Morgunblaðið - 01.09.1937, Page 7
Miðvikudagur 1. sept. 1937.
M 0 RGUNBLAÐIÐ
€>angs tjcftaglcr
og Vcggjaglcr
nýkomin.
LUDVIG STORR
Lauffaveíí 15.
KELLOGG’S ALL-BRAN er smám saman
ats koma í staðinn fyrir hægðalyf.
Keliogg-’s All Bran hefir alla kosti
kægðalyfja — en það er svo mýkjandi,
aé þjer verðið ekki var við það öðru-
vísi en hægðirnar batna. — All Bran
lireinsar auðveldlega og hefir þau áhrif,
að meltingarfærin starfa eðliléga. Auk
þess er í því B-fjörefni og járn.
Borðað með mjólk eða rjóma. Bngin
suða. Tvær matskeiðar á dag' venjulega,
en með öllum máltíðum við langvarandi
hægðaleysi. Fæst hjá kaupmanni yðar.
ALL-BRAN
Him eðlilega mýkjamli fæða.
720
f
'mmm.
tlPAUTCEí _ » ■ '. "; ) % *A'.‘ v — ~ —If ~ i _ i. .. i. .umv'-
, 'L RIMISINS r
3
Esja
vesfrur og’ norðnr föstudag 3. þ.m.
Flutningi veitt móttaka í dag
og til hádegis á morgun.
PantaSir farseðlar óskast sótt-
ir degi fyrir burtferð.
Athygli skal vakin á því, að
þar sem Súðin fer austur um land
10. þ. m., verða vörur á hafnir
sunnan Langaness ekki teknar í
Bsju þessa ferð nema sjerstaklega
standi á.
Fasteignasalan
Bragagötu 31,
hefir mörg hús til sölu, bæði stór
og smá, íir timbri og steinsteypu.
Tækifærisverð á sumum. Einbýlis-
hús við Lauganesveg. Nýtísku
timburbús í Skerjafirði. Útborgun
®g greiðsluskilmálar í mörgum til-
fellum eftir samkomulagi. Hús og
eignir tekið í umboðssöln. Hefi
kaupendur að smáum nýtísku
steinhúsum.
Atlragið þetta áður en þjer ráð-
stafið kaupum og- sölu.
Viðtalstími 11—1 og’ 4—7,
Bragagötu 31.
Siff. H. Þorsteinsson.
Morgisnblaðið með
morgunkaffinu.
B-Hðgmófið-
Valur - Fram
3 : O
Asjötta kappleik B-liðsmótsins
í gærkvöldi fóru leikar svo,
að Valur sigraði Eraiu með 3:0.
Veður var injög óhagstætt, aust-
au rok og moldrok á vellinum.
Ahorfendur voru mjög fáir. Dóm-
ari var Þorsteinn Einarsson. Ættu
forstöðumenn mótsins að sjá urn
að leikirnir byrji stundvíslega,
og einnig rnættu þeir byrja fyr,
svo ekki þyrfti að leika í myrkri.
Fyrri hálfleikur: 0:0.
Var mjög jafn á báða bóga, og
heldur leiðinlegur. Þó gerðu háð-
ir nokkur upphlaup, en hvorug-
um tókst að skora mark.
Seinni hálfleikur: 3:0.
Var talsvert fjörugri og hófu
Fram-menn strax sókn og lá nú
leikurinn meira á vallarhelmingi
Vals, en þó tókst Fram ekki að
skora mark. En loks þegar 15
mínútur voru eftir af leiknum
tókst Valsmönnum að hrjótast í
gegn um vörn Fram og miðfram-
liefji Vals skorar mark. 1:0.
Tveim mínútum síðar skorar v.
útframherji Vals aftur mark 2:0.
Og þegar 5 mínútur voru eftir af
leiknum gerir li. útframherji Vals
snögt upphlaup og skorar mark
3:0.
Rjett er að geta þess, að hirtu
var mjög farið að bregða, og mun
markvörður Fram hafa átt mjög
erfitt með að fylgjast með knett-
inum, því öll voru skot Vals-
manna heldur Ijeleg.
Karfinn er i hiýjum
sjó: Á 150-200 þús-
und seyði á ári.1;
Sá misskilningur hefir læðst inn
hjá mönnum, að viðkoma
karfans væri minni og stofni hans
því hættara við eyðingu, en ann-
ara fiská, af því harin gýtur lif-
andi seyðum, en ekki hrognum.
En þetta er hinn mesti misskiln-
ingur.
Karfinn gýtur um 100—200 þús.
sevðum á ári, en síldin á þó „ekki
nema“ 30—40 þús. hrogn, Ætti
karfastofninn því að vera mun
tryggari en t. d. síldarstofninn,
þó veiði yrði mikil.
Rannsóknir Þórs á karfamiðum
hafa sýnt, að karfinn heldur sig
mjög í straumamótum, þar sem
heitir og kaldir straumar mætast.
Er karfinn j)á þjettastur rjett í
útjaðri heita straumsins.
Fiskimenn, sem stuuda karfa-
veiðar, ættu jafnan að mæla sjáv-
arhita við •’ botnf og haga veiðum
sínum eftir' þeiíri vitíieskju sem
þeir þailnig fá ufn hitastig sjávar
um veiðitímánn.
Karfaveiði hefir brugðist á Hala
í sumar. Mælingar Þórs á sjávar-
hita þar nyrðra hafa og sýnt, að
takmörk hins hlýja og kalda sjávar
hefir verið að þessu sinni sunnan-
vert við Halann, og því hefir eigi
verið von á góðri karfaveiði á Hal-
anum.
BRJEF|
Umferðarreglor.
Hr. ritstj.
Lögreglan er nú að hyrja að
framkvæma nýjar strangari
umferðareglur, sem í sjálfu sjer
er viðurkeimingarvert. — En ó-
kunnugir kynnu að furða sig á
)ví, að íe ekki stærri borg en
Reykjavlk er. skuli umferðin vera
orðin slíkt vaudræðamál, sem
Vaun er á. Enda kemur það í ljós
við nánari athugun, að umferðar-
vandræðin eru ekki nema á mjög
svo takmörkuðu svæði og að
mestu til orðin fyrir það, að ekki
liafa verið gerðar verulegar ráð-
stafanir til að dreifa umferðinni.
Alstaðar annarsstaðar er þó byrj-
að á því að komast hjá ringul-
reiðinni.
Hvaða nauðsyn er nú t. d. á
því, að gera svo þröngt pláss um
Lækjartorg að aðal-umferðarmið-
stöð bæjarins? — í stærri borgum
sjer maður hvergi samskonar mið-
stöðvar, enda munu þær vera ó-
þarfar.
Yegna hvers þurfa aðal versl-
unarstrætin, sem þá um leið hljóta
að vera mest farin af gangandi
fólki, einnig að vera aðalakbraut-
irnar? — Vegna hvers þurfa all-
ir fólksbílar, vörubílar, grjótbíl-
ár og moldarbílar endilega að
plasgja sig í gegn um fólksfjöld-
ann í Austurstræti og á Lauga-
vegi, þar ssem til eru þó nógar
aðrar pötur og greiðfærari?
Ein« sinni friðaði bæjarstjórn-
jþ einn veg í bænum með sjer-
stöku tilliti til þess, að fótgang-
andi fólk yrði einhversstaðar að
hafa friðland.
Allir mundu nú geta þess til,
að það liafi hlotið að vera Aust-
urstræti. — Nei, það var Tjarnar-
brúin! Það mátti ekki aka þessa
einu leið á milli suðurhluta austur
og vesturbæjarins vegna fólks-
fjöldaus, sem á leiðinni var eða
átti að vera! En á Austrustræti
hffir aldrei unátt lðggja nein
liÖft á gegnumakstur, enda þótt
hámi sje þar geráamlega óþarfur,
hókstaflega. < öllum hlutaðeigend-
íjBi til óþæginda og auk þess
hættulegur.
>Teg sþyr nú fyrir hönd fjölda
hqrgara hæjarins, úmferðalög-
reglu vora, sem sýnii: svo lofs-
verðan áhuga á því að greiða úr
umferðaflækjunni — hvaða ráð-
stafanir eigi að gera' gegn því, að
þessi flækja fari vaxandi eftir
því sem bæriniú vex? — Það var
góð hugmynd áð bægja bílaum-
ferðinni frá þeim stöðum, sem
ætlaðir eru einkum gangandi
fólki, þó að það væri dálítið
skrítið að byrja á Tjarnarbrúnni.
Hefir umferðastjórnin ekki
hugsað sjer neina haganlegri
lansn? Sp.
—-----------------—
Bæjarstjórnarfundur verður
haldinn á morgun kl. 5 e. h. í
Kaupþingssalnum. Atta mál eru
á dagskrá.
Ssja k®m frá ftlasjaw í js*r-
B»®r j*m.
7
Dagbók
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
Allhvass A og síðan NA. Úrkomu
laust að mestu.
Veðrið í gær (þriðjud. kl. 17):
Djúpt og víðáttumikið lægðar-
svæði er fyrir sunnan Island á
hreyfingu ANA-eftir. Veldur hún
A-stormi og rigningu á S og SA-
landi, en vestan lands og norðan
er úrkomulaust; veðurhæð er þar
víðast 4—6 vindstig og fer vax-
andi.
Næturlæknir er í nótt Ólafur
Helgason, Bárugötu 22. Sími 2128.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðnnn.
Fræðslumálastjóri hefir lagt
fram við skólanefnd áætlun um
kennaraþörf í skólum hæjarins.
Telur hann að 1 kennara þurfi
fyrir hver 45 börn á aldrinum 7
—14 ára, og er ætlunin að fá því
framgengt við kenslumálaráðherra
að sú regla verði upp tekin við
skipun fastra kennara við skóla
horgarinnar. Samkvæmt áætl-
uninni er Miðbæjarbarnaskólanum
ætlaðir 38 kennarar.
í frjettinni um sundafrek litlu
telpunnar, dóttur Sigtryggs Kald-
an Eiríkssonar, misprentaðist föð-
urnafn Sigtryggs, sem þar var
nefndur Einarsson. Einnig mun
nafn litlu telpunnar vera Rúna,
en ekki Ron'á, eins og stóð í
danska blaðinu, sem frjettin var
tekin úr.
Tannlæknafjelag íslands hjelt
aðalfund að Hótel Borg s.l. laixg-
ardag. Auk venjulegrá aðalfiuld-
arstarfa voru þar rædd ýms tann-
læknamál, fyrirlestur fluttur og’
erindi um fagleg efni. Stjórnin
var endurkosin: Brynjúlfur
Björnsson formaður, Hallm" Halls
son ritari og frú Thyra Loftsson
gjaldkeri. Fjelagið er nú 10 ára
á þessu ári. Var afmælisins minst
með því að gefa út lítið minning-
atrit, þar sem sögð er saga tann-
læknislistarinnar hjer á landi og
fjelagsins, auk ýms annars fróð-
leiks, er tannlækna varðar. A
laugardagskvöldið hjeldu fjelag-
arnir samsæti að Hótel Borg.
Mr. Jack Quinet, hljómsveitar-
stjóri á Hótel Borg, hefir nú látið
af störfum við veitingahúsið og'
l jek kann þar í síðasta sinni í gær
kvöldi. Mr. Qninet er með vinsælli
útlendum hljómsveitarstjórum,
sem starfað hafa hjer á landi.
Hefir hann tvisvar komið hingað
til lands til að stjórna hljómsreit
á Hótel Borg. Frístundum sínum
lijer hefir Quinét vafið til að kynn
ast bænum og nágrenuinu og
skrifað nokkuð í erlend blöð um
land og þjóð. Eru greiuar hans
ritaðar af hlýjum hug í okkar
garð og haft það takmark, að
kveða niður þá trú, d-sém allvíða
gætir í Englandi, að á Islandi búi
Eskimóar. Eftirmáðhr Quinets
heitir Mr. Billy Cook. eirmig'
breskur að þjóðerni. Byrjar hann
að leika í kvöld.
Gjafir til Slysavarnafjelage íe-
lands: Frá Sig. Árnasyni, Fagur-
hólsmýri 2 kr;, Jón J ónsson,
Hnappavöllum 2 kr., Ólafur Jóns-
son, Hnappavöllum 2 kr., Páll
Stefánsson, Hnappavollum 1 kr.,
Sig. Þorsteinsson, Hiiappavöllum
2 kr., Jóhann ÞPrsteinsson,
Hnappavöllum, 2 kr., Þorsteinn
Jóhannsson; Hnappavöllum 1 kr.,
Björn Pálsson, Kvískerjum 5 kr.,
Sveinn Bjarnason, Skaftafelli 2
kr., Sigríður Gísladóttir, Skafta-
felli 1 kr., Guðlaug Jónsdóttir,
Svínafelli, 2 ki\, Björn Sigurðs-
son, Svínafelli 2 kr., Vilborg Ein-
arsdóttir, Svínafelli 1 kr„ Guðrnn
Pálsdóttir, Svínafelli 2 ki\, Arn-
dís Halldórsdóttir, Hofi 2 kr.,
kr., Sigríður Jónsdóttir, Hofi 1
Þuríðnr Sigurðardóttir, Ilofi 1
kr„ Magnús Þorsteinsson, Hofi 2
kr., Gnnnar Þorsteinsson, Hofi
2 kr„ Steinunh Sigurðardóttir.
Hofsnesi 2 kr., Einar Jónsson,
Fagurhólsmýri 1 kr.; Sigríðar
Jónsdóttir, Svínafelli 1 kr. —
Kærar þakkir. — J. E. B.
Útvarpið:
Miðvikudagur 1. septembw.
19.20 Hljómplötur: Ljettir þjóð-
dansar. •
20.00 Frjettir. - . * :
20.30 Erindi: Ófresk%áfur, I:
Tímavitund (Guðmundur Hann-
esson pféféjsor). _•
20.55 Útvarpshljómsveitin leikar.
21.25 Hljómplötur: Sónötur eftir
Beethoven (til kl. 22).
Nýtt Dllkakjöt,
Frosið kjöt.
Lifur off
Svið
og allskonar grænmeti.
Jóhannes Jóhannsson,
Grundarstíe: 2. Sími 4131.
Hjartans þakkir votta jeg öllum þeim, sem sýndu marg-
háttaða hjálp í veikindum og hluttekningu við fráfall og
jarðarför
Þóru sál. Eiríksdóttur.
Keflavík, 31. ágúst 1937.
Símon Eiríksson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við
andlát og jarðarför
Sigurbjargar Hafliðadóttur.
Vigfús Halldórsson, börn og barnabön*.