Morgunblaðið - 11.09.1936, Blaðsíða 6
6
Pálmi Pjetursson
látinn.
í gærmorguu andaðist að heim-
ili sínu á Sauðárkróki Pálmi Pjet-
ursson eftir langa vanheilsu.
Pálmi Pjetursson yar fæddur 8.
okt. 1859. Foreldrar hans voru
Pjetur Pálmason bóndi í Valadal
í Skagafjarðarsýslu og kona hans
Jórunn Hannesdóttir.
Pálmi sál. Pjetursson byrjaði
húskap á Skíðastöðum, en keypti
síðar höfuðbólið Sjávarborg og
fluttist þangað. Jafnframt bú-
skapnum á Sjávarborg, sem var
rekinn með miklum skörungsskap,
var hann um hríð formaður og
framkvæmdastjóri Kaupfjelags
Skagfirðinga. Bn undir stjórn
hans óx fjelaginu svo fiskur um
hrygg, að ekki var unt að reka
búskap samtímis framkvæmda-
stjórn þess. Hætti hann þá bú-
skapnum, fluttist til Sauðárkróks
og átti þar heimili upp frá því.
Nokkru síðar ljet hann af stjórn
Kaupfjelagsins og rak um allmörg
ár eiginverslun. Ýmsum trúnaðar-
störfum gegndi hann. Þannig var
hann lengi sýslunefndarmaður og
varaformaður Sparisjóðs Sauðár-
króks.
Pálmi Pjetursson var fríður
maður sýnum og hið mesta karl-
menni að burðum eins og þeir
fleiri frændur hans. Fróður var
hann og víðlesinn, hygginn, at-
hugull og mjög vel greindur. Val-
menni var hann hið mesta og vildi
öllum hjálpa, sem til hans leituðu,
en þeir voru margir, því að hann
var vel efnaður. Það var ekki að
skapi hans að láta menn synjandi
frá sjer fara, en hjálp sína vildi
hann dylja.
í kunningjahóp var Pálmi mjög
ræðinn og skemtilegur og minnist
jeg, sem þessar línur rita, margra
gleðistunda á hinu ágæta heimili
þeirra hjóna. Þegar jeg fyrsf kom
til Sauðárkróks, öllum ókunnugur,
var hann meðal þeirra manna, sem
jeg kyntist einna fyrst og fjell
mjer sú kynning betur og betur
með hverjum degi, enda var hann
svo góður drengur, að af bar,
hreinskilinn, einbeittur og trvgg-
ur.
Pálmi var kvæntur Helgu Guð-
jónsdóttur, systur Hálfdánar Guð-
jónssonar vígslubiskups og þeirra
systkina. hinni mestu ágætiskonu,
og lifir hún mann sinn. Uppeldis-
soþur þeirra er Eysteinn Bjarna-
sop, Jónssonar frá Vogi. Hann
veitir forstöðu Verslunarf jelagi
Skágfirðinga.
Pálmi sál. átti 7 systkini, 3
bræðui' <>g 4 systur. Bræður hans
vorn Hannes bóndi á Skíðastöð-
um, faðir Pálma rektors, Pjetur
bóndk á Bollastöðum í Húnavatns-
sýslu og Jón er lengi bjó í Ey-
hildarholti. Systur hans voru Hall-
dóra, gift Þorsteini Eggertssyni
og síðar Ólafi Briem alþm. á Álf-
geirsvöllum, Herdís, gift Hálfdáni
Guðjónssyni vígslubiskupi, Stein-
unn, gift síra Vilhjálmi Briem og
Ingibjörg, er dó ógift.
M. G.
Stjórn Ferðafjelags fslands vill
vekja athygli á því, að dr. Vil-
hjálmur Stefánsson flytur erindi
sitt á skemtifundi fjelagsins í
kvöld á ensku.
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur II. sept. 1936.
Minningarorð um
frú Margrjeti Blöndal.
Hún ijest að heimili sínu, Vest-
urgötú 48 hjer í bæ, 2. þ. m. og
verður jarðsungin frá Dómkirkj-
unni í dag.
Andlát frú, Margrjetar bar að
skjótar, en ætla mátti. Eðlilegt
hefði mátt teljast, að talsverður
hluti æfinnar væri enn óeyddur.
En dauðameinið var heilablæðing.
Frú Margrjet var fædd 7. mars
1881 á Svarfhóli í Álftafirði í
Norður-ísafjarðarsýslu. Foreldrar
hennar voru Auðunn Hermanns-
son bóndi á Svarfhóli' og kona
hans Guðbjörg ísleifsdóttir. Tíu
ára gömul kom Margrjet til hjón-
anna Sigríðar og Sölva Thor-
steinsson hó.teleiganda á Isafirði.
Var hún fósturdóttir þeirra upp
frá því, og hafði af þeim mikið
ástríki. Unni hún þeim og mikið.
Árið 1905 giftist Margrjet Har-
aldi Blöndal ljósmyndara. Eign-
uðust þau fimm syni og eina dótt-
ur. Einn sona sinna mistu þau
þriggja ára gamlan, en eftir lifa:
Lárus, stud. mag., starfsmaður við
Alþingi, Sölvi, er les hagfræði við
háskólann í Stokkhólmi, og Krist-
ín, Björn og Gunnar heima með
föður sínum. Drengirnir yngstu
15 ára, tvíburar.
Jeg sá frú Margrjeti fyrst í
kynni hjá fósturforeldrum sínum
á ísafirði. Vakti það þá strax at-
hygli mína, hversu hreinir og
teprulausir kærleikar voru þar í
milli. Sá jeg það, að þar voru
heilir hugir á báðar hliðar.
Frú Margrjet var fríð kona
sýnum, og svo skapi farin, sem
hver kona skyldi vera. Eðlilegt
hefði mátt teljast, að æfi hennar
hefði orðið lengri. Og maður henn-
ar og börn mundu eflaust hafa
viljað mikið til gefa, að hún hefði
fengið að njóta lengur þoirríir
gleði, sem er því samfara, að hafa
sigrað í allharðri lífsbaráttu, sjá
börn sín ná þroskaaldn og verða
að sæmdarmönnum, og að geta
notið þeirrar hvíldar og þeirra
breytinga í lífskjörum, sem fram-
undan voru, er börnin voru komin
til þroska og heimilisannir og á-
.hyggjur af baráttunni fyrir dag-
legu brauði fjarað út. En þó er
þeim gott að ganga til hvíldar,
sem lokið hafa góðu dagsverki, og
eftir fátt þurfa að iðrast.
S. K.
Tveir Hafnarfjarðar togarar,
Sviði og Haukanes, komu hingað
í gær af upsaveiðum, eftir viku
útivist. Höfðu þeir aflað treglega
sökum óhagstæðs veðurs, hafði
Sviði 45 tn. og Haukanes 25.
Dregið í 7. flokki
Happdrættis Háskólans.
Nr. 11566 hlaut 20000 krónur.
Nr. 8917 hlaut 5000 krónur.
Þessi númer hlutu 2000 kr.:
7897 12526 17588
Þessi númer hlutu 1000 kr.:
2951 16501 18067 19512
Þessi númer hlutu 500 kr.:
162 9690 13387 18875 22127 23232
4194 12199 18874 19374 22432 24696
Þessi númer hlutu 200 kr.:
252 2538 5129 7969 11632 15024 18126 20598
449 3370 5193 8523 12868 15279 18212 20880
557 3490 5209 8532 13897 15924 18975 21726
715 3566 5678 9700 13997 16069 19719 23101
1093 3848 6923 10107 14802 17653 19727 23645
2110 4041 7655 11431 14933
Þessi númer hlutu 100 kr.:
6 3916 6209 9425 12522 15792 19192 22423
95 4111 6327 9492 12532 15839 19410 22457
191 4136 6417 9547 12635 15843 19461 22516
278 4277 6483 9749 12652 15920 19484 22604
308 4356 6584 9758 12698 15992 19486 22629
360 4387 6605 9869 12995 16070 19600 22695
361 4521 6660 9885 13189 16157 19616 22722
370 4599 6731 9912 13228 16176 19947 22731
411 4651 6825 9935 13370 16223 20067 22816
564 4658 6960 9974 13411 16414 20148 22834
635 4677 7012 10024 13426 16425 20182 22879
925 4696 7075 10033 13438 16429 20211 23023
971 4699 7107 10052 13565 16454 20221 23121
983 4728 7128 10083 13658 16463 20422 23292
1310 4861 7192 10113 13687 16610 20471 23298
1564 4906 7237 10127 13798 16641 20498 23348
1606 4914 7438 10195 14072 16698 20535 23403
1625 5061 7565 10198 14168 16808 20564 23406
1630 5077 7613 10387 14216 16840 20708 23516
1765 5115 7713 10401 14228 16964 20856 23527
2093 5181 7719 10615 14278 17173 21035 23617
2158 5228 7854 11097 14554 17218 21076 23636
2292 5309 7860 11134 14575 17292 21230 23731
2468 5359 7948 11177 14605 17302 21398 23818
2479 5371 7961 11178 14614 17387 21436 23883
2782 5380 8026 11229 14681 17390 21479 24100
2795 5392 8110 11249 14725 17498 21536 24109
2798 5476 8149 11365 14810 17516 21549 24213
2816 5543 8234 11544 14815 17567 21564 24245
2913 5570 8248 11603 14826 17589 21567 24248
3092 5633 8300 11749 14889 17642 21802 24254
3148 5689 8368 11834 14895 17730 21835 24295
3259 5705 8375 11847 14897 17857 21959 24497
3345 5742 8546 11862 14946 17987 21976 24593
3354 5761 8766 11899 14969 18110 22000 24615
3409 5790 8855 11976 15283 18287 22006 24632
3557 5828 8856 12013 15359 18326 22057 24780
3592 5906 8859 12041 15420 18535 22086 24784
3672 6056 8972 12108 15462 18560 22096 24940
3684 6104 8981 12215 15475 18568 22242 24984
3756 6142 9134 12379 15588 19003 22293
3761 6151 9181 12407 15770 19037 22318
(Birt án ábyrgðar).
Nýtt dilkakjöt.
Nýr lax.
Kjötbúðin Herðubreiö.
Hafnarstræti 18. Sími 1575.
Jak. Jóh. Smári:
Handan s(orm§ sfrauma.
Kvæðl
er komin út.
Bókaverslun Sigfúsar Eymnndssonw
BÓKABÚÐ AUSTURBÆJAR BSE.
___________Laugavegi 34.
Sykur.
Útvegum allar tegundir af sykri.
EggErt Kristjánssan 5 Co.