Morgunblaðið - 11.09.1936, Blaðsíða 5
Fostudagur 11. sept. 1936.
MORGUNBLAÐIÐ
5
- Locarnoráðstefnan
fer út um þúfur ef hlut-
leysið er ekki haldið.
Franskir kommúnistar
vilja hætta hlutleysinu.
Stríð milli Þjóðverja og
Rússa mesta Evrópuhættan.
EF kommúnistar neyða frönsku alþýðufylkingar-
stjórnina til að hverfa frá hlutleysisyfirlýsing-
unni gagnvart styrjöldinni á Spáni, sem Leon Blum átti
frumkvæðið að að gerð var, eru engar horfur á að hægt
verði að halda í friðinn í Evrópu. Friðarráðstefna Locarno-
ríkjanna, sem á að hef jast í október, getur þá engan árang-
íir borið.
Til þessarar ráðstefnu, sem haldin verður í Brússel
ug sem á að jafna deilumálin í Vestur-Evrópu, er risu út
af endurhervæðingu Hitlers í Rínarbygðum, var stofnað
tneð miklum erfiðismunum.
1 fyrstu leit svo út, sein Hitler og Mussolíni ætluðu ekki að
senda þangað fulltrúa. Þeir höfðu áður gert samning sín á milli,
,sem ruddi úr vegi alvarlegasta deiluefni Itala og Þjóðverja og
isættu Hitler og Austurríkismenn a. m. k. til bráðabirgða.
fe, *Þessa sætt tpldu margir upphafið að hernaðarbandalagi í
Mið- og Suður-Evrópu (Ungverjaland, Austurríki, Þýskaland og
ítalía), sem stefnt væri fyrst og fremst gegn Frökkum og
JEtússum.
Þegar Fraltkar, Bretar og
'Belgar ákváðu að kalla saman
„Locarno“-ráðstefnu í haust og
"bjóða þangað fulltrúum frá Hitl-
cr og Mussolini, ljetu einræðis-
herrarnir standa á svari. Loks
fjellust þeir á að senda fulltrúa
og í fyrsta skifti síðan hersveitir
Hitlers settust að við Rín, virtist
írofa til í Evrópu.
En sve kom spánska styrj-
öldin.
1 byrjun styrjaldarinnar var
augljóst, að bæði Madrid-stjórn-
in og andmarxistarnir fengu
stuðning frá erlendum ríkjum,
Madridstjórnin frá: Frökkum og'
Rússum, og and-marxistarnir frá:
Hitler og Mussolini. Var útlit
fyrir að Spánn yrði vettvangur,
þar sem stórveldin myndu heyja
baráttuna fyrir og gegn tveim
megin stjórnmálastefnunum í Ev-
rópu: marxismanum og fascism-
anum. Slík harátta hefði skift
Evrópu í tvær hernaðarsamsteyp-
ur og alt skraf um frið og tak-
mörkun vígbúnaðar hefði orðið
þýðingarlaust. Víghúnaðarbrjál-
æðið hefði rtiagnast og Evrópu-
styrjöld, þar sem tvær þjóða-
samstéypur hefðu borist á bana-
spjótum, hefði skollið á eftir
nokkra daga, vikur eða í hæsta
lagi nokkra mánuði.
Það er skýr bending um
það, hvert stefnir í Evrópu, að
tvær þjóðir, sem eru fulltrúar
tveggja þeirra þjóðfjelags-
stefna, sem engan frið vilja
semja og engan frið virðast
geta samið, gerðu hernaðarráð-
stafanir í ágúst, sem auka heri
þeirra hvorrar fyrir síg að mikl-
um mun.
Upphafið áttu Rússar. Þ. 11.
ágúst var í Rússlandi gefin út
tilskipun um niðurfærslu her-
skyldualdursins í 19 ár úr 21.
Þessi ráðstöfun er talin munu
auka her Rússa svo, að fastur her
þeirra verði næstu ár 1.300.000,
en varaliðið alt að því 10.800.-
000.
Svar Hitlers við þessari ráð-
stöfun kom 24. ágúst. Var þá gef-
in út tilskipun í Þýskalandi um
framlenging herskyldualdursins í
tvö ár. Fastur her Þjóðverja, sem
nú er 400 þús. manns, verður nú
600—800 þús. manns.
Þjóðverjar drógu enga dul á
það, að þessi ráðstöfun hafi ver-
ið gerð til varnar gegn bolsje-
vikkahættunni frá Rússlandi. ,
En málaferlin ríissnesku gegn
Trotsky leiddu í ljós, hvernig
Rússar nota „þýsku nasistahætt-
una“ til þess að egna upp rúss-
nesku þjóðina til að fylgja sjer
í hverju óhæfuverki, sem hún
fremur.
Þegar á þetta er litið verður
ljóst, hverja þýðingu friðar-
ráðstefna Locarno-ríkjanna get-
ur haft fyrir friðinn í Evrópu.
Þessi ráðstefna verður raunar
ekki nema eitt skrefið í áttina til
að friða Evrópu. En hún opnar
leiðina til samkomulags milli
Vestur-Evrópuríkjanna. Aðal-
markmiðið hlýtur auðvitað að
vera að finna leiðir til þess að af-
stýra árekstri milli- Rússa og
Þjóðverja. Ef þetta tekst ekki, er
Evrópustyrjöld óhjákvæmileg.
Á þessari leið er ráðstefna Vest-
ur-Evrópuríkjanna fyrsti áfang-
inn. Það hlýtur að verða takmark
stj órnmálamannanna í Evrópu að
— A átta —
) mínútum.
London 10. sept. F.Ú.
Við heræfingar í RauSa
Hernum, var í dag sýnd ný-
stárleg hernaðaraðferð. Tólf
hundruð hermönnum var
híeypt niður úr flugvjelum í
fallhlífum, og höfðu þeir með
sjer byssuhluti úr 18 fall-
byssum og 150 vjelbyssum.
Þeir höfðu sett þá saman
innan 8 mínútna frá því að
þeir lentu, og höfðu hafið
árás að baki ímyndaðra ó-
vina sinna.
Fulltrúi breska hersins,
sem viðstaddur var heræf-
ingar þessar í fylgd með
/oroschilov yfirhershöfðingja
sagði, að ef hann ekki hefði
sjeð þetta með eigin augum,
hefði hann borið á móti því,
að slíkt væri hægt.
Gi kommúnistar
sigra —
skapa grundvöllinn á þessari ráð-
stefnu fyrir annari ráðstefnu þar
sem Rússar og Þjóðverjar sitja
við sama borð með öðrum þjóðum.
Frá þessum sjónarhól verður
að líta á þýðingu hlutleysisyfir-
lýsinganna, gagnvart styrjöld-
inni á Spáni, sem Bretar áttu
uppástunguna að og Leon
Blum forsætisráðherra frum-
kvæðið.
Það tók meira en mánuð að fá
allar Evrópuþjóðirnar til þess að
fallast á þenna samning. Lengst
stóð á svari Itala og Þjóðverja.
Nú, þegar allar Evrópuþjóðirn-
ar hafa fallist á þessa hlutleysis-
yfirlýsingu, er franska alþýðu-
fylkingin, eða stór hluti hennar,
kommúnistarnir, að rnissa þolin-
mæðina. Ef kommúnistar neyða
frönsku stjórnina til að rjúfa
hlutleysið og veita Madrid-stjói*n-
inni hjálp, er Spánn samstund-
is orðinn vígvöllur allrar Evrópu.
'Locarnoráðstefnan fer þar út um
þúfur.
Hernaðarguðinn getur þá byrj-
að yfirreið sína um Evrópu.
Hann er þá vigs um sigur.
SJÁLFVlRKt
ÞVOTTAEFNI
óslcadiegi Hófknjst
0jörlr þvottlnn mjallhvl’tann án þess aö hann eje nuddaöur e ö 9 bleikjaöur.
V
Ný mynd af Trotsky. Til hægri er mynd af bústað hans f
Hönefors.
Trotsky, upphaís-
maður heims-
byltingarinnar.
f^EGAR Trotsky leitaði á'
náðir norsku stjórnar-
innar hjer um árið, og bað
nana um landvist, var það
af því, að franska stjórnin
hafði neitað honum um land-
vist í Frakklandi. Ágreining-
ur varð þegar um það milli
norskra stjórnmálamanna,
hvort veita ætti Trotsky
þetta leyfi, en það varð of-
an á, að hann fjekk þar að
vera.
Var talið, að leyfi þetta
hefði hann fengið meðal ann-
ars vegna þess, að stjórnin
vildi í þessu efni fara að
óskum norskra kommúnista.
En tímarnir breytast, og nú
hafa hinir norsku kommún-
istar, er fastast fylgia Stalin
að málum, heimtað af norsku
stjórninni, að hún reki
Trotsky úr landi. En verði
honum meinuð landvist í
Noregi og þar með vfeað
heim til „föðurhúsanna“, er
það vitað mál, að hann á
skamt eftir ólifað.
Hann fær sþmu endalok
og þeir fjelagar hans Sino-
viev og Kameneff, er skotn-
ir voru.
*
n þó norska stjórnin hafi
látið að óskum kommún-
ista, þegar hún tók við Trotsky,
þá hefir hún ákveðið að fara ekki
að óskum þeirra nú, þegar þeir
óska þess, að hún reki Trotsky
úr landi, beint í ginið á Stalin!
Það hefir lengi verið viðurkend
regla, að pólitískir flóttamenn,
sem orðið hafa að flýja land,
vegna þess að þeir hafa lent í
andstöðu við stjórn sína, liafa
fengið dvalarleyfi meðal annara
þjóða. Þetta hefir átt sjer stað
um flóttamenn, sem liafa orðið að
flýja einvaldsríki, þár á meðal
margra bolsjevikka, Lenin og fje-
laga hans, sem árum saman urðu
að njóta gestrisni annara þjóða,
er þeir voru landrækir í Rúss-
landi. Og konungsfjölskyldur
liafa fengið dvalarleyfi erlendis,
þegar lýðveldissinnar hafa sigrað
í föðurlandi þeirra.
*
n 'því verður ekki neitað, að
Trotsky hefir nokkra sjer-
stöðu, þegar um það er að rseða,
að erlent ríki skjóti skjólshúsi yf-
ir hann. Hann er ekki einasta á
öndverðum meið við stjórn síns
eigin föðurlands, sem þó er komm
únistiskt eins og hann. Hann er
stuðningsmaður og upphafsmaður
heimsbyltingarinnar, þ. e. a. s.
óvinur allra stjórna, ríkja og
þjóðfjelaga, og Iiefir því minni
rjett til þess en nokkur annar, að
erlend ríki haldi lilífisskildi yf*r
lionum.
. Hann er hatrammur andstæð-
ingur allra þjóðfjelaga og öll
starfsemi hans miðar að því að
stofna til uppreisnar, þar sem
nokkrir möguleikar eru fyrir
hendi.
En tenda þótt hann fái að hýr-
ast áfram í Noreg'i, og vei’ði ekki
afhentur til hinna rússnesku
böðla, þá liljóta menn að vera
sammála um, að það er skylda
Norðmanna, bæði gagnvart sinni
eig'in þjóð og annara, að sjá um,
að hann hætti undirróðursstarf-
semi sinni.
*
egar síðast frjettist, var hann
geymdur í bænum Hönefoss,
þar sem þrír lögreglumenn hjeldu
vörð um hann nótt og dag’. Tveir
af þeim voru á verði utan við
húsið, en einn var inni í stofun-
um hjá Tvotxky. Með því kann
að vera nóg trygging fyrir því,
að hann haldi ekki undirróðurs-
starfsemi sinni áfram. En livort
hann sjálfur telur lífi sínu borg-
ið með þeim lífverði, er annað
mál, síðan Stalin ljet þau boð út
ganga, frá útvarpsstöðinni í
Moskva, að sanntrúaðir kommún-
istar ættu að telja Trotsky rjett-
dræpa,n5 hvar sem til hans næð-
ist.