Morgunblaðið - 22.01.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.01.1937, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 22. janúar 1937, Bjarni Benediktsson: Framfarir í Reykjavfk, (framhald). FRA.MH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. vinir málsins, en upphafsmenn | Haag - i brullanpsfkrúða. Þegar Júlíana prinsessa giftist. Verslunarjöfnuðurinn við einstök Iönd. Hún er eitt stærsta, ef ekki stsersta mannvirki hjer á landi og mun gerbreyta allri aðstöðu til iðnaðar hjer í bænum, auk j>ess sem henni samfara mun verða almenn lækkun á rafmagns- verði, til stóraukinna þæginda fyrir allan almenning. Hjer er gott sýnishorn um heppilega aðstoð þess opinbera við atvinnulífið. Það skapar mögu leika fyrir einstaklingana til þess að þeir geti hagnýtt sjer þá, hver eftir sínum dugnaði og hæfileik- um. Ennfremur er Sogsvirkjunar- málið gott sýnishom ttm vinnuað- ferðir flokkanna. Sjálfstæðismerin ljetu undirbúa málið vel og rækilega, og rjeðust' í það strax og örugt var, að það væri fjárhagslega trygt. Sósíalistar þóttust vera með því og heimtuðu virkjun áður en tímahært var, en Framsóknar- mbrin stóðu lengst af á móti því. Loks rjeðst Jón Þorláksson í framkvæmd Sogsvirkjunarinnar, og kom aðgerðum einmitt af stað þegar mést var þörfin fyrir opin- berar framkvæmdir til atvinnu- aukningar, enda er Sogsvirkjunin mesta atvinnubótin, sem hjer hef- ir verið gerð. Ræðumaður mintist einnig á Gasstöðina og Yatnsveituna, fyr- irtæki, sem bæði væru bæjarbú- um nauðsynleg, og þá ekki síst hið síðarnefnda. Vatnsveitan hjer væri sú stærsta á landinu og hefði átt sinn stóra þátt í því, að bærinn hefði getað vaxið upp í þá bQrg, sem hann er nú. Einnig dráp hann á slökkvilið bæjarins og ágæti þess. Hitaveitan. Þetta stórmál, sem, þegar fram kemst, kemur -til að gerbreyta lifnaðarháttum manna og útliti bæjaririá, auk þess sem það mun spara landinu stórkostlegar upp- hæðir í erlendum gjaldeyri, er «nn í undirbúningi. Hitaveitan hefir átt kulda að mæta og beinni mótspyrnu frá andstæðingum Sjálfstæðismanna. Þeir stóðu eindregið gegn því, að hitarjettindin á Reykjum yrðu keypt, og síðan hafa þeir tafið rannsókn málsins í 1y2 ár, með því að neita um gjaldeyri og innflutningsleyfi fyrir nægilega stó<rum bor til að fullrannsaka hita og vatnsmagnið. Bjarni Benediktsson fór því næst nokkrum orðum um „vin- áttu“ rauðu flokkanna til hita- veötumálsins. Þegar auðsætt var, að Hitaveit- an var orðin vinsælt mál meðal bæjarbúa, sneru þeir við blaðinu. Nú ganga þeir svo langt, að ! þeir vilja þjóta frá hálfunnu v erki á Reykjum, til að leita að heitu vatni þar sem allar líkur benda til, að mun óhægra sje um allá aðstöðu en á Reykjum. Þessir fornu fjendur Hitaveit- unnar þykjast nú vera öruggari þess og þeir, sem eru að koma málinu í framkvæmd. En hvað sem skopleik andstæð- inga Sjálfstæðismanna líður í þessu máli, mun Verða haldið á- fram undirbúningi þess og öllu hraðað eftir föngum, þannig að þetta mesta framfaramál, sem nú liggur fyrir, komist í fram- kvæmd. Um ýmsar aðrar verklegar framkvæmdir bæjarin3 fór ræðu- maður nokkrum orðum og sýndi fram á, hve Sjálfstæðismenn hafa unnið heilt í málefnum bæj- arins. f því sambandi minti hann á gatnagerð, holræsagerð, grjót- nám bæjarins, þurkun bæjarlands ins, sem gert hefði ræktun mögu lega, svo þar sem áður voru ó- ræktar mýrar, væru nú grösugir vellir. Hann drap á aðgerðir bæjarstjórnar til að halda lóða- verði í bænum skaplegu, með því að kaupa sem mest af óbygðum löndum í bænum og nágrenni hans. Þá væri unnið ósleitilega áð skipulagningu bæjarins, og væri nýlega búið að samþykkja til bráðabirgða af bæjarráði skipu- lagsuppdrátt utan Hringbrautar. Unnið væri að tillögum um nauð- synlegar breytingar á skipulagi innan bæjarins, og þá fyrst og fremst að ýmsu varðandi míðbæ- inú og Grjótaþorpið, en það væri einna erfiðast viðureignar í skipulagsmálunum. Heilbrigðismálin. Ræðumaður sýndi fram á með óyggjandi rökum, að fullyrðing- ar andstæðinganna um van- rækslu bæjarins í sjúkrahúsmál- unum væru að engu hafandi. Hann benti á, hvað bærinn gerði fyrir heilbrigðismálin. Þá skýrði hann frá því, að bráðlega væri í ráði að byrja byggingu á barnaheimili við Ell- iðaár, að nokkru fyrir fje, sem Thorvaldsensfjelagið hefði lagt til þessa máls. Einnig væri nýbúið að samþykkja fjárveitingu til ljósbaða fyrir skólabörn. íbróttamál. Til íþróttamála ver bærinn ár- lega miklu fje. Sundhöllin er nú að verða fullgerð. Upphaflega var svo ákveðið með lögum 1928, að ríkið skyldi bera kostnað við byggingu Sundhallarinnar að hálfu. En svo fór, að ríkið sveikst algjörlega um að inna þá skyldu af hendi, og varð það til þess, að hætta varð við bygginguna um nokkurra ára bil. Loks ákvað þó Alþingi 1933, að næsta ár, 1934, skyldi ríkið greiða til Sundhallar 100 þús. kr., og lofaði 2/5 kostn- aðar við bygginguna, sem þó skyldi ekki greiðast fyr en þrem árum eftir að byggingin væri full gerð. Bæjarstjórn Ijet þá þegar halda áfram verkinu. Þá fór ræðumaður nokkrum orðum um endurbæturnar á Sund laugunum og mistökin, sem hefðu átt sjer stað í sambandi við þær. Ný teikning lægi nú fyrir um breytingar og myndu þær komast í framkvæmd áður en fólk færi alment að sækja laug- arnar í vor. Bjarni mintist og á sjóbaðstað- inn í Skerjafirði og hið nýja í- þróttasvæði vestan við Eskihlíð. Til þess væru á þessu ári áætlað- ar 30 þús. krónur á fjárhagsáætl- un bæjarins. Bærinn veitir styrk til ýmsra íþróttafjelaga og til annarar menningarstarfsemi, skóla o. þ. h. Heldur uppi bæjarbókasafni, sem gerir stórmikið gagn. Þá fór ræðumaður nokkrum orðum um þá ákvörðun bæjar- stjórnar, að koma hjer upp hús- mæðrafræðslu á næsta hausti, og um fjárhagslega og menningar- lega þýðingu þess máls. Ræðumaður sagði, að margt það, sem meirihluti bæjarstjórnar út af fyrir. sig teldi æskilegt og nauðsynlegt að gera, yrði að bíða vegna örðugs fjárhags. Menn yrðu að muna, að önnur hlið allra framfara væri sá kostnaður, sem af ^þeim leiddi. Bæjarstjórnin hefði og ætíð, þrátt fyrir allar framkvæmdir, sem hún hefði ráð- ist í, látið sjer mjög ant um, að fjárhagur bæjarins væri í góðu lagi. Að vísu væru gjöldin nú orð- in há, en það t væri sjerstaklega framfærslukostnaðinum og öðrum bæjarstjórninni óviðráðanlegum atvikum að kenna. Og gjöldin til bæjarins væru ekki síst tilfinn- anleg vegna skattþungans til rík- isins. Hinsvegar væri það mjög at- hyglisvert, að á sömu árunum og skuldir ríkisins út á við og inn á við hefðu stóraukist, hefðu skuld ir bæjarins og fyrirtækja hans samtals heldur minkað, svo sem annarsstaðar mundi bráðlega verða rækilega sýnt. En þrákt fyrir örðugleika í bili mætti ekki hætta framkvæmdúm til almenningsheilla, því að óþol- andi væri að láta framfærslu- kostnaðinn gleypa öll gjöld borg- aranna til bæjarins. Halda yrði áfram sömu stefnu og hingað til og mætti um hana í sem fæstum orðum segja: Ólögbundin starfsemi bæjar- stjórnar miðar öll að því, að gera bæinn vistlegri og vænlegri fyrir framtíðina og að auka og efla manndóm æskunnar til að saman geti farið góður bær og góðir íbúar. Norðmenn fá haffkvæmt lán í U. S. A. Norska fjármálaráðuneytið hefir tekið tilboði frá amerísk- um fjármálamönnum, en helst- ur þeirra er Lazard Freres, um 29 milj. dollara lán, til breyt- ingar (konverteringar) á norska ríkisláninu, sem tekið var í Ameríku 1928, með 5% vöxtum. Vextir af hinu nýja láni verða 4%. Lánstíminn er 26 ár. NRP. FB. FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. lendum gjaldeyri upp í af- borganir og vexti af skuldum okkar við þá a. m. k. 6 milj. króna árlega. Þrátt fyrir hinn óhagstæða verslunarjöfnuð við þrjár stærstu viðskiftaþjóðir okkar, var verslunarjöfnuðurinn ‘ hag- stæður um 6.6 miljónir króna síðastliðið ár. Viðskifti okkar við Portúgali og Bandaríkja- menn rjettu ekki aðeins hall- an á viðskiftum okkar við Dani, Breta og Þjóðverja, held- ur skildu þau eftir afgang. Við fluttum út til Portúgal fyrir rúml. 6 miljónir króna, en fluttum ekki inn þaðan fyrir meira en rúml. 300 þús. kr.; nemur útflutningurinn því 95% af viðskiftum okkar við Portú- gala. Útflutningurinn nemur 90 % af viðskiftum okkar við Bandaríkin, en þangað fluttum við út fyrir 5.1 miljón kr., en inn þaðan fyrir rúmlega 500 þús. kr. Samtals hefir verslunarjöfn- uður okkar við þessi lönd verið hagstæður um 10.3 miljónir króna. NOREGUR. í fyrsta sinn um mörg ár var verslunarjöfnuður okkar við Noreg hagstæður (um 1.7 milj. krónur) síðastliðið ár. — Stafar þetta af hvorttveggja í senn, að útflutningurinn til Noregs hefir aukist lítið eitt (einkum síldarolía) og að dregið hefir úr innkaupum okk ar í Noregi (útgerðarvörur, einkum net, sem keypt voru í Þýskalandi s.l. ár). Önnur lönd sem við höfðum hagstæðan verslunarjöfnuð við 1936 voru: Belgir (400 þús. kr.), Frakkar (700 þús. kr.), Hollendingar (760 þús. kr.), og ítalir (550 þús. krónur). óhag- stæður var verslunarjöfnuður okkar við Svía (315 þús. kr.), og Spánverja (345 þús. krón- ur). SPÁNN. Síðastliðið ár var fyrsta árið um áratugi, sem verslunaiv skýrslur sýndu óhagst. versl- unarjöfnuð við Spánverja. Við- skifti okkar við þessa þjóð, sem fyrir aðeins örfáum árum var hornsteinninn undir utanríkis- verslun íslendinga, hafa nú orðið aðeins litla þýðingu. Inn- flutningurinn ,frá Spáni nam síðastliðið ár 1.7 miljónum kr. og útflutningurinn til Spánar 1.3 milj. kr. Það er af sú tíði-n sem Spánverjar keyptu af okk- ur fyrir rúmlega 30 miljónir króna og kröfðust engra jafn- virðiskaupa í staðinn. * Tölur þær, sem hjer hafa verið raktar um viðskifti okk- ar við útlönd, eru bygðar á bráðabirgðaskýrslu, sern Hag- stofan hefir gert. Hjer hafa aðeins verið rakin viðskifti okk- ar við einstök lönd með tilliti til þýðingu hvers lands fyrir sig í utanríkisverslun Islendinga og áhrif þeirra á verslunar- jöfnuð okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.