Morgunblaðið - 29.09.1936, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.09.1936, Blaðsíða 8
8 MORG UN^LAÐIÐ Þriðjudagur 29. sept. 1936» w ^ » JícmpAÍkifiuc Reyktur karfi, reyktur lax, reyktur rauðmagi. Hafliði Baldvinsson, Hverfisgötu 123, sími 1456. Nýr silungur daglega. Fisk- búðin Frakkastíg 13. Sími 2651. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn- arstræti 4. I Hlín fáið þjer ódýrustu og smekklegustu peysurnar.bæði á börn og fullorðna. Prjónastofan Hlín, Laugaveg 10. Sími 2779. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Trúlofunarhringana kaupa menn helst hjá Árjia B. Björns- syni, Lækjartorgi. ! Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- ^ kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Kaupi tómar flöskur og glös. Ásvallagötu 27, kl. 2—5 síðd. Sími 4612. Dömu skinnhanskar fást í Manchester. Satin, mislit. 5.90 m. Peysu- fatasatin 6.90 m. Ódýr silki í fóður, blússur og kjóla. Man- chester. Bifreiðar af ýmsum tegund- um, til sölu. Heima 5—7, sími 3805. Zophonías. Stórt úrval af rammalistum. Innrömmun ódýrust. Verslunin Katla, Laugaveg 27. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sigur- björnsson, Lækjartorgi 1. — Gpið 1—5. Fornsalan, Hafnarstræti 18, selpr með tækifærisverði ýmis- konar húsgögn og lítið notaða kallmannafatnaði. Nú m. a. á- gaájfc svefnherbergissett og fsfll- eg, Buffet. Sími 3927. ____ tlúllsaumuf Lokastíg 5. Stúlku vantar til almennra innanhúsverka. — Upplýsingar gefur Axel Ketilsson, Soffíu- búð. Gluggahreinsun og loftþvott- ur. Sími 1781. Úraviðgerðir afgreiddar fljótt og vel af úrvals fagmönnum hjá Árna B. Björnssyni, Lækj- artorgi. Otto B. Arnar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. j Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu 10, gerir við lykkjuföll, stopp- ar sokka, dúka o. fl., fljótt, vel, ódýrt. Sfmi 3699. Kaupi gull hæsta verði. Ámi Björnsson, Lækjartorgi. Stoppaðir stólar, ottomanar, legubekkir, og dýnur, altaf ódýrast í Körfugerðinni. Nýtísku rammalistar fyrir- liggjandi. Friðrik Guðjónsson, Laugaveg 17. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Abvinnulausar stúlkur, sem hafa í hyggju að taka að sjer aðstoðarstörf á heimilum hjer í bænum á komandi vetri, ættu í tíma að leita til Ráðningar- stofu Reykjavíkurbæjar, þar eru úrvals stöður við hússtörf o. fl. fyrirliggjandi á hverjum tíma. Ráðningarstofa Reykja- víkurbæjar, Lækjartorgi 1. — Sími 4966. Bodil Ipsen, leikkonan danska, er hjátrúarfull. Sjerstaka ótrú hefir hún á tölunni „13“. En nú vildi svo til, að í leikritinu, „Vore Damer“, sem frúin hefir sett á svið í Konunglega leik- húsinu, voru einmitt 13 leik- endur. En frúin kunni ráð. Hún hjó sjálf til 14. hlutverkið, „rjeði“ nýja innistúlku í Ieikinn, sem þarf þó ekki að segja orð meðan á sýn- ingu stendur. * Læknavísindin liafa lcomist að þeirri niðurstöðu, að mismunandi lit ljós eða birta hafi áhrif á lund manna. Blátt og fjólublátt ljós kemur manni í gott skap. Rautt ljós hefir þau áhrif, að blóðrásin örfast, og gult, grænt eða blágrænt ljós læknar maga- verk. # „Ástfangið fólk og sjúklingar á geðveikrahæli eru nákvæmlega eins“, sagði Greta Garbo um dag- inn í viðtali við enskt dagblað, um ástina. En „stjarnan“ gleymdi að segja, hvaðan hún hefði þá reynslu. * Sextíu og átta ára gamall öld- ungur, Albert Welge að nafni, dó um daginn í Chicago. TJndir kodd- um og dýnum í rúmi hans fundust 2 miljónir dollara. Yfirvöldin þar í borginni auglýsa nú eftir lög- mætum erfingja að þessari álit- legu fúlgu. * Dagblað eitt í Kaupmannahöfn gefur ungu stúlkunum í höfuð- borginni eftirfarandi ráð: — Yngismeyjar, fleygið ekki sundbolunum ykkar að sumrinu liðnu. Þjer getið notað þá fyrir bókmerki. * Átján ára gömul stúlka í Chica- go, Lillian Davis að nafni, situr nú í fangelsi fyrir rán og grip- deildir. Hún hefir hvað eftir ann- að ráðist á fólk og rænt það. En byssan, sem hún ógnaði því með, var ekki annað en barnaleikfang. Nokkrir menn geta fengið fæði. Anna Guðmundsdóttir, Bárugötu 33, sími 2364. Fæði og einstakar máltíðir í Café Svanur við Barónsstíg. Borðið í Ingólfsstræti 16. — Sími 1858. Ef þú ert svangur, farðu á Heitt & Kalt. Ef þú ert lystar- lít-ill, farðu á Heitt & Kalt. Mikill og góður matur á Heitt & Kalt. Fyrir lágt verð. Tvö góð herbergi í kjallara (sjerstæð) til leigu, Hólavalla- götu 5. Aðeins fyrir einhleypa. Til sýnis eftir kl. 414. Nýir. kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til læstkomandi mánaðamóta. ^ „ Postulínsmálning. Tek á mótí nemendum frá 1. október. Hvítt postulín nýkomið. Svava Þór- hallsdóttir, Laufási, sími 1660.. Stúlka með kennaraprófi tek- ur að sjer að lesa með börnum og unglingum og einnig heimil- iskenslu. — Kenni byrjendum ensku og dönsku. Upplýsingar í síma 2052. Smábarnaskóli minn á Laug- arnesvegi 43, byrjar 1. október. Martha Þorvaldsson, sími 2060. Kensla: Kenni og les með börnum. Upplýsingar á Óðins- götu 25 (efstu hæð). Börn, sem eiga að ganga í skóla hjá mjer í vetur, mæti á Hávallagötu 33, fimtudaginn 1. okt. kl. 1 síðd. Sigríður Magn— úsdóttir. Smábarnaskóli minn byrjar 1. október á Ránargötu 12. Les einnig með skólabörnum. Elín ’Jónsdóttir, sími 2024. Námsskeið verða haldin í Málleysingjaskólanum í Rvík frá 1. október næstkomandi fyr- ir málhölt börn, unglinga og fullorðna. Enn fremur verður heyrnarsljófu- og heyrnarlausu fólki frá sama tíma veitt til- sögn í varalestri. Kensla ókeyp- is. Umsóknir skal senda for- stöðukonu Málleysingjaskólans- sem fyrst. Forstöðukonan verð- ur til viðtals fyrst um sinn dag- lega kl. 1—3 og 6—8 e. h. Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Spírella. Munið eftir hinum þægilegu Spírella lífstykkjum. Til viðtals daglega kl. 1—3 síðd. Guðrún Helgadóttir, Berg- staðastræti 14. Sími 4151. Iðnaðarpláss. Stór íbúð tiB leigu fyrir ljettan iðnað, bók- band eða þvíumlíkt í Mjó- stræti 6, uppi. Lág leiga. ETHEL M. DELL: ÁST OG EFASEMDIR 57, að dyraopinu og hún flýtti sjer að rísa upp til þess að fara á eftir henni. En á sama augabragði kom tvent fyrir í einu. Hanani hvarf sem skuggi fyrir augum hennar, og rödd, sem hún þekti strax, hrópaði nafn kennar hátt og skýrt. Það var rödd Tommy. Hún flýtti sjer til móts við hann. „Jeg er hjerna, Tommy!“ Hann hljóp upp stigaþrepin og tók hana í faðm sinn. „Hefir nokkuð ilt hent þig ?“ spurði hann óttasleg- inn. „Nei, mig sundlar bara dálítið“. Hún hevrði mannamál fyrir neðan stigþrepin, en henni var ómögulegt að greina hver það var. Tommy studdi hana, og litlu síðar fann hún, að annar maður wr við hlið hennar. Sterk hönd greip um úlnlið hennar. „Drekkið þetta“, sagði Ralston majór með sinni djúpu og rólegu röddu. „Yður verður gott af því“. Hann bar hermannaglas upp að vörum hennar og hún drakk úr því. „Hvað hefir komið fyrir í Kurumpore? Hvemig líð- ur?“ spurði hún loks. Hann mætti augnaráði hennar. „Vel“, mælti hann hljóðlega. Hún horfði beint framan í hann. „Jeg veit vel, að barnið mitt er ekki lengur lifandi“, sagði hún rólega. Hann laut höfði. „Það var ekki hægt að óska þess, að öðruvísi færi“, sagði hann lágt, og hún svaraði með því að segja ákveðið: „Nei!“ Hún gekk við hlið Tommy niður þrepin út í hina töfrandi grænleitu tunglskinsbirtu í frumskóginum. Sveit innfæddra hermanna beið fyrir utan hofið, og indverskur burðarstóll stóð tilbúinn fyrir hana. Tommy leiddi liana að honum. Ralston majór gekk við hina lilið hennar. Þegar hún var rjett komin að stólnum, sneri hún sjer að lækninum. „Hvar er Hanani?“ spurði hún. Hann sperti brýrnar, spyrjandi á svip. „Jeg hugsa, að hún hafi farið heim til sín“, svaraði hann. „En hún var hjer fyrir nokki’um mínútum“, sagði Stella. Hann leit í kringum sig. „Hún ratar sjálfsagt. Það er ekki vert að bíða eftir henni. Jeg skal ná í hana seinna“. „Þakka yður fyrir“, sagði Stella. Hún var með viprur og krampadrætti um munninn eins og barn, sem er að- örmagnast af þreytu. „Mig langar mjög mikið að sjá Everard“, sagði hún með niðurbældri, ekkaþrunginni röddu. „Viltu ekki sjá um, að hann komi? Það er nokkuð, sem jeg má til með að segja honum“. Nokkur augnablik var þögn. Tommy greip í hand- legg hennar, en sagði ekkert. Það var Ralston majór, sem varð fyrir svörum. „Jeg skal sjá um, að hann komi“, sagði hann, og hið ákveðna svar hans huggaði hana. Hún bar mikið traust til þessa fámælta og stilta manns. Hún settist róleg í burðarstólinn og hnje út af í sessurnar með djúpu andvarpi, og áður en leið á löngu var hún stein- sofnuð. 35. kapítuli. Stella svaf í marga klukkutíma samfleytt En þeg- ar hún loksins vaknaði til fullrar meðvitundar, fanns liún mjög til einstæðingsskapar. Alt í kring um hana var svarta myrkur, og henni lá við að liljóða upp yf- ir sig af skelfingu. Hún ætlaði að rísa á fætur, en um leið var hún ávörpuð af röddu, sem hún kaunaðist: vel við, og ótti hennar hvarf sem dögg fyrir sólu. „Stella“, sagði röddin og sterk og róleg hönd greip - hönd hennar í myrkrinu. Hún fjekk ákafan hjartslátt. Hún gat ekki komið upp nokkru orði, aðeins setið kyr og beðið átekta. Nú heyrði hún, að Everard hjelt áfram að tala við liana. Rödd hans var mjög þýð og innileg. „Jeg vildi ekki gera þjer bylt vjð. Þess vegna slökti jeg ljósið. Þú ert vonandi ekki hrædd?“ Loks fjekk hún aftur málið, og hjarta hennar tók að stillast. „Er jeg vakandi?“ spurði hún. „Er þetta í raun og veru þú, Everard?“ „Já“, sagði hann. „Viltu hlusta á, hvað jeg hefi að segja þjer?“ „Já, Everard. Nú er jeg ekki lengur hrædd, fyrst þú ert hjerna". „Mig langar til þess að segja þjer nokkuð“, sagði hann svo lágt, að rödd hans líktist hvísli. „Manstu, hvað Hanani sagði þjer í hofinu við Khanmulla?“ „Já“, sagði hún. „Áttu við söguna um Dacre?“ „Einmitt“, svaraði hann. „Jeg hefi gert alt, sem í mínu valdi stóð, til þess að halda sannleikanum leynd- um fyrir þjer, en örlögin hafa ekki verið mjer hlið- holl. Jeg Ijet hann fara burt, vegna þess að jeg frjetti — að vísu of seint — að hann hefði átt aðra konu í Englandi, þegar hann. kvæntist þjer. Jeg hjelfc / )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.