Morgunblaðið - 16.02.1937, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 16. febr. 1937,
morgunelai.il
7
Frá setnhigu Alþingis.
Frnmhald af 4. sí5u. | SAMTAL VIÐ GUNNAR
THORODDSEN.
FKAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
um margar aldir. Þar rættust
orð Krists: Hvert það ríki, sem
«r sjálfu sjer sundurþykt, legst
f auðn.
Munið það alþingismenn, að
þótt skoðanamunur sje, má
hann ekki verða að óbrúanlegu
djúpi tortrygni og haturs. —
Þjóðin verður að eiga eina sál,
og fulltrúar hennar eiga að
leysa vandamál hennar í sam-
einingu sem bræður.
1 SAMEINUÐU
ÞINGI
Að lokinni guðsþjónustu
komu þingmenn saman í neðri
deildar sal Alþingis.
Athöfnin þar hófst með því
að forsætisráðherra las upp
boðskap konungs um að Al-
þingi væri stefnt saman, og
setti þvínæst þingið í umboði
jkonungs.
Bað forsætisráðherra þvínæst
þingmenn að minnast ættjarð-
arinnar og konungs. „Islenska
þjóðin og konungurinn lengi
liði!“ hrópaði þá Jör. Brynj-
Úlfsson, og tóku þingmenn und-
ir með ferföldu húrra. Sósíal-
istar sátu kyrrir í sætum sín-
um.
MINNING LÁTINNA
ÞINGMANNA
Þessu næst bað forsætisráð-
herra aldursforseta þingsins,
Sigfús Jónsson 2. þm. Skagfirð-
inga að stýra fundi uns lokið
væri kosningu forseta samein-
ast þings.
Aldursforseti mintist fyrst
þriggja fyrv. þingmanna, sem
látist höfðu eftir að síðasta
þingi lauk. Þeir voru: Eggert
Benediktsson hreppstj. í Laug-
ardælum, er var 2. þingm. Árn.
1902; Björn R. Stefánsson, er
var 2. þm. S. M. 1916-—19 og
Guðmundur Ólafsson í Ási, er
var þm. Húnv. óslitið frá 1914
—1933.
Þingmenn risu úr sætúm sín-
um til virðingar um hina látnu.
KOSNINGAR
1 SAMEINUÐU ÞINGI
Þá fóru fram kosningar í sam
einuðu þingi.
Forseti Sþ. var kjörinn Jón
Baldvinsson með 25 atkv.,
Magnúus Guðmundsson hlaut
15 atkv., en 3 seðlar voru auðir.
Sex þingm. voru fjarverandi,
þar af þrír sakir veikindafor-
falla.
1. varaforseti Sþ. var kjör-
inn Bjarni Ásgeirsson með 24
atkv., auðir seðlar 18.
2. varaforseti: Emil Jónsson
með 24 atkv., auðir seðlar 17,
Þorb. Þorleifsson hlaut 1 atkv.
Skrifarar í Sþ. voru kosnir:
Jón A. Jónsson og Bjarni
Bjarnason.
K jörbr jefanef nd: Pjetur
Magnússon, Gísli Sveinsson,
Bergur Jónsson, Stefán Jóh.
Stefánsson og Einar Árnason.
KOSNINGAR
1 DEILDUM
Að loknum fundi í Sþ. skift-
ust þingm. í deildir, efri og
neðri deiíd, og er sú skifting
óbreytt alt kjörtímabilið.
Hófust nú fundir í deildum,
og fóru fram kosningar þar.
Elfri deild.
Forseti Ed.: Einar Árnason
með 8 atkv., 6 seðlar auðir. 1.
varaforseti: Sigurjón Á. Ólafs-
son, og 2. varaforseti Ingvar
Pálmason.
Skrifarar: Jón A. Jónsson og
Páll Hermannsson.
Neðri deiid.
Forseti: Jörundur Brynj-
ólfsson með 17 atkv., Gísli
Sveinsson hlaut 10, 2 seðlar
auðir. 1. varaforseti: Stefán
Jóh. Stefánsson, 2. varaforseti:
Páll Zophoníasson.
Skrifarar: Gunnar Thorodd-
sen og Jónas Guðmundsson.
Vestmannaeyjabátarn-
ir oððu ailir landi.
„Þór“ bjargaði
Iveimur.
Allir bátar frá Vestmanna-
eyjum, sem lentu í of-
viðrinu á laugardaginn, komust
að lokum til Eyja.
Eftirlitsskipið Þór bjargaði
tveimur þeirra, Mars og Þristi.
Kom Þór með Mars til Eyja um
miðnætti á laugardagskvöld. —
Var Þristur þá enn ókominn
og voru menn farnir að óttast
mjög um hann. En um það
leyti, sem Þór kom með Mars,
sáu menn í Eyjum eldbjarma
austur af eyjunum.
Fór Þór þegar af stað og
fann Þrist klukkan 2 um nótt-
ina. Hafði sjór komið á bát-
inn snemma um daginn og
komist í vjelarrúmið, og stöðv-
aðist þá vjelin. Skipverjar
björguðu sjer síðan á seglum
og komust austur fyrir eyjar.
Voru þeir öðru hvoru að
kveikja bál á þilfari bátsins og
höfðu brent upp öllum dýnum
úr rúmum sínum, þegar loks
sást til þeirra.
Veður var svo vont að Þór
komst ekki til Eyja með bátinn
fyr en kl. 8 á sunnudagsmorg-
un.
Á sunnudag var veður farið
að batna það mikið, að bátar
fóru út til að reyna að bjarga
veiðarfærum sínum og tókst
það betur en áhorfðist í fyrstu.
Rafveitan á ísafirði
tekin til starfa.
ísafirði, mánudag.
afveita Isaf jarðar hóf starf
semi sína í gær. Stöðin
er 800 netto-hestöfl, og bygð
samkvæmt ströngustu kröfum
nútímans.
Stöðin var reynd með fullu
álagi að viðbættum 10% og
reyndist hún ágætlega.
Kostnaður við rafveituna hef-
veituna hefir orðið 750 þúsund
krónur, en ennþá er margt
ógert, sem bíða verður til næsta
sumars.
Arngr.
Heimdallur 10 ára i dag.
FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU.
unga fólksins í bænum og ekki
leið á' löngu áður en hróður fje-
lagsins barst út um alt land. Ung-
ir menn og konur úti um land
fóru að dæmi jafnaldra sinna í
höfuðstaðnum og stofnuðu með
sjer stjómmálafjelög, sem börð-
ust. fyrir sömu hugsjónum og
Heimdallur.
*
fyrsta starfsári f jelagsins var
mest kapp lagt á fræðslu í
fjelaginu. Þingmenn flokksins
fluttu fræðandi erindi um stjórn-
mál. M. a., sem fyrirlestra fluttu
í fjelaginu fyrsta árið voru þeir
Jón Þorláksson, Ólafur Thors,
Magnús Jónsson og Ámi Jónsson
frá Múla.
Umræður á fundum f jelagsins
snerust fyrstu árin aðallega um
fjelagsmál. Voru þeir hæði fjör-
ugir og skemtilegir.
Á næstu árum gekk á ýmsu
fyrir fjelaginu, en fundir voru
þá að jafnaði haldnir og fjelaga-
talan óx jafnt og þjett.
Snemma árs 1928 fór að bera á
nokkurri óánægju innan fjeiags-
ins vegna nafnsins á íhaldsflokkn
um. Þótti ungu mönnunum nafnið
rangnefni mikið, eftir þeirri mein-
ingu, sem það hafði í íslenskri
tungu. Snemma á árinu kom fram
tillaga frá Jóhanni G. Möller, sem
þá var formaður fjelagsins, um
að nefnd yrði .skipuð til að hera
fram ósk um nafnbreytingu á
flokknum.
Mun þetta vera fyrsta virka
krafan, sem fram kemur um
nafnabreytinguna. Einnig kom
um líkt leyti fram krafa, um að
Heimdallur tæki upp á stefnu-
skrá sína fullan skilnað ,við Dani
1943. Var sú krafa síðar tekin
upp á stefnuskrá fjelagsins.
Haustið 1929' tók Pjetur Har-
stein, sem hafði verið fyrsti for-
maður fjelagsins, aftur við stjórn
þess. Glæddist nú fjelagslíf um
allan helming og óx fjelagatalan á
skömmum tíma svo, að það varð
langstærsta stjórnmálafjelag á
landinu.
Fyrir bæjarstjórnarkosningam-
ar 1930 beindi fjelagið öllum sín-
um kröftum að því, að gera sigur
Sjálfstæðisflokksins sem glæsileg-
astan.
Pjetur Hafstein, formaður Heim
dallar, var þá 7. maður á lista
flokksins og því til einhvers sjer-
staks að vinna fyrir unga Sjálf-
stæðismenn.
Kosningarjettur hafði þá verið
færður niður í 21 ár í stað 25, til
bæjar- og sveitarstjórnakosninga.
Þátttaka æskunnar gat því haft
mikil áhrif á kosningarnar. Er
óhætt að fullyrða að Ileimdallur
átti mikinn þátt í sigri Sjálfstæð-
isflokksins.
Fyrir kosningarnar helt fjelagið
marga fundi, hæði innan fjelags-
ins og opinbera umræðufundi.
Báru Heimdellingar mjög af and-
stæðiúgum sínum um rökfimi og
mælsku svo orð var á gert al-
dair- og gaf það út um nokk-
urra ára skeið eftir það, þó í
fyrstu væri einungis ætlast til að
það væri kosningablað.
Á Alþingishátíðinni 130 gerðist
einn merkasti viðburður í sögu
ungra Sjálfstæðismanna: Lands-
samband ungra Sjálfstæðismanna
var stofnað á Þingvöllum. Hefir
sambandið síðan haldið þing ár-
lega og átt mikinn þátt í að efla
fjelög ungra Sjálfstæðismanna um
land alt.
Heimdallur leitast við að fræða
ungt fólk um Sjálfstæðisstefnuna.
Hefir fjelagið gefið út fræðandi
bæklinga og haldið fundi þar sem
forystumenn flokksins hafa flutt
fyrirlestra. Þá hefir verið haldið
uppi mælskunámskeiði á vetrum
undanfarin ár. Á sumrin hefir fje-
lagið gengist fyrir skemtiferðum
út úr bænum og m. a. heimsótt
unga Sjálfstæðismenn á Akranesi,
Borgarnesi, Suðurnesjum og víðar.
Á meðan núverandi formaður
fjelagsins, Gunnar Thoroddsen al-
þingismaður, dvaldi við fram-
haldsnám erlendis má segja að
fjelagslífið hafi verið með dauf-
ara móti. En eftir að hann kom
aftur heim á s.l. hausti hefir fje-
lagslífið verið fjörugt og á hverj-
um fundi, sem haldinn hefir verið
í vetur, hafa bæst inn nýir fje-
lagar, frá 10 uppí 20 á hverjum
fundi.
Ungir Sjálfstæðismenn í Heim-
dalli vita hvert þeir stefna. Þeir
skora á alla æsku' landsins að
fylkja sjer undir mérki þjóðar-
innár og frelsisins. Ekkert tæki-
færi munu þeir láta ónotað til að
vinna að framgangi Sjálfstæðis-
stefnunnar.
Heill og hamingja fylgi Heim-
dalli á komandi árum!!
Norðurlðnd
bða sig undir
vöruskort!
Haftastefnan getur haft í
för með sjer að vöruskort-
ur komi upp. T. d. er nú þeg-
ar erfitt að fá nokkur hráefni".
Á þessa leið hefir P. Munch
utanríkisráðherra Dana látið
um mælt í tilefni af því, að
Danir, Svíar, Norðmenn og
Finnar hafa skipað sameigin-
lega nefnd, til þess að rann-
saka möguleika á því, að vöru-
skifti fari fram milli þessara
þjóða, ef vöruskortur skyldi
aukast.
„Norðurlönd veittu hvort
öðru hjálp á stríðsárunum“,
sagði Munch ennfremur. „Þessi
nefnd hefir þó ekki verið
sett á fót vegna þess að við
teljum að hætta sje á að á-
standið mun afti.r verða svipað
og þá“.
ment.
Fyrir sömu kosningar byrjaði | Nefndin kom saman á fyrsta
fjelagið að gefa út blaðið „Heim,- ,fund sinn í Stokkhólmi í dag.
FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU.
í 21 ár, og að fátækrastyrkur
valdi ekki missi kosningarjettar.
í stefnuskránni frá 1931 er m.a.
tekin upp hlutdeild verkafólks í
arði fyrirtækja, er menn vinna
við. Það mál er ekki enn komiS
á rekspöl. En það verður eitt af
þeim merkustu málum sem Heim-
dallur beitir sjer fyrir á næst-
unni, enda er það í hinu fylsta
samræmi við stefnu Sjálfstæðis-
flokksins er byggist á því, að
flokkurinn er flokkur allra stjetta
í landinu. Mun Heimdallur vinna
að því af alhug, að eyða því
stjettahatri, er rauðu flokkarnir
ala á með þjóðinni.
Jafnframt tekur Heimdallur nú
upp sjálfstæðismálið, og hin þjóð-
legu mál yfir leitt. Er það ein-
dregin stefna fjelagsins að við ís-
lendingar fáum öll mál vor að
fullu í okkar hendur, og að hjer
verði stofnað lýðveldi þegar tími
er til kominn.
En ungir Sjálfstæðismenn líta
svo á, að það sjeu hin þjóðlegu
verðmæti, ’ sem fyrst og fremst
skapi þjóðinni tilverurjett. Þess
vegna er það skylda ungra Sjátf-
stæðismanna að berjast með fullri
einurð og af öllum mætti gegu
þeim alþjóðlegu stjórnmálastefn-
um, sem reynt er að ryðja hjer
braut, og þurka vilja út hin þjóð-
ernislegu verðmæti.
Undir þeirri stefnu mun Heim-
dallur safna æskulýð höfuðstaðar-
ins undir merki sitt. Ungir Sjálf-
stæðismenn vilja vernda athafna-
frelsi, skoðanafrelsi og. alt það,
sem styður og styrkir þjóðemi
vort og þjóðlega menningu.
10 ára afmæli f jelágs vors minn-
umst við fyrst og fremst með því,
að undirbúa öfluga sókn á næst-
unní, og skýi-a fyrir æskulýð lands
ips hin þjóðhollu stefnumál vor.
En auk þess rifjum við upp starf-
semina hífi TTðhu ár, með því að
gefa út minningarrit.
Frá því Heimdallur var stofn-
aður fyrir 10 árum, hefir hann
verið brautryðjandi í stjórnmála-
starfsemi íslenskrar æsku. Og svo
mun verða í framtíðinni, á þeirri
giftusamlegu braut, sem fjelagið
hefir valið sjer, að sameina þjóð-
ina í baráttu hennar fyrir sjálf-
stæði hennar í andlegum og efna-
legum skilningi.
SPÁN ARSTYR JÖLDIN.
FRAMH. AF ANNARI SíÐU.
ast hafa eyðilag.t hana á nokkru
svæði, en yfirvöldin í Barcelona
bera á móti því. Þeim kemur sam-
an um, að 12 menn hafi farist.
Tveir hafnarbæir milli Malaga
og Yalencia hafa orðið fyrir skot-
árás, og í nótt var skotið á Val-
encia af herskipi úr þriggja mílna
fjarlægð. Skothríðin stóð í fimm
mínútur, en fallbyssubátur stjórn-
arinnat skaut á herskipið og fór
það þá í burtii. Fallbyssukúlurnar
fjellu á víð og dreif um borgina,
en engin á hið friðlýsta hafnar-
svæði. Tuttugu menn voru drepnir
og 60 særðust. •
Skipið þektist ekki, en álitið, að
það hafi verið tundurspillir af
nýrri gerð.
Búnaðarþihg verður sett í dag í
baðstofu iðnaðarmanna.