Morgunblaðið - 29.09.1936, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.09.1936, Blaðsíða 5
JÞriðjudagur 29. sept. 1936. MORGUNBLAÐIÐ 5 KVENDJOÐIN OG MEIMILIN Höfuðstaðinn vantar hússtjórnar- og handavinnuskóla. „Islensku heimilin óþjóðleg og sviplaus.“ Fyrir nokkru var erindi flutt í útvarpinu um álit útlendinga á íslendingum. Kom það víða við. Var þar, meðal .annars, vikið að því, hve heim- ilin íslensku væru óþjóðleg og •svíplaus. Þjóðminjasafn Islands sýndi þó, að íslenska þjóðin hefði fyr á öldum stundað ýmis konar handavinnu, er væri list- ræn og til þess fallin að vera fyrirmynd nútíma-iðnaðar. — Mintist jeg þá þess, að síðast- liðið sumar kom hingað til Reykjavíkur þýsk kona, send af þjóðminjasafni I Berlín til þess að kynna sjer íslenskan vefnað og kaupa íslenskt vefj- arband. Átti það að vera í sauða- og jurtalitum og notast við endurbætur á gömlum tepp- aim í þjóðminjasafninu í Berlín Rak hana í rogastans, er hún heyrði, að í höfuðstað íslands væri enginn vefnaðarskóli, og bandið yrði hún að fá norðan úr landi. Áður en hún kom hingað til landsins, hafði hún .íerðast um Norðurlönd og dval- :ið í Noregi, en þar er heimilis- iðnaður á háu stigi. Brá henni því í brún, er hún kom hingað ■og sá búðarglugga fulla af út- lendum varningi, en fátt um 'hluti unna úr íslenskum efnum. Ef þessari konu hefði verið ljóst, að þessi fátæka þjóð hef- :ir til skamms tíma flutt út ó- unna nær alla ullina sína og flytur enn út mikinn hluta hennar óunninn, þá hefði hún eflaust orðið enn meira undr- .andi. .Aukinn heimilisiðnaður og hús- mæðrafræðsla nauðsynleg. Nú eru þeir tímar komnir, að trúin á verksmiðjuiðnað- inn eingöngu er að dofna, en áhugi manna að vaxa fyrir ein- staklingsvinnunni og samvinnu vjela og handafls. Efling heim- ilanna er talin lífsnauðsyn, yinnubrögð þeirra rannsökuð og fræðsla aukin í þeim greinum. Norðmenn verja ærnu fje til farandkenslu í ýmiskonar heim- ilisiðnaði. Aðrar nágrannaþjóð- ir vorar auka árlega kenslu meðal unga fólksins í hagnýtri og listrænni handavinnu, og í sjerskólum er ungu stúlkunum kend matargjörð, heilsufræði, meðferð ungbarna og önnur heimilissstörf. En hvað gerir Island í þess- um efnum? Á þessa árs fjárlögum eru veittar 44.300 krónur til hús- mæðrafræðslu, og til heimilis- iðnaðar í landinu 7.600 krónur. En þar sem höfuðstaður Is- lands á engan sjerstæðan hús- TakmarkiO er: Efling fslensks heimilisiðnaðar, aukin húsmæðralræðsla - og gagnlegri mentun fyrir ungar stúlkur. Eftir frú Laufeyju Vilhjálmsdóttur. stjórnar og handavinnuskóla, | fer hann varhluta af þessum’ styrk, að mestu leyti. Nokkuð^ hefir þó verið unnið að því að vekja áhuga á því, ,að settur yrði á stofn slíkur skóli. Má t. d. minna á það, að lagt var fyr- ir Alþ. 1934 frumvarp til laga um stofnun hússtjórnar- og vinnuskóla fyrir Reykjavíkur- bæ, en það var naumast rætt og loks var frumvarpið felt af meiri hluta þingsins. Það virð- ist þó ljóst yfirvöldum lands- ins, að ekki er alt sem skyldi í þessum efnum, því í sumar, er drotning íslands, Alexandrine, heimsótti okkur, varð að fara með hana norður í land til þess að hún gæti kynst hannyrðum kvenna og hússtjórnarfræðslu. Mentun Reykjavíkurstúlkunnar er ábótavant. Pað lítur nærri því út fyrir, að svo sje litið á, að unga stúlkan í Reykjpvík, sem lokið hefir barnaskólanámi, þurfi ekki að fá öðru vísi fræðslu en jafnaldri hennar, ungi piltur- inn, ao hún þurfi ekki að undir búa sig undir framtíðarstarfið, sem oftast liggur framundan á heimilinu, hvort heldur hún hef- ir þar húsmóðurstöðu eða hjálp- arstöðu á einn eða annan hátt. Hún á víst ekki að þurfa að læra að búa til hollan og ljúf- fengan mat, snoturlega fram- reiddan. Hún þarf ekki að læra að hjúkra sjúkum, fara með ungbörn, hirða föt, og sauma, læra nýtni og bókfærslu, hvort sem efnin eru lítil eða mikil. Hún þarf víst ekki að fá tilsögn við að vefa dúka, teppi, hand- klæði og gluggatjöld í heim- iiio sitt væntanlega, og alls ekki að iæra að búa til ýmsa hiuti, er glatt geti hug og liönd og geri hana heimúisfastari og heilbrigðari. Nei, þegar slept er barnaskólunum, eiga gatan, bíóin og kaffihúsin að vera að- al menningarlindin. Þeir for- eldrar, sem þýðast það ekki, geta sent dætur sínar norður í land, eins og drotninguna, eða þá vestur á Staðarfell eða ísa- fjörð, austur á Hallormsstað. eða þá bara út íyrir pollinn! En fæst þá út'.endur gjald- ejoir? Höfuðstaðinn vantar hússtjórn- ar- og handavinnuskóla. Hvernig stendur á því, að Reykjavík, þar sem þriðja hvert mannsbarn á landinu á heima, á ekki myndarlegan hús- stjórnar- og handavinnuskóla? Ef til vill er nú orsökin þessi: Reykjavík er sökum stöðu sinnar, sem höfuðstaður lands- ins, skólabær. Skólarnir taka árlega á móti miklum hluta þeirra unglinga, er útskrifast úr barnaskólunum, ári þess að for- eldrarnir athugi hvort skólarn- ir veiti dætrum þeirra þá fræðslu, er æskilegust væri. — Margir foreldrar verða og að neita sjer um það, sökum fá- tæktar, að láta dóttur sína í nokkurn framhaldsskóla. Lífið krefur þess, að hún fari að vinna fyrir sjer, og hún grípur þá vinnu, er fyrir hendi er, hvort sem hún kann nokkuð til hennar eða ekki. I fljótu bragði virðist svo sem fjöldinn geri sjer það ekki fyllilega ljóst, að hjer sje verið að gera ungu stúlkunni mein. Reykjavíkurstúlkan, sem geng- ur mentaveginn, fer í einhvern drengjaskólann, því flestir slíól- arnir hjer í Reykjavík _ eru fremur sniðnir við hæfi pilta en stúlkna. Hún lærir þar sitt af hverju, sem óvíst er að komi henni að verulegu gagni síðar í lífinu. Fjöldi þessara fræðigreina lendir svo seinna á hillunni, þegar barnagæsla og búsum- stang er aðalviðfangsefnið. Þá fyrst byrjar alvara lífsins. — ,,Mentaða“ stúlkan sjer þá, að þó að gaman hafi verið að því að fylgjast með stallbróður sín- um og auðvitað gagn af því líka á ýmsa lund — þá vantar hana nú þá sjerþekkingu, sem háski er að vera án. Góð vist, er góður skóli. Stúlkan, sem farið hefir á mis við framhaldsmentun, lítur öfundaraugum á skólá- 'lærðu stúlkuna, en hafi hún starfað í ,,góðri vist“, er hún betur búin undir húsmóður- störfin, en stallsystir hennar, efnaðri stúlkan. Að vera í vist krefur margþættrar kunnáttu, ef vel á að vera. Lipurð og góð- ur vilji hjálpar margri nngri stúlkunni áfram á þeirri braut, en mörg víxlsporin hefðu verið óstigin, ef henni hefði verið leiðbeint og kend heimilissstörf áður en hún tók þau að sjer. Við síðasta manntal hjer í Reykjavík, voru 1270 stúlkur á aldrinu 14—18 ára. Upp úr barnaskólum bæjarins tóku fullnaðarpróf síðastliðið vor 263 stúlkur. En vorið þar á undan 223 stúlkubörn. Af þeim fóru í gagnfræðaskólana, kvennaskólann og undirbún- ingsdeild verslunarskólans alt að helmingur, síðastliðinn vet ur. En hvar voru hinar? Þetta þyrfti að rannsaka, ef vel ætti að vera. Yfirleitt ber að gæta þess, að unglingunum, er þeir hafa lokið barnaskólanámi, standi til boða heilbrigð og hag- nýt fræðsla. En umfram alt, bærinn þarf sem fyrst að koma upp myndarlegum hússtjórnar og handavinnuskóla, reistum á þjóðlegum grunni — en við nú- tíma hæfi. Hagskýrslur sýna, að það eru miljónir króna, sem ganga í gegnum hendur íslenskra kvenna við innkaup á matvör- um og öðrum nauðsynjavörum, því eru það ekki konurnar aðal lega, sem ráða innkaupum heimilanna, bæði í smáu og stóru ? Og hvar eru innkaupin meiri en í sjálfri Reykjavík? Dettur nú nokkrum lifandi manni í hug annað en það, að hægt sje að spara á ýmsa lund við þessi innkaup ef gætt væri hagsýni og nýtni? Meiri hagsýni og nýtni í matarkaupum. Hefir mjer t. d. verið sagt, 'ð matvörukaupmenn gætu dregið alt að 20% af matvöru- verðinu, ef þeir þyrftu ekki að senda vörurnar heim til kaup- enda. Hversvegna geta konur ekki alment farið í búðirnar og gert matarinnkaup sín, eins og títt er um konur í öðrum löndum? Hversvegna kunna konur ekki alment að matbúa græn- meti eða nota hvern reit í kringum húsið sitt, til mat- jurta og annars gróðurs, þó mikið hafi það breyst til batn- aðar allra síðustu árin. Hversvegna eru ekki innlend efni, svo sem uilin okkar, unn- in í prýðilega hluti og gagn- lega, eins og t. d. þá, er vefn- aðarsýning ungfrú Júlíönu Sveinsdóttur sýndi í Menta- . * skólanum, nú í sumar, eða marga aðra ágæta muni, er sjást nú á ýmsum stöðum, fyrir atbeina áhugasamra einstak- linga. Fleira af líku tagi mætti nefna, því víðast hvar, þar sem íslensk hönd er sett af stað og henni stýrt með lipurð yfir fyrstu viðvaningstökin — og hvað þá ef kent væri eftir fylstu kröfum nútímans — þá koma fram frumlegir, listrænir hlutir, sem hafa varanlegt gildi fyrir alla er njóta þeirra. Það vantar samtök og skilning á sjermentun kvenna. Jeg hefi leitast við að benda á, að ein af orsökum þess, að Reykjavík á ekki skóla fyrir sjermentun kvenna, er ef til vill sú, að hjer eru svo margir skólar, og ekki laust við, að sumir hafi ótrú á öllu þessu skólafargani, sem þeir nefna svo. En ástæðurnar eru eflaust fleiri. Til dæmis vantar almennan skilning á svona skólafræðslu og samtök, til að hrinda þessu fram á leið. Þeir sem stjórna peningamál- um þessa bæjarfjelags bíða ef til vill eftir því, að konurnar hjer í Reykjavík geri kröfu til sjerskóla í þessum greinum. I raun og veru ætti ekki að þurfa þessa með, því að «i*mitt þeir, settu allra manna best, að skilja nauðsyn þessa máls, þó að ekki væri nema frá f járhagshliðinni. En þeim finst, líkast til, að konum standi það næst, að und- irbúa málið og það með meiri dugnaði en verið hefir til þessa. Konur þurfa að taka höndum saman um stofnun hússtjórn- ar- og vinnusóla í Reykjavík. Pegar Húsmæðrafjelag Reykjavíkur var stofnað fyrir rúmu ári, bjuggust víst margir við því, að það ljeti þetta mál til sín taka. Er von- andi að kröftum þessa unga fjelags, sem skipað er konum FRAJflH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.