Morgunblaðið - 31.08.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.08.1937, Blaðsíða 2
MORG UNBLAÐIÐ 2 Þriðjudagur 31. á£Úst 1937. Kínverskar flugvjelar skjóta á amerískt skip. Ekki -- árásarsáttmáli Kínverja og Rússa. íslensk menning og suðræn menning. _____ Kfiofii í "ær. FU. r. Sigfús Blöndal bóka- vörður við konunglega bókasafnið í Kaupmanna- höfn, er nýiega lagður af stað í ferðalag til Suður- landa. Tilsangurinn með för inni er sá, að rannsaka hvað finnast kynni í suðrænum borgum, sem gefið gæti upp lýsingar um samband ís- lenskrar fornmenningar við suðræna menningu. Hefir dr. Blöndal fengið styrk til bessarar farar, úr Rask-Örsted sjóðnum. Hann ráðgerir að verða að minsta kosti fjýra mánuði á þessu ferðalagi — fér fyrst til Bari á Ítalíu, þaðan til (rrikklands og þvínæst tif Konstantínópel og ráð gerif að dvelja þar um hríð. Dr. Sigfús Blöndal hefir í smíð urp rit um .yæringja í Mikla- garði, og er förin til Konstantín- ópel gerð í því 'skyni að afla efn- is til þéssa rits. Sámá máli gégnir um förina til Bari. éh það þykir sannað mál, að eihmitt þar hafi Væringj- ar einatt haft bækistöð sína. ÍSLENSK TUNGA VIÐ HÁSKÓLANN í CHICAGO. Amorgun leggur sænski fræði- Inaðnrinn Dag Strömbeck sem er dósent við háskólann í Lundi, af stað til Chieago til þess að halda fyrirl'éstra við háskól- ann þar um íslenskar fornbók- mentir og íslenska tungu. Auk þess mun hann flytja yfir litserindi um seinni tíma bók- mentir á Norðurlöndum. Stjórn háskþlans hefir boðið Strömbeek að kpma vestur og flytja þessa fyrirlestra, og ber þetta með öðru fleiru vott um, að áhugi fyrir forníslenskum fræð- um fer vaxandi í Bandaríkjun- um. (FÚ) Svar Breta ekki komið. Morgunblaðið spurði forsætis- ráðherra að því í gær, hvort komið væri svar frá bresku stjórninni við fyrirspurn is- lensku stjórnarinnar í sambandi við mannránin: ■ i. Svarið er ekki komið ennþá, svarar forsætisráðherra, en það mun vera á Jeiðinni. Blóðveldi Stalins. Rððin komin að ríkisbú- görðunum. London í gær. FU. Hreingerningin“ meðal trún aðarmanna og opinberra starfsmanna í Rússlandi heldur enn áfram og er nú kornið að starfsmönnum ríkisbúgarðanna. í Norður Kákasus hafa 13 dýra læknar verið teknir fastir og eru sakaðir um eyðileggingarstarf- semi af ráðnum hug, meðal ann- ars með því að eitra fyrir búpen- ing. Mál þeirra er fyrir rjetti. I Leningrad hafa sex embættis- menn á ríkisbúgörðum verið tekn ir af lífi fyrir að hafa baft svik í frammi við kynbótatilraunir, sem jieir áttu að reka og fyrir að liafa beitt ofbeldi við bændur. Þá hefir annar hópur opin- berra starfsmanna verið tekinn fastur í Leningrad og verið sak- aður um skemdarstarfsemi á sviði garðræktarinnar. Samningur Kin- verja og Rússa Berlín í gær. FÚ. ðalefni friðarsáttmála þess, er Sovjet-Rússland og Kína hafa gert með sjer er á þessa leið: 1. grein hafnar algerlega stríði, sem aðferð til að leyáa úr deilumálum þjóða í milli. 2. grein mælir svo fyrir að báðar þjóðir skuldbindi sig til !að styðja á engan hátt árásar- þjóð er á aðra þeirr kynni að ráðast, nje gera neinskonar sam komulag eða samninga við árás arþjóðina er orðið gætu til ó- hagnaðar fyrir þjóðina sem ráð ist var á. 3. grein kveður á um það, að rjettindi og skyldur sem leiða af fyrri samningum, er bæði ríkin hafa verið aðilar að skuli standa í gildi óbreytt. 4. grein ákveður fjögra ára samningstíma og framlengist gildi enn um 2 ár, ef honum hefir ekki verið sagt upp með sex mánaða fyrirvara áður en hin fjögur ár eru liðin. Eimskip. Gullfoss er í Reykja- vík. Goðafoss er í Iíamborg. Brú- arfoss kom til Leilh í gærmorg- un kl. 11. Dettifoss er á Akur- eyri. Lagarfoss var á Hólmavík í gærmórgun. Selfoss fer vestur og norður um land til útlanda í dag. Harðorð orðsending Breta til Japana. „Ekkert afsakar árásina á breska sendiherrann“ PRÍR mikilvæg ir atburðir, sem geta hver fyrir sig haft örlagaríkar afleiðing- ar eru í fregnum frá Kína—Japan- styrjöldinni í kvöld. SJÖ MANNS særðust, tveir þeirra hættulega, og þrír bil- uðust á taugum, er fjórar flugvjelar gerðu sprengju- árás á ameríska farþegaflutningaskipið „President Hoover“. Kínverskar flugvjelar stóðu að þessari árás. (Skv. Lundúnaútvarpinu FÚ). ORÐSENDING BRETA til japönsku stjórnarinnar út af árásinni á breska sendiherrann í Kína, hefir verið lögð fyrir stjórnina í Tokio. Reuter segir, að ef Jap- anir skyldu neita að verða við kröfum Breta, muni það tæplega leiða til hefndarráðstafana af hálfu Breta, heldur muni það setja á japönsku þjóðina stimpilinn „þjóð sem ekki virðir alþjóðarjett“. Japan- ir geta gengið að kröfum Breta án þess að auðmýkja sjálfa sig, segir Reuter, (símar frjettaritari vor). KÍNVERJAR og Rússar hafa gert með sjer ekki-árásar- sáttmála, sem gildir til fimm ára. Þessi sáttmáli hefir vakið ugg í Japan og er því haldið fram meðal máls- metandi manna, að j sáttmálanum sje leyniákvæði um gagnkvæma aðstoð í hernaði: þ. e. að samningurinn feli í sjer hernaðarbandalag. Segja Japanir að Rússar sjeu nú reiðubúnir til að senda hergögn til Kína „og þannig er Nanking-stjórnin orðin verk- færi í höndum Komintern (alþjóðasambands kommúnista) tii þess að breiða út bolsjevismann í Austur-Asíu“. Fulltrúi í utanríkismálaráðneyti Kínverja hefir sagt frá því, að samningurinn hafi verið gerður til fimm ára, og ef Japanir , / í 1 la VÍ r, ÍJ • vilji aðeins láta.af yfirgansgtefnu sinni í Norður-Kína, þá muni Kínverjar jafn fúslega semja við Japani á svipaðan hátt og við Rússa, enda sje tiigangur samningsins sá, að efla friðinn í Aust- urúlfu. (Skv. FÚ). ✓ i h 'i OI ’ V1; ÁRÁSIN Á PRESIDENT HOOVER. London í gær. FÚ, Rf ftir árásina á ameríska farþegaflutningaskipið „President Hoover“, hefir Bandaríkjastjórn skipað svo fyrir að ekkert skip frá Banda- ríkjunum megi Ieita hafnar í Shanghai, fyr en friður er kom- inn á. Árásin á skipið var gerð við Yangtze-vitann, skamt frá Woosung. Japönsk herskip lágu þarna í grend. SVAR BRESKU :a j STJÓRNARINNAR. :|í orðsendingu bresku stjórn- arinnar til stjórnarinn- ár í Japan, er lögð áhersla á að með árásinni á breska sendi- herrann í Kína hafi japönsku fiugmennirnir gerst brotlegir við hinar elstu rótföstu reglur mannúðarinnar og þjóðarrjett- arins, sem ekki leyfir að ráð- ist sje á friðsamlega borgara ( non-combattants ). Kröfur bresku stjórnarinnar 'tll Japan út af árásinni, eru þrjár: Brot úr sprengikúlu frá hin- um fjórum kínversku flugvjel- 1) að þeir biðji formlegrar fyr- irgefningar, FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. FRAMH. Á SJÖTTU SÍDU —Islendingar—x hækka á vöxt. Khöfn í gær. FTT. í gær var sett í Uppsöium í Svíþjóð, mót norrænna líf- eðlisfræðinga. Jón Steffensen prófessor flytur á mótinu er- indi um vöxt íslendinga. — Hann hefir í viðtali við blöð látið í Ijós þá skoðun, að öíd- um saman hafi íslendingar verið að hækka á vöxt. Ennfremur, að í ráði sje, að grafa upþ gamla íslenska bæi sem farið hafi í kaf við eldsumbrot og megi af þeim rannsóktium fá ýmsa mikils- verða fornfræðilega og ef til vill mannfræðilega vitn- eskju. Ilirota, utanríkismálaráðherra Japana, Sókn rauðliða við Saragossa. London í gær. FÚ. Spánska stjórnin tilkynnir, að her hennar sæki frant á Saragossá-Huésca vígstöðv- unum. Vissa er fyrir því, að á þessum slóðum hafa uþpreisn- armenn gert harðvítugar gagn- árásir og jafnvel viðurkent f stjórninni að þeim hafi orðið eitthvað ágengt í einni þeirra. Vopnaður togari uppreisn- armanna rjeðist á laugar- daginn á breskt flutninga- skip, Bramhili. Skipstjórinn á Bramhill taldi sig vera utan spánskrar land- helgi og varð því ekki við að- vörunum togarans um að stansa Breskt beitiskip, Peeriess, kom Bramhill til aðstoðár áður en nokkurt verulegt tjón'hlaust f árásinni. 1 Róm hefir enn veMð birt skrá yfir ítaiska hermenn. sem fallið hafa á Sþáni. Eitt ítalskt blað sagði í gær, að eins og Italía hefði boðið öllum heiminum byrginri þegar hún hóf stríð í Afríkú, eins biði hún nú öllum heimin- um birginn á Spáni. Veiðarfæraverslunin Geysir. — Veiðarfæradeild vershmarinnar verður opnuð aftur í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.