Alþýðublaðið - 03.06.1958, Síða 4
4
Alhýðublaðið
Þriðjudagur 3, júní 1958
ÉG SPURÐI vitran vin
xhiiih: „Er þingræðið að gefast
upp í Frakklandi? Hefur reynsi
an sýnt, að mennirnir 'eru ekki
I'ærir um að njóta þess frelsis,
«em þeir öðluðust 'eftir mikla
láaráttu, blóð og tár? Hafa mót-
fietningarnar í þjóðfélaginn valfl
íið því, að eklti er Iiægt að
stjórna samfélagsþeiidimii með
Jiag og velferð alirá manna íyrir
augum?
VINUR MINIST horíði í gaunn
■ir sér og svaraði:;‘;,Það er ekki
-gott að ségjaj' en reynsían í
Þýzkalandi ög, í Fraklandi virð-
ist benda til þess.’’ Áður en Hit-
.ter hrifsaði' Voldin voru um
Íjörutíu stjórnmálaflokkar í
tpýzkalandi og þar ríkti hin arg
-asta ringulreið, ékki var hægt
að myndá'samstarfshsefar stjórn
ir. Baráttan miðaðist við flokk-
ana, en ekki þjóðarhagsmuni.“
SVO LEIT IIANN UPP og-
sagði: ,,Ég vildi ekki vera í spor
um frönsku jafnaðarmannanna
nú. Þeir eiga aðeins tveggjakosta
Einræðið sýnir klærnar.
Er fólkið ekki nógu
þroskað íil þess að njóta
frelsisins.
Hugsjón jafnaðarstefn-
unnar.
Staðreyndir, sem blasa
við.
völ: Að. samþykkja valdatöku de
Gaulle og afhenda þar með völd
in í hendur eins ma-nns, sem
styðst við herinn, en þar með aí-
sala þeir um leið réttinum, sem
fólkið á við kjörborðið, að
-je jca b;;3cI ‘uuotjs jos BpuÁui
Nr„5/1958.
Innflutningsskrifstofan hefur í dag ákveðið æftirfar
andi hámarksverð á selda vinnu hjá raf’virkium.
I. Verksíæðisvinna og viðgerðir:
Dagvinna ......................... Kr. 43,00
Eftirvinna ......................... — 60,20
Næturvinna ...................... — 77.40
i II. Vinna við raflagþir:
Dagvinna ......................... Kr. 41,00
•i Eftirvinr.a ....................... .— 57,40
Næturvinna ......................... — 73,40
Söluskattur og útflutningssjóðsgiald er innifalið í
verðinu og skal vinna, sem undanþegin er giöldum þess
um vera ódýrari sem þeim nemur.
Reykjavík, 1. júní 1958.
Yerðlagssljórinn.
neitun á grundvallarsjónarmið-
um jafnaðarstefnunnar.
HINN KOSTURINN er sá, að
taka upp baráttuna við herfor-
ingjana og einræðishneigðina
við hlið kommúnista, hefja með
þeim allsherjarverkföll, láta
verkamennina taka verksmiðjur
og önnyr grundvallartæki í þjóð |
félaginu á sitt vald og berjasi í |
götuvígjunum — og eiga svo á ^
hættu-, að forustumennirnir -
verði myrtir eftir valdatökuna,
hent út um glugga, eins og Jan 1
Mazaryk, eða gerðir óvirkir á j
annan hátt og kommúnistar sett
ust einir aU völdunum.
ÞETTA EE einhver hræðileg-
asta aðstaða, sem nokkur jafn-
aðarmannaflokkur hefur komizt
í frá upphaíi. Það er bersýni-
. legt, að de Gaulle leggur á það
höfuðáherzlu að fá jafnaðar-
menn í lið með sér. Ég efast um
að jafnaðarmannaflokkurinn
franski komi heill út úr þessari
ógurlegu eldraun.“
ÞETTA SAGÐI hinn vitri vin
ur minn. Það er að vonum að
merin ræði nú mjög, jafnvel
hér, um atburðina í Frakklandi.
Þetta eru heimssögulegir atburð
ir, sem munu haía stórkostlega
þýðingu „ um ófyrirsjáanlega
framtíð. Maður óttast, að sagan
sé að leiða í Ijós ,að fólkið hafi
ekki nægán þroska til þess að
njóta þess andlega frelsis, sem
hefur verið hugsjón og inntak
jafnaðarstefnunnar — og hún
hefur fært því fremur en nokk-
ur önnur kenning, að kristin-
dcminum undanskildum.
ÞAÐ VÆRI HÖRMULEGT ef
þetta kæmi í ljós. En alls staðar
sér maðúr einkenni þessa, jafn-
vel liér í átökum milli flokka og
milli stétta. Og óhjákvæmilegt
er að benda á þá staðreynd, að
öruggast er stjórnarfarið og
heilladrjúgust starfsemin fyrir
þjóðarheildina, þar sem komm-
únistaflokkar njóta minnst fylg
is — og þeir eiga engin ítök í
verkalýðshreyfingunni, eins og
á Norðurlöndum og í Bretlandi.
Þar stafar engin hætta af stór-
eignamönnum eða hernaðarklík
um. Engum dettur í hug, að efna
til einræðis.
Hannes á horninu.
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
K
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
■c
s
s
s
s
s
©AMAN .sfálvara*
-«í. J
FANGAHUSIÐ —
Fangahúsið í neðanverðu
Arnarhólstúni *) hafðj verið
reist með mikilli röggsemi á
árunum 1759—1764. Það var
eitthvert allra stærsta og
veglegasta hús á landinu og
má af því sjá, hve mikils
hefur þótt við þurfa. Vekur
það raunar nokkra furðu, að
stjórnarvöld, sem allt klipu
við neglur og skáru hverju
fratelfaramáli það þröngan
stakk, að hann stóð á beini,
skyldu rausanst til að byggja
svo veglegt tugthús. En fyr-
ir slíka stofnun þótt; þörfin
brýnust og nauðsynin svo
knýjandi, að enga bið byldi.
Því voru opnaðar hinar
rammlega læstu hurðir rík-
isfjárhirzlunnar og stórhýsi
reist í túnjaðrinum við Arn-
arhól.
Megintilgangurinn með
byggingu fangahússins mun
hafa verið sá, að geyma þar
*) Það er nú Stjórnarráðs-
húsið.
flakkara og flækinga, sem
ekki fengust til að vinna, en
fóru um sveitir iðjulausir og
betlandi. Var svo mikið orð.
ið af þess konar fólki um
miðbik 18. aldar, að til
stórra vandræða horfði.
Plága þessi átti sér að sjálf-
sögðu víðtækar þjóðfélagsleg
ar orsakir, er hér verða lítt
raktar. Þegar hart var í ári
og hallæri gengu, hraktist
fjöldi fólks á vergang. Sum-
ir d'óu drottni sinum, aðrir
skrimtu af og lifðu á náðar-
brauði. Þeir mi'sstu smám
saman hvötina til að biarga
sér, týndu niður að vinna,
urðu að e.ins konar strand-
góssi, öllum til ama. Þessurn
landslhornamönnum var ætl-
að rúm í tugthúsinu og
skyldu þeir dunda þar við
ýmis bonar s.törf. Hér var
því í raun og veru um eins
konar letigarð að ræða. Stór
glæpamenn voru ekki látnir
taka þar út re'fsingu sína.
Þeir voru sendir á „rasphús.
ið“ í Kaupmannahöfn. En oft
var þeim stungið inn í fanga
hús Reykjavíkur um lengri
eða skemmri tíma, bæði með
án þeir biðu dóms, og eins
eftir að dómur var upp kveð-
inn, unz ferðir féllu til Dan-
merkur. Þá var það ekki
sjaldgæft, að sveitalimum
Væri komið fyrir í tugthús-
inu, jaifnvel heilum fjölskyld
um, unz þeim hafði verið
ráðstáfað á einhvern annan
veg. Einnig má geta þess, að
tugthúsið naut stundum
heimsóknar meiri háttar
gesta. Það var langsamlega'
veglegasta byggingin í bæn-
um, neyddust stjórnarvöld-
in til að býsa þ'ar ýrnislegt
stórmenni, þegar svo bar
undir. Voru .tugt'húskmirnir
þá færðir í annan endann, en
hinn hlutinn gerður að-setur
stórmennis þess, sem hlut
átti að miáli. Landsnefndar-
mennirnir svonefndiu höfðu
bækistöð sína í tugthúsinu
allan þennan tíina, sem þeir
dvöldu í Reykjavík, og svo
m:un oftar hafa verið.
(Gils Guðm.: ísl.
athafnamenn I.)
s
s
s
s
s
L
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Siotygor í dag
í DAG er Jens Kristjánsson,
Nönnustíg 2, Hafnarfirði, 70
ára. Hann er fæddur 3. júní
1888 að Bár 1 Eyrarsveit. Ung-
ur að árum flutti'st hann með
foreldrum sínum, ásamt siór-
um systkinahóp að Hauka
brekku í Ftóðárhreppi. Ólst
hann þar upp til fullorðins ára.
Jens Kristjánsson
Snemma varð hann dugnaðar-
maður til sjós og lands, kátur
og skemmtilegur í viðræðurn
og driffjöður í öllu skemmtana
lífi sveitarinnar. Á þeim árum
kynntist hann Þorgerði Guð-
mundsdóttur frá Geirakoti í
sömu sveit, mestu dugnaðar og
myndar konu. Þau giftust árið
1912 og byrjuðu þá búskap í
Geirakoti og bjuggu síðar á
Haukabrekku. Árið 1925 flutt-
ust þau til Hafnarfjarðar og
hafa búið þar síðan. Þau eign-
uðuist 6 mannivænleg börn,
þrjár dætur og þrjá syni.
Drengirnir eru allir dánir, en
tvær dætur þeirra búa í Rvík
en sú yngsta býr á móti for-
eldrum sínum á Nönnustíg 2 í
Hafnarfirði. Jens stundar rm
fisksölu og hefur gert það t
mörg ár, Hann er enn kátur og
fjörugur og hrókur alls fagn-
aðar. Er hann varaformaður í
Kvæ ð a'man naíél agi Hafnar-
fjarðar og er þar með líf; og
sál eins og annars staðar. Enrj
fremu;- er hann meðlimur st.
'Morgunstjarnan í Hafnarfirði.
Ég gæti trúað að margir
heimsæktu Jens í dag, því að
hánn á marga kunningja og
vini. Enda er heimilið mesta
greioa- og myndarheimili. Ósjká
ég svo Jens Kristjánssyni allr-
ar blessunar í framtíðinni og
að ævikvöldið verði honum
bjart og blítt.
Kunnugur.
Á NÖNNUSTÍGNUM númeý
tvö
ný rís aldursbára.
Húsbcndinn þar sagður sjö
sinnum tíu ára.
Þannig allir þekkja Jens,
þar fer sómamaður.
Hvort er andbyr eða len>
alltaf hress og glaður.
’ ’ 1
Vökull ert og viðbragðssnar,
— Vinarþelið boðið’. —
En kátastur þá koniurnar
kaupa af þér „í soðið“.
i
Víst, án gamans, vimir kær
vlinamargur ertu,
þar á sönnur fjöldinn fær
að félagslyndur sértu.
Þér, með ósk um unaðshag
innri gleðikennda,
veit ég margir vilja í dag'
vinarkveðju senda.
/
Lukkudís á lífs þíns bát
lægi öldufaldi,
hafi í stafnli á grynnum gát,
Gæfa um stýrið haldi.
Jón Helgascn.
0. Júnír 1158.
Þeir, sem hafa hugsað sér að sækia um levfi til veit
ingasölu í sérstökum skálum eða tiöldum í sam-
bandi við hátíðaTsvæðið 17. iúní, fá umsóknareyðublöð
í skrifstofu Strætisvagna Reykjavíkur, Traðarkotssund^
6.
Umsóknir skulu hafa borist nefndinni fvrir hádegi
hinn 10. þ. m.
ÞjóSháííðarnefnd Reykjavíkur.
Nr. 6/1958.
Vegna erfiðleika fiskverzlana í Reykjavík og ná-
grenni á öflun nýrrar ýsu yfir sumarmánuðina hefur
ínnflut’ningsskrifstofan ákveðið að heimila nokkra verð
hækkun á nýrri báta-ýsu á fyrrgreinduim stöðum á tíma
bilinu 1. júní til 15. október 1958, og verður þá útsölu-
verðið sem hér segir:
Ný báta-ýsa:
a) Slægð með haust Kr. 3,35 pr. kg.
b) slægð og hausuð Kr. 4,00 pr. kg.
Reykjavík, 31. maí 1958.
Verðlagutjórinn.