Morgunblaðið - 16.02.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.1937, Blaðsíða 4
4 Þriðjudaginn 16. febr. 1937. MORGUNBLAÐIÐ HEIMDHLLUR . Æ5KRN OQ STJÓRNMrtLIN 5. Ú. 5. Ólafnr Thorss V Avarp til ungra Sjalfstæðismanna. Ahrifa œskunnar á stjórnmálin hefir hvergi hjer á landi gætt í jafn ríkum mæli sem innan Sjálfstæðisflokksins. Til þess ber aðallega það tvent, að frjálslynd og þjóðleg stefna flokksins hefir laðað æskuna að sjer og gefið henni olnbogarúm til athafna og að at- gervismenn völdust þegar í öndverðu til forystu æskulýðshreyfingar- innar innan flokksins. Þegar Heimdallur nú lítur yfir 10 ára starfsemi, má hann vel miklast af mörgu. Hann er elsta æskulýðsfjelag Sjálfstæðisflokksins, þróttmesta, fjölmennasta og best menta æskulýðsfjelag landsins. — Heimdellingar hafa stofnað mörg eða jafnvel flest æskulýðsfjelögin innan flokksins. Heimdellingar áttu frumkvæði að stofnun Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Heimdellingar hafa fylkt miklum fjölda kjósenda undir fána flokksins, markað djúp spor í stefnu hans og lagt flokknum marga mikilhæfa frambjóðendur, bæði til bæjarstjórn- ar Reykjavíkur og Alþingis, — menn sem miklar vonir standa til og vel eru til forystu fallnir. Frá gelgjuskeiðinu hefir Heimdallur að vonum eitthvað af van- rækslusyndum á samviskunni. Um slíkt er eigi að sakast, enda verður meðvitundin um þær aðeins hvatning til nýrra dáða. Nú er að horfa fram á veginn, gera sjer sem gleggsta grein fyrir viðfangsefnunum, «n stíga síðan á stokk og strengja þess heit, að unna sjer hvorki hvíld- ar nje friðar fyr en settu marki er náð. Pað er takmark Sjálfstæðisflokksins að koma hjer á þjóð- skipulagi grundvölluðu á því, að ein lög gildi fyrir alla, að sjerhver einstaklingur fái aðstöðu til að neyta orku sinnar eftir því, sem hann hefir framtak til og, að ríkið tryggi afkomu þeirra, sem af náttúrunnar hendi eru miður til baráttunnar búnir. Ef þetta á að takast, verður að kollvarpa flestu í hafta- og banna- löggjöf síðari ára, gerbreyta allri tilhögun á sviði framkvæmdavalds- ins, en tryggja jafnframt með áræðnu framtaki inn á við, einurð og festu út á við, að gteði landsins verði rjett hagnýtt og afraksturinn geymdur landsins börnum einum. Æskan á að erfa landið. Hún á það undir sjálfri sjer, hvort það verður byggilegt og þjóðin sjálfstæð eða hvort hjer verður niðurnídd «rlend nýlenda. * Islenskur æskulýður hefir orðið fyrir óhollum áhrifum erlendra strauma, sem borist hafa að ströndum landsins. Þessa gætir ■eigi aðeins á sviði stjórnmálanna. í öllu viðhorfi æskunnar til lífsins verður vart votts þeirrar lömunar, sem einkent hefir lífsbaráttu æsku- lýðs ófriðarþjóðanna, alt frá lokum styrjaldarinnar miklu. Vondapurt líf, þróttleysi, lífsleiði, áhugaleysi fyrir flestu öðru en glaðværð líðandi stundar, — alt eru þetta vofur, sem ásækja æskulýð landsins, í öllum stjórnmálaflokkum. Eitt stærsta viðfangsefni stjórn- málalífsins er, að kveða niður þessa drauga og vekja þjóðarsálina til nýs lífs. Þegar nú Heimdellingar byrja annan áratuginn, eiga þeir að hefja nýja herferð gegn spillingunni og vonleysinu. Þeir eiga að leiða æsk- una í rjettan skilning þess, úr hvaða jarðvegi hún er sprottin. For- feðurnir hafa tekist á við lífið og hjer verða allir að neyta sinna krafta. Ungu stúlkurnar verða fríðar með því að hafa filmstjörnur til fyrirmyndar. En fallegar verða þær ekki fyr en þær kunna að elda og þvo þvott, og þykir sómi að hvorutveggja og æskumennirnir verða ekki karlmenni, fyr en þeim vex andans þróttur til átaka. Heimdellingar eiga að vekja nýja, volduga, þjóðlega frelsisöldu. Þeir eiga að útbreiða nýja, þjóðlega menningu, — þeir eiga að efla bjartsýni, sjálfstraust og rjettlátan metnað æskunnar, skapa henni nýjan heim vona og hugsjóna, nýjan eldlegan áhuga, nýjan skilning á •dýrmætustu verðmætum lífsins, nýja trú á land og þjóð, — nýja trú á sjálft lífið. ¥ Húmdellingar! Vinnið heitin. Farið um landið eldi. Vekið úr dróma ómælanlegt afl æskunnar, að hún megi forða sjer mndan lamandi hönd deyfðar og vonleysis og óþjóðlegum, erlendum áhrifum. Berjist með eldmóti drengilegri baráttu, með djúpri virðingu fyrir iHlu þjóðlegu, oz sannri og fölskvalausri ást til ættjarðarinnar. (Ávarpil m akrifað fyrir afmselierit Heimdallar, sem kemur út á btngardagia*)' Heimdallur 10 ára í dag. Öflugasla stjórnmálafjelag ungra I I anna. Heimdallur er braut- ryðjandinn í stjórn- málaiífi fsl. æsku. HEIMDALLUR, f jelag ungra sjálfstæð- ismanna á 10 ára afmæli í dag. Stofn- fundur f jelagsins var haldinn í Kaup- þingssalnum 16. febrúar 1927, og sátu þann fund um 40 ungir menn. Heimdallur er fyrsta stjórnmálaf jelag ungra manna hjer á landi. Ekkert þeirra pólitísku stjórn- málafjelaga, sem síðan hafa verið stofnuð hafa átt eins miklum vinsældum að fagna. Heimdallur hefir haft mik- il ahrif á framgang ýmsra opinberra mála til hagsmuna fyrir unga fólkið. T. d. tók fjelagið snemma upp á stefnu- skrá sína rýmkun kosninga- rjettarins og átti sinn drjúga þátt í að hann var lækkaður í 21 ár. Aðal hvatamenn að stofnun Heimdallar voru nokkrir ungir menn, áhugasamir um stjórnmál, aðallega námsmenn, en eldri menn innan íhaldsflokksins þáverandi hvöttu mjög til stofnunar fjelags- ins og voru ungu mönnunum til aðstoðar. Einna fremstur í flokki var þar Sigurþjörn Þorkelsson kaupmaður. 1 byrjun febrúarmánaðar 1927 komu svo þessir áhugamenn sam- an „til að urdirbúa fjelagsstofn- un meðal ungra i.ianna, er fylgdu fhaldsflokknum að málum“, en þannig er það orðað í stofnfund- argerðinni. Stofnfundinn sátu, eins og áður er sagt, um 40 ungir menn. Voru þar samþykt lög fyrir fjelagið, en e kki var ákveðið um núverandi nafn þess fyr en síðar. Önnur grein fjelagslaganna lýs- ir betur en mörg orð hugsjón þess- ara ungu manna og tilganginum með stofnun fjelagsins. Þar segir svo: „Markmið fjelagsins er að styðja víðsýna, þjóðlega og varfærna umbótastefnu í lands málum á grundvelli einstak- lingsframtaksins án tillits til stjettahagsmuna". Þessari stefnu sinni hefir Heim- dallur trúlega fylgt frá stofnun fjelagsins og mun ekki frá henni kvika á meðan nokkur fjelagi er eftir. Þessi grein í lögum fjelags- ins er hornsteinninn að öllu starfi þess, enda hefir það verið svo að þrátt fyrir ýmsan ágreining sem upp hefir risið í fjelaginu á und- anförnum árum, bæði um stefnu- atriði og almenn fjelagsmál, eins og oft vill verða í fjölmennum fjelögum, hafa menn altaf verið sammála um þessa grein fjelags- laganna. * að var engin tilviljun að ungir, framsýnir og áhuga- samir ungir menn stofnuðu með sjer stjórnmálafjelag einmitt um það leyti sem Heimdallur var stofnaður. Það var heldur ekkert handahóf að þessir sömu menn á- kváðu að fylgja íhaldsflokknum að málum. íhaldsflokkurinn hafði þá að- eins setið 3 ár að völdum, en samt tekist að rjetta við hinn bágborna fjárhag ríkisins, eins vel og valdatími hans frekast gat leyft. Þrátt fyrir hið mikla starf þessa viðreisnarflokks urðu þær raddir æ háværari, sem miskunn- arlaust vidlu rífa alt niður sem búið var að hyggja upp og þó sjerstaklega ganga að einstaklings framtakinu dauðu. Fulltrúar erlendra öfga- og nið- urrifsstefna voru þá að þyrja að ná fótfestu í íslensku stjórnmála- lífi. Víðsýnir menn innan íhalds- flokksins sáu hrátt, að þótt floklt- urinn hefði í fyrstu eingöngu ver- ið stofnaður til að rjetta við fjár- hag ríkisins, þá beið hans nú mik- ið starf í framtíðinni, en það var að berjast gegn þessum óheilla- stefnum. Þess vegna lagðist 1- haldsflokkurinn ekki niður er hann hafði lokið fyrsta hlutverki sínu, að reisa við fjárhag ríkisins. Forystumenn flokksins vissu að aðalundirstaðan undir menningar- legar og efnahagslegar framfarir meðal þjóðarinnar var í því fólg- in að einstaklingurinn fengi að njóta krafta sinna sem óháðastur af ríkisvaldinu, þeim var ljóst að niðurrifsstefnur þær, sem farið var að hóla nokkuð á, hlutu fyr eða seinna að koma sjálfstæði þjóðarinnar á knje, ef þær fengju mótspyrnulaust að þróast og auka fylgi sitt. Ihaldsflokkurinn helt því áfram að starfa undir merkjum „indi- vidualismans" Hann gerðist hrjóst vörn þjóðarinnar gegn erlendum ómenningar- og haftastefnum. Hinir ungu framsýnu æsku- menn, sem stofnuðu Heimdall, sáu hjer verkefni að vinna sem var samboðið mönnum, sem hugsuðu um framtíð þjóðar sinnar og þess vegna fylktu þeir sjer undir merki S j álf stæðisstef nunnar. Heimdalli óx fljótt hrautargengi meðal Samtal við Gunnar Thoroddsen í tilefui af 10 ára afmæli Heimdallar hefir Morgunblað- ið haft tal af Gunnar Thor- oddsen alþingismanni, for- manni fjelagsins, og skýrði hann í stuttu máli frá fjelags- starfseminni, eins og hún er nú, og helstu fyrirætlunum þeirra Heimdallarmanna. Fjelagar í Heimdalli, eru nú, segir Gunuar, um 900, og mun Heimdallur því vera fjöl- mennasta stjórnmálafjelag á land- inu. Aldurstakmarkið er 35 ár. Eldri menn fá ekki inngöngu í fjelagið. En þeir fjelagsmenn, sem eldri eru, geta vitanlega verið styrktarfjelagar áfram, og notið málfrelsis. En þeir hafa ekki at- kvæðisrjett á fundum. Er með þessu sjeð fyrir því fullkomlega, að unga fólkið hafi þar öll völd og ráði stefnu í þessu fyrsta stjórnmálafjelagi ungra manna hjer á landi. Sem stendur er fjelagsstarf- semin m. a. í því fólgin, að haldn- ir eru fundir einu sinni til tvisvar í mánuði og auk þess skemtifundir með ræðuhöldum, við og við. Auk þess starfar málfunda- flokkur innan fjelagsins með leið- beinanda. Á það að vera undan- fari þess, að komið verði upp stjórnmálaskóla. Ætlar fjelagið að gangast fyrir því, að Sjálfstæðis- flokkurinn bomi slíkum skóla á fót. Fánalið hefir fjelagið haft, til að balda uppi reglii á fundum o. þessh. En ekki hefir mikið kveðið að starfsemi þess nú um skeið. En nú er verið að skipuleggja það að nýju. Söngflokkur er nýstofnaður inn- an fjelagsins og er söngstjóri Bjarni Jónsson. Og hvað er helst að segja um stefnumál Heimdallar? — Árið 1931 gaf Heimdallur út sjerstaka stefnuskrá, er var mjög ítarleg. Hefir húu gilt fyrir fje- lagið síðan. En nú á að gera á henni nokkrar breytingar, og verður kosin nefnd í það mál á aðalfundinum í dag. Viðhorfið í stjórnmálum hefir breyst svo mikið á þessum árum, að nokkrar breytingar á starfs- skránni eru nauðsynlegar, enda hafa nú nokkur þeirra mála verið til lykta leidd, sem fjelagið tók upp á fyrstu árum sínum, svo sem breyting á kosningarjettar- aldri, er hann samkvæmt tillög- um Heimdallar var færður niðnr FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.