Morgunblaðið - 11.09.1936, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.1936, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fösíudagur 11. sepí. 1936. JStorstutMa&ið Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson — áby rgSarinaiS ur. Ritstjðrn og afgreiBslá: Austurstræti 8. — Sími 1600. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstof a: Austurstræti 17. — Simi 3700. Heimasímar: Jón Kjartansson, nr. 3742 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuBi. í lausasölu: 15 aura eintakið. 25 aura meS Lesbók. FRÖNSKU VINSTRIFLOKKARNIR BERJAST GEGN HLUTLEYSINU. — ..— —> Verkföllín sem verkfæri I baráttunni fyrir fhlutun. Alþýðublaðið og byggingarefnið. íílekkingar Alþýðublaðsins í sambandi við innflutning bygg- ingarefna hingað til bæjarins, eru svo bíræfnar, að furðu gegnir. Hver einasti maður, sem nokkuð fylgist með al- mennum málum, veit, að það eru blöð gjálfstæðismanna, sem hafa hamrað látlaust á kröf- unni um aukinn innflutning byggingareína, þar til loks að stjórnarliðið gafst upp. Morgunblaðið hefir marg- sýnt íram á, að innflutnings- synjunin bitnar fyrst og fremst á hinum vinnandi stjettum þessa bæjar, öllum þeim þús- undum ' manna, sem hafa lífs- framfæri Sitt af byggingar- 'Virirtu. Stjórnarblöðin fengust lengi veí -alls ekki til að líta á þessa hiið rhálsinsv. Þau' tönnluð- ust þvert á móti á því, að Morg- tinbiaðið værí hjer einungis að berrjaftí fyriir. einkahagsmunum bygginganáiriukaupriiarina. . Mð er.ekki fyr en Sjálfstæð-' iíJblöðin . höfðu dag eftir dag hamrað á þeim kröfum, sem nú loks hefir fengist framgengt, að Alþýðublaðið fæst til að hreyfa legg eða lið í málinu. Þá, fyrst.er .andúðin gegn stjórn- adrflokkurtum var orðin svo rík meðal ailra vinnandi manna í ibæniiiti, að stjórnin þorði ekki lengtflk að standa á móti, dratt- ast Alþýðublaðið til að ljá mál- inu liðsyrði. Eftir alt þetta er blaðið svo ósvífið>>!að þakka cjer fram- kvæmdir. málsins. Það,'teem hjer ibefir gerst, er ekki annað en > það, að sannast hefir til fullnustu alt það, sem Morgunblaðið hefir um þetta mál sagt. Ríkisstjórnin hefir allan innflutninginn á valdi sínu. Það þurfti ekki annað en að stuðningsflokkur stjórnar- innar sýndi Vilja sinn í málinu til þess að alf væri klappað og klárt. Geðvonska Alþýðublaðsins og fúkyrði í sambandi við þau málalok, sem fengist hafa, sýna einungis að blaðið er sjer þess meðvitandi, að hafa ekki staðið á ve’’ði fyrir hagsmunum hinna vinnandi stjetta þessa bæjar. Verkamenn þessa bæjar eru ekki eins skyni skroppnir og Alþýðublaðið óskar. Þeir vita ofurvel að það voru Sjálfstæð- ismenn, sem báru kröfurnar fram til sigurs 1 þessu máli. Al- þýðuflokkurinn drattaðist með á elleftu stundu — þegar hann sá sjer ekki annað fært. -----—-— Kommúnistar ætla ekki í berhögg við Leon Blum. í Englandi: Vinstri- flokkarnir aðhyll- C-5S —>«-**•-••• y ast hlutleysi. Enda þótt aðstaða frönsku alþýðufylking- arstjórnarinnar hafi batnað við það að kommúnistaflokkurinn hefir lýst yfir bví, að hann muni styðja stjórnina í atkvæðagreiðslu, Jsrátt fyrir að hann fordæmi, að vopnaútflutning- ur til Spánar skuli vera bannaður, þá er ástandið ennþá ískyggilegt fyrir Leon Blum og liðsmenn hans. (iis Franska verklýðsf jelagasambandið hefir hvatt stjórnina til þess að taka hlutleysisstefn- una gagnvart Spárii til vfirvegunar að hýju og verkalýðsfjelögin hafa lagt verkamönnum á herðar að greiða einnar stundar laun til styrktar spönskum verkamönnum. Upphæð sú, sem þannig safnast, nemur samtals 25 milj- ónum franka. í Englahdi hafa aftur á inóti stjórniV verkalýðsfjelaganná bresku og verkamárinaflokksins samþ'ykt sameiginlega álykt- un, þess efnis áð breskur verkalýður styddi bresku stjórnina í tilraunum hennar til þess að koma í veg fyrir að styrjöldin á Spáni breiddist út til fleiri Ianda í Evrópu (segir í Lundúna- fregn F. Ú.). Ályktun þessi var í dag lögð fýrir ársþing verkalýðsfjelag- anna bresku ojg voru greidd aðeins 7 átkvæði á móti henni. Til þess að fá stjórn- ina til að hætta við hlutleysispólitíkina hafa verkamenn hafið nýja verkfallsöldu víða um Frakkland. — Kröfur þeirra um kjarabætur eru alment álitnar eiga að fela hinn sanna til- gang, að vinna gegn hlutleysinu. Verkfallið í Mishelin verk- smiðjunum í Clermont Ferrand heldur áfram. Verkfall hafa hafið þrjátíu þúsund menn í vefnaðariðnaðinum í Lillehjer- aðinu, og sest að í verksmiðj- unum, sem þeir vinna í. í Marseilles hafa verkfalls- menn í málmiðnaðinum lokað inni með sjer framkvæmdar- stjóra verksmiðjanna og verk- stjóra og halda þeim sem gísl. Leon Blum hefir látið verk- föllin og verksmiðju, ánin ganga sinn gang, án þoss að láta ríkisvaldið skifta sjer af þeim, þrátt fyrir að hann hafi fengið trausts yfirlýsingu í öldungadeild franska þingsins, áður en þingmenn fóru í sumar- leyfi, einmitt á því loforði áð hann skyldi vernda rjett og frelsi vinnunnar. Blöð vinstri flokkanna nota í dag tækifærið í tilefni af yfir- lýsingu kommúnista um það, að þeir muni styðja stjórnina í at- kvæðagreiðslu til þess að und- irstrika það að franska alþýðu- fylkingin sje órjúfanleg. Breskir verkamenn ætla að neita að fara í stríð. Á ársþingi verkalýðsfjelaganna bresku var í dag samþykt álykt- un þess efnis að verkamenn skyldu ekki undir nokkrum kringumstæð- um styðja bresku stjórnina um almenna herskyldu, ef til stríðs kæmi. (FÚ.). við sendisveitina í London, einn af hinum ákærðu í rússnesku málaferlunum. Bnkharin og Rykoff fá grfð! Opinberlega er tilkynt í Moskva: i Sakamálarannsókn á hendur Rykoff og Bukharin, ritstjóra stjórnarmálgagnsins ,,Isvestia“ hefir verið stöðvuð, vegna sannanaskorts. Hefir verið lýst yfir því (seg- ir í Lundúnafregn F.U.), að þeir sjeu algerlega sýknaðir af öllum grun um að hafa átt þátt í morði Kieroffs og öllum sam- særum gegn Sovjetstjórninni. Engin ákvörðun í Palestinu. Nýár Gyðinga í gær. London 10. sept. F.Ú. Yfirnefnd Araba í Palestínu situr enn á ráðstefnu, og er búist við að hún taki ein- hverja ákvörðun vegna neyðarráðstaf ana bresku stjórnarinnar, áður en deginum lýkur. I dag er nýár Gyðinga, og hefir æðsti prestur þeirra í Palestínu í því sambandi gefið út boðskap, þar sem hann ræð- ir um hörmungar þær er Gyð- ingar hafa orðið að líða í Rúss- 'landi, Þýskalandi, Austurríki, Póllandi og nú síðast Palestínu. Frá Spánf: Alcazar í björtu bálL Mola ætlar að hlífa San Sebastian. Frjettaritari Morgun- blaðsins í Khöfn símar, að yfirvöldin í San Sebastian sjeu að semja við Mola hers- höfðingja um uppgjöf borgarinnar. Sú fregn, sem uppreisnar- merin Íjetu berast út í gær, að þeir væru komnir í úthverfi borgarinnar virðist ekki hafa við nein rök að styðjast. Þeir eiga enn ófarna nokkra kíló- metra. Er mælt, að Mola hershöfð- . ingi hafi tilkynt forvígismönn- um stjórnarliðsins í San Se- bastian ,(stgir í Lundúnafregn F.Ú.), aðtYf þeir gætu haldið anarkistum og kommúnistum í skefjum, myndi hann hlífa' borginni við eyðileggingu. MIÐ SPÁNN. Vígið í Alcazar, þar sem tólf hundruð uppreisnar- menn hafa varist um margra vikna skeið, stend- ur nú í ljósum logum, eft- ir stórskotaárás stjórnar- liða. Síðustu tilraunir til þess að fá uppreisnarmenn til að gef- ast upp gerði Rojo herforingi, er hann fór vopnlaus á fund uppreisnarmanna, eftir sam- komulagi við þá, til þess að sýna þeim fram á að öll vörn væri þýðingarlaus. Þegar Rojo kom að víginu, var bundið fyrir augu hans og hann leiddur fyrir foringja uppreisnarmanna. Hvatti hann þá til að gefast upp, en fekk þvert nei. Sagði foringi upp- reisnarmanna að hjálpin til þeirra væri á leiðinni. Voru Rogo gefnar fimm mín- útur til þess að hafa sig á burt. Hóf stjórnarliðið síðan ákafa skothríð á vígið og er ekki enn vitað um afdrif hinna hugrökku verjenda þess. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.