Morgunblaðið - 29.08.1936, Side 4
4
MORGTJNBLAÐIÐ
Laugardagur 29. ágúst 1936.
Finsk „síldarborg“
norðan við ísland.
Friðrik og
Iogiriður koma
til hallar sinnar
á Suður Jótlandi
7 veiðiskip og
eitt 7 þús. smálesta.
Læknir, kaupmaður og
fangelsi ■ 270 verkamenn.
Eítir Arthur Wieland.
FINNLENDINGAR auka síldveiðar sínar ár frá
ári og keppa að því að framleiða alla síld, sem
þeir nota sjálfir. Af tilviljun fjekk jeg tækifæri til að
kynna mjer veiðiaðferðir Finnanna hjer við land, á meðan
síldveiðin stóð sem hæst í sumar, um borð í finska síld-
veiðiskípinu „Petsamo“. „Petsamo“, sem er eign Finlands
Fiskeri A.B., er 7000 smálestir að stærð, en auk þess voru
í síldveiðiflota Finna hjer við land 7 önnur smærri skip.
AIls höfðu þau veitt 44,000 tunnur í byrjun ágúst-
mánaðar. Mun framkvæmdastjóri fjelagsins vera ánægð-
ur með þennan árangur, þó hann hafi verið svo bjartsýnn
1 vor að gera ráð fyrir 70 þúsund tunnum, en þeirri met-
veiði verða Finnar að fresta til betri tíma.
Jeg várð afar hrifinn af þess-
ari fjjótancli síldarverkunarstöð,
e.s. „Petsamo“. Verlcafólkið er
270 að tölu. Plotinn veiðir með 11
herpinótum, og þar af eru þrjár
frá „Petsamo“. Um kverja nót
eru 14—J5 manns. Um borð í
„Petsamo“ er síldin krydduð og'
söltuð, og hægt er að taka á móti
alt að 1Q00 tunnum í einu. 80
stúlkur vinna við kverkun og
söltun og kammerráð Elfving,
framkvæmdarstjóri útgerðarfje-
lagsins, er vel ánægður með
vinnubrögðin.
Nýtísku veiðiaðferðir.
Strax í byrjun júlí kom finski
síJdveiðiflotinn upp að Norður-
Jandinu og ráðgert er, að hann
dvelji þar tii í byrjun september.
Að mörgu leyti er gaman að
kynna sjer veiðibrögðin. Radio
ng sími er óspart notað til þess
að halda sambandi miJJi skip-
anna. Verði eitt skipið vart síld-
ar, tilkynnir það þegar í gegnum
loftskeyti eða firðsímann Iiinum
skipunum, hvar það sje statt, og
síðan er farið í bátana. í venju-
legu kasti fengust 3—400 tunnur,.
«n stundum kom fyrir, að 1000
tunnur fengust í einu kasti, og
þá voru hendur látnar standa
fram úr ermum. Einnig kom það
fyrir, að næturnar rifnuðu und-
an stórri torfu, og Pinnunum
sárnar að sjá þannig þúsundir
króna fara veg allrar veraldar.
Dögum og jafnvel vikum sam-
an kemur það fyrir, að skipin
sigla fram og aftur án þess að
síld sjáist. Þá legst drungi yfir
skipverja og verkafólkið, —
mönnum finst eins og þeir sigli
með vofuskipi, sem reikar um
höfin án ákveðinnar stefnu. Spil-
in eru dregin fram úr pokahorn-
inu, en þó virðist tilveran tóm og
tilbreytingarlaus.
Fullkomin lækningastofa
— og fangelsi.
En þegar varðmaðurinn loks
tilkynnir, að hann sjái síld,
kemst hreyfing á alt. Bátarnir
fara af stað og vjelarnar eru sett
ar í gang á ný.
Sjaldan kemur fyrir, að slys
hendi um borð, en komi það hins-
vegar fyrir, er alt til reiðu. Lækn
irinn hefir velútbúna lyfjabúð og
tæki til að gerá uppskurð, ef með
þarf. En sjaldan eða, aldrei kem-
ur fyrir, að hann þurfi á lækn-
ingaáhöldum sínum að halda.
Karlmennirnir leita ráða hjá
lækninum við meltingarkvillum
eða þessháttar. Mjer var þó sagt,
að komið hefði fyrir, að læknir-
inn á „Petsamo“ hafi skorið upp
við botnlangabólgu og að skurð-
urinn hafi hepnast vel. Jeg kynt-
ist lækninum betur sem skák-
manni heldur en lækni þenna
tíma, sem jeg dvaldi um borð.
Hjelt skipstjóri liefir ábyrgð-
armikla stöðu, en hann er líka
stöðunni vaxinn. Skipstjórnin
sjálf er þó ekki eins erfið og
stjórn verkafólksins.
Um borð í „Petsamo“ er fang-
elsi — „bukta“, eins og Finnam-
ir kalla það. Ekki ósjaldan þarf
á því að halda.
En Hjelt skipstjóri er vinsæll
maður og hann getur verið bæði
blíður og harður í horn að taka,
ef því er að skifta. Uppreisn eða
Mannfjöldi fagnar ríkiserfingjahjónunum, Friðrik og Ingiríði, er þau koma í fyrsta skifti í hinn
nýja sumarbústað sinn, Graastenshöll.
Finnar ætla að nota flug
vjelar við síldveiðarnar.
alvarlega óánægju er ekki að ótt-
ast um borð.
Hjá fulltrúanum, Kosti Paster-
nack, sem alment er kallaður
„kaupmaðurinn“, geta menn
keypt allskonar varning, alt frá
fullkomnustu sjóklæðum, verka-
mannasloppum, gúmmístígvjelum,
skyrtum, nærfötum og sokkum
niður í pakka af sígarettum. Alt
er selt með verksmiðjuverði,
nema tóbaksvörurnar.
Fleiri framleiðsluhættir.
— Þrátt fyrir að veiðiaðferðir
okkar eru samkvæmt nútíma-
kröfum, verðum við að breyta til
næsta sumar, segir kammei’ráð
Elfving, er jeg tala við hann um
síldveiðar Pinnlendinga. Við er-
um líka ánægðir með þær viðtök-
ur, sem síldin fær hjá viðskifta-
vinum okkar, og gerum okkar ítr-
asta til að fullnægja eftirspurn-
inni og bæta vöruna. 1 sumar
höfum við gert tilraunir með nið-
ursuðu á reyktri síld í tómatsósu
og næsta ár býst jeg við að sú
framleiðsla verði aukin til mik-
i 11 a mnna.
Við höfixm einnig fleiri járn í
eldinúm hvað viðvíkur verkunar-
aðferðum, en að svo stöddu segj-
Lifur, hfðrtu
og svið.
Nýslátrað dilkakjöt og alls-
konar grænmeti.
Jóhannes Jóhannsson,
Grundarstíg 2. Sími 4131.
um við ekkert um þær, segir hr.
Elfving.
Oll líkindi eru til þess, að þeg-
ar á næsta ári verði notuð flug-
vjel við síldveiðarnar hjer við
land. Vitað er, að flugvjelar geta
verið til afar mikilsverðrar að-
stoðar veiðiskipunum til að leita
uppi síldartorfur og tilkynna
flotanum. Flugvjelar hafa verið
reyndar við síldveiðar áður og
gefist vel. Næsta sumar munum
við því hafa með okkur eina eða
jafnvel tvær flugvjelar.
Finnar selja nú þegar töluvert
af síld til Svíþjóðar og Rúss-
lands og gera sjer vonir um
aukna wiarkaði er stundir líða
fram og veiði þeirra eykst.
Arthur Wieland.
Nýslátrað
Nýtt nautakjöt, af ungu.
Blómkál.
Hvítkál.
Gulrófur.
Gulrætur.
ísl. kartöflur.
Rabarbari.
Verslunln
Kjðt & Fiskur.
Símar: 3828 og 4764. t
Iþrótlamót
í KollafflrOl.
íþróttamót hjeldu U. M. P.
„Afturelding" og „Drengur“ á
Kollafjarðareyrum sunnudaginn
23. þ. m. Pór þar fram íþrótta-
kepni milli fjelaganna og urðu úr-
slit þessi:
100 metra hlaup: 1. Guðmund-
ur Jónsson (D.) 12.2 sek. 2. Gísli
Andrjesson (D.) 13 sek. 3. Karl
Jónsson (A.) 13.3 sek.
Langstökk: 1. Guðmundur Jóns-
son (I).) 5.65 m. 2. Karl Jónsson
(A.) 5.51 m. 3. Aðalbjörji Aðal-
björnsson (A.) 5.31 m. .
Hástökk: 1. Sigurjón Guð-
mundsson (D.) 1.45 m. 2. Grímur
Norðdahl (A.) 1.43 m. 3. Guð-
mundur Sigux'jónsson (A.) 1.40 m.
Spjótkast: 1. Pjetur Sigurjóns-
son (A.) 37.50 m. 2. Guðmundur
Jónssoxx (D.) 31.80 m. 3. Ólafur
tAndrjesson (D.) 31.50 m.
Víðavangshlaup ca. 4 km.: 1.
Magnús Einarsson (A.) 12 míu. 43
sek. 2. Evert Kr. Magnússon (A.)
12 mín. 45 sek. 3. Gunnar Jóhann-
esson (A.) 12 mín. 50 sek.
50 metra sund (frjáls aðferð):
1. Pjetur Sigurjónsson (A.) 34
sek. 2. Jón Ólafsson (A.) 34.8 sek.
3. Guðmundur Sigui’jónsson (A.)
44 sek.
ísl. glíma (flokkaglíma milli f je-
laganna): 1. Halldór Guðmunds-
son (A.) 2+2 vinninga. 2. Hjalti
Þórðarson (A.) 2+1 vinning. 3.
Grímur Noi’ðdahl (A.) 2 vinninga.
„Afturelding“ vann mótið með
28 stigum, „Drengur" hlaut 14
stig.
Leikstjóri mótsins var Ólafur
Þórðarson, en leikdómari frá I. S.
I. Ingimar Jónsson.