Morgunblaðið - 11.08.1936, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
Þriðjudaginn 11. ágúst 1936.
Hin fjöimenna Atiskemtun Sjálfstæðismanna.
FRAMH. AF ÞPJÐJU SS)U.
Þegar Lúðrasveitin hafði
leikið nokkur fjörug lög undir
stjórn Páls ísólfssonar, setti for-
maður skemtistaðar nefndarinn-
ar, Guðm. Benediktsson, hátíð-
ina með stuttri ræðu.
í ræðu sinni mintist Guð-
mundur á þá öfund yfir skemti-
stað Sjálfstæðismanna, sem
komið hefði fram hjá and-
stæðingunum. Kvaðst hann
hafa heyrt að Alþbl. teldi þessa
ráðstöfun eftirhermur. En þetta
væri hin mesta fjarstæða, því
löngu áður en sósíalistar hefðu
farið að hugsa að koma upp
skemtistað, hafi komið fram
tillaga í Heimdalli um nauðsyn
á útiskemtistað fyrir fjelagið,
en fjárskortur og fleira hefði
tafið fyrir málinu þar til í
sumar.
Að ræðu Guðmundar. lok-
inni söng mannfjöldinn kvæði,
sem Kjartan Ólafsson hefir ort
til skemtistaðarins. Lúðrasveit-
jn Ijek undir.
„Reykvíkingar eru að
nema landið sitt
Á ný“.
Þá tók til máls Pjetur Hall-
dórsson borgarstjóri.
Hann kvaðst vera kominn
eíns og aðrir til að skemta sjer
og njóta fegurðar staðarins, í
góða veðrinu. Otiveran væri
iteykvíkingum nauðsynleg í frí-
istundum. Flestir væri hinir eldri
og miðaldra Reykvíkingar
fæddir og aldir upp í sveit og
þess vegna væri þeim útiveran
eðlileg og þörf. En æskulýð-
urinn, sem fæddur væri í borg-
inni þyrfti einnig Og ætti að
kynnast dásemdum íslenskrar
náttúru.
| Hann hefði tekið eftir því,
að með ári hverju fjölgaði þeim
bæjarbúum, sem notuðu frí-
stundir sínar til að kynnast dá-
semdum íslenskrar fjallanátt-
úru. Sú dýrð, sem fyrir augu
bæri, er menn ferðuðust um
landið, yki ættjarðarástina.
Æskulýðurinn væri að uppgötva
að ekki er hægt að verja frí-
stundum sínum betur en með
því að njóta unaðssemda ísl.
máttúrufegurðar. Að lokum
sagðist hann vona að þessi nýja
jstefna fengi sjerstakan byr
mneðal Sjálfstæðismanna.
Er borgarstjóri hafði lokið
:máli sínu, ljek Lúðrasveitin „Ó
fögur er vor fósturjörð“ og
fólkið tók undir með söng.
iHvemig um var
að litast fyrir
'50 árum.
Flosi Sigurðsson, trjesmíða-
meistari talaði næstur. Flosi er
áilinn upp á þessum slóðum og
sagði hann frá hvernig litið
diefði út á Eiði, sem nú væri
<orðinn skemtistaður Sjálfstæðis-
’jnanna í sínu ungdæmi.
Flosi sagði frá því, að fyrir
100 árum hefði í Gufunesi bú-
íð 'bóndi, Hannes að nafni.
Hannes þessi hefði verið hinn
imesti atorku og myndarbóndi.
Hannes bóndi átti marga og
refnilega syni og þurfti að út-
wega þeim jarðir er þeir fóru
ííJið Ma. Hannes bygði því tveim
sonum sínum bæina Eiði og
Knútskot. Tveir afkomendur
Hannesar bónda voru atorku-
mennirnir Páll og Hannes Haf-
liðasynir, sem bjuggu í Knúts-
koti og Eiði. Jörðin, sem Sjálf-
stæðismenn hefðu valið sjer til
skemtistaðar hefði alið upp
sterka og hrausta menn. Færi
vel á því að landsmálaflokkur,
sem bæri hag og heill þjóðar-
innar fyrir brjósti, veldi ein-
mitt slíkan stað. Væri óskandi
að jörðin sem hingað til hefði |
alið upp góða og dugandi menn
hjeldi því áfram í framtíðinni.
Þegar fiskveiðiflotinn
lá á Eiðsvík.
Fyrir 30 árum, sagði Flosi
Sigurðsson, var hjer öðru vísi
um að litast á vognum. Þá láu
hjer fleiri skip en nú, á vet-
uma. Allur fiskiveiðafloti
Reykvíkinga var hjer í vetrar-
legu, en nú sjest aðeins eftir
eitt mastur upp úr sjónum. —
Það eru síðustu leyfar af einu
fyrsta botnvörpuskipinu, sem
Reykvíkingar eignuðust þama
útfrá í Geldingarnesinu, var
fyrsta síldarbræðslustöð á land-
inu reist. Það gerði O. Wathne
kaupmaður. Hann lagði drag-
nót fyrir Grafarvoginn og hún
fyltist svo hjá honum af síld og
lax að sjórinn gekk ekki út um
möskvana!
Einu sinni sprakk nótin und-
an allri fiskmergðinni, og eftir
það lagðist þessi veiðiskapur
niður. Að erindi Flosa loknu
var sungið ,,Þú vorgyðja sVíf-
ur“, og ljek Lúðrasveitin undir.
„Islenskar mæður
þurfa á þreki sínu
að halda“.
Síðastur ræðumanna var En-
ok Helgason, rafvirki frá Hafn-
arfirði. Hann talaði um hina
hugprúðu og vitru landnáms-
menn. Um Þorstein Ingólfsson,
sem stofnaði Kjalarnesþing.
Hann mintist og á afrek
Helgu jarlsdóttur, er hún synti
með syni sína í land úr Geirs-
hólma, til að bjarga þeim frá
bana.
íslenskar mæður þyrftu nú á
þreki sínu að halda til þess að
bjarga börnum sínum úr voða
bolsevismans. Vonandi ættu
þær enn þrek og vilja eins og
Helga jarlsdóttir. Er Enok
hafði lokið máli sínu, var
sungið „Öxar við ána“.
Kappróður.
Næsti liður á skemtiskránni
var kappróður milli B og C-liðs
Ármanns. C-liðið vann og mun-
>ði einni bátslengd.
Frjálsar skemtanir.
Föstum skemtiatriðum var nú
lokið og dreifðust menn um
holt og hæðir og nutu útiver-
unnar og góða veðursins. —
Margir lágu í sólbaði og enn
var stanslaus straumur af fólki,
sem fór í sjóböð. Sumir tóku
sjer gönguferð í Geldinganes.
Ki. rúmlega 5 hófát dansinn á
pallinum og stóð til klukkan 11
um kvöldið. Þrátt fyrir allan
þennan fjölda af fólki, sem
þarna var saman kominn, sást
ekki vín á neinum manni.
Ókostur er að því að hafa
ekki góða bryggju að Eiði, svo
að bátar geti la'gst að hvernig
sem stendur á sjó. Útaf því
urðu nokkrar tafir í gær. En
eins og oft hefir verið bent á
áður stendur alt til bóta þama
innfrá og annmarkar, sem
kunna áð verða á, verða lag-
færðir svo fljótt sem auðið er.
Litil sfldveiöi
siðan fyrir helgi
Lítil síld hefir borist á
land síðan fyrir helgi.
í fyrrinótt komu nokkur skip
með síld til Sigluf járðar, sem
.veiddist á Grímseyjarsundi.
Á sunnudaginn og í gær voru
saltaðar rúmlega 2000 tunnur á
Siglufirði og var mikið af því rek-
netasíld.
Engin bræðslusíld kom á land
í gær, en ríkisverksmiðjumar munu
hafá nóg að starfa næstu tvo sól-
arhringa þo að engin síld komi á
land í viðbót.
Til Akureyrar kom eitt síld-
veiðaskip í gær með 600 tunnur
til söltunar.
Jarðepli,
stór og bragðgóð,
nýkomin í
Vepsliinfna
Visir.
Sjúkrasamlag
Reykjavíkur
Austurstræti 10.
Afgreiðslutími, alla virka
daga, frá kl. 10 f. h. til kl.
4 e. h.
(Inngangur í skrifstofuna
er sami og í Braunsverslun).
Kartöflur
nýjar af Akranesi,
Qagbófc.
,Q F.DDA, Áformað að fara;
skemtiferð með systr/. laugardag-
inn 15. þ. m. að Þrastalundi og
Sogsfossum. Nánari upplýsingar
hjá S.‘. M.‘. Þátttaka skrifist á
lista í □ eða tilkynnist S.‘. M. .
fyrir kl. 6 s.d. fimtudag 13. þ. m.
Veðrið (í gærkvöldi kl. 5): A-
eðia SA-átt um alt land og úrkomu-
laust, en víða skýjað loft á S- og
A-landi. Hiti 13—18 stig suðvest-
anlands eu 8—11 stig á N- og A-
landi. Grunn lægð fyrir sunnan og
suðvestan landið á hægri hreyf-
ingu suðaustur eftir.
Veðurútlit í Rvík í dag: SA-
eða A-kaldi. Sennilega úrkomu-
laust.
Háflóð er í dag kl. 12.10 e. h.
Notið sjóinn og sólskinið!
Úrslitakepni fór fram s.l. sunnu-
dag í B.-l}ðsknattspymukepninni.
Leikar fóru svo að Valur vanu K.
R. og þar með mótið. Þetta er í
fjórða sinn, sem Valur vinnur Vík-
ingsbikarinn.
Húsgagnasiniðir, mætið allir á
knattspyrnuæfingunni í kvöld kl.
sy*
Lögregian hefir beðið bláðið að
minna fólk á, sem baðar sig í
Skerjafirði, að skilja ekki eftir á
víðavangi f jármuni eða annað verð
mæti í fötum sínum. Því miður
hefir það sýnt sig að óvandað fólk
gengur um í Skerjafirðinum og
stelur úr fötum manna á meðan
þeir eru í sjónum.
Hjálpræðisherinn. Á miðvikudag-
inn verður opinber samkoma, sem
Kapt. Överby stjórnar. Fleiri for-
ingjar og liðsmenn aðstoða með
söng og hljómleikum. Allir vel-
komnir.
Eimskip. Gullfoss fer vestur
norður í kvöld. Goðafoss fór frá
Hamborg um hádegi í gærdag »-
leiðis til Hull. Brúarfoss kom til
Kaupmannahafnar í gær. Dcttifoa*
er á Siglufirði. Lagarfoss fór frá
Kaupmannahöfu í morgun. Selfoss
er á leið til Antwerpen frá Siglm-
firði.
Hjónaband. Nýlega voru gefim
saman í hjónahand af lögmanni í
Reykjavík ungfrú Sína Marías-
dóttir saumakona og Þörleifur
Kristjánsson starfsmaður hjá Sjó-
klæðagerð íslands. Heimiii þeirra
er á Freyjugötu 35. V)
Katrín Thoroddsen læknir er
komin heim úr sumarleyfi sínu.
B.v. Gylfi frá Patreksfirði koim
hingað á sunnudaginn. Ketill skips
ins er bilaður og verður gert viS
hann hjer.
Hallgrímshátíð var haldin sl.
sunnudag að Saurbæ á Hvalfjarð-
arströnd að viðstöddu 500—600
manns. Voru flestir úr Reykjávík
og af Akranesi og márgir úr lksei--
sveitum. Hófst hátíðin kl. 12
Útvarpið:
Þriðjudagur 11. ágúst.
10.00 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir,
19.10 Veðurfregnir.
.19.20 Hljómplötur: a) Ljett lög;
b) Spánverskir danskar.
20.00 Erindi: Don Qnijoté og hðf-
undur hans, II. (Þórhallur Þoir-
gilsson magister).
20.30 Frjettir.
21.00 Symfóníu-tónleikar: Tónverk
eftir Tschaikowsky (til kl. 22),
Lik
Sesselju Lárusdóttur,
frá Stsintúni við Ba.kkafiörð, verður flutt austur með „Súðinni*
Kveðjuathöfn fer fram frá líkhúsi Landspítalans miðvikudaginn 12.
j þ. m. kl. 3 e. h.
Áslaug Þórðardóttir,