Morgunblaðið - 22.01.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.1937, Blaðsíða 2
2 M 0 fv G o xn BLAÐlD Föstudagur 22. janúar 1937. JSHorjgttttBla&tft Útgeí.: H.t. Áryakur, Reykjavlk. Rltatjðrar: J6n KJartansson og Valtýr Stefánsson — ábyrgöarmaCur. Ritstjörn og afgreiBsla: Austurstræti 8.—Slml 1600. Auglýsingastjöri: E. Hafberg. Helmaslmar: J6n KJartansson, nr. 3742 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. Áskrlftagjald: kr. 8.00 á mánuBl. í lausaaölu: 15 aura elntakiB 16 aura meB Leabök. Jálning. Þeir seku hafa meðgengið. Loksins. Alþýðublaðið hefir gert sjer tíðrætt um stórútgerðina að tindanförnu — einkum Kveldúlf. Moi-gunblaðið hefir sagt: „Mað- tfr líttu þjer nær“, og blaðales- endur hafa alment skilið, að þeir, sem ábyrgð bera á og verja í líf cíg blóð Samvinnufjelag ísfirðinga qfig Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, g'át.u ekki verið ákærendur Kveldúlfs. Þeirra hlutskifti er hlutskifti sakborningsins, sem ekki gat ráðist á aðra, en reynir að koma vörnum fyrir sjálfan sig. 0g nú reyna þeir að tefla fram á þessum málsbótum: jSamvinnufjelag ísfirðinga og l|æjarútgerðin í Hafnarfirði eru „átyinnubótafyrirtæki“. Frá þeim hefir auk þess ekkert runnið í önnur fyrirtæki. En Kveldúlfur hefir bygt > upp búrekstur Thor Jensen, . bygt „villur“ Thors- bræðra/ keypt „veiðiár“, kostað margar dýrar fjölskyldur o. s. frv. Segjum það. En hvað segir þá það? Það er sannað, að Finnur skuldaði 319 þús. krónur umfram eignir, greiddi 12y2 þús. kr. upp í 250 þús. kr. skuldir og þáði auk þess 147 þús. kr. uppgjöf veð- skulda. Það er sannað, að Bæjarútgerð- iií í Hafnarfirði á ekki nema 40% upp í skuldir. Er þetta nokkuð frækilegri &frammistaða, þó því sje bætt við, að allur afraksturinn af „yfir- burðym“ forstjóranna hafi orðið kyr í fjelögunum, og lýsi sjer ó- skertur í fullri dýrð í þessum tölulegu niðurstöðum? Þá væri betra að þau hefðu getað staðið undir því, sem þau telja Kveldúlfi til lasts, sjerstak- lega ef þau þá gætu sýnt eignir og ábyrgðir upp í allar skuldirn- ar, eins og Kveldúlfur getur, og auk þess stært sig af því að hafa greitt sjómönnum og verkamönn- um 50—60 milj. króna, eins og Kveldúlfur. En um ást Finns og Bæjarút- gerðarinnar á almenningi, og það, að skip þeirra sjeu rekin eftir þörfum almennings, er það að segja, að óhætt mun Kveldúlfi að bjóða rannsókn á tekjum sjó- manna á skipum hans annarsveg- ar, og Finns skipum og Bæjarút- gerðarinnar hinsvegar. Síðasti vottur umhyggju Finns er sá, að öll skip hans hafa leg- ið bundin í höfn síðustu 5 mán- uði. Sjómenn lians líða skort. Sjálf- ur hefst hann víst sæmilega við af 11 þúsund krónunum, sem hann þáði í sumar af aimannafje fyrir 60 daga vinnu. 45 manns hafa farist af tveim skipum. Stórhríð í Norð- ursjónum. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. „Við erum strandaðir við Sognvaar“ — var hið síðasta, sem heyrðist frá 2700 smálesta skipinu Savonmaa (finskt), sem, fórst í ofviðrinu í gaer, ná- lægt Kristiansand. — Á skipinu voru 20 manns, sem allir munu hafa druknað. Strax eftir að neyðar- ópið var sent, var hafin leit að skipinu í grend við Sognvaar, en leitin bar engan árangur. En tveim sjómílum vestar fundu norskir fiskimenn flakið af Savonmaa.Skutur skips- ins lá uppi á skeri. Fjögur lík af áhöfn skipsins hefir þegar rekið. * — Þýska tilraunaskipið ,,WelIes“ (eign þýska flotans) sem sökk í gær með 25 manna áhöfn vest- ur af Femern, var á leið- inni til hjálpar tveim skip- um öðrum, sem, einnig voru þýsk og voru í sjáv- arháska. Stórhríð var er „Welles“ sökk. 100 manns ; bjargað af 400. Frá Kína koma frjettir um 2 sjóslys. í Kína-hafi hefir s tórt farþegaskip strandað á skeri. Farþeg- ar eru ekki taldir í neinni hættu, en litlar líkur til þess að skipið náist út. Sjóliðar af bresku beiti- skipi hafa farið um borð til að verja skipið gegn sjóræningjum, og er annað skip á leiðinni til strand- staðarins til þess að flytja farþega í land. (FO) * Kínverskst skip rakst á sker um 30 mílur frá Can- ton og sökk. Á skipinu voru 400 manns, og þegar síðast frjettist höfðu að eins um 100 bjargast. (FÚ) Breiðfiröingamót verður lialdið í kvöld í Hótel Borg og liefst þaö með borðhaldi kl. 8. 11» KX K& þoldl ekkl mállð. Hirota, forsætisráðh. Japana. Sprengingar f Lissabon: 14 manns hand- teknir. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KIIÖFN í GÆR. jórtán manns hafa verið teknir fastir í Lrasabon (Portúgal) grunaðir um að hafa verið valdir að spreng- ingum, sem urðu í sendiherra- bústað Francos, í útvarpsstöð Radio-klúbbsins og í húsakynn- um mentamálaráðuneytisins í Lissabon í dag. Meðal þeirra, sem teknir hafa verið fastir eru nokkrir Spánverjar. Tveim sprengjum hafði verið komið fyrir í sendiherrabú- staðnum, en sín hvor á hinum stöðunum. — í mentamálaráðuneytinu kviknaði út frá sprengjunni og urðu skemdir á húsinu all- miklar. Stjórnin heldur því fram að kommúnistar standi að spell- virk.jum þessum. 20 þús. manns husnæðis- lausir af völdum flóða. London 21. jan. FÚ. í miðríkjum og suð-austur ríkjum Bandaríkjanna eru nú mikil flóð vegna hláku, og er á einum stað 5 fetum lægra í Mississippi fljóti en þegar stórflóðin urðu 1922, og ollu mestu fnanntjóni. Um 20 þúsund manns eru nú húsnæðislausir vegna flóðanna. Mestu tjóni hafa flóðin valdið í Ohio. Japanska stjórn- in völt i sessi. _ • Þingfundum frestað. Ráðherrann hstti í miðjum kliðum. London í gær. FÚ miðjum klíðum hæfcti . . Hirota f orsætisráð- herra Japana ræðu sinni um stefnu stjórn- ar sinnar í japanska þinginu í dag og rauk í bræði ofan af ræðu- pallinum og á fund Jap- anskeisara. — Keisari veitti honum leyfi til að fresta þingfundum í 2 daga. Þessi tíðindi gerð- ust í neðri málstofu japanska þingsins. Þau bregða ljósi yfir óá- nægju þá, sem ríkir í japanska þinginu yfir stefnu Hirotastjórnar- innar, einkum í fjármál- um og utanríkismálum. Hirota lás boðskap sinn í báðum málstofum þingsins. í efri málstöfunni ríkti þögn — en það var þögn algerðrar fyr- irlitningar. En í neðri málstofunni var hvað eftir annað tekið fram í fyrir forsætisráðherranum, kastað til hans háðsglósum, og hlegið að honum, uns hann misti þolinmæðina. í fjárlögunum er gert ráð fyrir 170 miljón sterlingspundá útgjöldum. Stjórnin hygst, m. a. að endurbæta og auka land- varnirnar, hækka skólaskyldu- aldur, gera endurbætur á skattalöggjöfinni, og á ýmis- konar tryggingarlögum, svo sem ellistyrk, atvinnubótum o. s. frv. Þá ætlar stjórnin að flytja enn fleira fólk til Manchukuo en á síðastliðnu ári og leggja meira fje í fyrirtæki þar í landi. Viðsjárnar í heiminum kendar kommúnistum. Utanríkisráðherra Japana, Arita, sagði í ræðu sem hann flutti í gær í japanska þing- inu, að Japan stefndi að því að efla viðskiftalega samvinnu milli Kyrrahafslandanna. — Hann mælti mjög með afnámi á hverskonar verslunar höml- um. — HiTLER — ætlar að svaia Anthony Eden. London 21. jan. FÚ. Mælt er, að Adolf Hitler muni ætla að svara á opin- berurn vettvangi ræðu þeirri er Anthony Eden flutti í breska þinginu á þriðjudag- inn, og ætlað, að hann muni velja til þess fund Ríkisdags- ins, en Rikisþingið á að koma saman 30. jan. Þýska blaðið Berliner Bör- sen Zeitung dregur dár að Eden fyrir að gefa s skyn að Þýskaland eigi að taka hönd- um saman við Rússa. ftölsk blöð taka sama | streng. Þau segja að ftalir sjeu fúsir til samvinnu við allar hinar Evrópuþjóðirnar, en með Sovjet-Rússlandi eigi þeir ekkert sameiginlegt. Á fundi ríkisþingsins 30. jan. er talið að Hitler muni fara að dæmi Breta og Frakka og gefa Belgum op- inbert loforð um að Þjóð- verjar muni virða hlutleysi þeirra. 23 klukkutfma eftir ðætlun á 5 klst. leið! FRÁ FRJETTARITARA VORUM KHÖFN í gær. ilið er, að stórhríðin, sem gengið hefir undanfarna daga í Danmörku, hafi felt 60 þúsund trje í skóginum ,,Rold- ,skov“ einum. Jámbrautir eru nú farnar að komast leiðar sinnar, en ennþá er langt frá því að þær haldi áætlun. — Hjer er eitt dæmi. Leiðin frá Esbjerg til Kaup- mannahafnar með hraðlest (Lyntog) er venjulega farin á 5 klukkustundum. I gær fór lest- in þessa leið — ekki á 5 klst. — heldur 28 klukkustundum: 23 klukkutíma seinkun. Rússar taka japauskt skip. London 21. jan. FÚ. Slæm líðan páfa. London 21. jan. FÚ. Læknar páfans tilkyntu í morgun, að hann hafði sofið illa síðastliðna nótt, og að heilsu hans hrakaði enn. Einkanlega amaðist hann við því, að stórveldin lokuðu mörk- uðum nýlendanna fyrir öðrum þjóðum. Viðsjár þær, sem nú ættu sjer stað víðsvegar um heim, sagði Arita að mætti rekja til kommúnismans. f Japan ríkir mikil gremja út af því, að sagt er að Sovjet stjórnin hafi sett fast japanskt skip í Vladivostok, og tekið stjórnmálaleg skjöl sem send höfðu verið með skipinu til jap anska ræðismannsins þar í borg inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.