Morgunblaðið - 13.04.1937, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 13.04.1937, Qupperneq 7
Þriðjudagur 13. apríl 1937. MORGUNBLAÐIÐ 7 Dagboft. 0 „Helgafell“ 59374157 — lY./y. — 2. Veðrið í gær (mánud. kl. 17) : Djúp lægð er nú um 800 km. suð- yestúi- af Reykjanesi og' muu |hreyfast ANA-eftir. Hún veldur (SA-hvassviðri og rigningu með 5— 7 st. hita á SV-landi. Norðan jlands og austan er hæg S-átt, úr- komulaust og hiti 0—6 stig. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Hvass A. Rigning öðru hvoru. í refabúi Sigurðar Arnalds í QKrossamýri gaut silfurrefalæða 8 yrðlingum nýlega, og lifa allir jyrðlingarnir. Er það mjög fátítt 'að silfurrefa læður eigi svo marga ýrðlinga, og ef til vill eins dæmi hjer á landi. En svo virðist vera með silfurrefi sem önnur dýr, að mikil frjósemi sje ættgeng. Móð- ir læðu þessarar, sem á 8 yrðling- ana, hefir á þrem árum eignast 19 yrðlinga og hafa þeir allir lifað. í dánarfregn ekkjunnar Guð- rúnar Guðmundsdóttur, sem birt var s.l. laugardag, misprentaðist, að Valdimar Stefánsson, sonur hennar væri stýrimaður á Sel- fossi; hann er stýrimaður á m.s. Daxfossi. í dag kl. 16 (4) eftir íslenskum tíma syngur Stefán Guðmundsson söngvari íslensk og ítölsk lög í út varpið í Hamborg. (FÚ). Eiinskip. Gullfoss fór frá ísa- fírði kl. 5 e.h. í gær. Goðafoss fór vestur og norður í gærkvöldi kl. 11. Brúarfoss fór frá Leith kl. 2 e. h. í gær áleiðis til Gautaborg- ar. Dettifoss er í Hamborg. Lag- arfoss er á leið til Austfjarða frá Leith. Selfoss fer snemma í dag til Keflavíkur, Vestmannaeyja og þaðan til Antwerpen og\ London. Sextugsafnvæli á í dag Guðm. Guðmundsson óðalsbóndi, Nesjum á Miðnesi. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Guðmundína Pálsdóttir og Sæ- mundur Magnússon, Bergþóru- götu 8. Happdrættið. f frásögn af öðr- um drætti happdr. ' isins í blað,- ínu á sunnudaginn misprentuðust tvö númer. Númer 24477 fjekk 100 kr. vinning, en nr. 10733 fjekk ekki vinning. 1000 króna vinningur misprentaðist 12457, en átti að vera 12459. f aflafrjettum frá Hafnarfirði í sunnudagsblaðinu misprentaðist lifrarmagn togarans Venusar. Hann fjekk 144 tunnur lifrar. Um mannrækt og kynbætur heitir fyrirlestur, sem Pjetur Sig- urðssou flytur í Varðarhúsinu í kvöld. Fjallar hann um afskifti menningarinnar af mannfjölgun. Háskólafyrirlestur á þýsku Dr. \V. Iwan flytur.í kvöld kl. 8 fyr- i rlestui' með skuggamyndum í háskólauum. Efni: „Eine Wissen- schaft erobert die Tecknik: Die chemiscbe Industrie". Ckíð&fjelag Reykjavíkur hætti við fyrirhugaða Kjölferð um síð- nstu helgi vegna þess hve illa leit út með veður á láugardagskvöld. í þess stað fór fjelagið upp á Hellisheiði, og var veður þar hið ákjósfinlegasta, en færi heldur lmrl. Mikill snjór er ennþá á Hellishéiði, í Bláfjöllum og víðar. Útvarpsumræður fóru fram í gær frá Alþingi um vinnulöggjöf- ina. Al’ hálfu Sjálfstæðisflokksins töluðu þeir Tlior Thors og Garð- .ar Þorsteinsson. — Það stóð til, að útvarpsunu'æður færu einnig fram í kvöld. um sjávarútvegs- málin, en þeim er frestað til föstu dagskvölds. samkvæmt ósk sósíal- ista. Kvennadeild Slysavarnafjelags- ins í Hafnarfirði heldur fund í kvöld í Hótel Hafnarfjörður. Útvarpið: Þriðjudagur 13. apríl. 8.00 Moi'gunleikfimi. 8.15 Enskukensla. 8.40 Dönskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Ljett lög. 19.30 Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 20.30 Erindi: Um Brahms (Þórð- ur Kristleifsson söngvari). 21.05 Symföníu-tónleikar: Tón- verk eftir Brahms (til kl. 22.30) LEYNIMAKK STJ0RN- ARFLOKK ANN A. FRAMH. AF SJÖTTU SÍÐU En fari svo, að Haraldur sitji og hin stærri ágreiningsmál innan þings verði leyst með fullu samkomulagi, hversvegna er þá ekki ihætt við þingrofið? Það sýnist svo sem grundvöll- urinn fyrir þingrofinu sje þá fallinn burtu. Hvað sem þessu líður mun þingrofið ákveðið. Það er ekki ágreiningurinn innan þings sem þessu veldur. Ekki heldur Kveldúlfsmálið, enda þótt það mál hafi í byrjun verið sett á| oddinn af sósíalistum. Þeir eru; fyrir löngu hættir að minnast á Kveldúlfsmálið. Þingrofið var ákveðið strax í haust, og var þá þegar skýrt frá því hjer í blaðinu. Það er hin m.egna og almenna óánægja kjósenda beggja stjórnarflokkanna, sem er raun- veruleg orsök þingrofsins. Kjósendurnir hafa staðið stjómarflokkana að svikum við fyrri kosningaloforð. Þess vegna eru þeir óánægðir. Og nú hugsa stjórnarflokk arnir sjer að blekkja kjósend- ur enn á ný, með nýjum loforð- um, sem auðvitað verða svikin eins og hin fyrri. En stjórnarflokkarnir byggja alla sína sigurvon á kommún- istum. Þetta er í raun og veru sama og fullkomin uppgjöf, þvú að þjóðin vill engin mök eiga við ofbeldis- og byltingalýð kommúnista. „Sitt er hvort, gæfa eða gervi- leikur", sagði Jökull, móðurbróðir Grettis, þegar Grettir sagði hon- um, að hann væri ráðinn í að fara til Þórhallsstaða og fást við Glám. Það tilkynnist vinum og ættingjum, að kónan mín, móðir, tengdamóðir og amma, Sophia Holm, andaðist að morgni 12. þ. mán., að heimili sínu, Laugaveg 20 a. Sophus Holm. María Buch. Marinus Buch. Adolf Holm. Pálína Guðmundsdóttir. Gunnlaugur Holm. Jóhanna Holm. Jörgen Holm. Sigurbjörg Holm. Georg Holm. Viktoría Kristjánsdóttir. Vilhelm Holm. Hreiðar Holm. Jarðarför móður okkar og tengdamóður, Kristbjargar Einarsdóttur, fer fram frá dómkirkjunni miðvikudaginn 14. þ. m„ og hefst kl. 1 e. h. með húskveðju á heimili hinnar látnu, Framnesveg 62 (litla Skipholti). Fyrir hönd fjarstaddra systkina og vandamanna, Bergljót Helgadóttir. Þorsteinn Ingvarsson. Jón Helgason. Maria Majasdóttir. Victor Helgason. Eygló Gísladóttir. Innilegar þakkir.fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför Einars Þórðarsonar, bónda á Norður-Reykjum. Ingibjörg Eyjólfsdóttir, börn og tengdaböm. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför elsku litlu dóttur okk&r, Bergþóru Sigurlaugar. Sólveig Pjetursdóttir. Erlendur Þorbergsson. Innileg þökk ykkur öllum, fjær og nær, sem hafið sýnt mjer samúð við fráfall Þuríðar Sigurjónsdóttur. Guðný Þ. Guðjónsdóttir. Það tilkynnist vimun og vandamönnum, að Laufey Þórðardóttir andaðist í gær að heimili sínu, Garðastræti 45. Reykjavík 13. apríl 1937. Aðstandendur. Það tilkynnist, að sonur okkar, Haraldur Hafsteinn, sem druknaði í Þorlákshöfn 4. þ. mán., verður jarðsunginn frá heimili sínu, Hverfisgötu 21 B, Hafnarfirði, miðvikudaginn 14, apríl klukkan iy2. Guðný Guðmttndsdóttir. Jón Brandsson. Elsku litla dóttir okkar, Guðný, sem andaðist laugardaginn 10. þ. mán., verður jarðsungin fimtudaginn 15. apríl kl. 1 frá dómkirkjunni. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Ragnhildur Pálsdóttir. Jón Sigtryggsson. Konan rnín, Sigríðar Þorleifsdóttur frá Háeyri, er andaðist 3. þ. mán., verður jarðsungin frá fríkirkjunni mið- vikudaginn 14. apríl. Húskveðja hefst frá Elliheimilinu kl. 1 e. hád. Jarðað verður í Fossvogi. Guðmundur ísleifsson. Jarðarför Kristínar Stefánsdóttur frá Núpstúni fer fram að Hrepphólum fimtudaginn 15. apríl kl. 1 e. hád. Kveðjuathöfn verður að Framnesveg 5 miðvikudaginn 14. apríl kl. IOV2 I- hád. Aðstandendur. Jarðarför móður okkar, Dagbjartar Magnúsdóttur fer fram frá dómkirkjunni fimtudaginn 15. þ. mán. kl. ll' f. h. Magna Einarsdóttir. Baldvin Einarsson. Jarðarför Margrjetar Símonardóttur frá Melshúsum, Leiru, er andaðist 3. þ. mán. að heimili sínu, Grund við Reykjanesbraut, fer fram frá fríkirkjunni 14. apríl klukkan 10y2 f. hád. Fyrir hönd vandamanna, Viggó Sámonarson. ........................... ■ ■■ ......................... Innilegar þakkir fyrir samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför konu minnar, móður okkar og tengdamóður. Þ. Edilonsson. Ben. Gröndal. Gunnar Þórðarson. Dóra Gröndal. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Magnúsar Guðmundssonar. Ágúst Thejll. Þökkum hjartanlega sýndan vinarhug við fráfall og jarð- arför hjartkæru dóttur okkar, systur,mágkonu og móðursystur, Jóhönnu Samúelsdóttur. Sjerstaklega viljum við þakka Alþýðublaðinu, ásamt starfs- ) fólki þess og prentsmiðjunnar. Ingibjörg Danivalsdóttir. Samúel Guðmundsson. Emma Samúelsdóttir. Sig ður Möller. Maja Ammendrup og Povl Ammendrup. Jóhann G. Möller. Tage Ammendrup og María Danivalsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.