Morgunblaðið - 22.01.1937, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 22. janúar 1937..
Lesið
Kvikmynda-sögusafnið.
Sápuefni Red Seal! Búið
sjálf til sápuna — leiðarvísir
á íslensku fylgir hverri dós.
Fæst í Þorsteinsbúð, Grundar-
stíg 12. Sími 3247.
Hveiti nr. 1 í 10 pd. pokum
á kr. 2.25 í Þorsteinsbúð. Sími
3247.
Þurkuð bláber — Aprikots
— Gráfíkjur. Einnig dr. Otkers
búðingar í Þorsteinsbúð. Sími
3247.
Freðýsa og ísl. bögglasmjör
ódýrt í Þorsteinsbúð. Simi 3247
Hsensnafóður, blandað og
kurlaður mais, í Þorsteinsbúð,
sími 3247.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kvikmynd a-sögusaf nið
er 40 síður á 50 aura. — Fæst
; hjá bóksölum.
Dagbókarblöð Reykvíkings
Le Noir, sem gefur gráu hári
! sinn upprunalega lit er komið
aftur. Elfar, Veltusundi 1.
Sími 2673.
Fyrst og síðast: Fatabúðin
Friggbónið fína, er bæjarins
besta bón.
Conditori — Bakarí. Lauga-
veg 5. Rjómatertur. Is. Fro-
mage. Trifles. Afmæliskringlur.
íransakökur. Kransakökuhorn.
Ó. Thorberg Jónsson. Sími 3873
Kvikmynda-sögusafnið.
fæst hjá bóksölum.
Kaupi gull og silfur hæsta
verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn-
arstræti 4.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kvikmynda-sögusafnið.
flytur spennandi ástarsögur.
Kaupi gull hæsta verði. Ámi
Bjömsson, Lækjartorgi.
Kvikmynda-sögusaf nið.
flytur enga framhaldssögu —
hvert hefti er því algerlega
sjálfstætt.
Trúlofunarhringana kaupa
menn helst hjá Áma B. Bjöms-
syni, Lækjartorgi'.
Bfia
Þvottahús Elliheimilisins
þvær vel og ódýrt. Þvotturinn
sóttur og sendur. Hringið í
síma 3187.
Úraviðgerðir afgreiddar fljótt
og vel af úrvals fagmönnum
hjá Áma B. Bjömssyni, Lækj-
artorgi. ,
Otto B. Amar, löggiltur út-
varpsvirki, Hafnarstræti 19. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og loft-
netum.
Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu
10, gerir við lykkjuföll, stopp-
ar sokka, dúka o. fl., fljótt, vel,
ódýrt. Sími 3699.
Um það leyti, sem Játyarður
konungur lagði niður kon-
ungdóm, af því liann fekk ekki
að velja sjer Mrs. Simpson fyrir
drotningu, var skýrt frá því, að
Englandskonungur væri ekki eins
valdalaus, eins og menn álitu, ef
fylgja ætti lagabókstafnum, því
samkvæmt gömlum lögum, sem
eigi hefðu formlega verið numin
úr gildi gæti hann m. a.:
Leyst upp allan breska herinn.
Rekið alla hershöfðingja og liðs-
foringja úr stöðum sínum.
Selt allan breska flotann.
Selt Cornwall, sem væri einka-
eign hans.
Sagt Frökkum stríð á hendur,
ef það væri gert í þeim tilgangi
að vinna Bretagne.
Gert hvaða mann sem honum
sýndist að aðalsmanni.
Leyft hvaða borg sem væri að
stofna háskóla.
Rekið alla embættismenn ríkis-
ins úr embættum.
Náðað alla glæpamenn.
Neitað að undirskrifa hvaða lög
sem honum sýndist, er þingið
samþykti.
Og hann þarf ekki að setja frí-
merki á brjef sín eða númer á bíla
sína.
*
Aður en Titulescu varð ráðherra
í Rúmeníu var hann sendi-
herra í Londoil. Þar var hann orð-
lagður fyrir hnittin tilsvör sín og
gamansemi.
Eitt sinn er hann var í veislu
átti hann tal við hefðarfrú eina
og töluðu þau um fílaeldi. Sagði
hún að það kostaði 1700 sterlings-
pund á ári að ala fíl.
— Það kostar þá svipað eins og
einn rúmenskur ráðherra á ári,
sagði Titulescu. En munurinn er
bara sá, að fíllinn gerir ekki nærri
því eins mikið tjón.
*
Maður að nafni Karl Luitz í
Vínarborg sótti um daginn um
skilnað við konu sína og gaf henni
það að sök, að hún vanrækti heim-
ilið vegna þess hve mjög hún iðk-
aði knattspyrnu.
*
í Austurríki eru gerðar ýmsar
ráðstafanir til þess að barnsfæð-
ingum fjölgi. M. a. er nú ákveðið
að veita fátæku fólki lán, til að
koma á fót heimili. Verðlaun eru
veitt fyrir fyrsta barn sem þeim
fæðist.
*
Verið er að undirbúa stóra land-
búnaðarsýningu í Englandi. For-
stöðunefnd sýningarinnar hefir
komið á fegurðarsamkepni meðal
mjaltakvenna. 162 mjaltakonur
tak þátt í kepninni. Fyrstu verð-
laun eru 100 stpd.
*
Kona í Álaborg kallaði um dag-
inn á læknishjálp af því hún þótt-
ist hafa gleypt gerfitennur sínar.
Hún var flutt á spíala. En er
þangað kom fundust þessa ekki
merki. Tennurnar fundust í komm
óðuskúffu hennar heima.
*
Piparsveinaskatturinn í Italíu
nam 165 milj. líra síðastl. ár.
Mest af því fje fer til styrktar
fátækum mæðrum.
*
Um daginn var framið innbrot í
hótel eitt í London. Fingraför
fundust ekki eftir þjófinn. En aft-
ur á móti fundust tannaför í ost-
sneið, er urðu til þess að þjófur-
inn fanst.
Iblaði dúfuvina í Danmörkm
birtist eftirfarandi grein:
Það vildi til í stórskotaliðsor-
ustu við Verdun, að brjefdúfa
kom sem örskot að dúfnahúsi her-
sveitar einnar. Blóð draup úr
henni er hún settist, dúfnahirðir-
inn tók hana í sama vetfangi, en
hún dó í höndum hans. Annar fót-
urinn var af. En á stúfnum hekk.
brjefmiði. Þar stóð:
Þrátt fyrir ítrekuð aðvörunar-
merki dynja skotin frá ykkur ás
okkar eigin liði. Skipið að hættæ
þessu, annars er úti um okkur.
Þannig frelsaði dúfan hundruð>
mannslífa Sjálf ljet liún Iíf sitt.
*
Dæmi eru til þess í Englandi,,
að eiginmaðurinn færir konu sinni
morgunkaffi í rúmið — og fer~
síðan í fjós og mjólkar kýrnar.
JCe*ts£cv
Byrjum námseið 25. þ. m. að*
sníða og sauma. Einnig flosa^
stoppa og bródera á sauma-
vjelar. Saumastofa Ólínu og;
Bjargar, Laugaveg 7 (Símfc
1059).
Auglýsingasíinl MorgunbIaðsins|er 1600.
ROBERT MILLER:
SYNDIR FEÐRANNA.
Veðrið var dásamlega fagurt og svo stilt að ekki
blakti hár á höfði. Hinn glitrandi vatnsflötur skar í
augun í sólskininu.
Elísabet sat þegjandi aftur í bátnum og fylgdi með
augunum færi sínu, sem dróst á eftir bátnum.
Walther reyndi að fitja upp á samtalsefni:
„Eruð þjer vanur að vera fengsæll, Georgf', spurði
hann.
„Ónei, ekki sjerstaklega. Jeg er heldur ekki neinn
ákafur veiðimaður — þegar jeg fer út að veiða, er
það mest vegna þess, að mjer finst gaman að róa, —
og svo til þess að vera í skemtilegum fjelagsskap",
bætti hann við og kinkaði kolli til Elísabetar.
Bara að hann vildi ekki tala svona svo Walther
heyrði, hugsaði Elísabet óróleg. Hún flýtti sjer að
draga inn færið, rannsakaði krókinn og hrópaði:
„Jeg þóttist vita þetta! Beitan er horfin. Fiskarnir
hjerna í víkinni eru orðnir full kænir“. Hún setti nýja
beitu á krókinn og kastaði færinu aftur út.
Walther hafði horft rannsakandi augnaráði á Elísa-
betu og sjeð, að hún brá litum þegar Georg kinkaði
kolli til hennar. Hann beít á vör og hnyklaði augna-
brúnirnar, svo að þær mynduðu beina línu yfir hinu
bogna nefi. Grunur hans var vakinn. Það var sjálf-
sagt uppspuni einn, að Georg væri trúlofaður í Þýska-
landi. Hann hafði ef til vill verið það, en nú var auð-
sjeð, að hann ætlaði sjer að vinna Elísabetu. Og það
var augljóst að hún yrði honum ljett bráð, eftir því
hvernig hún hegðaði sjer.
Þetta varð hann að stöðva hið allra fyrsta.
Hann sneri sjer alt í einu að Elísabetu og sagði:
„Jeg sje það núna, að jeg má Iíklega ekki vera að
því að fara til Seatown. Þætti þjer mjög leiðinlegt að
hætta við að fara, EIísabet?“
Elísabet leit undrandi upp. En þegar henni varð
litið framan í hann, skildist heilni, að afbrýðissemi
hans var vakin, og að hún varð að fara varlega, til
þess að komast hjá hneyksli. Hún ætlaði að svara,
en Georg, sem hafði veit þeim athygli, varð fyrri til og
sagði dálítið ögrandi:
„Miss Longmore þarf líklega ekki að sitja heima, þó
að þjer getið ekki farið. Jeg skal með ánægju sækja
þig, Elísabet, og aka þjer heim aftur í bifreiðinni
okkar“.
„Þakka þjer fyrir, Georg“, svaraði hún. „En jeg
get ekki ákveðið neitt, fyr en jeg er búinn að tala við
pabba“. Hún fölnaði af gremju við Walther, en hún
þorði ekki að taka boði Georgs.
Hún hafði einu sinni áður sjeð þenna svip á andliti
Walthers. Það var einu sinni, þegar einn af vinnu-
mönnunum hafði verið hortugur í svari við hann, er
hann hafði gefið honum áminniilgu. Walther hafði
gengið til hans, ógnandi á svip og sagt í lágum, hvæs-
andi róm:
„Innan stundar verðið þjer að vera kominn burt
frá Westend. Annars getur farið illa fyrir yður“.
Maðurinn labbaði inn sárgramur í bragði og ljet
niður pjifhkuf- sínar. Elísabet vissi, að Walther var
álitinn ramsterkur.
Ætlaði hann strax að byrja að ráða yfir henni ?
Vildi hann sýna henni, hvert hlutskifti hennar yrði
eftir að þau væru gift? Var hann svona öruggur um,
að bæði hún og faðir hennar væru viljalaus verkfæri í
höndum hans?
Hún skildi ekki í því, að hann skyldi fallast á að
fresta trúlofuninni fram til jóla — eða samþykkja för
hennar til Ameríku.
Kom honum ekki til hugar, að hún vildi heldur Iifa.
við sult og seyru en verða konan hans?
Henui varð æ ljósara, að hún varð að dvlja óbeit;
sína á honum, svo að hann tortrygði hana ekki. En það >
var nær óbærilegt að sjá, hve hneykslaður og háðs-
legur Georg var á svipinn, þegar hann leit á hana ogr
bjóst við því, að hún myndi svara Walther á viðeig-
andi hátt.
Hún sagði aðeins kyrlátlega.
„En hvað sólin sker í augun. Mann verkjar í höfuð-
ið. Eigum við ekki að snúa við?“
„Alveg eins og þú vilt“, svaraði Walther. Hann ljet;
eins og hann myndi ekki eftir nærveru Georgs.
Þeir sneru bátnum og reru rösklega. Hvorugur
þeirra mælti orð.
Elísabet sat niðurlút og þorði ekki að líta upp. Hún
fann að augu Georgs hvíldu á henni. Hin löngu og~
uppbrettu augnahár huldu augun, og ljósrauðar var-
irnar voru samanherptar, eins og í sársauka eða reiði.
Elísabet stóð strax á fætur, þegar þau komu upp að
bryggjunni.
Walther rjetti höndina svo snögglega fram, til þess-
að hjálpa henni, að hann nærri ýtti Georg í burtu.
Hún tók hana strax. En þegar hún var komin í land,
sagði hún, um leið og hún brosti dauflega:
„Þið verðið að afsaka, þó að jeg fari strax. Mjer-
hefir versnað höfuðverkurinn og ætla að fara heim
og taka skamt. Berðu föður þínum kveðju mína, Ge-
org“.
„Þakka þjer fyrir, og góðan bata, Elísabet“.
Georg og Walther skiftust á nokkrum orðum, meðan
þeir bundu bátinn og komu veiðarfærunum fyrir £
verkfæraskúrnum.
Eftir það hjelt Georg rakleiðis heim.