Morgunblaðið - 23.05.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.05.1937, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. maí 1937. 1| 0 R 6 U N B EA.Ð IÐ > i ttget.i H.l. Arrakur, Reykjavlk. Rltetjðrari Jön KJartanaaon oc Valtýr Steflnaaon (ábyr*Bar»aUur). AaglýilMari Árnt Óla. Rltatjörn, aaglýilngar og afgTaltalat Auaturatrwtl t. — Slaal 1(00. ÁakrVftarg;jald i kr. t.00 & aaánuOl. # ’uusaaSlui 16 aura elntaklO — II aura aaeO Xiaabök. SANNLEIKURINN MUN SIGRA. S-Unnj|Ajnunc[ .mniAO ijsegæij ar ranðliðanna er sannleik ríúrinn. Þeir hafa hann yfirleitt á móti «jer, ojr [>að er mjög erfitt. Ilann dylst kannske um stund ef duglefra er mokað ofan á hann, en hann rís altaf upp úr hverri gröf -— fyr eða síðar. Þetta stafar af þeirri einföldu staðreynd, að sannleikurinn er það sem er, en lýgin og vitleys- an er það sem er ekki. Sannleikurinn er virkileikinn, 'ílýgin er blekking. Þess vegna kemur munur á •sannleika og lýgi áltaf frarn fyr .«ða síðar. Bf skipstjóri trúir þeirri lýgi, að þar sje djúpur sjór, sem raun verulega er land, þá rekst hann , á það. * Þennan nauða leika, sem í raun, <einfaldur, að það því broslegt að frá' honum, ættu einfalda sann- og veru er svo virðist næstuni vera að segja menn að at- huga í stjórnmálunum meira en þeir virðast gera. Þar gangast á sannleikur og ilýgi, vit og vitleysa. En það er . eins og menn geri sjer þetta • ekki fullkomlegíi lEjóst, og sumir virðast úlíta. að vel geti verið að lýgin og vitleysan geti þar . oft, og einatt stýrt góðri lukku. Hvað segir mi reynslan okk- mr um þettg? Ef við lítum á síðasta áratug, iþá hefir það ekki brugðist, að ■ skoðanir Sjálfstæðismanna hafa reynst rjettar. Reynslan hefir í -sífellu staðfest þær og með því • sýnt, að þær hafa verið sann- ! leikurinn, virkileikinn. Nefna mætti örfá tlæmi af Ihandahófi. Sjálfstæðismenn jiögðu það fyr iir, hve mikið ríkisskuldirnar Jhlytu að hækka með stjórnar- . aðferð framsóknar og sósíalista. I Þeir íbáru mjög á móti og kváðu . allan þeirra búskap borga sig. Reynslan kom og sýndi, að • staðhæfing Sjálfstæðismanna • stóðst svo, að engu mun^ði. Þó ,að reynt væri að blekkja með í fölsuðum landsreikningi meðan ; kosningarnar stóðu fyrir dyrum, < og þó að sú fölsun hjálpaði þeim til sigurs 1931, þá kom sannleik jurinn í ljós. Hann kom í það sinn of seint í ljós til þess að bjarga þeirri Þjóð, sem hefði þurft á því að halda. Þjóðin beið ósigur vegna þess að of margir ljetu leiðast . af lýginni. En sannleikurinn kom í ljós, . her og nakinn. * Ýmisleg fyrirtæki sósíalista r hafa farið af stað með þeirri um • sögn Sjálfstæðismanna, að þau gætu ekki staðist. Það hefir verið mokað ofan á sannleikann, og alt hefir virst í „lukkunnar velstandi“. Það var t. d. ekki lítill völlur . á síldareinkasölunni sælu, þegar hún fór af stað. Hún átti m. a. . ekki að þurfa neitt rekstrarfje. Enga þekkingu þurfti liún held- ur. En hún þurfti brátt rekstrar- fje. Og þekkinguna hefði hún þurff að hafa frá upphafi. Sannleikurinn, lieldur ægileg- ur á svipinn, reis upp úr gröf sinni, og enn er verið að borga hundruð þúsunda króna fyrir það, að menn trúðu lýgi þunn- fylkingarinnar en’ ekki sannleika Sjálfstæðismanna. Samvinnuútgerðirnar og bæj- arútgerðirnár hafa byrjað í trausti til blekkinganna, og fall- ið fvrir virkileikanum, þeim blá- kalda virkileika, að útgerð bar sig illa þegar fullyrt var að út- gerðarmenn rökuðu saman fje. Um ótakmörkuðu samábyrgð- ina í kaupfjelögunum var sann- leikurinn sagðuðr strax 1921, er samvinnulögin voru sett. En lýgi var þyrlað upp á móti, og hún blindaði um langt skeið. En sannleikur gamli er risinn upp, og nú liafa sjálfir SÍS- mennirnir, lagt hönd á þennan ,,dýrgrip“ sinn og afnumið sam- ábyrgðina. Hefði það nú ekki verið sigur fvrir þjóðina að fylgja því rjetta frá upphafi ? Sjálfstæðismenn hafa bent á það mörg hin síðustn árin, hvað gera þyrfti til viðreisnar sjávarútveginum: Ljetta af út- flutningsgjaklinu, efla fiskveiða- sjóð til lánastarfsemi, stofna rekstrarlánafjelög, breyta um verkunar- og söluaðferðir o. s. frv. En eftir að þjóðin hefir beðið ógurlegt tjón við andstöðu þunn- fvlkingarinnar, sem m. a. var ó- fáanleg til að afnema útflutn- ingsgjaldið, rís nú sannleikurinn upp og heimtar sitt. * Svona mætti lengi telja. Sjálfstæðisfloklcurinn getur, verið mjög rólegur. Hans tími kemur, þegar sannleikurinn er búinn að koma nógu oft í ljós til þess að þjóðin vakni. En það er hörmulegt að vita til þess, ef þjóðin á oft að bíða ósigur í baráttu sannleikans við lýgina. Og það er vonandi, að það verði ekki oft hjeðan af. Á meðan svo er, verður engin von um bata. Það verður aldrei fyr en þjóð- in snýr sjer einhuga að stefnu þess, sem sannleikann veit og segir hann afdráttarlaust. Sigur Sjálfstæðisflokksins verður sigur þjóðarinnar. í". Gardínu- stangir i nýkomnar. Ludvlg Sforr Laugaveg 15. Hi % -- Heykjavfhurbrjef — 22. mai. K5 SKffii.BKSSSffiíSSfiSSiHiHiHiHHSffiK'íiSiBiSSiKHK Framboðin. íðan framboðsfrestur rann út i að livöldi þess 19. maí, er fenginn heildarsvipur kosninga- baráttunnar. Samstarf stjórnar- andstæðinga, Sjálfstæðismanna og Bændaflokksins, var kunnugt áð- ur — enda hefir aldrei þurft að fara með það í neina launkofa. Það er eðlilegt, að allir, hvar í flokki sem þeir annars standa, sameinist gegn sundrungar- og eyðingaröflum rauðu flokkanna, sameinist um það, að halda uppi núverandi þjóðskipulagi, til að vernda einkaframtak og eignar- jett manna, og skipist í fvlking til þess að lialda nýfengnu sjálf- stæði þjóðar vorrar. En alt öðru máli er að gegna með rauðu flokkana. Forsprakk- ar Framsóknar, sem þykjast starfa á þjóðlegum lýðræðisgrund velli, eiga erfitt með að leiða flokksmenn sína til fylgis við hinn erlenda einræðis- og byltinga- flokk, kommúnista. Og- jafnvel Alþýðuflokksmenn sætta sig misjafnlega við, að ganga til samvinnu við kommún- istana, sem leynt og ljóst vinna að blóðugri byltingu í landinu, og hlýða fyrirskipunum í smáu og stóru frá miðstjórninni í Moskva, eins og Finnur Jónssonn hinn ís- firski rækilega benti á í Alþýðu- blaðinu í nóvember síðastliðnum. „Náðarbr auðið“. n samt hafa báðir þessir stjórnarflokkar gert beint kosningabandalag við fulltrúa hinnar erlendu byltingastefnu. Þar sem stjórnarflokkarnir geta vænst stuðnings, sem um munar, frá kommúnistum, þar er sá stuðn íngur látinn í tje, svo sem á ísa- firði, í Vestur- og Norður-ísa- fjarðarsýslu, í Strandasýslu, Vest ur-Húnavatnssýslu, Skagafirði, Norður-Múlasýslu, á Seyðisfirði, í Árnessýslu, og í Hafnarfirði. Finnur Jónsson, sem nýlega hef n* lýst kommúnistum sem ærsla- gjornum flónum, er enginn geti treyst, því þeir verði að Iilíta boði og banni erlendra byltingamanna, biður nú þessa menn um að styðja sig við kosningarnar. Nýlega var Haraldur Guðmunds son á fundi í Vestmannaeyjum, ásamt ísleifi Högnasyni. Þar benti Isleifur ráðherranum á, að hann skyldi liafa sig hægan gagnvart kommúnistum, því Haraldur hefði hlotið þingsæti sitt með aðstoð kommúnistanna og lifði á þeirra náðarbrauði. Þessum ábendingum liefir Har- aldur Cruðmundsson svarað með því, að biðja kommúnista um sama „náðarbrauðið“ áfram. Þannig mætti lengi telja. Með tilstyrk kommúnista ætlar stjórn- arfylkingin (þunnfylkingin, sem nú er kölluð), að reyna að ná meirihluta við kosningaruar. Afstaða bænda. Eins og kunnugt er byrjaði Framsóknarflokkurinn starf sitt sem bændaflokkur. Þó voru frá upphafi þeir menn innan um í flolcknum, er gátu eklri sætt sig við, að nefna flokkinn Bænda- flokk. Hitt auðkennið þótti þeim mönnum hentugra, sem frá önd- verðu stefndu að samstarfi við sósíalista. í ' skjóli Framsóknarflokksins hefir flokkur sósíalistanna dafn- að. Og þeir hafa komið sjer upp Alþýðusambandi Islands, sem fjrrst og fremst er hagsmunasam- tök tiltölulega fárra brodda inn- an Alþýðuflokksins. Enn stefnir Framsóknarflokkur irin að því, að veita sósíalistum aðstöðu til þess að efla vald Al- þýðusambands íslands yfir at- vinnurekstri landsmanna til sjáv- ar og sveita. En takist þeim sós- íalistum eínhverntíma að verða svo öflugir í landinu, að þeir þurfi ekki lengur á aðstoð Fram- sóknarflokksins að lialda, þá- leggja Alþýðuflokksbroddarnir þenna „milliflokk“ frá sjer, eins og útslitna skjólflík, og láta sig engu skifta lengur, hvort Fram- sóknarbændum líkar betur eða ver. Sigurvonin. Með degi hverjum sjá fleiri og fleiri bændur ,að þetta er rjett. Bændur, sem fram til þessa hafa fylgt Framsóknarflokknum að málum, viðurkenna, að sósíal- istar hafa þegar tej'int Framsókn alt of langt í áttiria til Moskva. Þegar þessir bændur athuga nú, á hverju stjórnarfylkingin byggir sigurvonir sínar, geta þeir ekki lengur fylgt Framsóknarflokknum að málum. Þeir viðurkenna, að Alþýðu- flokkurinn hafi teygt þá Tíma- menn of langt til vinstri. En nú stefnir stjórnarfylkingin að því, að það verði Kommúnistaflokkur Íslands, sem fái úrslitaatkvæðin á Alþingi. Að lialdið verði með ennþá meiri hraða í einræðis-, þjóðnýtingar- og byltingarátt. Þeir þurfa líka að geta fengið greiða afgreiðslu á þeim tíma ver tíðar, þegar veiðin er mest. I fyrrasumar, meðan mestur síldaraflinn var, lágu síldveiða- skipin við bryggjur með fullfermi dag eftir dag, ári þess að geta fengið afgreiðslu. Þannig spiltist atvinna sjómannanna. stórlega, vegna þess hve mikill hluti af dýr mætasta veiðitímannm fór for- görðum. Hjalteyrar- verksmiðjaH. Pað er fróðlegt fyrir sjómenn, sem síldveiðar ætla að stunda í sumar, að sjá hvernig sósíalistar tóku í það, þegár til mála kom að bæta úr þessu svo um munaði. Lengi vel vonuðnst. sósíalistar eftir því, að Kveldúlfur yfði knú- inn til að hætta starfrækslu sinni á þessu ári. Þá var um leið girt fvrir, að ný síldarverksmiðja kæmist upp á Hjalteyri. Sjómenn áttu að fá að verða af veiði og sumarkaupi ekki síður en í fyrra. Að því stefndu sósíalistar. Og þó þeir yrðu að sleppa allri von um að koma Kveldúlfi á knje, sleptu þeir ekki þeirri „hugsjón“ sinni fyrri en í síðustu lög, að koma í veg fyrir, að hin nýja síldarverksmiðja yrði reist. Leyfið til verksmiðjubyggingar- innar gaf Haraldur Guðmundsson ekki fyrri en meirihluti þingsins rak hann til þess. Finnur Jónsson, sem á að vera málsvari sjómanna er síldveiðar stunda, reyndi a8 fá Alþingi til að samþykkja á síðustu stundu, að heimtað yrði af Kveldúlfi að minka Hjalteyrarverksmiðjuna um helming! Þessi er umhyggja Finns fyrir að bæta atvinnu sjómánna. Sjávarútvegsmálin. Eftir afskifti stjórnarliðsins af sjávarútvegsmálum á síðasta þingi, eiga sjómenn ekki erfitt með að átta sig á því, hvaða flokki þeir eiga að fylgja við kosningamar í vor. Kosninga númer sósíalista, er þeir á síðasta þingi sneru við blaðinu, og tóku upp sömu málin, sem þeir áður höfðu barist gegn, sato sem afnám útflutningsgjalds, Fiskiveiðasjóð o. fh. er of gagn- sær yfirdrepsskapur til þess þeim verði trúað til nokkurrar einlægni í þeim málum. Sjálfstæðismenn báru fram á þinginu frumvarp um bygging hraðfrystihúsa fyrir sjávarútveg- inn. Allir vita og viðurkenna, að liraðfrystingin er sú leið, sem ís- lensk útgerð verður að leggja megináherslu á. En hvað gera sósíalistar, þegar borið er fram frumvarp til að leysa það mál á varanlegan hátt? Yiðurkenna í orið nauðsyn málsins — og tefja síðan svo fyrir því, að það dagar uppi. U' Síldveiðarnar. il þess að sjómenn geti fylli- lega notið síldveiðanna, er ekki nóg að þeir fái skiprúm T Hlutverk Bjarna Ásgeirssonar. mbrot Finns Jónssonar til þess að draga úr atvinnu tekjum sjómanna er síldveiðar stunda, minna á hlutverk Bjarna Ásgeirssonar, það er hann tók að sjer á Alþingi í mjólkurmálinu, fyrir höncl flokks síns. Þeir Pjetur Magnússon og Þor- steinn Briem báru fram frumvarp um það, að efla verðjöfnunarsjóð mjólkur, með því að leggja toll á aðflutt kjarnfóður og gera ráð- stafanir til þess að tryggja mjólkurmarkaðinn. En Bjarni Asgeirsson snerist öndverður gegn þesstjm tillögum, er miða að því að bæta og tryggja afkomu mjólkurframleiðenda. Hann sagði, að mjólkurframleiðsl- an þyrfti að minka. Og til þess hafði Bjarni fundið það snjall- ræði, að lækka mjólkurverðið, svo afkoma bændanna versnaði, þeir uppgæfust fleiri og fleiri við sveitabúskapinn. Það er bankastjóri Búnaðar- bankans, sem kemst að svona nið- urstöðu. Verður af þessu sem ýmsu öðru ráðið að bændaumhyggja Framsóknarflokksins er ískyggi- lega farin að nálgast núllpúnkt- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.