand- leggina til þess að bólgna svo mjög út, segja skartgripasalarnir! Og nokkuð kann að vera. til í því. Eftir einn tennisleik eða golf geta fingur og úlnliðir þrútnað töluvert. Enskar stúlkur iðka báðar þess- ar íþróttagreinar í stórum stíl, og ekkert er líklegra, en að þær smátt og smátt „fái vöðva“ af' því. Af því hlýst svo hitt, að skartgripa- salarnir verða að stækka armhring- ana, og kenna svo íþróttunum um alt saman. Hvernig frönsk eiginkona á að vera. Hvernig viljið þjer að eiginkohíi ‘yðar sje, spyr franskt dagblað •lesendur sína. Og þegar litið er á svörin, kemur það í ljós, að fegurð og „sex appeal“ eru als ekki þeir kvenlegu eiginleikar, sem franskir eiginmenn setja. efst á lista sinn yfir dygðir húsmóðurinnar. Gott hjartalag kemur í fyrstu röð, reg-lusemi næst, og númer þrjú kemur fórnfýsi. Hinar aðrar eftirsóttarverðn dygðir konunnar koma þar á eftir, í þessari röð: Sparsemi, hógværð, góðir vits- munir, elskulegt viðmót, trygg- lyndi, þolinmæði og nægjusemi. Skapfesta og ákveðinn vilji er ekki ofar en nr. 24, og þá fyrst eru nefndir eiginleikar eins og glæsimeiiska, stolt og auðmýkt. Neðst á listanum bryddir fyrst á því að konan eigi að vera mánni sínum auðsveip og undirgefin. Þessi víuaauði silkiklæðnaður er sjerstaklega klæðilegur, með hinu skemtilegai vesti og pilsinu, sem fellur þjett að með nekkurri vídd neðst. En þó er það ljósrauða „chiffon“-blússan, xneð hinuim íburðarmiklu, ryktu, ermum, sem setur aðalsvipinn á búninginn. fíngerðri tvíbökumylsnu bland að saman við það, uns það er hæfilega þykt. Bollurnar eru látnar á pönn una með skeið, sem difið er í þeytta eggjarauðu og hvítu, snúið upp úr tvíbökumyisnu, og brúnaðar ljósbrúnar í heitri olíu eða feiti. Reynið pakka af Araba fjaUagrasa-kaffibæti fæst alstaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.