Morgunblaðið - 31.08.1937, Blaðsíða 6
MORG (JNBLAÐIÐ
Franihald af 3. siðu.
Biskupsvígslan að Hólum.
í kirkjuniti.
Er í kirkjuna kom varð mönn-
um starsýnt á endurbsetur þær,
sem þar hafa verið gerðar, er
smíðaðir hafa verið bekkir og stúk
ur og milligerð milli kórs og
kirk.ju í fullri eftirlíking þess, sem
upprunalega var þar.
Stundvíslega klukkan eitt var
samhringt binum aiiklu Hóla-
klukkum, en þær eru sem kunn-
ugt er svo miklar og þungar, að
hringjarinn tekst á loft er hann
hringir. Klerkar gengu í skrúð-
göngu 36 að tölu frá skólahús-
inu í kirkjuna. Fremstir gengu
biskupsþjónar síra Ingólfur Þor-
valdsson í Ólafsfirði og síra óuð-
mundur Benediktsson, Barði. Þá
dr. Jón Ilelgason biskup og Frið-
rik J. Rafnar í fullum biskups-
skrúða. Þá þeir síra Ólafur
Magnússon í Arnarbæli og síra
Friðrik Friðriksson, Húsavík, er
líka voru í fullum skrúða og þjón-
uðu fyrir altai'i. Þá gengu fjórir
vígsluvottar í rikkilíni, sr. Stef-
án Kristinsson, Völlum, sr. Björn
Stefánsson, Auðkúlu, sr. Guð-
brandur Björnsson, Hofsós, sr.
óskar Þorláksson, Siglufirði, og
þá prestar aðrir, tveir og tveir,
hempuklæddir.
Vígsluathöfnin
hefst.
Athöfnin hófst með því, að
síra Sigurður Stefánsson las bæn
í kórdyrum. Síðan var sunginn
sálmurinn: „Þín miskunn, ó guð,
er sem himininn hár“, Prestar
þjónuðu fyrir áÍtarif-Wem. fyr seg-
ir. Þá var sunginn sálmurinn:
„Gefðu að móðurmálið mitt“. Þá
lýsti sr. Óskar Þorláksson í
Siglufirði vígslu og lagði út af
textanum: „Verið með sama hug-
arfari og Jesús Kristur var“.
Mæltist honum vel, er hann m.
a. lýsti því, að þetta væri tak-
'mark lífsins frá kristilegu sjónar-
miði og færði áð því rök, að alt
það, sem er til heilla þjóð vorri,
er í anda Jesú Krists. Réynsla
kristindómsinsisýiiir, sagði hann,
að líf mauna og-þjóða vorður að
byggja.-.t ineíra á þes-i!, en hing
að til. Elskaðu Drottinn guð
þinn af öllu hjarta og náung-
ann eins og sjálfan þig. Þettá
er hinn sígildi arfur kristindóms-
ins. Þaðan kemur andans kraftur
til kynslóðanna. Þá las hann upp
æfiágrip sr. Friðriks Rafnar, er
hann hafði samið fyrir þetta tæki
færi.
Þvínæst var sunginn sálmurinn:
„Lofið guð, ó lýðir göfgi hann“.
Ræða biskups.
Og síðan, byrjaði sjálf vígslu-
athöfnin með því, að dr. Jón
Helgason biskup hóf latínusöng
og söngílokkurinn svaraði. Þótti
söfnuðinum sjerstaklega eftir-
tektarvert, hve latínusöngur kórs
ins fór vel. En biskup var hinn
skörulegasti fyrir altari, sem að
vanda lætur, og var sem hann
nyti sín sjerlega vel í hinni
gömlu, veglegu dómkirkju. Text-
inn var þessi: „Sjálfur lifi jeg
ekki framar, lieldur lifir Kristur
í mjer“. Lagði hann út af texta
þessum í hugnæmri ræðu, þar
sem hann m. a. komst að orði
á þessa leið: „Eins og Jesús
sagði: Hver sem sjer mig,
hann sjer föðurinn, eins ætti hver
kristinn maður að segja: Hver
sem sjer mig, hann sjer föðurinn.
En er hjer ekki til of mikils ætl-
ast? Nei. En er sú hugsjón, það
takmark, sem hver kristinn mað-
ur á að keppa að. Því alt, sem
menn sjá í fari manna, og verð-
skuldar að lifa, það minnir á
Jesú Krist.
Þvínæst beindi biskup orðum
sínum til vígsluþega, flutti hon-
um árnaðaróskir sínar og benti á
þá virðing, sem stjettarbræður
hans höfðu sýnt honum með því
að kjósa hann í þessa virðingar-
stöðu.
Að lokinni ræðu biskups gengu
vígsluvottarnir fram í kórdyr og
lásu hver sinn ritningarkafla. Að
því loknu hófst sjálf vígsluathöfn-
in með handayfirlagningu biskups
og vígsluvotta, en vígsluþegi
kraup fyrir altari. Þvínæst var
sunginn sálmurinn: „Yíst ert þú,
Jesús, kóngnr klár“, en á meðan
síðasta versið var sungið steig
hinn nývígði vígslubiskup í prje-
dikunarstólinn.
Er sálmurinn var á enda og
síra Friðrik hóf bæn sína, brá
fjrrir í rödd hans þeim sjerkenni-
lega raddhreim, sem einkendi föð-
ur hans, síra Jónas á Hrafnagili,
og allir kannast við, sem hann
þektu. Ræðutexti hans var sagan
um hina tíu líkþráu.
Andstaðan ffegn
kristinni trú.
Er hann hafði rakið frásögn
ritningarinnar um hina níu, sem
sýndu vanþakklæti sitt gagnvart
lækninum mikla, en Samverjinn
einn þakkaði, og hafði mitfst á
að í Lúkasarguðspjalli væri ein-
mitt mörg dæmi þess, að þeir sem
minst traust væri borið til reynd-
ust stundum best, og er hann
hafði lýst vonbrigðum frelsarans,
vegna vanþakklætis mannanna,
vjek hann máli sínu að því, live
alvarlegt væri ástandið í hinum
svokallaða mentaða heimi, er fjöl
mennar þjóðir rísa öndverðar
gegn Kristi, stór ríki útiloka boð-
un kristninnar eða torvelda hana
svo mjög, að hún reynist sama
sem ómöguleg. Og þess eru dæmi,
sagði liann, að hundruð evangel-
iskra pre.-ta eru settir í fang-
elsi fyrir að þeir skuli ótrauðir
standa með boðskap fagnaðarer-
indisins. Opinber andstaða gegn
kristindómi meðal margra þjóða
er nú meiri en áður hafa verið
dæmi til, jafnvel meðal þjóða,
sem eiga það kristindómi að
þakka, að þær hafa getað skip-
að öndvegi meðal menningar-
þ.jóða.
„Ert þú einn af
hinum nýju?“
Síðan vjek hann máli sínu að
kjörum kristindóms og kirkjulífs
hjer á landi. Hjer hefir,
hann, liin opinbera aiidstaða
sjer m. a. í því, að menn
til skamms tíma viljað fækka
prestum um alt að því helming.
En opinber andstaða er ekki
j)að versta, því að hún vekur oft
líf. Verra er að eiga við áhuga-
leysis. Þeir erfiðleikar sjást m. a.
í því, hve erfitt er hjer á landi
að vek.ja þróttmikið safnaðarlíf.
Og hann mælti á þessa leið:
„Ilver er afstaða þín? Ert þú
einn af hinum vanþakklátu níu?
Ilefir þú gert þ.jer grein fyrir,
hverju þú átt það að þakka, að
þú ert í siðuðu þjóðfjelagi og
hvaðan þjer kemur styrkurinn á
erfiðustu stundum lífs þíns?“
Að lokinni i-æðu vígslubiskups
var sunginn sálmurinn: „O, þá
náð að eiga Jesú“. Síðan gengu
allir klerkar til altaris, eins og
tíðkast við slík tækifæri. IJt-
göngusálmurinn var: „Faðir and-
anna“. Síra Sig. Stefánsson las
bæn í kórdyrum og' þvínæst gekk
skrúðfylking pi'estanna úr kirkju.
Er úr kirkjunni kom var hið
besta veður og útsýni yfir hinn
forna biskupsstað og Hjaltadal.
Klukkustund síðar flutti síra
Benjamín Kristjánsson erindi í
kirkjunni um Guðmund góða, en
miðaftansólin helti geislum sín-
um yfir hið mikilfenglega Gvend-
araltari í Hólakirkju.
Um kvöldið sátu klerkar veislu
að Hólum með hinum nývígða
vígslubiskup.
SVAR BRESKU
STJÓRNARINNAR.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
2) að flugmönnunum, sem sek-
ir eru, verði hegnt,
3) að gerðar gerði ráðstafanir
til að koma í veg fyrir að at
burðir eins og- Jiessi, verði
endurteknir.
„SKEYTINGAR-
LEYSI“
London í gær. FtJ.
Lögð er áhersla á, að árásin
á sendiherrann sje þess eðlis, að
ekkert sje, sem afsaki hana.
Flugvjelar sjeu engan veg-
inn undanþegnar ákvæðum al-
þjóðalaga, sem banni að ráð-
ast á friðsama borgara. Sú af-
sökun Japana, að hjer sje um
slys að ræða, sje að engu haf-
andi. Skeytingarleysi sje væg-
asta orðið sem unt sje að nota
um atburðinn.
Álíta verði málinu algerlega
óviðkomandi hvernig flöggum
hafi verið fyrir komið á bifreið-
inni, og hverrar þjóðar þeir
hafi verið, sem í henni voru,
því að það breyti á engan hátt
þeirri staðreynd, að ferðamenn-
irnir voru ekki hermenn, að
engar hersveitir voru í nágrenn
inu, og að bifreiðarnar mættu
engum hermanni fyr en klukku
stundar akstur frá árásarstaðn-
um.
Flugmennirnir hafi vafalaust
ekki ætlað að ráðast á sendi-
hei'ra Breta, en augl.jóst sje, að
þeir hafi af ásettu ráði ráðist
á menn, sem ekki voru við bar-
daga riðnir og að það sje aðal-
Minniflgarorð um
Guðbrand Hákonarson
yfirvjeistjóra.
í dag verður til moldar borinn
Guðbrandur Hákonarson yfirvjel-
stjóri. Ljest hann á Ríkisspítalan-
um í Kaupmannahöfn þ. 11. þ. m.
Með Guðbrandi er genginn góð-
ur drengur. Með Ijúfmensku í við-
móti og frjálslyndi í skoðunum
eignaðist hann marga vini, og-
virðingar naut haim jafnan starfs-
bræðra sinna og, yfirboðara.
Guðbrandur hlaut góðan undir-
búning undir starf sitt, enda
starfhæfur í besta lagi, og sam-
viskusamur svo að af bar. Með
láti hans, á besta aldri er stórt
skarð höggvið í hóp ísl. vjel-
stjóra og sæti hans vandfylt.
Gnðbrandur Hákonarson var
fæddur 16. nóv. 1889 á Dísastöð-
um í Arnessýslu. Var hann sonur
hinna góðkunnu merkishjóna Há-
konar Grímssonar og Katrínar
Ogmundsdóttur, og' var hann 6.
barnið í röðinni af 8, þegar með
eru talin 3 eldri systkini hans frá
fyrra lijónabandi Katrínar, en
fyrri maðui' hennar var Ólafur Jó-
hannesson, er druknaði í Þorláks-
höfn 29. mars 1883.
Hákon faðir Guðbrandar sál.
var sonur Gríms bónda í Gljákoti,
Jónssonar, Grímssonar, Jónssonar,
er allir voru bændur í Traðar-
holti, Bergssonar, Sturlaugsson-
ar, frá Brattsholti í Stokks-
eyrarhreppi. Guðþrandur var
þanngi sjötti maður í bein-
an karllegg frá Bergi, er
varð ættfaðir margra merkis- og
dugnaðarmanna um Árnessýslu og
víðar, svo sem kunnugt er.
Guðbrandur sál. fluttist til
Reykjavíkui' með foreldrum sín-
um árið 1902, þá 12 ára gamall.
Þegar eftir fermingu tók hann að
stunda sjómensku. Gekk síðar í
Fljensborgarskólann og lauk burt-
fararprófi þaðan árið 1913. Rjeð-
M síðan til járnsmíðanáms, til
imdirbúnings vjelfræðinámi. Að
því loknu hóf hann nám við V.jel-
stjóraskólann og lauk þaðan burt-
fararprófi með ágætum vitnisburði
30. apríl 1918, Til Eimskipafje-
lagsins rjeðist hann 3. jiilí árið
eftir, og starfaði síðan á ýmsum
skipum þess. Varð yfirvjelstjóri á
Lagarfossi 29. október 1926 og
starfaði þar til danðadags.
Guðbrandur sál. kvæntist árið
1922 Sigríði Árnadóttur, ágætis-
konu. Lifir hún mann sinn ásamt
einni dóttirr þeirra hjóna, Jóhönnu
að nafni. Var hjónaband þeirra
og heimilishald alt mjög til fyrir-
myndar. Er þeim mæðgum mikill
Þriðjudaffur 31. ágúst 1937.
AFLI SÍLDVEIÐI-
SKIPANNA.
FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU.
Freyja, Hilmir (1.627) 5.340.
Fylkir, Gyllir (1.077) 4.921.
Gullþór, Sæþór 2.641. Hafþór,
Rán (1.069) 5.099.Hannes lóðs,
Herjólfur (1.916) 3.078. Heim-
ir, Úðafoss (442) 4.674. Lagar-
foss, Frigg (1.241) 6.154.
Magni, Þráinn (67) 5.097. Mun
inn, Ægir (2.000) 4.977. Nanna
Síldin 2.423. Ófeigur II., Óðinn
(1.848) 4.451. Óðinn, Víðir
(1.401) 4.525. Reynir, Víðir
(1.829) 3.539. Skúli fógeti,
Einar Þveræingur (1.738) 1.-
831. Sæfari, Sjöfn (1.698) 5.-
666. Þór, Christiane (1.918)
2.855. PálmiogSporður (1.345)
1.239.
Mótorbátar: 3 um nót:
Egill, Þorgeir goði, Kristján X
(1.523)1.473. Hannes Hafstein,
Björgvin, Baldvin Þorvaldsson
(1.324) 3.724. Ingólfur, Gunn-
ar Páls, Nói (1.298) 1.736. Jón
Stefánsson, Bjarmi, Búi (859)
3.920. Kári, Gullfoss, Bragi
(1.987) 1.906. Karl, Svanur 2.,
Gideon (896) 1.767. Sverrir,
Þorsteinn Þorvaldsson, Einir
(1.516) 283. Frosti, Skalla-
grímur, Vísir (461) 2.403.
AMERÍSKA SKIPIÐ.
FRAMH. AF ANNARl SÍÐU.
um lenti í skipinu, og skemdist
skipið nokkuð ofansjávar. Sjö
menn særðust, tveir þeirra
hættlega, og þrír menn biluðust
á taugum.Eins farþega er sakn-
að.
Skipið bað um læknisaðstoð
með loftskeytum, og kom
breska herskipið Cumberland á
vettvang, og bjó læknir þess um
meiðsli manna.
Því næst hjelt „President
Hoover“ til Kobe í Japan.
GULLIÐ.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SH)U.
og fæst þá væntanlega úr því
skorið, hvort hægt verði að
vinna þar gull úr jörðu, nægilega
mikið til þess að svari kostnaði.
En á þessu stigi verður ekkert
um það sagt.
-— Þið hafið fengið útrnælt land
parna vestra, er ekki svo?
— Aðalhvatamenn þessara til-
rauna eru Magnús Magnússon
skipstjóri í Boston, sem var hjer
á ferð nýlega, og Einar Þorgríms
son málmfræðingur. Hafa þeir
beitt sjer fyrir fjelagsstofnun til
að balda tilraununum áfram. Að
sjálfsögðu hefir fjelagið trygt
sjer land til vinslu, ef rannsókn-
irnar skyldu leiða í ljós, að til-
tækilegt þætti að hefjast
handa um fjóröflun í þessu skyni.
En, sem sagt,, þetta er alt á til-
raunastigi ennþá, og engu hægt
að spá um árangur.
sjónarsviftir í svo skyndilegu frá-
falli ástríks eiginmanns og föður.
Við fjelagar þínir þökkum þjer,
Guðbrandur, fyrir ánægjulegt og
heillai'íkt samstarf, og það for-
dæmi sem þú settir yngri stjettar-
bræðrum með árvekni þinni og
prúðmensku. Þín miuning lifi.
Vjelstjóri.
sagði
lýst
hafa 1 atriðið.