Morgunblaðið - 16.02.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.02.1937, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ S Þriðjndaginn 16. febr. 1937. ' •- - --------- ■ ---- --- ALÞINGl VAR SETT í GÆR. Alþingi var sett í gær, og fór athöfn sú fram með sama hætti og áður. ViSstaddir voru þessir fulltrúar erlendra ríkja: Fontenay sendiherra Dana. Mr. J. Bowering aðalræðismaður Breta og með honum Sigurður B. Sigurðsson konsúll, Bay að- alræðismaður Norðmanna, Magúns Kjaran stórkaupmaður sem vísikonsúll Svía, í forföll- um aðalræðismanns. I DÓMKIRKJUNNI. Eins og venja er til hófst þingsetningar-athöfnin með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Síra Árni Sigurðsson frí- kirkjuprestur prjedikaði. Lagði hann út af Spádómsbók Jesaja ð7. kap. 14. v.: — Leggið braut, leggið braut, greiðið veginn, ryðjið hverjum ásteytingarsteini úr vegi þjóðar minnar. Þessum orðum kvaðst hann vilja beina tli fulltrúa þjóðar- innar á þessari stundu. Allir yrði auðvitað að leggja fram li<5 sitt til að greiða veg þjóð- arinnar til framfara og menn- ingar, en mest ábyrgð hvíldi þar á herðum þeirra manna, er þjóðin hefði kjörið fulltrúa sína á Alþingi. Hvers væntir þjóðin af Alþingi? spurði hann. Húii væntir þess að þar sje mælt af viti og drengskap, og að þar sje sett lög, sem greiða henni braut til velgengni. Þingmenn ætti að hafa í huga örð KristS: Sjerhver sem vill verða mikill, skal vera þjónn hinna, og: Þetta er mitt boðorð að þjer elskið hver annan eins og jeg hefi elskað yður. Hið fyrsta boðorð kristilegr- ar ættjarðarástar er að ryðja veginn að framtíðarríkinu. En það kemur þegar kærleikur guðs hefir náð tökum á ráð- andi mönnum þjóðanna — en það kemur aldrei ef hatur og úlfúð á að ráða. En það er guðs vilji að ruddur sje vegur til framtíðarríkisins. Bestu mehn þjóðarinnar hafa haft í huga það markmið, að þjóðin verði alfrjáls. Og nú er þess vonandi skamt að bíða að sú von rætist. Þetta takmark verða helstu menn þjóðarinnar að hafa í huga og það hlýtur að hvetja þá til starfa og á- ræðis. En það er vitsmuna og karlmenskuraun að ryðja úr vegi ásteytingarsteinunum og firra þjóðina þeim vandræðum, sem hún á nú við að búa. Örð- ugleikana utanfrá þarf að yfir- stíga, og varðveita hófsemi og stillingu í hvívetna. Vjer eigum að láta oss víti annara þjóða að varnaði verða, en fara að dæmi hinna, sem sýna vit og samheldni í baráttunni. Sund- rungin hefir verið vor versti óvinur. Hennar vegna glataði þjóðin sjálfstæði sínu PEAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Framlenging allra tolla og sbatta. Greinar um 10 ára afmæli Heimdalls bls. 4 Fyrsta sendingin frá sfjórnlimi. Fram eru komin á Alþingi 7 stjórnarfrum- vörp, öll frá fjármálaráðherra. Þessi frumvörp eru: Fjárlagafrumvarpið fyr- ir 1938, með yfir 600 þús. króna útgjaldahækk- uninni frá síðasta fjárlagafrumvarpi, og í fylgd með því er heil syrpa skattafrumvarpa, þar sem framlengdir eru allir tollar og skattar, sem nú gilda. Þetta er fyrsta sendingin, sem Alþingi fær frá ríkisstjórninni, og um leið fyrstu svikin við þjóðina, því eins og kunnugt er, var því hátíðlega lofað af stjórnarflokkunum á haustþinginu 1935, að ,,bráðabirgða“ tollar og skattar þeir, sem þá voru á lagðir, skyldu aðeins gilda eitt ár. Þetta Joforð sviku stjórnarflokk- arnir sti’ax á þinginu 1936. Þá framlengdu þeir alla „bráðabirgða" tolla og skatta, en lofuðn því há- tíðlega, að framlengingin skyldi i ekki ná nema til eins árs. Og nú. hel'st sami skrípaleikur- inn aftur. Nú kemur fjármálaráð- herranh með nýja framlengingu allra „bráðabirgða1/ tolla og skatta um eitt ár í viðbót, árið 1938. Fram er Itomið frumvarp um framlengingu Verðtollsins (hins eldra) og bráðabirgðaverðtolls. ,, JSinnig' er frain þoipið frurnvarp' ’lun framlenging „ýmsra laga- ákvæða um tekjuöflun fyrir ríkis- sjóð“, og kennir þar margra grasa. Þar er 25 % gengisviðaukinn gamli. Þar er 80 % álag á skemt- anaskattinn. Þar er tekjuskatts- hækkuniu mikla frá haustþinginu 1935, svo og „klauflaxinn“, eða nýi Verðtollurinn. Og þar er ben- sínskatturinn. í athugasemdum við þetta frum- varp segir m. a.: ■ „Frumvarpið g.erir ráð fyrir fraihlengiugu allra þeirra laga- ákvæða um tekjuöflun til ríkis- sjóðs, sem nú gilda, að undan- skildum verðtollinum, en um frarn- lengingu haus er Jagt fyrir sjer- stakt frumvarp. Má ríkissjóður ekki við því að missa tekjur af þessum ákvæðum, ef halda á uppi þeim framlögum til atvinnuveg- anna og verklegra framkvæmda, sem fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1938 ráðgerir". Hjer reynir stjórnin að telja fólki trii um, að „bráðabirgða" tollarnir og skattarnir gangi til atvinnuveganna og verklegra fram kvæmda. Ríkið ver nú árlega yfir 5 milj. kr. til starfsmannahalds. Dettur nokkrum heilvita manui í hug, að öll þessi fúlga gangi til atvinnu- veganna eða Arerkl, framkvæmda? Ríkisstjórnin getur ekki hugsað sjer, að unt sje að koma við sparn- aði á þessu rándýra starfsmanna- haldi. Hún segir: Ef tollar eða skattar verða lækkaðir, verður það að ganga út yfir liinn litla og tak- markaða stuðning" til atvinnuveg- anna, sem á fjárlagafrumvarpinu er, svo og verklegar framkvæmd- ir! —- -------ATTA------------ erlendir togarar í landhelgi, Bátur, sem kom hingaÖ frá ísafirði í gær, sá, er hann sigldi fram hjá Önd- verðarnesi átta erlenda tog- ara að veiðum innan land- helgi og höfðö þeir breitt yfir' nafn og númer. Ægir hefir undanfarið ver- ið að smala Framsóknardóti utan af landi og hvílir sig nú eftir smalam.enskuna í höfn í Reykjavík. Þessari f jármálastefnu mótmælir þjóðin kröftuglega. Hún krefst þess, að ríkið spari hin ónauðsyn- legu útgjöld, sem aðeins eru byrði á atvinnuvegunum. Hún krefst sparnaðar á hinu rándýra starfs- mannahaldi, sem nú er á góðnm vegi með að sliga ríkið. Upsaveiðar bvrjaðar. Andri og Venus farnir á veiðar, Togararnir Andri og Venus fóru hjeðan á sunnudags- nótt á upsaveiðar. Skúli Thor- arensen leigir skipin til veið- anna og gerir þau út. Undanfarið hafa staðið yfir samningsumleitanir um kjör sjómanna á upsaveiðum. Var haldinn Sjómannafjelagsfund- ur á laugardagskvöld og geng- ið að tilboði Skúla Thoraren- sen. Bauð Skúli sjómönnum 500 króna mánaðarkaup og 20 aura aflaverðlaun handa hverjum manni. Einnig var trygt að greitt yrði minst mánaðarkaup. Núverandi stjórn Heimdallar: Talið frá vinstri: Sveinn Zoega, Ragnar Lárusson, Gunnar Thoroddsen, Gunnár Björgvinsson og Ólafur Sigursson. fnfluenzan er komin I bæinn. Sóttvarnir falla að mestu niður. r ,I r, . . Hjeraðslæknir skýrði blaðinu frá því i gær- ■"i.rtkvöldi, að læknar bæjarins hefðu komist að þeirri niðurstoðu, að kvefpest sú, sem nú gerir ^llmikið vart við sig í bænum, muni vera inflúensu- faraldur sá, sem verið hefir í nágrannalöndunum í vetur. Þess vegna verður hætt að láta skip, ,sem hingað koma, vera í sóttkví, eins og verið hefir. FLUGSAMGÖNGUR ENGLAND—AMERÍKA NÆSTA HAUST. London í gær. FÚ. 1 tilkynningu, sem, bor- ist hefir frá Bandaríkjun- um, er sagt, áð reglulegar flugferðir milli New York og Southampton muni hefjast næstkomandi nóv- ember, og verði fyrst um sinn aðeins flogið með póst, en síðan hefjist far- þegaflug með stórum sjó- flugvjelum. BRESK HERSKIP SKJÓTA Á FLUGVJEL VIÐ SPÁN. London í gær. FÚ. gær var sex sprengjum varpað úr flugvjel í grend við tvö bresk her.skip, 50 mílur undan Spánarströndum. Herskipin voru á leið frá Gíbraltar til Malta. — Herskipin skutu á flugvjelina, og livarf hún þá í áttina til Balear- eyja. Vegna stefnu þeirra, Sem hún tók, er álitið að hjer hafi verið á ferðinni ein af flugvjelum upp- reisnarmanna. Þetta er í fyrsta skjfti, sem bresk herskip hafa svarað svipuð- um árásum með því að skjóta úr Ibyssum sínum. En læknir fer þó út í að- komuskip til að aðgæta hvort þar sje inflúensa. Því ef þar verða greinileg inflúensu til- felli, verður spornað við því. að auka smitunina í bæinn með því að loyfa samgöngur við þá sjúklinga. Hingað til hefir inflúensa þessi gert lang mest vart við sig á börnum. í barnaskólana vantar æði mörg börn, en í unglingaskóla vantaði í gær ekki fleiri en ven.ja er til. Ekki hefir það komið til tals enn að loka barnaskólunum. Inflúensan er væg, segir hjeraðslæknir, og fylgisjúk- dómar eða alvarlegar afleið- ingar hafa ekki gert vart við sig, að því er kunnugt er. Mikil síld á ISeyðisfirði. Seyðisfirði, mámidag. eyðisfjörður virðist nú vera fullur af smásíld. í einu herpinótakasti fengust á laugardaginn 4—500 tunnur, sem lagðar eru í síldarþrær síldarverksmiðjunnar hjer. Búist er við að fleiri fari nú að stunda veiðar og að verk- smiðjan taki þá til starfa. Ben.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.