Morgunblaðið - 03.03.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1937, Blaðsíða 2
2 MORGUHBLAÐÍÐ Miðvikudagur 3. mars 1937. JPörgimHiiMd Útgef.: H.f. Árvakur, Rsykjavlk. Ritstjðrar: Jðn Kjartansson og Valtýr Stefánsson •— ábyrgtSarmað ur. Rltstjðrn og afgreitSsla: Austurstrætl 8. — Sími 160». Heimasimar: Jón Kjartansson, nr. 874Í Valtýr Stefánsson, nr. 422». Amt Óla, nr. 2046. Áskriftagjald: kr. 2.00 á raánuSi. 1 lausasölu: 15 aura eintakitS. 25 aura metS Kesbök. Landhelgisgæslan. í þinglokin í fyrra (9. maí) var í sameinuðu þingi samþykt einróma svohljóðandi þingsálykt unartillaga: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að verja öllu andvirði varðskipsins Óðins til smíða á vopnuðum vjelbátum til landhelg- isgæslu og hraða smíði þeirra svo sem frekast eru föng á. Báta þessa skal láta annast landhelgis- og veiðarfæragæslu á þeim svæðum, þar sem mest er þörf á staðbundinni gæslu á hverj um tíma og hverri vertíð. Að því leyti, sem varðskip og varðbátar ríkisins geta ekki full- nægt gæslunni, skal stjómin leigja nægilega marga og þar til hæfa vjelbáta og búa þá nauð- synlegum tækjum' ‘. Morgunblaðið hefir hvað eftir annað bent á, að sú stefna stjórn- arinnar og meirihluta Alþingis, að selja Óðinn og fá varðbáta í hans stað, sje spor aftur á bak í land- helgismálunum. Bn það er ekki þessi hlið málsins, sem hjer verð- ur rædd, heldur aðgerðir stjóm- arinnar í landhelgismálunum eft- ir að sala Óðins fór fram. Þingsályktunin frá í fyrra kveð ur skýrt á um það, að verja skuli öllu andvirði Óðins til smíða á varðbátum þegar í stað. Andvirði Óðins mun hafa num- ið um 260 þús. króna. Hvað hefir stjórnin gert við þetta fjet Hefir því verið varið til smíða á várð- bátum ? Því er fljótsvarað. Stjómin hefir engan varðbát látið smíða. Hún hefir auglýst eftir tilboðum í smíði á einum varðbát, en sleg- ið þann varnagla, að hún áskilji sjer rjett til að hafna öllum til- boðunum. Fyrir henni virðist því ekki vaka að hraða smíðinni. Bn stjórnin hefir gert meira. í fjárlagaræðu sinni á Alþingi á dögunum skýrði fjármálaráð- herrann frá því, að lausaskuldir ríkissjóðs hefðu vaxið um nál. miljón króna á árinu sem leið. Og meðal þessara lausaskulda voru 258 þús. hjá Landhelgissjóði, sagði ráðherrann. Þangað er þá andvirði Óðins komið. Ríkisstjómin hefir m. ö. o. tek- ið alt andvirði Óðins, og sóað því öllu. Stjórnin hefir ekki látið sjer nægja það eitt, að svíkjast um að láta smíða varðbáta, eins og Al- þingi lagði fyrir hana í fyrra, heldur hefir hún eytt og sóað öllu því fje, sem nota átti í þessu ákveðna augnamiði. Þannig er hugur stjórnarinnar til Iandhelgisgæslunnar,1 enda hef- ir landhelgisgæslan aldrei verið eins illa varin og í tíð núverandi stjórnar. ITiLIR HERVÆBAST STÚRKOSTLEGA. Herskylda frá 18-50 ára. Vísindin geri þjóðina sjálfbjarga í ófriði. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Allar hugleiðingar um að draga minstu vitund úr vígbúnaði eru dauða- dæmdar“, segir í yfirlýsingu, sem stórráð fasista gaf út, eftir fundinn á mánudaginn Fundurinn stóð yfir þangað til kl. 3 um nótt- ina. Þar var tekin sú ákvörðun að auka vígbúnað þjóðarinnar gífurlega og hraða öllum ráðstöfun- um og framkvæmdum í því efni sem framast er unt. Er nú ákveðið, að allir karlmenn á aldrinum 18—50 ára skuli vera sama sem undir vopnum, á þann hátt, að „árgang- arnir“ verði kallaðir til heræfinga til skiftis á þessu aldursskeiði, með svo stuttu millibili, að þeir sjeu jafnan herþjálfaðir. Enn fremur verður lögð mik- il áhersla á, að ítalir geti verið sjálfbjarga á öllum sviðum, ef til ófriðar kæmi. Eigi vísinda- menn þjóðarinnar að kappkosta um að finna leiðir til þess að iðnaður landsmanna og fram- leiðsla geti fullnægt öllum þörfum þjóðarinnar. — Gerir stjómin sjer vonir um, að úr þessum vandamálum verði leyst von bráðar. Segir í ávarpinu frá Stórráðinu, að ítalir verði á þann hátt að verða þess megn- ugir að hrinda af sjer hvers- konar árás eða umsátri frá hendi auðugri þjóða, sem hafa yfir auðugri efnalindum að ráða. Ennfremur er ráð fyrir því gert, samkv. yfirlýsingu Stór- ráðsins, að svo mikil áhersla verði lögð á, að láta hernum og vígbúnaðinum í tje alt sem til þeirra hluta telst nauðsynlegt, að vel geti farið svo, að minka verði að mun ýmsar neysluvör- ur almennings. „VINNA BUG Á BOLSEVISMA VESTUR- EVRÓPU'* Ciano greifi ljet svo um mælt á fundinum að ítalir muni standa við hlið hinna spönsku þjóðemissinna. Hann kvaðst líta svo á, að ef spönsku þjóð- emissinnarnir ynnu sigur, þá væri um leið úti um bolsevism- ann í Vestur-Evrópu. „Vinnum bug á bolsevismanum" sagði hann. Góður þorskafli í Noregi. Khöfn í gær. FÚ. orskveiðar Norðmanna virðast á þessari vertíð ætla að ganga mun betur en í fyrra. Þorskaflinn nemur síð- astliðinn laugardag nærri 32 þúsund smálestum, en um sama leyti í fyrra rúmum 26 þúsund smálestum. Samblástur komm- únista gegn her- gagnasmiði Breta, FRÁ FRJETTARITARA ' VORUM. KHÖFN 1 GÆR. Daily Mail“ skýrir frá, því, að lögreglan hafi komist á snoðir um, að kommúnistar hafi gert samblástur í Englandi til þess að vinna þar einhver skemda verk og tefja með þeim vígbúnað Og hergagnasmíði í landinu. Segir blaðið, að búist sje við því, að innan skamms verði ýms- ir menn teknir fastir í sambandi við rannsókn þessa máls, og að handtökur þessar muni vekja mikla athygli, vegna þess hvaða menn það sjeu, sem grunaðir eru um að vera í vitorði með komm- únistum. „Flest tilkoiulítn" samanborið við sögurnar. Khöfn í gær. FÚ. Itilefni af útgáfu Hjalmar Alvings af íslenskum forn- sögum á sænsku, en af þeirri útgáfu er annað bindi nýlega komið út, flytur Svenska Dag- bladet í dag langa og ítarlega ritgerð um íslenskar fornsögur og frásagnarlist Islendinga til forna. Höfundur ritgerðarinnar heitir Selander. Ritgerðinni lýk- ur með þessum orðum: „Islenskar fornsögur eru þannig lagaðar bókmentir, að mest af öðru því, sem heims- bókmentirnar hafa að geyma, verður tilkomulítið við þeirra hlið. i---------Keisaradæmi------------------- í Austurríki lífshættu- legt glæfraspil. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í gær. Málgagn Göbbels „Der Angriff“ ræðst heiftarlega á austurríska konungssinna og segir að það sje lífsnauðsyn öllum Evrópuþjóðum, að valdhafar Austurríkis berjist með oddi og egg gegn því að Otto prins br jótist til valda í Austurríki á ólöglegan hátt. Það er, segir í blaðinu lífs- hættulegt glæfraspil, ef kon- ungdæmi Austurríkis verður endurreist á löglegan hátt. Evrópuþjóðir þola það ekki að hið austurríska þrætuepli hleypi álfunni í bál og brand, þegar á hinn bóginn að yfir álfunni vofir hættan af bolse- vismanum. Fyrirætlanir Ottos prins um konungdóm í Austurríki eru fulkomin landráð. Otto af Habsburg. Auðjöfnun nauðsynleg milli þjúðanna. Þessvegaa þurfa Þjóðverjar nýlendur, segir v. Ribbentrop. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR. ibbentrop, sendiherra Þjóðverja í Lon- don, flutti ræðu er hin mikla vörusýn- ing í Leipzig var opnuð, þar sem hann fór ekki dult með þá skoðun sína, að Þjóðverjar hlytu að vænta þess af Bretum, að þeir sýndu hinni þýsku þjóð einhverja tilhliðrunarsemi í ný- lendumálunum. Hann sagði m. a.: Eins og nú er komið í heiminum skiftast þjóð- irnar í tvo flokka, eftir aðstöðu þeirra, sem mjög er ójöfn. 1 öðrum flokknum eru auðþjóðir, en í hinum eru efnalusar þjóðir. Ef ekki verður undinn bráður bugur að því, að jafna þenna mikla aðstöðumun, þá verður ómögulegt að lagfæra það öng- þveiti sem nú ríkir í viðskiftum heimsins. Þjóðverjar verða að fá aðgang að hráefnalindum heims- ins, og geta keypt þar efnivörur sínar fyrir þýskan gjaldeyri. Bretar taka þessari ræðu v., ÁNÆGÐ ÞJÓÐ Ribbentrop fálega. Þeir segja, að framkoma v. Ribbentrops sje mjög einkennileg. Hann haldi því fram, að sendiherrar verði að taka varlega til orða, og gæta allrar varúðar. En sjálfur flytur hann ræðu, sem er bein ádeiluræða á Breta. Þá segir í FÚ. fregn frá Lon- don um ræðu v. Ribbentrops. ER FRIÐSÖM í sambandi við nýlendukröfu Þýskalands, sagði hann, að frið- urinn yrði efldur, með^ því, að Þjóðverjum yrðu veittar ný- lendur þær, sem þeir teldu sig eiga tilkall fíl, því að það lægi í augum uppi að ánægð þjóð forðaðist ófrið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.