Morgunblaðið - 03.11.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.1937, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. nóv. 1937. ----------1328 aftökur----------------------- í Rússlandi í október! FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Einn af æðstu mönnum Sovjet-Rússlands hefir nú fall- ið fyrir ofsóknaræði Stalins, eftir því sem sím- skeyti til danska blaðsins Politiken frá Varsjá hermir. I skeytinu er sagt frá því, að einn æðsti maður Rauða hersins, Jegorof marskálkur sje fallinn í ónáð hjá rauða einvaldinum. Jegorof marskálkur er einn af þeim, sem mest gekk fram í því að fella Tukatjefski hershöfðingja og fá hann dæmdan til dauða. Búist er við því, að Jegorof sæti sömu örlögum og hershöfðingjarnir, sem teknir voru af lífi í júnímánuði s. I. eða, að minsta kosti verði hann að láta af embætti og fara í Síberíuvist. Jegorof marskálkur tók við embætti af Rjakatjef- ski, sem var næst æðsti maður Rauða hersins. Hann var aðalmaðurinn í því, að gera ,,hreingerningu“ innan hers- ins. Einnig aðstoðaði hann núverandi yfirmann rússnesku leynilögreglunnar (G.P.U.) til að koma Tukatjefski hers- höfðingja á knje. Jegorof hefir setið í stofufangelsi siðastliðna viku. Opinberar hagskýrslur sýna, að 1328 aftökur hafa farið fram í Sovjet-Rússlandi í októbermánuði s. 1. Blóðveldi Stalins virðist aldrei hafa verið ógurlegra en nú og búist er við áframhaldandi „hreingerningum“. Bæjarstjúrnar- kosningar i Bretlandi ,Milliflokkarnir i stórtapa fylgi London 2. nóv. F.Ú. æjar- og sveitastjórnarkosn ingar fóru fram í Eng- landi í gær. Um miðnætti í nótt höfðu borist eftirfarandi frjett- ir úr 70 helstu borgum og bæj- um landsins, (fyrir utan Lond- on). íhaldsflokkurinn hafði unnið 22 sæti frá öðrum flokk- um og tapað 22. Frjálslyndi flokkurinn hafði unniö 2 sæti frá öðrum flokk- um og tapað 17. Verkamanna- flokkurinn hafði unnið 34 ssfeti frá öðrum flokkum, en tapað 28; og .óháði verkamanna- flokkurinn hafði unnið 17 sæti frá öðrum flokkum en tapað 8. Kosið er um þriðjung bæjar- og sveitarstjórna, nema í London. Þar er kosið í allar stjórnir hinna einstöku borgar- hluta í einu. Hægri flokkarnir unnu í sveitunum. í skeyti síðar í gærkveldi segir svo: Talningu atkvæða í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum í Englandi og Wales er nú að mestu lokið. Yfirleitt hefir at- kvæðamagn hægri flokkanna aukist í sveitunum, en í Lo'nd- on er stefnan í öfuga átt, og hefir verkamannaflokkurinn þar unnið 57 sæti frá öðrum flokkum. Sjötugsafmæli á í dag Narfi Jó- hannesson, Austurgötu 43, Hafn- arfirði. Italir og Þjóðverjar gramir Eden London í gær F.tJ. löð álfunnar láta sjer tíð- rætt í dag um ræðu þá, sem Anthony Eden flutti í neðri málstofu breska þingsins í gær. Signor Gayda svarar henni, atriði fyrir atriði. I Gior- nale d’Italía í dag. Hann segir. Mr. Eden neitar okkur um rjett til þess, að ræða um þetta mál (nýlenduþörf Þýskalands). Þau orð, sem II Duce mælti, mælti hann, af friðarvilja — þeim friðarvilja, sem lýsir sjer í gjörðum, en ekki í orðum einum saman. Þegar hann vjek að þessu máli, þá var það vegna þess, að það er eitt af málum, sem fríður- inn í Evrópu veltur á. Þegar Eden segir, að Bret- ar sjeu algerlega hlutlausir í Spánarmálunum, þá er hann að hræsna“, heldur Signor Gayda áfram. Gremja Þjóðverja. Þýsk blöð láta í Ijós mikla gremju vegna ræðu Edens. „Berliner Tageblatt“ segir, að Eden hafi ekki þolað að heyra „rödd skynseminnar“ um ný- lendukröfur Þjóðverja. „Local Anzeiger“ segir, að Eden hefði átt að hafa kjark til þess að láta í ljós sínar eig- in skoðanir um nýlendukröfur Þjóðverja, í stað þess að vera að amast við því að einhver annar skyldi taka til máls um þær. Happdrætti st. Framtíðin nr. 173. Dregið var hjá lögmanni 1. þ. m. og komu upp þessi númer: 1996 farseðill til útlanda og heim aftur; 1900 Tesla-rafmagnstæki; 937 klukka, og 1541 100 kr. í pen- ingum. Bandaríkjamenn hafa sent hermenn til Kína til þess að gæta hagsmuna Bandaríkjaborgara. —- Myndin er af amerískum hermönnum, sem sendir voru til Kína með herflutningaskipinu ,,Asheville“, Kínastríðið getur leitt til heimsstyrjaldar Strlðsundirbúningur i Bandarikjunum FRÁ FRJETTARITARA VORUM. ' KATJPMANNAHÖFN 1 GÆR. Stríðið miili Japana og Kínverja getur auð- veldlega leitt til alheims styrjaldar, |>ar sem öll líkindi benda til þess að Sovjet- Rússland geti ekki setið lengi bjá, ef ófriðurmn heldur lengur áfram. Þessi orð eru höfð eftir forstjóra japönsku frjettastofunnar, en hann er nú á ferðalagi til Ev- rópu. Það eru stórblöðin í New York, sem hafa átt viðtal við forstjórann. Erindi hans til Evrópu er, að því er hann segir, að koma í veg fyrir þann misskilning, sem virðist ríkja í álfunni um Japani og stríðið í Kína. Forstjóri frjettastofunnar segir, aS Japanir sjeu þess við- búnir, aÖ Rússar muni taka virkan þátt í styrjöldinni í Kína og aÖ þeir hiki ekki við, að taka upp baráttu við þá ef þess gerist þörf. Bandaríkin vígbúast. Frá Washmgton er símað til Ritzau frjettastofunnar, að Bandaríkin vígbúist nú eins og búist sje við styrjöld. Fullyrt er, að herforingjaráð Bandaríkjanna ætli að skrá mikið af nýliðum í herinn. Þá hefir Bandaríkjastjórn boðið varaliðsforingjum ameríska flotans fastar stöður í flotanum og Kyrrahafsflota Bandaríkj- anna hefir verið skipað að vera viðbúinn að sigla hvenær sem er, ef þess skyldi gerast þörf. 90 flugvjelar skotn- ar niður. London í gær F.Ú. í skýrslu japönsku herstjórn arinnar í Shanghai sem birt er í dag, er skýrt frá því, að Jap- anir hafi kastað niður um 3526 þungum sprengjum yfir ýmsar vígstöðvar Kínverja í Shanghai síðustu 14 daga. Ennfremur segjast Japanir hafa skotið niður fyrir Kínverjum 90 flug- vjelar í Shanghai, en sjálfir mist 5 flugvjelar. í Japan var í dag ráðherra- fundur, og alment talið að mjög mikilsverðar ákvarðanir hafi verið teknar á þeim fundi. Áð- ur en þær verða birtar verður að leggja þær fyrir ríkisráð og hefir því ekki neitt orðið hevrum kunnugt um þær enn- þá, nema hvað eitt blað í Tokio segir að til nýrra stóratburða muni draga á næstunni í styrj- öldinni milli Kína og Japan. NÍU-VELDA-RÁÐ- STEFNAN HEFST I DAG. London í gær. FÚ. Fulltrúar níu-velda-ráðstefn- unnar, sem á að hefjast í Brússel á morgun, eru nú flestir komnir þangað. í morguu'.Jtom Bden til Brússel, en þímn er formaður bresku nefndariimar. Bylting var yfirvofandi í Marokko FEÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. Frjettaritari stórblaðsms „The Times“ í Casa- blanca símar blaði sínu að uppreisnaraldan sem ríkt hefir í franska Marokko sje miklu alvarlegri en menn hafi haldið. Rannsókn hefir leitt í Ijós, að stórkostleg bylting var í undirbúningi um alla Marokko og var þeg- ar búið að skipuleggja hana. Franski herinn í Marokko hefir tekið sjer stöðu í borg- arhverfi því, sem innfædd- ir menn byggja, í borgsnr.i Fez. Forsprakkar byltingarund- irbúningsins og áróðursmenn þeirra eru króaðir inni í Kasroy bænahúsinu og er nú talið að friður sje fullkom- lega kominn á. MIKILL ISFISKS- IJTFLUTNINGUR FRÁ EYJUM. Það sem af er þessu ári, eða til 1. nóv., hafa verið sendir frá Vestmaimaeyjum til Bnglands 12250 kassar af ísuðum fiski, mest- megnis kola. Verðmæti þessa fisks er 435.726 kr. Mest af honum hefir aflast í dragnætur kringum Byjar. Mikið af ýsti hefir undanfarið verið kringum Eyjar, en vegna ó- hagstæðra ferða til Englands hafa sjómenn Htt stundað þær veiðar. (FÚ.). Ríkisskip. Bsja liggur í Reykja- vík. Súðin er á leið til Noregs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.