Morgunblaðið - 29.09.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.09.1936, Blaðsíða 3
3 Þriðjudagur 29. sept. 1936. MORGUNBLAÐIÐ Grunsamleg bókaviöskiftí meöal heimilisvina Eysteins Jónssonar. Vasabókin ófundin. EN ÖNNUR BOK KOMIN í LEITIRNAR Yfirheyrslur hjeldu áfram í gær út af hvarfi vasabókar Eysteins Jónssonar, . en ekkert upplýstist frekar um það, hvar bókin væri niðurkomin eða á hvern hátt hún hafði komist í hendur nazistanna. Mennirnir þrír, sem settir voru í gæsluvarð- hald á föstudagskvöld voru leystir úr varðhaldi í gær, en enga breytingu gerðu þeir á fyrri fram- burði sínum. Auk gæslufanganna 'voru í gær yfirheyrðir Eysteinn ráðlierra og ]>rlr nazistar. En lögreglan varð einskis vísari um bókina. Ekkert hefir verið upplýst um það ennþá, hverskonar leyndar- dóm vasabókin hefir að geyma, sem svo er mikils varðandi, að komið hefir af stað mörgum hús rannsóknum, fangelsun þriggja manna og því, að blað er gert upptækt. En leyndardómurinn í hinu bannaða og upptæka blaði var þó ekki meiri en það, að sjálft Alþýðublaðið, aðalmálgagn stjórn arinnar birti allan leyndardóm- inn, eftir að lögreglan hafði gert blað nazistanna upptækt og bann að því að birta leyndardóminn! Þessi aðferð út af fyrir sig er mönnum lítt skiljanleg. Önnur dularfull bók. Morgunblaðið heyrði getið um aðra dularfulla bók, sem verið hafði í vörslu Eysteins fjármála- ráðherra og síðar komist til fornbóksala. Saga þessarar bókar er þann- ig, eftir því sem Morgunblaðið veit sannast og rjettast: Þann 24. ágúst í sumar kom maður með nokkrar bækur til Guðmundar Gamalíelssonar bók- sala og býður honum til kaups. Þegar Guðmundur hefir at- hugað bækurnar sjer hann, að þær muni ekki allar vera vel fengnar. Hann vill því ekki kaupa bækurnar og hann vill ebki sleppa þeim aftur í hendur mannsins, sem sækir það all-fast að selja bækurnar. Guðmundur býðst til að taka bækurnar í umboðssölu, en það vill hinn ekki, því að hann þurfi nauðsynlega að fá nokkrar krón- ur strax. En vegna þess að Guðm. vildi ekki sleppa bókunum aftur, lætiu hann manninn fá nokkrar krónur og semst svo um, að hann taki bækurnar í umboðssölu. Kvittar svo komumaður fyrir af- hending bókanna á verðskráning- arlista og er nafnið Steinþór Steinsson. Ein þessara bóka var með nafni Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Guðmundur hringir strax .næsta dag til Jónasar, en hann var þá ekki í bænum. Hann hitt- ir dóttur Jónasar og segir henni frá, bókinni. Hún biður Guðmund að geyma bókina þar til Jónas komi heim. Þegar Jónas kemur heim segir dóttir hans hónum frá bókinni og stóð það þá heima: bókin var ekki með hans vitund eða vilja boðin til sölu. Jónas fór strax aft- ur úr bænum, en dóttir lians kom og vitjaði bókarinnar. Pekk Guð- mundur þá vitneskju um það, að þessi bók hefði verið í láni hjá Eysteini fjármálaráðherra. Nú víkur sögunni til lögregl- unnar. Hún fekk nýlega vitneskju um þessa bók. Morgunblaðið spurði í gær Ragnar Jónsson fulltrúa, livers lögreglan hefði orðið vísari um þessa bók. Svaraði fulltrúinn því, að hann hefði spurt Eystein hvort bók þessi liefði nokkurn tíma ver ið í hans vörslu og mintist ráð- herrann þess ekki. Þessvegna kvaðst fulltrúinn ekki hafa rann- sakað þetta frekar í sambandi við vasabókar-hvarfið, en vísaði að öðru leyti til Sveins Sæmundsson ar, sem hafði rannsakað málið. Sneri þá Morgunblaðið sjer til Sveins Sæmundssonar. Eftir því sem hann upplýsti, mun Jónas hafa lánað Eysteini bókina. Og Sveinn segir, að bókin hafi síðar komist í hendur þessara manna: Guðmundar Pjeturssonar símrit- ara, Ásgeirs Pjeturssonar, bróður Guðmundar símritara, Arna Á- gústssonar og Steinþórs Steins- sonar. Menn munu hjer reka augu í það, að þegar fulltrúi lögreglu- stjóra spyr Eystein ráðherra um þessa dularfullu bók, m'an ráð- herrann ekki til að hann hafi haft bókina í sinni vörslu. En Sveinn Sæmundsson, sem- rann- sakar málið, kemst að þeirri nið urstöðu, að bókin hafi verið í vörslu ráðherrans. Mönnum verður á að spyrja: Er hjer eitthvað, sem þarf að dylja? 'jMÍJ*#' Sálumessan w§ í Landakotskirkju í fyrramálið. Athöfnin hefst kl. 8 f. h. O álumessan í Landa- ^ koti, eða kveð.iuat- höfn þeirra 22, sem druknuðu af Pourquoi pas? og furidist hafa, fer fram í Landakoti á miðvikudagsmorgun kl. 8 f. h. Þá standa líkkisturnar í röð fyrir framan Landakotsspítal- ann. Athöfnin hefst með því, að fylking skáta með 12 fánum kemur þar að og myndar heið- ursvörð fyrir framan kirkjuna. Þá kemur Meulenberg bisk- up, prestar og kórdrengir að sækja líkin í kirkjuna, en 88 hermenn af L’Audacieux bera þau í kirkju. Eru 11 kistur bornar í einu. Kistunum verður raðað um þvert kirkjugólf. Þegar þær eru þangað komn- ar, hefst biskupssálumessa. — Ræðan verður flutt á frönsku. Henni verður útvarpað gegnum stuttbylgjustöðina til Frakk- lands, en útvarpsstöðin í París útvarpar henni til hlustenda í Frakklandi. Sex hermenn standa heiðurs- vörð fyrir framan kór, svo og sveit skátanna fram eftir kirkjugólfinu. En aðrir sex her- menn standa heiðursvörð utan við kirkjudyr. Páll Isólfsson stjórnar kirkju söngnum. Að messugerðinni lokinni gengur skátasveitin fyrst úr kirkjunni, þá kórdrengir, prest- ar og biskup. Þá verða líkin borin úr kirkju, og látin á lík- vagna. Líkkista dr. Charcots fyrst, og verður hún ein á vagni. En tvær kistur verða á hvorum hinna vagnanna. Frá kirkjunni til skips ganga skátar fyrstir, þá Lúðrasveit Reykjavíkur, þá kórdrengir, prestar og biskup. Þá koma lík- vagnarnir, og ganga hermenn með hverjum vagni. Síðan kem- ur líkfylgdin. Engum verður leyfður að- gangur að Lahdakotskirkjunni, nema þeim, sem hafa aðgöngu- kort. Hefir fránski ræðismað- urinn boðið ýmsum bæjarbúum, embættismönnum og ræðis- mönnum o. fl. að vera viðstadd- ir. Allir sem í kirkjuna koma verða í viðhafnarbúningi. Kirkjuklukkum er hringt meðan verið er að bera líkin i kirkju. Einnig verður hringt þegar kisturnar eru bornar úr kirkju. En um leið og síðasta kistan er komin í kirkju byrjar kirkjusöngurinn. Líkin verða flutt út í flutn- ingaskipið ,,Aude“, sem senni- lega liggur þá við Sprengisand, og flytur það skip líkin til Frakklands. Skip það kom hingað í gær. Tekin verður kvikmynd af allri athöfninni í Landakoti, og verður kvikmyndin send til Frakklands. Athöfn þessi mun vekja mikla athygli í Frakklandi, eins og sjest best á því, að aðalút- varpið þeirra í París, útvarpar athöfninni. Fr j ettastof an franska „Ag- ence Havas“ hefir sent hingað einn af ritstjórum sínum, Jean Jay, að nafni, til þess að senda skeyti um athöfn þessa. Kom hann hingað með ,,Aude“ í gær. Verslanir og skrifstofur í 'bænum loka framan af degin- um meðan á athöfn þessari stendur, og vafalaust verða fánar dregnir á hálfa stöng um allan bæinn. SKRIÐUHLAUP að Snæhvammi í Stöðvarfirði. 1 stórrigningunni aðfaranótt 16. þ. m. vaknaði fólkið að Snæ- hvammi í Stöðvarfirði við gný mikinn. Klæddist það í skyndi og varð þess vart, þótt dimt væri, að skriða fjell niður beggja megin bæjarins og flæddi vatnið og aur- leðjan yfir hlaðið. Taldi fólkið sig ekki óhult í bænum og fór niður í fjárhús, sem stendur neð- an í hól á túninu rjett niður af bæmim, og hafðist þar við það .sem eftir var nætur. Skriðuhlaup- in hjeldu áfram alla nóttina og fram undir birtingu, og var af þeim gnýr mikill. Þegar birti kom í ljós, að fullur helmingur af tún- inu lá undir skriðunni. (FÚ) Glímufjelagið Ármann byrjar nú um næstu helgi vetrarstarf- semi sína í öllum flokkum. Fje- lagsmenn, sem hafa áður æft, og þeir, sem hafa í hyggju að byrja æfingar hjá fjelaginu, þurfa að láta innrita sig fyrir æfingar. — Skrifstofa fjelagsins er í fþrótta- húsinu, og er hún opin fyrst um sinn kl. 8—10 að kvöldinu. Sími 3356. —10 stiga — frost i Mið-Evrópu! í Englandi hefir snjóað, og í París og Berlín er talsvert frost. Mest er frostið i Mið- Evrópu í dag í Slesíu, 10 stig. Eftir veðurfregnum að dæma, má búast við því, að keppendumir í kappfluginu frá Portsmouth til Höfða- borgar þurfi að fljúga eitt- hvað af leiðinni í gegnum hríðarveður, en kappflugið hefst í fyrramálið (þriðju- dagsmorgun) f rá Ports- m.outh. (Samkv. FÚ). Wennerström er ekki í samsteypuráðu- neytinu i Svíþjóð, 8 sósíalistar og 4 bændaflokks- menn. Ihinu nýja ráðuneyti Per Albin Hanson í Svíþjóð, vekur athygli að Ivar Wennerström hefir ’ ekkert ráðuneyti fengið. Landvarnaráð- herrann er bændaflokks maður. 1 ráðuneytinu, Sem er sam- steypuráðuneyti, eru 8 sósíal- istar og 4 bændaflokksmenn. Pehrson, fyrv. forsætisráðherra er nú landbúnaðarráðherra. Þar sem rauðu flokkarnir höfðu sameiginlega meirihluta allra atkvæða í neðri deild sænska þingsins, eftir kosning- arnar um daginn, er sam- steypuráðuneytið með stuðr.ingi bændaflokksins talið benda til þess að stefna Per Albin Hah- son muni vera að forðast allar gerbyltingar í þjóðskipulagi Svia. BROTIST INN í tvö matsöluhús um helgina, Tvö innbrot voru framin hjer í bænum í fyrrinótt. Brotist var inn í Gafe Royal, Vallarstrætis- megin og stolið miklu af sígar- ettum og sviðum. Einnig var brot ist inn í kaffihtisið við Kalkofns- veg, hjá Vörubílastöðinni Þrótt; þar var stolið vínarbrauðum og einhverju af peningum. Ekkert hefir enn orðið upplýst um hverj- ir muni valdir vera. Síldaraflinn. Til Keflavíkur komu þessir bátar í gær: Björg- vin úr Sandgerði með 27 tunnur, Ingólfur 60, Goðfaoss 14, Svanur 20, Ólafur Magnússon 50, Skóga- foss 25, Bjarni Ólafsson 6, Víðir 40, Árni Árnason 44 tunnur. — Til Sandgerðis komu 5 bátar með samtals 80 tunnur. Allir bátar reru þar syðra í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.