Morgunblaðið - 31.08.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.08.1937, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Þriðjiidagur 31. ágúst 1937. ATVINNA MORG FÖLKS ERÍVEÐI. Fyrst Finnur hefir gefist upp, verða aðrir að taka við. Tvær undanfarnar Jjorskvertíðir hefir ver- ið mokafli hjá Norðmönnum, en feikna fiskitregða hjá okkur Islend- HUNDRUÐ VERKA- BISKUPSVIGSLAN AÐ HÓLUM. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. IIÓLUM í HJALTADAL. hvert skifti sem hátíð er á Hólum, vek- ur hún athygli um alt Norðurland. Biskupsvígslan þar á sunnudaginn var, hefir verið alment umræðuefni meðal ungra og gamalla. Þegar jeg lagSi frá náttstað til Hóla, baS telpa á þriSjá ári íngum. Nú skyldi fara saman á næstu vertíð, að mok- afli verði hjá báðum, Norðmönnum og íslending- um, eiga þá íslendingar að hætta að veiða á miðri vertíð, til þess að fyrirbyggja verðfall á saitfisk- inum? ÞaS er þetta, sem átt hefir sjer stað nú í sambandi við salt- síldina, og það er þetta, sem AlþýðublaSið lofar nú Finn Jónsson fyrir. Morgunbiaðið leyfði sjer að benda á, að slík ráðstöfun kæmi hart niður á íslensku verka- fóiki, sem ætti lífsafkomu sína undir þessum atvinnuvegi. Jafn framt benti Morgunblaðið á, að ef Sjálfstæðismenn hefðu gert slíka ráðstöfun, myndi hún áreiðanlega hafa verið talin giæpur gagnvart verkafólkinu. Bn alt er nú gott og blessað, að dómi Alþýðubiaðsins, fyrst það er alþýðu-,,vinurinn“ Finnur Jónsson, sem fyrii'skipunina gefur! Aiþýðublaðið segir í gær, að „síldarútgerðarmenn og síldar- saltendur“ yfirleitt álíti ráð- stöfun Finns sjálfsagða og hyggilega. Blaðið hefði sjálf- sagt einnig mátt bæta við síld- arkaupendum, sem vafalaust erp mjög þakklátir Finni. En Alþýðublaðið gleymdi al- veg að geta um ánægju verka- fólksins. Skyldi hún ekki vera eins almenn ánægjan, þeim megin? Eða telur Alþýðublað- ið það algert aukaatriði, að mörg hundruð verkafólks, sem atvinnu heíir við síldarsöltun, verði svift atvinnu ? * Síldarútvegsnefnd hefir með öllu gefist upp við að selja meiri saltsíld en þegar er búið að veiða, að undanskildum nokkrum tunnum, sem vantar upp í fyrirframsamninga. Þess vegna auglýsti nefndin söltun- arbannið í vikunni sem leið. Af þessu leiðir, að ef lands- menn ættu að sækja alt vit til Finns Jónssonar og hans „sendi herra“, viðvíkjandi öllu, er ð síldarsöltun lýtur, þá væri allri sölfun lokið hjer á landi nú. Þá væri hundruð verkafólks á heimleið úr verstöðvunum, þótt síldin bíði í þykkum torfum uppi»við landsteinaná. Sem betur fer virðist svo sem útgerðarmönnum ætli að takast betur en Finni. Um það segir Al- þýðublaðið á laugardag: ,.Síðan síldarútvegsnefnd aug- lýsti stöðvun á síldarsöltun, liafa saltendur komið til hennar með sannanir ryrir því, að þeir geti seit 5—6 þúsund tunnur til við- bótar, og heldur því síldarsöltun áfram“. En live lengif Hve lengi fá síldarútvegsmenn að selja síld og iivaða frjálsræði hafa þeir í þessL um efnum ? Getur ekki svo farið, að Finnur komi strax á morgun og segi, að nú sje nóg komið? Vissulega má vænta slíks. * Mörg hundruð verkafólks eiga nú alla sína lífsafkomu úiidir því’ að söltun síldar haldi áfram. Ekk ert vit er 1 því, að láta dutlunga Finns Jónssonar og „sendiherr- ans“ í Póllandi ráða því, hvort fólkið fær að halda sinni atvinnu eða ekki. Þessir menn hafa gef-'' ist upp, og því verða aðrir — þeim færari — að taka við. Hjer er svo mikið í húfi, að ekkert má láta ógert, til þess að bjarga atvinnu verkafólksins. Þessvegná verður nú þegar að liefjast handa og fela hæfustu mönnum að reyna að selja síld- ina, hvar sem markað er fyrir hana að fá. Þar sem við liöfum fyrsta flokks vöru upp á að bjóða, þarf ekki að óttast samkepni Norð- manna, sem aðeins iiafa annars og þriðja flokks vöru, eða þaðan af lakari. SÍLDVEIÐIN I FAXAFLÓA. Sjö bátar komu með síld til Akraness í gær og í fyrradag, símar frjettaritari vor á Akra- nesi. Bátarnir* höfðu samtals 500 tunnur. Þar af voru 155 tn. fryst- ar, 80 tn. saltaðar og 190 tunnur fóru í bræðslu hjá verksmiðjuuni. Alls hefir verksmiðjan nú feng ið 350 mái, og verður það brætt í dag. i Nokkuð af síld hefir borist til Keflavíkur undanfarna daga. Síra Árni Sigurðsson er kom- inn lieim úr sumarleyfi síuu. mig að skilja kveðju til biskupsins. Og þegar til Blönduós kom, mætti' jeg hálfáttræðri konu, sem bað um að skila sömu kveðj Hátíðisdag þenna bar upp á sama dag sem mest hefir verið umtalaður á þessu sumri, sjálf- an höfuðdaginn. Skyldi þann dag bregða til hins betra? eftir erfiðleika sumarsins. Þegar menn vöknuðu á sunnudagsmorgun leit ekki þess lega út að náttúran klæddi landið í hátíðabúning. Dimmar regnskúrir í fjalladölum, snjó- jel í hæstu fjöllum. En þegar við voru komin austur fyrir Hjeraðsvötn um dagmálabil, braust sól fram úr skýja- þykkni og friðarbogi stóð yfir hinum forna þingstað í Hegra- nesi, þó dimt væri enn yfir Hjaltadal. Miklar byggingar blasa við, er til Hóla kemur, og þó vekur ekki síður athygli hinn uppvax andi birkigróðurfrá skólastjóra árum Sigurðar Sigurðssonar. Er leið að hádegi fór að rofa til sólar gegnum þykknið og eyddi sólin skýjabökkunum, er bólstraðir voru við fjallsbrúnir beggja vegna dalsins. Bílar þustu nú að staðnum, stórir og smáir og varð brátt mikill mannsöfnuður. Mannmargt að Hólum. Athöfnin átti að hefjast kl. 1. En er klukkan var rúmlega tólf fór fólk að safnast að kirkjunhi. Hún var þó lokuð, því þar var sörigæfing hin síð- asta hjá söngflokki Páls Er- lendssonar, bónda á Þrastastöð- um, sem söng við vígsluna. — Sagði mjer einn prestanna, að sá viðbúnaður væri undir vígsl- una að ungar stúlkur á Höfða- strönd kynnu nú reiprennandi latínu sálma vígslunnar. Nú leið að tilsettum tíma. Enn einu sinni var mannþröng mikil við Hóladómkirkjudyr. Þar sáust margir Akureyring- ar, sem sýna vildu presti sínum virðinu á þessum hans hátíðis- degi. Á örskammri stund fylt- ust öll sæti kirkjunnar eftir að hún var opnuð, en meðhjálpari kirkjunnar, Árni Sveinsson á Kálfsstöðum, sá um að halda auðum gangvegi inn kirkju- gólfið fyrir væntanlega skrúð- göngu prestanna, enda var mannfjöldi svo mikill, að kirkj- an rúmaði ekki alla. Voru frú- ardyr kirkjunnar opnar meðan á athöfninni stóð, og var margt anna úti fyrir í kirkjugarðin- um og hlustaði þar á ræður og söng — enda var nú veður hið besta. FRAMH. Á SJÖTTTJ SÍÐIJ. Gúð síldveiðí síðan fyrir helgi. Veður hefir verið hagstætt á síldarmiðum síðan fyr ir helgi or’ afli góður. Aðal- lega hefir síldin veiðst við Norðausturland, í Þistil- firði, við Sljettu op; víðar. LTm miðjan dag í gær biðu 44 skip á Siglufirði eftir löndun. Var afli þeirra áætlaður 20 þús- und mál. Um helgina hafa verið saltaðar rúmar 2 þúsund tunnur í Siglu- firði, eingöngu reknetasíld. Síld sást vaða í gær á Skaga- firði. A suimudaginn komu til Djúpu víkur: Ólafur með 1500 mál, Tryggvi gamli með 1700, Hann- es ráðherra 2000 og Kári með full- fermi. Til Norðfjarðar kom í gær Brimir með 1400 mál. Maður hverfur í Hrísey. Maður týndist aðfaranótt síð- astliðins sunnudags af vjel bátnum Mjölnir, sem gei’ður er út á reknetaveiðar frá Hrísey af Skafta Sigurðssyni. Maðurinn hjet Þorleifur Krist- insson og var um tvítugt — fóst- ursonur Ágústs Jónssonar og Rósu Jónsdóttur frá Ystabæ í Hrísey. Ekki vita menn hvernig slysið hefir að höndum borið, því Þor- leifur var einn á verði um nótt- ina. Talið er að sjór liafi ekki verið mikili. (FU) Hinn nýi vígslubiskup. Friðrik J, Rafnar. Uliið í Drápuhlíð- arfjalli. HVAÐ o-etið þjer sagt okkur um gullið í Drápuhlíðarfjalli á Snæfells- nesi, sem útvarpið var að fræða okkur um á dögun- um ? spyr tíðindamaður MorRunblaðsins Friðrik Ól- aísson skipherra. Eins og kunnugt er, segir Friðrik Olafsson, hefir því oft verið baldið fram, að hjer á landi væri guT 1 ög aðrir góð- málmar í jörðu. IJafa og árinað veifið verið gerðar rannsóknir þar að iútandi, eins og sjest m. a. af ritum Björns Kristjánsson- ar fyrv. bankastjóra um gull og fleiri málma á Austurlandi og víðar. Það er engum vafa bundið, að hjer á landi eru víða málmar í jörðu, eins og líka rannsóknir liafa sýnt. En frani aÁ þessu lief- ir víst hverga fundist svo mikið af neinum málmum, að það svaraði kostnaði að vinna þá úr efnum þeim, sem þeir finnast í. Og fullyrða má, að hvergi sje hjer um að ræða æðar af hrein- um málmi, nema þá í mjög smá- um stíl. Rannsóknirnar á Snæfellsnesi. Rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið á Snæfellsnesi í sum- ar, eru aðeins tilraun, svipaðar þeim, sem áður liafa verið gerð- ar hjer á landi, segir Friðrik Ói- afsson ennfremur. Með rannsóknunum er ætlunin, að fá úr því skorið, hvort borgi sig að vinna hjer málma úr jörðu. með þeim tækjum, sem nú er völ á til slíkrar framleiðslu. Úr Drápuhlíðarfjalli hafa öft áður verið tekin sýnishorn til rann sóknar. I sumum sýnishornunum hefir fundist gullvottur, en ennþá hvorki það mikið nje samfelt, að svara myndi kostnaði að vinna það. Hinsvegar hefir nú verið und- irbúin ítarlegri rannsókn á þessu svæði en áður hefir farið fram, FRAMII. Á SJÖTTIJ SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.