Morgunblaðið - 16.02.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1937, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐÍÐ Þriðjudapiim 16. fehr. 1337. 5FftorcmttWafctd Úteeí.: H.Í. Árrakor, Reykjavfk. Rltatjðrar: Jön KJartanason og Valtýr Stefánsson — ábyrgtSarmaður. Rltstjðrn ogr afgrelOala: Austuratrætl 8. — Slml 1(00. Helmaatmar: Jðn KJartanaaon, nr. S74Í Valtýr Stefánsaon, nr. 4220. Árnl Öla, nr. 2046. Áakrlftagjald: kr. 8.00 á mánuBl. 1 lauaaaðlu: 16 aura elntaklB. 26 aura aaetJ Leabðk. Heimdallur 10 ára, Skömmu áður en Jón. Þorláks- son fjell frá, var hann kjörinn heiðursfjelagi í Heimdalli, fjelagi nngra Sjálfstæðismanna, sem í dag er 10 ára gamalt. Yið þetta tækifæri ávarpaði hann fjelagsmenu með ræðu. í einum kafla ræðu sinnar lýsti hann þeim vanda, sem liin unga kynslóð í landinu stæði í, og þeim erfiðleikum, sem hún sýnilega ætti framundan. Til samanburðar tók hann starfsæfi þeirra manna, sem unnið hafa ættjörð sinni mest og best gagn síðustu 2—3 áratugina, sem hófust handa við umbætur til lands og sjávar, þegar hjer voru engir vegir, engin haffær skip í eigu landsmanna, landið símalaust og allslaust af flestu því, sem nú- tímatæknin hafði veitt öðrum þjóðum. Hann lýsti þessu starfstímabili, sem því glæsilegasta, er yfir þetta land hefir komið, á sviði hinna verklegu framkvæmda. Síðan benti hann á, hver hætta Vofði nú yfir þjóðinni, að hinar öru framfarir stöðvist, fyrir ó- gætilega fjármálastjórn, og er- lenda skuldafjötra þjóðarinnar. — Þar við bættust vandræðin, sem stöfuðu af því, að þjóðin mætti nú erfiðleikunum sundruð af stjetta- flokkaríg. Hann benti hinum ungu flokks- mönnum sínum á, að fyrir þeim lægju þau aðalverkefni, að sam- eina þjóðina til átaka um að ljetta af sjer skuldum og bágindum, er af skuldaófrelsi leiðir, svo ný fram faraöld gæti hafist sem fyrst í landinu. Þessi öndvegismaður íslenskra framfaramála var í engum vafa um, að Sjálfstæðismenn væru þeir einu, sem gætu bjargað íslending- um frá fjárhagslegri og þjóðernis- legri glötun. Þess vegna eggjaði hann Heim- dallarmenn lögeggjan, að standa fast saman, að láta ekkert tæki- færi ónotað til að vinna, flokknum og þjóðinni sem mest gagn. Með öflugum samtökum æsknnnar Sjálf stæðisflokksins sá hann roða fyrir nýjum degi í íslenskum stjórnmál- um, íslensku atvinnulífi, íslensku þjóðlífi. Fjelagsmenn í Heimdalli og aðr- ir ungir Sjálfstæðismenn! Minn- ist á 10 ára afmælinu í dag þess trausts, sem hinn látni foringi ber til ykkar, og strengið þess heit, að vonir þær, sem hann gerði sjer um framtíð flokksins, rætist. SVINHUFVUD NÁÐI EKKI KOSNINGU. Svinhufvud. Kyösto Kallio forseti Finnlands FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KBH. í GÆR. ■24 Svinhufvud bar lægra hlut í forsetakosningun- um í Finnlandi í dag. — Kallio, bændafulltrúinn og núverandi forsætisráðíherra var kjörinn forseti. Strax í annari atrennu hlaut Kallio meiri hluta greiddra atkvæða og var því rjettkjörinn forseti. Náði Kallio kosningu með stuðningi síns eigin flokks, bændaflokksins, og auk þess meS jafnaðarmanna- atkvæðunum og nokkrum atkvæðum frá stuðmings- mönnum Stálbergs. KOSNINGIN Kjörmanna kosningar höfðu fallið þannig (eftirfarandi frjett er skv. Stokkhólmsút- varpinu FÚ), að jafnaðarmenn höfðu hlotið 95, kosninga- bandalag Svinhuvfuds hafði fengið 69, ýmsir minni flokkar 14, stórbændasambandið 56, kosningabandalag Stálbergs 66 og sænski-þjóðflokkurinn og sænski-vinstriflokkurinn til saman 25 kjörmenn. Kl. 15 í dag lýsti Kallio yfir því, að kosningarathöfnin væri hafin. Viðstaddir voru sendiherrar allra erlendra ríkja, sem sendi- herra hafa í Helsingfors, allir ráðherrarnir, æðstu embættis- menn hers og flota og forstjór- ar helstu opinberra stofnana. Mikill mannfjöldi safnaðist saman úti fyrir. í fyrstu kosningaatrennu fóru leikar svo að Stálberg hlaut 150 atkvæði, Svinhuvfud 94 en Kallio 56. í annari at- rennu hlaut Kaillo 174 atkv., (177 símar frjettaritari vor). Svinhuvfud 104 en Stálberg að eins 19. SPANARFRJETTIR Rússar eru að gefast upp á stuðningi við rauðliða. 16Jm, aí Valenciaveg- inum á valdi Francos, Sókn uppreisnar- manna á öllum vígstöðvunum. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KBH. í GÆR. TNN AN nokkurra daga“, sagði de Llano, í útvarpsræðu frá Sevilla í gærkvöldi, „mun Madrid verða al- gerlega umsetin“. I tilkynningu frá upp- reisnarmönnum í kvöld segir, að 16 skriðdrekar hafi komist austur yfir Jaramaftjót og að 16 kílómetrar af Valencia- veginum sjeu á valdi Francos. Sumar frjettir herma, að uppreisnarmenn sæki til Madrid frá Guadal- jara, fyrir norðaustan Madrid. önnur merkileg tíðindi í samjbandi við Spánarstyrj- öldina koma frá París. — Þar gengur sá orðrómur að Rússar sjeu að hugsa um að hætta stuðningi sínum við rauðliða á Spáni, og kalla alla Rússa sem berj- ast þar heim. Hafa síðustu atburðir á Spáni valdið Sovjetstjórninni vonbr.igð- um. Hún er farin að draga það í efa að rauðliðar geti orðið ofan á. Miklu mikilvægara er þó hitt, að Stalin og fjelagar hans eru farnir að óttast að Trotskysinnar eða anarkistar verði ofan á og Moskva kom- múnistar verði í minnihluta, ef svo ósennilega skyldi takast til, að Franco bíði lægra hlut. SÓKN TIL MALAGA. London í gær. Aðrar frjettir af vígstöðvun- um á Spáni eru þessar (skv. FÚ). de Llano sagði í útvarpið í gærkvöldi, að uppreisnarmenn væru ekkert að hraða sókn sinni í áttina til Almeria. Þeir myndu taka þá borg jafn auð- veldlega og þeir tóku Malaga, þegar þeim sýndist. Uppreisnarmenn flytja nú matvælabirgðir til Malaga frá nálægum hjeruðum. Loftárás var gerð í gær á járn- hrautarlínuna frá Barcelona til Frakklands. Uppreisnarmenn segj- FRAMíI. Á SJÖUNBU SÍÐU. Hernjósnari íyrir Rússa Irandtekinnj Nnregi. „Rússar og Þjóðverjar hafa augastað á Tanahjeraði" — Ericksen hershöfðingi. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KAUPMANNAHÖFN I GÆR. IVadsö fangelsi situr nú 21 árs unglingur, Edvard Ermi Belgonen, af rússneskum ættum, en norskur ríkisborgari. Hann er sakaður um að hafa rekið njósnarstarfsemi í þágu rússneska hersins. Dimma septembernótt í fyrra kom rússneskur vjelbát- ur frá Murmansk, til bæjarins Tana í Norður-Noregi, og sótti Belgonen, án þess að eftirlitsmenn vegabrjefa fengju nokkra vitneskju um það. I janúar síðastliðnum kom Belgonen aftur til Noregs með fullar hendur fjár. Þegar hann var tekinn fastur hafði hann 900 krónur í norskum seðlum. í fórum hans hafa einnig fundist leynileg loftskeytasendi- tæki. Það er álitið að samband sje á milli njósnarstarf- semi Belgonens og furðu- flugvjelanna, sem sjest hafa á sveimi yfir Norður- Noregi undanfarið ár. Erichsen hershöfðingi hefir látið svo um mælt, að Tana- hjeraðið sje mikilvægt frá hem aðarlegu sjónarmiði og að svo virðist sem bæði Rússar og Þjóðverjar hafi augastað á þessu hjeraði. Belgonen var tekinn fastur að tilhlutan Erichsens, hers- höfðingja. „RÍKUR FRÆNDI“. Osló í gær. Hofgaard lögreglustjóri í Vadsö segir í viðtali við Morg- enbladet, að Belgonen haldi því fram, að hann hafi ekki aflað sjer loftskeytasenditækjanna í ólöglegum tilgangi, og k'veð»t hann ekki hafa vitað, að það bryti í bág við norsk lög að hafa senditæki. Peningana kveðst hann hafa fengið að gjöf frá frænda sínum í Mur- mansk. (NRP-FB). Uppreisn kaþðlskra manna gegn Hitler yfirvofandi? FRÁ FRJETTARÍTARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. f-v á og þegar er óttast að upp úr sjóði í deilum nazista og ka- þólskra manna í Þýskalandi. Rimman milli þeirra harðn- ar nú með degi hverjum. „Páfinn þjáist miklu meir vegna hins vaxandi guðleysis í Þýskalandi heldur en af sjúkdómi sínum“, sagði Faulhaber kar- dináli úr prjedikunarstól í Múnchen í gær. Eftir guðsþjónustuna hópuðust Múnchenbúar um kardinál- ann með miklum. fagnaðarlátum. Merki þess, að kirkjudeilan í Þýskalandi væri farin að harðna, komu í ljós strax í byrjun þessa mánaðar. Fóru þýskir biskupar og prestar þá á fund páfa til þess að leita hjá honum styrks til þess að mótmæla nýútkomnum lög- um, sem sviftu kaþólsku kirkjuna að mestu umráðum yfir uppeldi barna. í byrjun þessa mánaðar lagði Ernst von Rúbenach, sarn,- göngumálaráðherra í ráðuneyti Hitlers, niður embætti, en það hefir Iengi verið kunnugt, að hann hefir talað máli kaþólskra manna í ráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.