Morgunblaðið - 22.01.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.01.1937, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. janúar 1937. MORGUNBLAÐIÐ Fjölgun lögreglunnar. Bæjarstjórn frestarákvörðun Óskar að innanbæjar- menn íái stððurnar. SÚ ákvörðun ríkisstjórn- arinnar, að fjölga lög- reg-luliði bæjarins upp í 60 manns, kom til umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Lögreglustjóri hafði gert til- lögu um ráðningu hinna 20 lög- regluþjóna, sem bæta skyicli við lögregluliðið, og hefir þeirra áð- ur verið getið hjer í blaðinu. 1 sambandi við val lögreglu- stjóra gat borgarstjóri þess, að 7 hinna útvöldu myndu vera utan- bæjarmenn. Þótti borgarstjóra miður, að lögreglustjóri skyldi ekki hafa tilnefnt bæjarmenn í stöðurnar, þar sem atvinnuleysi væri nú svo tilfinnanlegt í bæn- um. Áleit borgarstjóri rjett, að bæjarstjórn færi þess á leit við lögreglustjora, að hann sæi sjer fært að tilnefna bæjarmenn í stað þeirra 7 utanbæjarmanna, sem hann hafði valið, og fresta ákvörð un þar til svar lögreglustjóra kæmi. Bar borgarstjóri fram ályktun um þetta, og einnig um það, að bæjarstjórn samþykti skipun tveggja lögregluþjónanna, þeirra Auðuns Sigurðssonar og Haralds Jenssonar, þar sem þeir hefðu gegnt lögregluþjónsstörium síðan á miðju sumri 1935. Nokkrar umræður urðu um málið. ól. Priðrikssoö var and- vígur till. borgarstjóra, en Einar Olgeirsson vildi enga fjölgun í lögregluliðið. Taldi það hætt.ulegt fyrir lýðræðið !! Að lokum var ályktun borgar- stjóra samþ. með 8:4 atkv. Hár fsfisksmarkaður f Englanúi. í gær var ágætis ísfisks- markaður í Grimsby. Seldu þar þrír íslenskir togarar afla sinn. Kári (Alliance) seldi 1490 vættir fyrir 2056 sterlings- pund(um43 þúsund krónur). Júní, frá Hafnarfirði, seldi fyrir 1807 sterlingspund. Ó- kunnugt um aflamagn hans. Hávarður ísfirðingur seldi 1166 vættir fyrir 1604 sterl- ingspund. Sala Kára er sú hæsta, sem verið hefir á þessari vertíð. í fyrra seldi Kári einu sinni fyrir 2700 sterlingspund, og var það hæsta sala á þeirri vertíð á Englandsmarkaði. Knattspymufjel. Pram heldur aðalfund sinn í Kaupþingssalnum í kvöld kl. 8V2. Hneykslisumræður á bæjarstjórnarfundi Golfklúbb Islands synjað um ábyrgð fyrir 30 þús. kr. láni. Láninu átti að verja til að koma upp golfvelli og kensluskála. GOLFKLÚBBUR ÍSLANDS hafði fengið til leigu allstórt land (37 ha.) hjer suður á Eskihlíð, og er mikið af landinu stórgrýtt urð. Golfklúbburinn hefir ræktað um 40 dagsláttur af landinu og kostað til þess nokkrar þúsundir króna af eig- in f je. En til þess að gera fullkominn golfvöli á þessu svæði þarf mikið fje. __________ Nú hefir klúbburinn fengið lof- orð íyrir 30 þús. kr. láni, en það fje myndi nægja til þess að gera þarna einhvern hinn prýðilegasta golfleikvöll, sem völ er á, og til þess að byggja kensluskála fyrir fjelagsmenn þar á staðnnm. Lán- ið getur klúbburinn fengið með einkar hagstæðum kjörum, og miklu hagstæðari en hjer er ann- ars völ á. Er hjer nm að ræða innifrosið fje og engin skuldbind- ing um greiðslu í erlendri mynt. En skilyrðið fyrir því, að lánið fáist, er að ríkissjóður eða þæjar- sjóður gangi í ábyrgð fyrir lán- inu. Golfklúbburinn skrifaði þess- vegna bæjarráði og fór fram á ábyrgð bæjarsjóðs fyrir láninu. Bæjarráð vísaði málinu til að- gerða bæjarstjórnar. Hneykslanlegar um- ræður í bæjar- stjórn. Þesvsi ábyrgðarbeiðni kom fyr- ir bæjarstjórnarfund í gær. Borgarstjóri reifaði þar málið •g skýrði það fyrir bæjarfulltrú- um, og bar fram tillögu þess efn- is, að bæjarstjórn samþykti að takast á hendur ábyrgðina ineð þeim skilyrðnm, sem borgarstjóri og bæjarráð vildu setja. TJt af þessu spunnust langar umræður, sem voru þess eðlis, að bæjarstjórn er lítill sómi að. Pyrst talaði Einar Olgeirsson og andmælti ábyrgðinni, en við af honum tók Guðm. R. Oddsson og fór hörðum orðurn um starfsemi Golfklúbbsins. Sagði m. a. að klúbburinn væri „afdrif fyrir slark og óreglu, menn kæmu hálf fullir til æfinga, og færu þaðan al-fnllir, og svo, að komið hefði fyrir að bera hefði þurft menn upp í bílinn“. Þegar frú Aðalbjörg heyrði þessa lýsingu sagði bún, að það væri „átakanlegt", ef bærinn ætti að fara að ganga í þessa ábyrgð á sama tíma og ekkert væri gert, fyrir börnin í bænum. Jón Axel tók mjög í sama streng. Fluttu svo 3 sósíalistar (Stef. Jóh. Stef., J. A. P. og G. R. O.) tillögu þess efuis, að borg arstjóra skyldi heimilt að ábyrgj ast f. h. bæjarsjóðs alt að 30 þús. kr. lán, sem íþróttafjelag eða ein- staklingur kynni að vilja taka í því skyni að starfrækja æfingar- völl fyrir knattspyrnu eða barna- leikvöll hjer í bænum! Skyldu þessir sósíalistar ætla sjer með þessu að leysa bæjar- stjórn frá öllum vanda af þessum FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Skotdmnurnar heyrast til Gibraltar. Loftorusta yfir Madrid. London 21. jan. FÚ. ilenciastjórnin við- . urkennir nú, að hersveitir hennar hafi ekki tekið Englahæðina á dögunum, en segir, að þær hafi sótt lengra fram en þeim var ætl- að, og þess vegna hafi þeim ekki tekist að koma sjer fyrir á Engla- hæðinni. I morgun gerðu uppreisnar- menn loftárás á Madrid, og sló síðan í orustu milli flug- vjela uppreisnarmanna og stjórnarinnar uppi yfir borg- inni. í dag hafa uppreisnarmenn reynt að hrekja stjórnarliðið úr stöðum þeim, þar sem það hef- ir komið sjer fyrir í háskóla- hverfinu. En sú tilraun hefir reynst árangurslaus. I Gibraltar hafa í dag heyrst skotdrunur úr áttinni frá Mar- bella, og er álitið að stjórn- arherinn hafi gert gagnsókn þar, en ekki er gjörla um það vitað. Þá er einnig sagt frá því, að snemma í morgun hafi Gibralt- arbúar orðið varir við orustu milli skipa úti í sundi, en um þessa atburði er ekki getið í frjettum frá Spánverjum. o 3 ------„Eskifjarðarhjónunum“ — slept úr. gæsluvarðhaldi. Skýrsla frá lögreglustjóra. Lögreglan gaf í gær út eftirfarandi skýrslu til blað- anna um Eskifjarðarmálið: I dag voru gæslufangarnir Jón Erlendsson og Ásthild- ur Halla Guðmundsdóttir látin laus úr gæsluvarðhaldi því, er þau hafa setið í undanfarið vegna rannsóknar hins svonefnda Eskif jarðarmáls. Það mál hóf'st á s.l. hausti á Eskifirði út úr því að stúlkan Halldóra Bjarnadóttir, er verið hafði vinnukona hjá þeim hjónum Jóni og Ásthildi, hvarf að nóttu til mið- vikudaginn 16. sept. Lík hennar fanst á Eskifjarðarhöfn hinn 30. sama mánaðar. Út úr hvarfi þesasrar stúlku og meðférð hennar á heimili hjónanna var rannsókn hafin m. a. vegna þess að við líkskoðun þótti koma í ljós að líkið væri ekki eldra en 4—5 daga og dauðaorsök varð ekki ráðin. Hefir rann- sóknin farið fram fyrst á Eskifirði og síðan hjer í Reykja- vík. Um hvarf og dauða Halldóru hefir rannsóknin leitt eftirfarandi í Ijós: Strax og Halldóru var saknað tilkynti Jón það til sýslumanns. Tvö vitni hafa borið það, að um nóttina hafi þau sjeð Halldóru ganga eina inn fyrir kaup- túnið. Eitt vitni hefir borið það að Halldóra hafi í haust rætt um það að fyrirfara sjer. Loks hefir rannsóknarstofa Háskólans að fengnum nýjum, upplýsingum talið fþað sennilegt að liðnir hafi verið 14 dagar frá dauða þegar likið fanst og það hafi allan tímann legið í vatni. Lögreglan óskar ekki að gefa opinberar upplýsingar um aðra þætti máls þessa að svo stöddu, en það hefir nú verið sent dómsmálaráðuneytinu til fyrirsagnar. Framfarir f Reykja vík undir stfórn SjálfstæOismanna. » Úr síðara hluta af ræðu Bjarna Bene- diktssonar próf. á Heimdallarfundi. ISÍÐARI hluta ræðu sinnar á Heimdallarfundi síðastl. þriðjudag rakti Bjarni Benediktsson prófessor þær geysilegu verklegu framkvæmdir, sem orðið hafa hjer í bænum undir stjórn Sjálfstæðis- manna. — Um ýms af verklegum fyrirtækjum bæjarins eru að vísu sett sjerstök lög, sagði Bjarni, en bæði hafa lög þessi verið sett eftir tilmælum bæjarins, og þau láta bænum sjálfum eftir stjórn þessara fyrirtækja, án verulegrar íhlutunar ríkisins. Höfnin. Höfninni er stjórnað af sjer- stakri stjórn, en hún er kosin af bæjarstjórn. Höfnin er og hefir verið ein mesta lyftistöng atvinnulífs og velmegunar í bænum. Henni hef- ir verið vel stjórnað, þannig, að hún getur sí og æ haldið áfram að auka mannvirki sín. Prá framkvæmdum síðari ára má minna á bátahöfnina, verhúð- irnar og Ægisgarð, sem enn er ekki lokið, en haldið verður áfram með, uns því verki er lokið. Þá hefir höfnin bygt vandað hús, og er í ráði að stækka það enn meir á þessu ári Meirihluti bæjarstjórnar hefir í huga, að í þessari nýju viðbót við hafnar- húsið verði hægt að fá hentugar skrifstofur fyrir bæinn, því hús- næði það, sem skrifstofur þæjar- ins hafa nú, er ekki eins heppi- legt og skyldi. Hafnarstjórn lætur sífelt vinna að dýpkun hafnarinnar, og nú mun ráðgert að fylla upp krókinn fyrir framan Varðarhús- ið, svo skip geti lagst þar upp við. Raímagnsveitan. Rafrnagnsveita Reykjavíkur stendur undir beinnm yfirráðum bæjarstjórnar og bæjarráðs. Ým- islegt bið sama er áð ségja um hana og höfniná. Hún hefir stór- aukið lífsþægindi bæjarbúa og orðið lyftistöng iðnaðar og fram- kvæmda í bænum. Sjerstaklega mun þó svo verða, er Sogsvirkj- unin kemst á. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.