Morgunblaðið - 22.01.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.01.1937, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. janúar 1937. MORGUNBLAÐIÐ 5 Influenzan sfingur við Iijcr á landi fafnaðarlega annað hverf ár, seglr laudlæknir. — Nú gengur influenza á meginlandi Evrápu og fi Euglanðl, en er vfðasf væg. Morgunblaðið heíir heðið próf. Guðmund Hannesson að skrifa uin influenzuna og kallar hann grein sína: Síðnstu rann§óknir uiti [orsakir iufluenzunnar. Inflúensan er nú á næstu grösum og mikið um hana talað. Nú vill það svo til, að þessi sjúkdómur hef- ir verið kappsamlega rann- sakaður undanfarin ár og þykir mjer því nokkur á- stæða til þess að segja frá lielstu niðurstöðum þessara rannsókna. Þær gefa einnig nokkra hugmynd um, hve erfitt það er oftastnær, að komast fyrir uppruna sjúk- dóma og finna ráð til að verjast þeim. * Orsök sjúkdómsins þektu .menn ekki fyr en 1933, og rríátti þó heita að allir fræg- ustu læknar og sýklafræðing- ■ar hefðu látlaust leitað að henni í hverjum einasta far- aldri um marga áratugi. Árið 1892 helt þýskur læknir (Pfeiffer), að hann hefði fund- ið sýkilinn og var hann nefnd- 'ur „inflúensusýkill" (bac. in- fluensae). Heldu menn lengi ■að svo væri, en smám saman kom það í ljós, að þetta gat •ekki borið sig. Ótal annara til- ;gátna fengu sömu útreið. Þessi þekkingarskortur á or- sök veikinnar, leiddi til þess, -að það mátti heita ókleyft að greina Ijetta inflúensu og þungt kvef, því • sjúkdómseinkennin ■voru nálega hin sömu. Það var jafnvel skoðun margra, að kvef <og inflúensa væri í raun og veru sami sjúkdómurinn, og in- :flúensan ekki ennað en illkynj- að kvef. Það liggur í augum uppi hve erfitt var að gera nokkrar skynsamlegar sótt- varnarráðstafanir meðan þekk- ing manna náði svo skamt. * Nú eru til sóttkveikjur, sem eru svo smáar, að þær sjást ■akki, jafnvel í bestu smásjám. Svo er t. d. um mislinga og lömunarveikissóttkveikjuna. Að .sjálfsögðu hafði mörgum dott- ið í hug,að s'vo kynni og að vera um infúensu, og ýmsar tilraunir virtust styðja það mál. Þó voru þær allar með því marki brendar, að sönnunar- gildi þeirra var lítið og alt í óvissu eftir sem áður. Einn af verstu erfiðleikunum við jn- flúensurannsóknirnar var sá, hve erfitt var að smita dýr með þessari veiki. Tilraunir voru og gerðar á mönnum en þóttu all- ar tvíræðar. * Nú má spyrja hvernig menn geti fengið vitneskju um slíka huliðs- eða dulsýkla, sem „einskis auga hefir sjeð“. Að nokkru leyti var þetta auðgert, því' mönnum hafði tekist að búa til svo þjettar síur, að jafn- vel minstu sýnilegir sýklar smugu þær ekki. Væri nú vökvi, sem sóttnæmið var vit- anlega í, t. d. blóð úr mislinga- sjúklingi, síað gegnum slíka síu, þá kom það í ljós, að sótt- næmið var í vökvanum, sem gekk gegnum síuna. Það reynd- ist svo lítið, að það smaug sýklasíuna, þó sýklar sætu eft- ir og alt, sem stærra var. Við þetta bættist síðan, að ráð fundust til þess að mæla stærð sóttnæmisagnanna. Það voru efnafræðingarnir, sem fundu ráðið. Þeim tókst að gera ótrú- lega og mismunandi þjettar sí- ur og mæla gatastærð þeirra. Það mátti þá sía smitandi vökva gegnum þjettari og þjettari síur, og finna hve þjett sían þurfti að vera til þess að sóttnæmið gengi ekki gegnum hana. Stærð huliðssýklanna (vírus) var ótrúlega lítil, stundum fáeinir miljónustu partar úr millimetra, en mis- munandi eftir því hvert sótt- næmið var. Það er lítt skiljan- legt hvernig svo litlar agnir geta verði lifandi og aukið kyn sitt, en nú er svo komið, að menn geta lítt greint milli lif- andi vera og dauðra efna. * vo jeg víki aftur að inflú- ensunni, þá var það 1933, sem ensku læknarnir Sm.ith, að ensku læknarnir Smith Andrewes og Laidlaw skýrðu frá því, að þeir hefðu fundið dýr, sem væri næmt fyrir in- flúensu. Það voru hreysikettir (lítið rándýr). Ef vökva með inflúensasóttnæmi var dreypt jnn í nasir þeirra sýktust þeir af einskonar inflúensu, og smituðu hvor annan, ef sýktir og ósýktir gengu saman. Þess voru og dæmi, að maður smit- aðist af köttunum, að því sem sjeð varð af reglulegri inflú- ensu. Það breytti engu, þó vök- vinn væri síaður gegnum sýkla- síur. Sóttnæmið smaug þær. Þegar dýrin náðu sjer eftir veikina 'voru þau algerlega ónæm, fyrir henni og voru þá sjerstök varnarefni komin í blóð þeirra. Eftir 3 mánuði fór ónæmið smáþverrandi, og eft- ir lengri eða skemri tíma var dýrið orðið næmt á ný og gat tekið veikina. Vökva með inflúensusótt- næmi fengu menn með því, að skola nef og kok inflúensu- sjúklinga með saltvatni og sía skolvatnið gegnum sýklasíu. * Næsta árið (1934) tókst sömu mönnum að sýkja mýs af hreysiköttum og gátu bæði þeir og tnýsnar fengið lungnabólgu upp úr veikinni. Annars var helsta viðbótin við þekkinguna sú, að inflúensusóttnæmi úr ýmsum löndum (Bandaríkjum, Puerto Rico, Ástralíu o. v.) reyndist samskonar og í Eng- landi. Allsstaðar var um sömu veiki að ræða. — Nokkru síðar er sagt, að enskum lækni (Burnet) hafi tekist að rækta sóttnæmið í hænueggjum og sjerstökum næringarvökva, hvort sem það reynist rjett eða ekki. Þessi þekking, þó ófullkom- in sje, nægir til þess að fara nærri um hvort inflúensu varn- arefni eru í blóði manna og hve mikil þau sjeu, með öðrum orðum hve næmir menn eru fyr ir þessari veiki. Það hefir þá komið í Ijós, að meiri eða minni varnarefni eru í blóði flestra manna, en í Lundúnum sýnast þau hafa farið þverrandi síð- ustu árin og þótti það vita á að faraldur væri í aðsigi. Nú er hann kominn. : * Að sjálfsögðu hefir verið íreyínt að finna bólusetningu gegn veikinni, sem gæti gert menn ónæma fyrir henni og blóðvatnslækningu við henni, en þetta hefir að minstu tek- ist, enn sem komið er. Sje lif- andi sóttnæmi dælt inn í hold eða æðar dýranna sýkjast þau lítt eða ekki, en þó aukast varn arefnin í blóðinu lítið eitt, og sje þetta margsinnis endurtek- ið, til muna. Eigi að síður er þetta ekki fullkomin vörn gegn nefsmitun. Að dreypa dauðu eða veikluðu sóttnæmi inn í nas irnar eða andfærin, hefir held- ur ekki komið að gagni. Reynt hefir og verið að búa til blóð- vatn (úr hestum) til lækninga. .Þó talsvert hafi verið í því af varnarefnum, hefir það lítt komið að tilætluðum notum. Það leiðir af því, sem hjer er sagt, að enn standa menn varnarlitlir gegn inflúensu og kunna engin einhlýt ráð til þess að lækna sjúkdóminn. Eina ein- hlýta vörnin er algert sam- göngubann eins og reynt var hjer á landi 1918 í Spánar- veikinni. Það var þá víðsvegar gripið til þessa ráðs, og hvergi fluttist veikin með dauðum munum, pósti, vörum o. þvil. Þannig varðist Caledonia neilt ár og Ástralía fleiri mánuði. Þá var og fjöldi sjúkrahúsa, barnahæla og annara stofnana sem tókst að beita svo ströng- um vörnum, að þau sluppu lengi við veikina, og fór þá víðast svo, að þegar hún kom reyndist miklu vægari. Það var eins og drægi úr veikinni, þegar lengra leið frá aðalöldunni. En allsstaðar kom veikin fyr eða síðar, enda engin furða, því hún gengur ætíð í öldum í nokkur ár. Slík- ar varnir sem þessar geta ver- ið rjettmætar um tíma, ef veikin er afarþung, en ókleyft að halda þeim uppi til lang- frama. * rið 1920 voru sóttvarnir teknar upp gegn inflúesnu eftir skipun Alþingis. Það þótti ekki fært að stöðva alla mann- flutninga til landsins, en skip voru skoðuð og þeim haldið hæfilegan tíma í sóttkví eða sjúklingarnir einangraðir í landi.Varnir þessar voru vand- lega undirbúnar og ekkert til þeirra sparað, en komu þó að engu haldi öðru en því, að þær færðu fullar sönnur á það, að slíkar varnir geta ekki komið að haldi nema vjer sjeum marg falt betur undir þær búnir en vjer erum nú. Svo má heita að allir fræði- menn sjeu nú sammála um það, að eina framkvæmanlega vörn- in gegn inflúensu væri bólu- setning, sem gerði menn ó- næma. Ekki er það vonlaust, að fundin verði slík bólusetn- ing, og meiri horfur á því nú en nokkru sinni fyr, en alt er þetta þó í óvissu, enn sem kom- ið er. Hvað lækningu sjúkra snert- ir, þá bendir margt til þess, að reynandi væri, að nota blóð- vatn úr sjúklingum í afturbata eða þeim, sem hafa nýlega haft infl., til þess að draga úr veikinni eða verja veila fyrir henni, líkt og gert er við misl- inga. Þó er þetta lítt reynt að svo stöddu. * Það er ekki laust við, að sumir haldi að það sje auð- veldara að finna orsakir sjúk- dóma og ráð við þeim, en það oftast er.Jafnv. á vorum dögum getur þetta tekið áratugi og ó- teljandi tilraunir fróðustu manna, sem ráða yfir þeim bestu tækjum sem til eru. Þetta mættu þeir t. d. athuga, sem halda að hlaupið sje að því að verjast inflúensu, eða Deildar- tunguveikinni í kindunum. — Svo erfitt er þetta, að sá mað- ur fengi vafalaust heimsfrægð og Nobelsverðlaun, sem fyndi ráð við inflúensu, og vel getur það verið að Deildartunguveik- in sje ekki öllu betri viðfangs. Næturlæknir er í nótt Katrín Thoroddsen, Eiríksgötu 12. Sími 4561.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.