Morgunblaðið - 11.09.1936, Blaðsíða 8
8
MORGUNRLAÐIÐ
Föstudagur 11. sept. 1936.
JCaufi&lUywy
Nýr báíur með 6 h.a. Solo-
vjel til sölu. Upplýsingar í síma
9313, Hafnarfirði.
Spírella. Munið eftir hinum
þægilegu Spírella lífstykkjum.
Til viðtals daglega kl. 1—3
síðd. Guðrún Helgadóttir, Berg-
staðastræti 14. Sími 4151.
Stoppaðir stólar, ottomanar,
legubekkir, og dýnur, altaf
ódýrast í Körfugerðinni.
Smábarnaskóli minn byrjar
15. sept. og starfar til 14. maí.
Kenslustofan verður á Túngötu
18. — Svava Þorsteinsdóttir,
Bakkastíg 9. Sími 2026.
Búsáhöid allskonar og gler-
vörur fyrirliggjandi svo sem:
Kaffikönnur og katlar, pottar,
skaftpottar, skálar allskonar,
pönnur, fötur og balar, hnífa-
pör, mjólkurkönnur, diskar,
bollar og skálasett. Hitabrúsar,
margar tegundir, og gler í
hitabrúsa seljum við ódýrt. —
Verslunin NOVA, Barónsstig 27
— Sími 4519.
Nýtísku rammalistar fyrir-
liggjandi. Friðrik Guðjónsson,
Laugaveg 17.
Nýkominn saumur, 11/2 til 8
tomma. Innrömmun ódýrust.:—
Verslunin Katla, Laugaveg 27.
Kaupi gamlan kopar. V'ald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kaupi gull hæsta verði. Árni
Björnsson, Lækjartorgi.
Trúlofunarhringana kaupa
menn helst hjá Árna B. Björns-
sýni, Lækjartorgi.
Kaupi íslensk frímarki hæsta
verði og sel útlend. Gísli Sig-
urbjörnsson, Lækjartorgi 1. —
Opið 1—4.
Stúdent, vanur kenslu, tekur
að sjer að kenna tungumál og
stærðfræði. Les með gagn-
fræða- og mentaskólanemum.
Upplýsingar í síma 2654.
Kenni ensku. Til viðtals á
Hverfisgötu 32. John Josephs-
son.
Smábarnaskóli minn byrjar
1. október. Húsnæði í austur-
bænum. Katrín Jónsdóttir, sími
1079.
MuniS blómadag-
ana í dag og á
morgun. — Kaupið
blóm.
Dagbókarblöð Reykvíkings
Café — Conditori — Bakarí,
Laúgaveg 5, er staður hinna
vandlátu. Sími 3873. Ó. Thor-
berg Jónsson.
Friggbónið fína, er bæjarins
besta bón.
1 herbergi og eldhús eða
eldunarpláss óskast 1. okt.
Skilvís greiðsla. Upplýsingar í
síma 2969, kl. 9—11 að kvöld-
inu.
Amerískur laxveiðamaður segir
frá því, að hann hafi lengi
staðið með stöng sína, án þess að
fá nokkurn lax. Þá fann hann það
upp, að hann skar tóbakspung sinn
í smástykki og notaði hann sem
beitu, og fjekk hann þá sextán
laxa.
Þetta minnir á það, sem veiði-
menn segja frá Fiskivötnum í
sumar, en þar er mikið um silung.
Þeir notuðu sigarettustúfa með
gyltum munnstykkjum fyrir beitu
og reyndist ágætlega.
*
Forstjóri einn fyrir stórri verk-
smiðju í Chicago lætur þá,
sem sækja um stöður hjá honum,
ganga undir sjerstakt próf. Þegar
þeir koma til viðtals við hann,
spyr liann þá venjulegum spurn-
ingum um það, hvar þeir hafi ver-
ið, hvaða meðmæli þeir hafi og
þess háttar.
Á meðan hann er að tala við
þá, tekur hann sigarettu upp úr
vasa sínum, og spyr umsækjanda
hvort hann geti lánað sjer eld-
spýtu. Bf umsækjandi tekur eld-
spýtnastokk upp úr vasa sínum
umsvifalaust, og sýnilega veit,
hvar stokkurinn er, eða ef hann
segir ákveðið, að hann engar eld-
spýtur hafi, þá getur það komið
til mála, að hann fái stöðuna.
En ef vesalings maðurinn fer að
leita í vösum sínum, og veit ekki
hvort liann hefir eldspýtur eða
ekki, þá kemur hann ekki til
greina, því að forstjórinn lítur
svo á, að sá maður, sem ekki einu
sinni veit, hvað hann hefir í vös-
uiium, hann geti heldur ekki haft
reglu á stærri og mikilsverðari
hlutum.
Skottulæknir stóð um daginn
fyrir rjetti í Álaborg, ákærð
ur fyrir það, meðal annars, að
hafa selt lconu flösku af vatni
fyrir 6 krónur, og sagt henni að
taka af því þrjá dropa á dag sjer
til heilsubótar. Konan hafði farið
að ráðum skottulæknisins.
*
Konur kvarta oft yfir því, að
menn þeirra finni að matn-
um, sem þær búa til, og segi, að
maturinn sje aldrei eins góður og
hann var í móðurhúsum. Eftir
nýjustu rannsóknum þurfa að-
finslur þessar þó ekki að stafa
af því, að maturinn sje lakari en
hann var, heldur af hinu, að börn
liafa miklu þroskaðri smekk en
fullorðnir. Á börnum eru smekk-
vörtur tungunnar á 4. hundrað.
En á tvítugsaldri fer þeim að
fækka, og gamalt fólk hefir
venjulega ekki nema 100 smekk-
vörtur á tungunm. En þetta verð-
ur eðlilega til þess, að smekkur-
inn deyfist. *
Ræðumaður í enska þinginu
komst að orfii á þessa leið
hjer um daginn;
Þó að allir þeir heilar, sem
lijer eru saman komnir, yrðu að
einum osti, þá yrði ostbitinn ekki
nægilega stór til þess að veiða
mús í gildru.
*
99 ára gamall Jugóslafi skaut *
sig í sumar, vegna þcss, að vin-
ir hans voru altaf að tala um
það, að hann ætlaði aldrei að
deyja.
*
Tískukona ein í París kom í
veislu um daginn með litla engla-
vængi á kjól sínum. Þeir vöktu
mikla eftirtekt.
Ef þú ert svangur, farðu á
Heitt & Kalt. Ef þú ert lystar-
lítill, farðu á Heitt & Kalt.
Mikill og góður matur á Heitt
& Kalt. Fyrir lágt verð.
; ‘iKrwui*’
B ú llsauniur
Lokastí{< 5.
Otto B. Arnar, löggiltur út-
varpsvirki, Hafnarstræti 19. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og loft-
netum.
Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu
10, gerir við lykkjuföll, stopp-
ar sokka, dúka o. f 1., fljótt, vel,.
Fegurðardrotning var nýlega
kjörin fyrir Noreg. Það hef- ódýrt. Sími 3699.
ir vakið mikla eftirtekt, að stúlk- j
an hefir tekið þvert fyrir það að j
verða kvikmyndaleikkona.
Gluggahreinsun og loftþvott-
*
ur. Sími 1781.
Koinið hefir til orða, að Fær-
eyingar geta selt 4000 tonn
af saltfiski til Brasilíu fyrir kaffi. artorgi
Oraviðgerðir afgreiddar fljótt
og vel af úrvals fagmönnum
hjá Árna B. Björnssyni, Lækj-
ETHBL M. DELL:
ÁST OG EFASEMDIR 45#
kennileg, óttakend tilfinning greip Bernard alt í
einu, og hann skundaði áfram, eins og rekinn af ó-
sýnilegu valdi. Hann komst hljóðlega að glugganum,
sem Stella hafði einmitt horft inn um hina hræði-
legu nótt forðum. Og fyrir einhverja innri hvöt, án
þess að ætla viljandi að skygnast í sjer óviðkomandi
hluti, leit Bernard inn um gluggann. Glugginn stóð
hálf opinn, eins og honum hefði verið hallað lauslega
aftur af þeim, sem síðast fór inn. Og jafnskjótt og
Bernard hafði litið inn, þreif hann gluggann upp á
gátt og stökk inn til bróður síns. Everard stóð snögg-
klæddur úti á miðju gólfi, hann sneri andlitinu út að
glugganum og lampaljósið fjell beint framan í
hann. I hendinni hjelt hann á glasi og einblíndi
stöðugt niður í það. Það var þó ekki glasið, heldur
eingöngu svipurinn á andliti bróður hans, sem olli
því, að Bernard hljóp í ofboði yfir gólfið til hans.
„Ertu orðinn vitskertur, maður!‘‘ hrópaði hann.
„Hvað ertu að gera?“
Blótsyrði hrökk af vörum Everards, og það var
líkara öskri í særðu dýri, en mensku máli. Hann hörf-
aði nokkur fet aftur á bak og lyfti glasinu upp að
vörum sjer. En ekkert af innihaldinu komst inn fyr-
ir varir Iians, því að í sama vetfangi sló Bernard á
hönd hans, og glasið hentist út í horn. Á næsta augna-
bliki voru bræðurnir komnir saman og stympuðust
á af miklurn ofsa um hríð. Er því hafði farið fram
í nokkrar sekúndur, rjetti Bernard hendurnar alt í
einu upp og sagði lafmóðUr: „Gott og vel. Þjer er
velkomið að hálfdrepa mig. Ef það er það, sem þú
þarfnast með, skaltu bara lumbra á mjer!“
Everard slepti honum á augabragði. Svo gekk
hann, án þess að mæla orð, og sótti glasið, sem lá ó-
brotið á gólfinu. Bernard var enn þungt um andar-
drátt, en hann hafði glöggar gætur á sjerhverri
hreyfingu bróður síns.
„Fáðu mjer þetta glas“, sagði hann, og rödd hans,
sem annars átti að sjer að vera þýð, var áberandi
ákveðin og hörkuleg. Everard leit á hann, hissa á
svip. Eftir nokkurt hik rjetti haim honum glasið. Á
botninum var ennþá örlítið óuppleyst hvítt botnfall og
nokkrir vatnsdropar.
Bernard horfði beint framan í bróður sinn og lyfti
um leið glasinu upp að vörum sínum, en á næsta
augnabliki sló Everard glasið úr höndum hans, og
það skall í vegginn í þúsund molum. „Heimskinginn
þinn“, sagði hann hásum rómi.
Dauft bros færðist alt í einu yfir andlit Bernards,
og sýndi, að þeir bræðurnir gátu verið töluvert lík-
ir. „Heyrðu, drengur minn“, sagði hann. „Nú verð-
um við að hætta þessum sorglega leikaraskap, að
minsta kosti um stund. Fáðu þjer heldur kínin, það
virðist hvort eð er vera allra meina bót hjer í þessu
bannsetta landi“.
Hann talaði mjög blíðlega, en jafnframt var föð-
urlegur myndugleiki í rómnum. Everard leit snögg-
lega upp, eins og hann skildi, hvað Bernard meinti.
Hann var mjög fölur í andliti, en fullkomlega ró-
legur, er hann svaraði:
„Jeg er hræddur um, að kínin geti ekki hjálpað
í þessu tilfelli".
„Nei, þú vilt augsýnilega öðruvísi lyf“, sagði
Bernard. Svo rjetti hann höndiná alt í einu fram.
„Everárd, þú verður að lofa mjer því, að grípa ekki
til þessa óyndisúrræðis, meðan þú átt þó að minsta
kosti einn vin þjer við hlið í þessum heimi. Jeg hefði
ekki getað afborið það, ef þjer hefði hepnast tilraun-
in. .Jeg bið ekki um annað en fá áð standa þjer við
hlið og hjálpa þjer. Þú veist, að jeg myndi fylgja
þjer jafnvel að Heljar dyimm“. Rödd hans titraði, og
Everard tók með báðum höndum utan um hönd
hans.
„Já, jeg hefði átt að vita það“, sagði hann. „En
engu að síður vildi jeg óska, að þú liefðir ekki
komið“.
Rödd hans titraði, þó að hann reyndi að brosa,
og hann hefði litið undan, ef Bernard liefði ekki
haldið augnaráði hans föstu.
„Heldur þú, að jeg kæri mig hót um, hvað þú
kant að hafa gert“, sagði hann hjartanlega. „Við er-
um bræður, hvað sem öllu öðru líður, og jeg stend
við hlið þína í blíðu og stríðu. Ef sá hlutur er til, sem
jeg get gert fyrir þig, skal það verða gert. En ef svo
er ekki, nú, þá skal jeg láta þig í friði. En sje svo,
skaltu vita, að þú mátt hvenær sem er reiða þig á
hjálp mína. Þú munt aldrei standa einn og vinasnauð-
ur, meðan jeg lifi“.
Þessi göfugu orð komu beint frá hjarta Bernards,
Hann lagði höndina þjett á öxl bróður síns, og ó-
umræðilega blíður og kærleiksríkur svipur skein úr
augum hans. Þá var það alt í einu, að Everard fjell
allur ketill í eld. Það var eins og strengur, sem hefir
verið strengdur um of og skyndilega brestur. Hann fól
andlitið í höndum sjer.
Bernard leiddi hann að stól og fjekk hann til þess
að setjast. „Hvíldu nú þínar þreyttu taugar ofurlít-
ið“, sagði liann.
Everard ljet undan rnótþróalaust. Skelfingar næt-
urinnar höfðu rænt hann hinum síðus’tu sálarkröft-
um, og hann sat álútur með höfuð niðri á bringu.
„Fyrirgefðu, St. Bernard", sagði hann. „Ef þú get-
ur, verður þú að fyrirgefa mjer, hvernig jeg hefi
liegðað mjer eins og þorpari, bæði gagnvart þjer og
öllum hinum“. Hann stundi þungan. „Þakka þjer fyr-
ir alt, sem þú hefir gert fyrir mig. Góða nótt“.
„Mjer kæmi síst til hugar að fara frá þjer, eins
og þjer Iíður núna“.
„Eins og mjer líðurf* Everard opnaði augun með
erfiðismunum. „Mjer líður ágætlega. Þú skalt ekki:
hafa áhyggjur mín vegna“.
Augu þeirra mættust.
6