Morgunblaðið - 03.11.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.1937, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikndagur 3. nóv. 1937. K M E M T 1 R B Ó Það logar yfir jöklinum. Leikrit eftir Sigurð Eggerz. W Bók um Island eftir Bjarna M. Gíslason. Sig. Eggerz: ÞaB logar yfir jöklinum. Sjónleik- ur í 4 þáttum. Fjelags- prentsmiðjan 1937. að gegnir furðu hve mikið hefir verið skrifað af leik- ritum hjer á landi frá því um miðja síðustu öld og til þessa tíma, þegar þess er gætt, hve lítið tækifæri leikritaskáldin hafa til að sjá verk sín á þeim eina vett- vangi, sem leikritum er vært — á leiksviðinu. Leikrit ætti í rauninni aldrei að prenta, eða a. m. k. ekki fyr en þau eru þrautleikin; til að sjá ágæti þeirra eða galla, dugir aðeins eitt ráð, að sjá þau leikin. Prentuð leikrit á íslensku skifta tugum, sem ekki hafa verið leikin m. a. vegna þess, að menn voru húnir að fá það inn í höfuðið, að þau væru eltki sýningarhæf ein- hverra hlufa vegna. Dæmi mætti nefna: Sjónleikurinn um Jón Arason, eftir Matthías Jochumsson, var prentaður um aldamót, hefir þó hvergi verið sýndur enn, þrátt fyrir þá staðreynd, að leikurinn er þróttmesti sjónleikur skáldsins og færi vel á leiksviði, ef duglegur ■og hu gmyndaríkur leikstjóri fengi xáðrúm til að koma leiknum upp, án þess að binda sig um of við hinn prentaða bókstaf. Mikið til hið sama er að segja um Gissur Þorvaldsson, eftir Eggert, Ó. Briem — þar er þó öllu heldur •efni í góða filmu. Af nýrri leik- ritum má nefna Hilmar Foss, eftir Kristján Albertson, í höndum smekkvíss leikstjóra myndi sá leikur sóma sjer vel á leiksviði, og hefir þó hvergi verið sýndur, að því er jeg best veit. Og nú kemur enn eitt prentaða leikritið, Það logar yfir jöklinum, eftir Sig. Eggerz bæjarfógeta á Akureyri. Sennilega á sama fyrir því að liggja og leikritunum, sem jeg nefndi, það verður ekki sýnt, eða ekki sýnt fyr en eftir dúk og <lisk og hefir þá mist gildi sitt fyrir áhorfendur samtíðarinnar, En leikrit eru dægursins börn, þau lifa sínu fegursta lífi á leiksviði samtíðarinnar. Jafnvel meistara- verk verða ekki annað en við- fangsefni grúskara, ef þau geta •ekki hýíslað orði í eyra þeirra áhorfenda, sem þau eru sýnd. Leikrit Sig. Eggerz er bráðlif- andi, það morar af lífi í samtöl- unum. A bak við orðin er bæði liugsun og tilfinning og Ieikritið «r vankantalítið í byggingu. Hjer «r því engin fyrirstaða fyrir sýn- ingu á leiknum. Annað er það, að hin prentaða útgáfa leiksins skil- ur eftir hjá manni löngun til að vita meira um tvær aðalpersónur leiksins, fá betur útfylta æfiferils- skýrslu þeirra, ef svo mætti að orði kveða,. Það sem hinn prent- aði bókstafur segir er of blá-bein- ótt, ef til vill íklæddust persónur holdi og blóði á leiksviði, og er mjer það þó til efs, nema höfund- urinn sjálfur geti mætt á 20 til 30 leikæfingum og sjálfur hjálp- að þeim til að vaxa fram í fót- ljósin með því að leggja þeim orð í munn, þar sem æfingarnar sýndu að þess gerðist þörf. Auð- rún, söngmærin, stend'ur ekki fyr- ir hugskotsaugum manns sem manneskja, heldur sem fagurt sönglag og jarðfræðingurinn er aðeins dimmur undirleikur, hvort tveggja fallega hugsað og tilfinn- ingaríkt. En leiksviðinu nægir ekki „lyrik“, það vill „drama“, og það hjálpar ekki hversu sam- tölin eru lifandi, ef það eru ekki lifandi manneskjur, sem tala. En það bregður nú einmitt fyrir lif- andi manneskjum í leikriti Sig. Eggerz, þó ekki sjeu það aðal- ]>ersónurnar. Ráðskonan gamla lifir á og í hinum fáu setningum, sem hún segir, og pólitískur hug- sjónamaður, sem ganar í unggæð- ingslegri hugsjónavímu inn til ráðherra, verður okkur alt í einu kunnugur fyrir þessi orðaskifti: Hann segir: Ef þjóðin ætti hina heilögu trú á tilverurjett sinn — mundi hún færa allar þær fórnir, er af henni yrðu krafðar, til þess að auka og vernda sjálfstæði sitt. Þjóð, sem er reiðubúin til að færa fórnir fyrir sjálfstæði sitt, vantar aldrei brauð. Þjóð, sem kaupir brauðið fyrir hugsjónir sínar, miss ir hvort tveggja í einu, brauðið og hugsjónirnar. Ráðherrann segir: Þjer talið ekki eins og stjórnmálamaður, Þjer talið eins og skáld. Jón Eiríksson (hugsjónamaður- inn) segir: Skáldið í stjómmála- manninum má aldrei deyja. Eftir þessa viðkynningu þykir okkur vænna bæði um Jón Eiríks- son og höfundinn. Jeg hefi áður sagt að samtölin væru lifandi. Sig. Eggerz fer hjer sínar eigin götur til þess að ná þessum áhrifum. Setningarnar eru stuttar, hraðar — iðulega eins og símskeyti frá manni til manns. Þýskir expressionistar, svo sem Georg Kaiser og þó sjer í lagi Carl Sternheim, nota þennan stíl mikið. Ekki hefi jeg sjeð honum áður beitt á íslensku, nema hvað honum bregður fyrir hjá Guttormi J. Guttormssyni leikritaskáldinu vestur-íslenska. Sig. Eggerz fer yfirleitt vel með þennan stíl og leikritið verður fyr- ir bragðið aðgengilegra og skemti- legra aflestrar, en ella hefði orðið, með löngum skýringargreinum á hverju því, sem skýtur upp í vit- und persónanna. Að öllu samanlögðui væri þess óskandi, að leikritið „Það logar yfir jöklinum“ kæmist upp á leik- sviðið. L. S. Bjarni M. Gíslason. Síra Halldór Jónsson: Sálmalög IV. Söngvar fyrir alþýðu. Sálma- lög IV. eftir Halldór Jónsson sóknarprest að Reynivöllum. Fjelagsprentsmiðjan 1937. Þessarar merku bókar hefir lít- ið verið getið. Hún hefir að geyma 41 sálmalag, við sálma eftir mörg hin yngri skáld og nokkur hin eldri, og eru þarna margir gull- fagrir sálmar. Lögin eru öll með ljettri raddsetningu, þannig að hver sem nokkuð kann að leika á hljóðfæri, getur auðveldlega spilað þau. Lögin eru öll ylrík og vinhlý, og sum ljómandi falleg, eins og t. d. lögin við eftirtalda sálma: „Þú Kristur bróðir allra“, „Skín guðdómssól“, „Til þín minn frels- ari eg flý“ og „Dýrðleg dagssól hlær“, svo aðeins fáir sjeu nefnd- ir. Þetta verk síra Ilalldórs er merkilegt og sýnir ást hans og dýrkun á hljómlist, sem veitir honum svo mikla gleði, og sem hann vill að aðrir gætu fundið í hans látlausu tónsmíðnm. Tslensk tónskáld hafa ekki sam- ið mörg sálmalög, og mun þetta stærsta safn þeirrar tegundar tón- verka, er eitt tónskáld sendir frá s.jer. Ættu þeir, sem sjá um val á lögum í næstu Kirkjusöngsbók, ekki að gleyma þessu söngva- safni síra Halldórs, því áreiðan- lega eru þar lög, sem vel mundu eiga þar heima, samin við sálma, sem sungnir eru undir gömlum lögum, og aðra, sem ekki eru til nein lög við, en mundu vel hljóma þar, til dýrðar drotni, undir lög- um síra Halldórs. Öll bera lögin vitni um góðan og göfugan mann, þau eru sprott- in af innri þrá, frá hljómgrunni listelskrar sálar, andi þeirra er hlýr og mildur, og fellur oft vel við ljóðið, sem þau eru samin við. Þau eru höfundarins dýrustu og helgustu hugsanir, settar í tóna á hljóðum og friðsælum hvíldar- stundum. Og þau eiga skilið að þeim sje vel tekið af söngelsfcu fólki, bæði vegna laganna sjálfra og hins merka höfundar þeirra. K. Ó. Reykjavík 1786—1936 heitir bók eftir dr. Jón Helgason biskup, sem kom í bókaverslanir í gær. Bók þessi ep sjerstaklega falleg, og mun margan fýsa að eignast hana. Bjarni M. Gíslason: Glimt||fra Nord. Fyrir fjórum árum kom hjer út Ijððabók eftir ungan og óment- aðan sjómann, Bjarna M. Gísla- son frá Látrum. Hún heitir „Jeg ýti úr vör“. Yakti hún' þegar at- hygli, því að menn fundu, að þessi frumsmíð var af náttúrleg- um hagleik ger og að höf. hafði svo heilbrigðar lífsskoðanir, að af honum mátti margs góðs vænta. Og hann var bæði hagorður og orðhagur, og hafði líka tilþrif, Skömmu eftir að bókin kom út sigldi Bjarni til Danmerkur til þess að leita sjer þeirrar mentun- ar, sem hann hafði farið á mis við hjer. Hann hafði dregið sam- an kaup sitt á sjónum frá ári til árs í þessu skyni. Fyrsta kynningin við Dani varð honum sár vonbrigði. Hon- um blöskraði hvað þeir voru fá- fróðir um Island og íslendinga og höfðu ramrangar hugmyndir um þá, ef þeir höfðu þá haft nokkrar spurnir af oss. Bjarni ásetti sjer þegar að vinna alt sem hann gæfi að því að útbreiða sanna þekkingu á íslandi og ís- lendingum. • Og ekki leið á löngu þangað til hann tók að halda fyr- irlestra um íslensk mál. Má þó nærri geta að þetta hefir honum veist erfitt fyrst í stað, því að hann kom svo að segja mállaus til Danmerkur. En góður vilji er sigursæll. Fyrirlestrum Bjarna var vel tekið og var hann nú beðinn að ferðast um landið og halda fyrirlestra um ísland. Tókst hann það á hendur og hef- ir nú um þrjú ár ferðast fram og aftur og haldið fyrirlestra í lýðháskóíum og miklu víðar. Einnig brá hann sjer til Svíþjóð- ar og flutti þar nokkra fyrir- lestra, sem helstu blöðin birtu langar greinar um og hrósuðu. En hvað er það þá, sem Bjarni hefir sagt um ísland? Þessi bók, „Glimt fra Nord“, sýnir það, því að hún er útdráttur úr fyrirlestr- unum. Frá upphafi til enda er hún þrungin af ættjarðarást og löngun til að fræða menn um ís- land. Bókin er stutt yfirlit yfir sögu lands og þjóðar og þær framfarir, sem hjer hafa orðið síðan vjer losnuðum undan Dön- um. Lýsir höf. því þó svo hóg- værlega, að ekki getur það sært neinn, aðeins aukið skilning manna. Og það er þakkarvert, þegar einhver tekur sjer það fyr- ir hendur, að fræða aðra um ís- land og leiðrjetta rangar hug- myndir um það. Síðari hluti bókarinnar fjallar um íslenskan skáldskap, og er þar getið allra helstu skálda og rit- höfunda, en sjerstakir kaflar eru um stórskáldin þrjú, Matthías Jochumsson, Stephan G. Stephans- son og Einar Benediktsson. Bók þessi hefir fengið góða dóma í dönskum blöðum. T. d. ritar cand. mag. S. Haugstrup Jensen, kennari við lýðháskólann í Ry, mjög lofsamlega um bók- ina. Og allir sem minnast á hana tala vmi það, hvað Bjarni riti gott mál. Hann hefir þó ekki ver- ið nema þrjú ár í Danmörku. En þetta er eflaust rjett, og má sjá það á því, hvernig hann þýðir nokkur erindi eftir Stephan G., að danskan er orðin honum töm, og mun þó ekki leikur að þýða St. G. á þá tungu. „Fjarst í ei- lífðar útsæ“ þýðir Bjarni svo: Fjernt í evigheds havet vaager öen, dig kær: Vaarens natlyse verden i et forklaret skær. Og vísuna „Löngum var jeg læknir minn“ þýðir hann: Ofte var jeg egen præst, jurist, læreherre, eller læge, plov og hest, konge, smed og kærre. „Glimt fra Nord“ er gefið út af Skyttes Bog- og Runstforlag i Ry. Innan skams kemur út önnur bók eftir Bjarna hjá Gyldendal. Heitir hún „Hedens Ansigt“. Á. Ný barnabóK. Carrol: Lísa í Undralandi. Barnabók með myndum. Bókaútgáfan Esja. Rv. 1937. Þessi heimsfræga barnabók, sem á ensku heitir „Alice in Wonder- la,nd“, er nú komin út í íslenskri Þýðingu. Það er mikill vandi að þýða barnabækur svo að vel sje, en þó hygg jeg að þessi bók hafi reynst óvenjulega erfið viðureign- ar. Því meiri ánægja er að sjá, hversu vel þýðingin er af hendi leyst. Það er alment viðurkent, að forðast beri að tala tæpitungu eða ambögulegt mál við börnin. Barnabækur eiga helst ekki að vera á hreinu „barnamáli“, þær eiga að stefna hærra. Góðar barnabækur þroska smekk barns- ins fyrir fögru máli, bæta málfar þess, auka þeim orðaforða, opna hinn fjölskrúðuga heim íslensk- unnar. Lísa í Undralandi er skemtileg bók og það er ekki vafi á að hún verður vinsæl meðal íslenskra barna. — Lísa sofnar í kjöltu eyst- ur sinnar úti í guðsgrænni nátt- úrunni, sólbjartan sumardag. Hana fer að dreyma. Hvít kan- ína skýst framhjá og Lísa sprett- ur á fætur og eltir hana inn í Undralandið. Og þar ratar hún í ótal æfintýri hvert öðru furðu- legra. Lísa í Undralandi er tæplega fyrir smábörn. En börn á aldrin- um 7—13 ára fá vart skemtilegri bók í hendur. Kennari. Á sextugsafmæli próf. Matthías- ar Þórðarsonar voru honum færð að gjöf Rit Jónasar Hallgrímsson- ar í vönduðu bandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.