Morgunblaðið - 31.08.1937, Blaðsíða 5
Ii»riðjudagur 31. ágúst 1937.
GIGEVT9NÍ1ÐH0H
B )
rzzzz JplorcpmMaSíð ~
írtgef.1 M.t. Ánuu, ItrUnrl*
41t>tjtrui JOn Kjarta.n3Bon og Btatájuawa
tailttlagui Arnl óla.
Riatjtn, Baalfafaaw il|niMi> tlltWltHltS I. »• llal illl.
ItS’W-iltMi kr 1.19 A ataiU
I kuuUii II aara •lntakt* *» *«ra atl IjMMK,
i’í
RÓGU RINN.
FLENSBORGARSKÓLI
í HAFNARFIRÐI.
Ekki verða andstæðingar
Sjálfstæðisflokksins sak-
.aðir um það, að þeir liggi á liði
sínu um að rægja flokkinn og
níða, eftir fremstu getu. Alþýðu
blaðið hefir ekki, hvorki nú
nje áður viljað vera eftirbátur
samherja sinna til hægri og
vinstri í þessum rógi. f fyrra
sumar, um hábjargræðistímann,
birtist t. d. í Alþýðublaðinu
ritstjóra grein, er hjet: „Dauð-
inn og allsleysið“. Efni þessarar
. greinar var það, að ekkert væri
3,íhaldinu“ hjartfólgnara en
það, að ekki veiddist bein úr
sjó, hvorki síld nje fiskur, og
að markaðir loltuðust fyrir þær
afurðir, sem fyrir voru. Hjer
yar með öðrum orðum gerð til-
raun til þess að koma því inn
hjá almenningi, að „íhaldið"
væri svo svívirðilega illgjarnt,
,að það vildi fórna sínum eigin
bagsmunum til þess, að alt
kæmist hjer í eymd og volæði.
En fyrir því er minst á þessa
; sjerstöku grein, að í henni birt-
ist einskonar vasaútgáfa af öll-
um þeim rógi, sem rauðu flokk-
arnir hafa haldið uppi um Sjálf
stæðismenn á undanförnum ár-
um og gera enn. En kosning-
,arnar í sumar sýndu það, að
rógurinn getur ekki verkað ó-
endanlega á þá menn, sem eiga
þess daglega kost, að fylgjast
með því, sem gerist í opinberu
lífi og hafa auk þess persónu-
leg kynni af þeim, sem sjer-
staklega er ráðist á.
Kosningaúrslitin í sumar
sýndu það, að 10 af hverjum
18 kjósendum í Reykjavík
fylgja Sjálfstæðisflokknum að
málum. ^jálfstæðisflokkurinn
fekk einn nálega 2000 atkvæð-
um fleira en allir hinir flokk-
.arnir til saman. Hann fekk
rúm 10 þúsund atkvæði af rúm-
um 18 þús. og hafði bætt við
sig yfir 2500 atkvæðum frá
kosningunum 1934. Á sama
tíma misti Alþýðuflokkurinn
um 1000 atkvæði, fekk nú að
eins rúm 4000 í staðinn fyrir
rúm 5000 við kosningar 1934.
Sjálfstæðisflokkurinn bætti ein-
um kjósenda við hverja þrá,
sem fyrir voru, Alþýðuflokkur-
:inn tapaði einum kjósenda af
hverjum 5.
Ef Alþýðuflokkurinn hefði
ekki verið lostinn slíkri skelf-
ingu eftir kosningarnar, að
hann virðist ekki enn þann
dag í dag hafa náð nauðsyn-
legum taugastyrk til rólegrar
yfirvegunar, hefði hann eflaust
hugleitt, hvort atkvæðatap
hans til hins rægða og nídda
„íhalds“ stafaði ekki einmitt að
einhverju leyti af því, að æði
margir Alþýðuflokksmenn hafi
fengið hreina og beina skömm
á málgagni flokksins, rætni
l>ess og illgirni. Jafn heimsku-
legur óhróður og sá, sem fram
kom í greininni um dauðan og
allsleysið, hlýtur að vekja við-
bjóð og fyrirlitningu í hug
hvers þess manns, sem ekki er
alveg steinblindur af flokksof-
stæki.
En augljósasta dæmið um
það að Alþýðuflokkurinn er
ekki búinn að átta sig á þessu
er svívirðingagrein sú, sem ný-
lega birtist í Alþýðublaðinu út
af því, að Morgunblaðið benti
á, að varhugavert væri, vegna
ótíðarinnar í sumar, að fara að
kúldra smábörn inni í skóla-
stofum, þegar um næstu mán-
aðamót. Væri sjálfsagt ef tíð
batnaði, að hafa kensluna sem
mest undir beru lofti. Allir að-
standendur þessara barna, eru
Morgunblaðinu þakklátir fyrir
að hafa hreift þessu máli.
En Alþýðublaðið, þetta mál-
gagn smælingjanna, hefir ekk-
ert um málið að flytja, nema
svæsnustu skammir til þeirra,
sem bera það fram. „Börnin
virðast nú alt í einu vera orðin
hjartfólgin íhaldinu", byrjar
greinin í Alþýðublaðinu.
Hvað segja menn um þetta?
Er það ekki furðulangt geng-
ið, þegar farið er að láta í veðri
vaka, að heill stjórnmálaflokk-
ur, stærsti flokkurinn í landinu,
sje svo innrættur, að hann vilji
jafnvel ekki að börnunum geti
liðið vel. Tíu þúsund kjósend-
ur þessa bæjar eiga að vera
þau úrhrök, að þeir vilji fórna
heilsu sinna eigin barna til þess
að" börnum andstæðinganna
geti liðið illa.
Slík rætni, sem kemur fram
í þessari grein og í greininni
um „dauðann og allsleysið“ á
tæplega upptök sín í heilbrigð-
um heila. Hver sæmilegur mað-
ur, hvaða flokks sem er, fyll-
ist viðbjóði, er hann les slíkan
óþverra. Alþýðublaðið mun
sanna það, að með slíkum skrif
um mun það enn auka flóttann
úr liði þess.
Sunnan til í Hamrinum í
Hafnarfirði er verið að
reisa stórhýsi, sem aðkomu-
mönnum hefir orðið starsýnt
á,~ eftir að hað komst undir
þak. Þetta stórhýsi er Flens-
borgarskólinn nýi, sem full-
búinn verður áður en skól-
inn hefst í haust.
Skólahúsið er hið vandaðasta í
alla staði og húið nýtísku þægind-
um. Það er tvær hæðir ault ofan
jarðar kjallara og húðað hrafn-
tinnu að utan. Verður þetta veg-
legasta byggingin í Hafnarfirði og
sjest alstaðar að úr bænum.
Teikningar af húsinu eru gerð-
ar á skrifstofu: húsameistara rík-
isins, en um verkið hefir sjeð
Davíð Ki’istjánsson bygginga-
meistari og bæjarfulltrúi í Hafn-
arfirði.
Blaðamaður frá Morgunblaðinu
fór á dögunum að skoða þetta
nýja skólahús og feklt í fylgd með
sjer þá Davíð Kristjánsson og
Lárus Bjarnason skólastjóra.
Skólahúsið liggur töluvert hátt
uppi í hamrinutn og lig'gja breiðar
steinsteyptar tröppur upp að því.
Aðalinngangur í skólann er á
norðurgafli að vestan verðu. Þeg-
ar komið er inn tekur við mikið
anddyri, og það fyrsta sem maður
rekur augun í er klefi fyrir að-
göngumiðasölu. Xú er það óal-
gengt að seldir sjeu aðgöngumiðar
að skólum og kemur þetta því
ókunnugum á óvart. En skýringin
er sú, að í skólanum verður hægt
að hafa kvikmyndasýningar og
samkomur og þess. vegna er að-
göngumiðaklefi í anddyrinn.
Herberg j askipun.
A neðstu liæð hússins eru eld-
hús og borðsalur heimavistar, þar
eru og íbúðarherbergi starfsfólks
skólans, þvottahús, geymslur, böð
og önnur hreinlætisherbergi; einn-
ig handavinnustofa pilta.
A annari hæð eru kenslustofur,
íbúð skólastjóra, eðlisfræðikenslu-
stofa o. fl.
Kenslustofurnar þrjár, eru í
raun og veru einn stór salur, en
skift í þrent með tvöföldum
vængjahurðum, svo kensla getur
ótruflað farið fram í þeim öllum
í einu.
Bak við sal þenna er kvik-
myndaklefi. Skólaborð og bekkir
verða þannig gerðir, að breyta má
í venjuleg sæti án borða, með lít-
illi fyrirhöfn.
Á hæðinni er einnig stofa, sem
Iðnaðarfjelag Hafnarfjarðar fær
til afnota, en fjelagið lagði tíu
þúsund krónur í byggingu húss-
ins. Við stofu þessa, sem er vestan
megin í norðurálmuuni, er minna
herbergi ætlað fyrir bókasafn
Iðnaðarfjelagsins og einnig er þar
hreinlætisherbergi. Er þetta al-
gerlega út af fyrir sig. Einnig
mun fjelagið fá afnot af kenslu-
stofum skólans að kvöldi til fyrir
Iðnskólakenslu, ef þess gerist
þörf.
A efstu hæð skólans verður
heimavist, bókasafn og náttúru-
fræðistofa.
Bókasafnið er í suðurálmunni,
eru þar miklir salir og útsýni úr
þeim til suðurs og norðurs hið
víðfeðmasta. Þar verða Skinfaxa-
og Flensborgarsöfnin geymd.
I suðurálmunni er einnig stór
stofa, sem ætluð er fyrir nátturu-
fræðistofu, en skólinn á nú orðið
töluvert af náttúrufræðigripum.
Heimavistarherbergi skólans eru
11 og í liverju herbergi er rúm
fyrir tvo.
Heimavistarherbergin eru öll í
norðurálmu efstu hæðar. Herberg-
in eru liaganlega útbúin með legu,
bekk, fataskáp og bókahyllu fyrir
hvern heimavistarnemanda. Heima
vistarherbergin liggja beggja
megin við breiðan gang. í gangi
þessum getur rúmast fjöldi manns
og ráðgert að í slæmum veðrum
geti nemendur liafst við á þessum
gangi í frímínútum.
Smfðir, múrar og málarar eru
nú að leggja síðustu hönd á þetta
stórhýsi. Skólasetur þetta verður
Hafnfirðingum til sóma, því það
verður eitt fullkomnasta skólaset-
ur á Norðurlöndum hvað húsrúm
og ytri útbúnað snertir.
*
Er við höfðum gengið um skól-
ann hátt og lágt átti jeg tal við
Lárus Bjarnason skólastjóra.
Hjá honum fekk jeg m. a. þær
upplýsingar, að aðsókn fari stöð-
ugt vaxandi að Flensborgarskól-
anum. Nemendur voru þar rúm-
lega 90 í fyrravetur og er það
langflest sem nokkurntíma hefir
verið í Flensborg.
Árið 1932 átti Flensborgarskól-
inn 50 ára afmæli. Þá ritaði Guðni
Jónsson magister mikla bók,
,Minningarrit Flensborgarskólans1.
í riti þessu er að finna allan fróð-
leik, sem hugsast getur um Flens-
borg og Flensborgara. Guðni er
sjálfur einn þeirra.
Gamlir og nýir nemendur skól-
ans stofnuðu fyrir nokkrum ár-
um með sjer fjelagsskap, „Nem-
endasamband Flensborgarskólans“.
Fjelagsskapur þessi hefir verið
ýmsum skólamálum liðtækur í
meira lagi og m. a. gaf nemenda-
sambandið út rit það, sem áður
er nefnt.
Þegar Flensborgarskólinn flytur
í hið nýja skólahús verða kafla-
skifti í sögu skólans. Margir af
áhrifamönnum þjóðarinnar hafa
hlotið sína fyrstu undirbúnings-
mentun í Flensborg og svo mun
án efa verða í framtíðinni.
Árlega síðan 1916 hafa nokkrir
nemendur úr Flensborg tekið próf
upp í lærdómsdeild Mentaskólans.
Undantekningarlaust hefir þessum
nemendum gengið vel, ef kennar-
ar skólans hafa gefið þeim með-
mæli, eða talið ráðlegt að þeir
tækju próf við Mentaskólann.
*
Flensborgarskólans verður ekki
svo getið, að ekki sje minst stofn-
enda hans, lieiðurshjónanna síra
Þórarins Böðvarssonar prófasts í
Görðum á Álftanesi og konu hans
Þórunnar Jónsdóttur.
Þau hjónin stofnuðu Flensborg-
arskólann til minningar um son
sinn Böðvar, sem Ijest ungur, þá
nemandi í lærða skólanum.
Þau hjónin gáfu miklar fast-
eignir og lausa aura til menta-
stofnunar handa alþýðu. Veglyndi
þessára merkishjóna eiga margir
lífslán sitt að þakka.
*
Myndin er uppdráttur af hin-
um nýja Flensborgarskóla og sýn
ir fram(vestur)hlið skólans og
suðurliliðina.