Morgunblaðið - 03.03.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.03.1937, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAfcík Miðvikudagur 3. mars 1937. Slysavarnafjelag íslands beitir sjer fyrir slysavörnum Loftvarnir Samþvf<t á aðalfundi i fjelagsins. 71 ísl. menn drukn- uðu síðasil. ár. Síðastiiðins árs mun verða minst sem eins hins hörmulegasta um langt skeið, um slysfarir á hafi úti og við strendur landsins. Á árinu hafa druknað 71 íslenskir menn, þar af ein kona. í skýrsiu, sem forseti Slysavarnafjelags íslancls gaf á aðalfuncli fjelagsins, sem haldinn var fyrir skömmu, upplýsti hann. a'ð af þessum 71 manns hefðu 19 farist af síldveiSagufuskipi „Örnin“, 13 af vjelbátum yfir 12 smálesta, 12 af opnum vjelbátum, 11 druknuSu viS, eSa út af bryggjum, 4 druknuSu af árabátum fast viS land, eSa jafnvel inn í höfn, 4 druknuSu í ám og vötnum, 3 fellu fyrir borS af togurum, 4 fellu fyrir borS af mótorbátum og druknuSu, 1 fell niSur um sjávarís og druknaSi, samtals 71 íslendingur. Af þessu yfirliti sjest að 20 manns hafa druknað, í ám og vötnum, út af bryggjum, af árabátum þjett viS landi, jafnvel innanhafnar, niS- Bretlandi. 1 Kensington Town Hall í Lóndon hefir verið efnt til sýningar, sem sýnir loftvarnir, m. a. hvernig rjett er að verja glugga á húsum fyrir gasi og sprengjum (eins og myndin sýnir). Skýringar Húsgagnameistarafjelagsins á verkialli húsgagnasveina. ur um ís o. s. frv. 51 maður hefir þá raunverulega druknað af fiskiflotanum á hafi úti. Franskir menn fórust 39 hjer við land á árinu, og 5 norskir. Mintust fundarmenn þessa, með því aS rísa úr sætum sínum. Skipströnd og bátstapar. 6 vjelbátar yfir 12 smálestir fór- ust á árinu, og 1 undir 12 smálest- ir, 1 vjelbátur brann, 1 togari ítökk, 1 síldveiðagufuskip fórst, 6 opnir vjelbátar er talið að hafi eyðilagst. Útlend skipströnd á árinu. 5 ensk skip hafa strandað á árinu, 2 þýsk, 1 franskt og í uenskt. Aukning björgunartækja. Forseti gat þess að á árinu hefðu verið settar upp 11 björg- unarstöðvar í viðbót við þær 25 er fyrir voru, væru þær því 36 nú. Þá gat hann þess að nú væri búið að bjóða út byggingu björg- unarskútunnar bjer heima og er- lendis. Yæri von á tilboðinu 15. mars n.k. Bjarganir. Björgunarsveitin í Grindavík bjargaði þann 6. september 14 manna skipshöfn af enska skipinu Trocadero frá Grimsby, allir menn irnir dregnir á landi í björgunar- stól. Þótt fjarlægðin væri 280—300 metrar tókst björgun þessi prýði- lega. Hinn 16. september bjargaði skipstjóri og skipshöfn á togar- anura Garðari frá Hafnarfirði 10 mönnum af vjelbátum við Norð- urland. Auk þess hefir í mýmörgum til- fellum eins og áður verið veitt allskonar hjálp og aðstoð bæði inn- lendum og útlendum skipurn fyrir milligöngu slysavarnafjelagsins, *em er þó tæplega hsegt að telja beinar bjarganir. Að endaðri skýrslu stjórnarinn- ar þakkaði forseti öllum styrktar- og stuðningsmönnum fjelagsins fyrir hinn margvíslega og verð- mæta stuðning. Magnús Sigurðsson bankastjóri, gjaldkeri fjelagsins, las upp end- urskoðaða reikninga fjelagsins fyrir liðið ár og skýrði einstaka liði þeirra. Gat hann þess, að .í sjóði væru nú rúmlega 83 þúsund krónur og væri það nálægt 20 þúsund krónum lægri upphæð en hefði verði í sjóði árið áður. En lækkunin stafaði af því að á ár- inu hefðu verið greiddar rúml. 23 þús. kr. fyrir mótorvjel o. fl. í væntanlegt björgunarskip fyrir Faxaflóa og auk þess hefðu verið keypt á árinu björgunartæki fyrir rúml. 15 þús. kr. Slysavarnir á landi. Þá var komið að síðasta máli á dagskrá, önnur mál, og skýrði forseti frá því að rætt hefði verið um það af stjórn fjelagsins, að auka starfsemi fjelagsins til slysa- varna á landi. Hefði Jón Oddgeir Jónsson skátaforingi fætt nokkuð um þetta við stjórnina og mundi hann skýra málið fyrir fundar- mönnum. Tólc Jón Oddgeir Jóns- son því næst til máls og útskýrði málið fyrir fundarmönnum. Hann gat þess að hann hefði safnað fje í þessu sjerstaka augnamiði og væru komnar um 3000 kr. í lof- orðum frá ýmsum stofnunum og einstaklingum til þessarar starf- semi Slysavarnafjelagsins ef húu vrði hafin og myndi það nægja fyrir væntanlegum útgjöldum, svo þessi aukna starfsemi ætti ekki að valda fjelaginu neinna auka út- gjalda umfram það sem safnast myndi tekjumegin. Umræður urðu töluverðar um FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Vegna vinnustöðvunar þeirrar, sem orðið hefir hjá hús- gagnasveinum og vegna ummæla Alþýðublaðsins í tilefni af henni, vill Húsgagnameistarafjelagið gefa eftifarandi skýringar. Þ. 23. nóvember 1935 gerðu Húsgagnameistarafjelag Reykja- víkur og Sveinafjelag húsgagna- smiða í Eeykjavík með sjer samn- ing, sem gilda skyldi til 1. mars 1937 með uppsögn þ. 1. des. 1936. Þegar á fyrstu mánnðum eftir að samningur þessi var gerður reis upp ágreiningur út af því, livernig skilja bæri orðalag hans, og krafðist sveinafjelagið úrskurð- ar gerðardóms um þann ágrein- ing, Seinna á árinu 1936 reis upp annar ágreiningur, einnig út af orðalagi samningsins og krafðist mestarafjelagið úrskurðar gerðar- dóms um þann ágreining. Til þess nú að fyrirbyggja það, að svo miklu leyti sem unt væri, að fje- lögin þyrftu að vera í sífeldum erjum og málaferlum út af því, hvérnig skilja bæri hin ýmsu á- kvæði og orðalag samningsin, á- kvað meistarafjelagið að segja samningnum upp svo hægt væri að sníða af honum þær misfellur, sem á honum böfðu sýnt sig að I vera, og var það gert 1. desember síðastliðinn, og ber uppsagnar- brjefið það greinilega með sjer, bver tilgangurinn var. Hinn 15. jan. síðastliðinn til- kynti meistarafjelagið sveinafje- laginu, að samninganefnd hefði verið kosin af meistarafjelaginu, og að hún væri til viðtals hvenær sem sveinaf'jelaginu hentaði. Þeg- ar svo leið og ekkert svar kom frá sveinafjelaginu og engin við- leitni sjáanleg til lagfæringar á samningunum,skrifaði meistarafje lagið sveinafjelaginu aftur þann 19. febrúar síðastliðinn og spurð- ist enn fyrir um það, livort sveina fjelagið óskaði eftir samningum; Svo loks þann 23. s.l. mán. kemur tilkynning um, að sveinafjelagið ósbi eftir viðtali við meistarafje- lagið þann 24. febrúar kl. 8, og mætti samninganefnd meistarafje- lagsins þar stundvíslega. Kom þá fram, hver ástæðan var fyrir því, að sveinafjelagið dró allar samn- ingaumleitanir fram á síðustu stundu, því erindið var ekki að leita samkomulags um lagfæringu á eldri samningum, heldur lagði sveinafjelagið fram alveg nýtt FEAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Smjörkaup bæjarúlgerðar- innar i Hafnar- firfli. Vottorð frá bæjarfógeta. Nýlega var frá því skýrt hjer í blaðinu, að óvenju rnikið af herragarðssmjöri hefði fundist um borð í togaranum Maí er hann kom síðast úr Eng- langsför til Hafnarfjarðar. — Sama daginn, sem frjett þessí birtist í blaðinu, kom tollþjónn- inn í Hafnarfirði á skrifstofu blaðsins með yfirlýsingu þess efnis, að enginn fótur væri fyr- ir' þessari frjett. Morgunblaðið gat ekki orðið við þeim tilmælum tollþjóns- ins að birta þessa yfirlýsingu hans og birtist hún þá í Alþýðu- blaðinu. Sama dag kom for- stjóri Bæjarútgerðarinnar í Hafnarfirði, Ásgeir Stefánsson, að máli við Morgunblaðið og óskaði einnig eftir leiðrjettingu á umræddri frjettagrein. Sagði forstjórinn að ekki hefði verið um smygl að ræða og að pant- að hefði verið af misgáningi helmingi meira herragarðssmjör í Englandi heldur en Bæjarút- gerðin hefði ætlast til, eða 425 kilo. Ennfremur sagði forstjór- inn að þessi 425 kilo hefðu ver- ið gefin upp til tolls ásamt öðr- um vörum skipsins. Morgunblaðið hafði ástæðu til að halda að hjer væri að minsta kosti um einhvern misskilning að ræða hjá forstjóra Bæjarút- gerðarinnar og gat því að svo stöddu heldur ekki orðið við beiðni hans um að birta „leið- rjettinguna“. Og hjer er um einhvern mis- skilning að ræða í sambandi við smjörkaupin hjá Maí, því í gær fekk Mbl. eftirfarandi yf- irlýsingu frá bæjarfógetanum í Hafnarfirði: „Út af blaðaskrifum, sem orð- ið hafa um tollvörur í b.v. Maí, þegar hann kom hingað síðast frá Englandi, skal tek- ið fram, að tollgæslunni í Hafnarfirði er ekki kunnugt um, að neitt smygi hafi átt sjer stað úr skipinu, og að samkvæmt vottorði skipstjór- ans, 'var í vistarforða skips- ins 750 kilo smjörs, en smjör- ið var ekki vigtað af toll- verði. Hinsvegar hefir bryti skips- ins, sem varð eftir í landi, haldið því fram, eftir að skip- ið fór aftur út á veiðar, að í skipinu hafi aðeins verið 425 kíló smjörs. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 26. febr. 1937 Bergur Jónsson“. Eins og sjá má af yfirlýsingu bæjarfógeta, ber skipsskjölun- um ekki saman við framburð FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.