Morgunblaðið - 03.11.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.1937, Blaðsíða 8
MORGTJNBLAÐIÐ Miðvikudaffur 3. nóv. 1937. S JfouflS&OfMU Barnabrjefsefni með mynd- um í möppum eru nýkomin. Bókaversl. Sigurðar Kristjáns- sonar, Bankastræti 3. Shirley Temple. Hafið þið sjeð nýju, fallegu kortin af henni Shirley? Þau fást í Bóka- verslun Sigurðar Kristjánsson- ar, Bankastræti 3. Brjefsefni með sigli. Ný gerð af brjefsefnum, sem aldrei hef- ir sjest hjer áður, er nýkomin í Bókaverslun Sigurðar Krist- jánssonar, Bankastræti 3. Kaupum mjólkurflöskur og allar aðrar flöskur. Versl. Grettisgötu 45 (Grettir). 'TOiícF vruAau/nh/^lÁ/nii, Vjelareimar fást beatar hjá ’oulsen, Klapparstíg 29. Kaupi íslensk frímerki hæsta erði og sel útlend. Gísli Sig- rbjðmsson, Lækjartorgi 1. — ínið 1—4. Niðursuðudósir með smeltu loki (þýskt patent) fást af öll- um stærðum hjá Guðmundi Breiðfjörð, Laufásveg 4. Kaupum allskonar flöskur og glös næstu daga í búðinni Bergstaðastræti 10, kl. 2—5. j "Kjötfar» og fiskfars, heima- Fallegir haustfrakkar og tilbúið, fæst daglega á Frí- vetrarkápur kvenna, nýasta ^ kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent tíska. Verslun Kristínar Sig- heim. urðardóttur, Laugaveg 20 A. Smokingföt á meðalmann, lítið notuð, úr besta efni, til, sölu. Uppl. Hringbraut 173. Ljósakróna, ný, til sölu með tækifærisverði. Uppl. Hring- braut 173. Kjötbúðin, Njálsgötu 23. — Nýtt folaldakjöt í buff 1 kr. 1/2 kg. Gullasch 90 au. y2 kg. Bjúgu 75 au. I/2 kg. Saltað hestakjöt 50 aura y2 kg. — Sími 3664. Satin í mörgum litum ný- komið. Saumastofan Lækjar- götu 4. Nýkomin ullarkjólatau í mörgum litum. Saumastofan Lækjargötu 4. ÚTSALA á skemtibókum! Ættarskömm, Heiðabúi, Violanta, Ofjarl samsærismanna, Græna- hafseyjan, Flóttamenn, Tvífarinn, 100 úrvals ferskeytlur og margar fleiri skemtibækur eru seldar með gjafverði á FRAKKASTÍG 24. — ^snpi gamlan kopar. Vald. *oah«en, Klapparstíg 29. 1000—1200 kr. lán fæst gegn því, að veitt sje atvinna. Tilboð merkt „D“ sendist Morgun- blaðinu. Geng í hús, legg og krulla hár. Sími 4153, kl. 10—1. Sokkaviðgerðin, Hafnarstræti 19, gerir við kvensokka, stopp- ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af- greiðsla. Sími 2799. Fjölritun og vjelritun. Friede Pálsdóttir, Tjarnargötu 24. — Sími 2250. yK&ttó&X' Dönsku og ensku kennir Inga L. Lárusdóttir, Hverfisgötu 21, austurdyr uppi. Iráðherratíð Jónasar Jónssonar hittust einu sinni tveir Reyk- víkingar að morgni dags suður við Tjörn. Þetta var að sumar- lagi og veður var einstaklega gott. Þeir töluðu fyrst um daginn og veginn og stjórnmálaástandið. Báðir voru sammála um að illa væri stjórnað og mikil eyðsla og bruðl á ríkisfje. Altí einu segir ánnar: — Mikið er nú veðrið annars gott. Ætli það væri svona gott, ef hann Jónas rjeði því? — Ó, blessaður vertu, svafraði hinn. Hann væri sjálfsagt: búinn með það. * I Menn geta dáið af gleði ekki síður en sorg. Um daginn andaðist í Frakklandi kona nokk- ur af eintómu meðlæti í lífinu. , Dag nokkurn fjekk hún til-1 kynningu um að hún hefði unn- ‘ ið 50 þús. franka í happdrættinu. Hún fjell í öngvit er henni barst frjettin, og andaðist skömmu síð- ar af hjartaslagi. En það var ekki eingöngu vegna þessara 50 þúsund franka, sem hún Ijet lífið. Á fjórum mánuð- um liafði hún þrisvar sinnum unn- , ið þrjá stóra vinninga í happ- drættinu. Fyrst vann hún 100 þúsund franka og síðan aftur aðra 100 þúsund franka. Hinir síðustu 50 þúsund frankar voru ; bara dropinn, sem fylti mælir-' inn1 ! H- Síra Anderson Jardine, prestur-' inn sem gaf frú Simpson og ; hertogann af Windsor saman í hjónaband, hefir verið mesti óláns fugl síðan. Eins og menn eflaust muna var mikið veður gert úr því, að hann skyldi óhlýðnast boði biskupsins og gifta hertog- ann. Sr. Jardine var boðið til Ameríku í fyrirlestraferð og all- ar líkur bentu til, að hann mundi græða mikla peninga. En þeg- ar presturinn kom til Ameríku voru hinir nýjungagjörnu Ame- ríkumenn búnir að gleyma honum og enginn vildi sækja fyrirlestra hans, og síra Jardine fór aftur til Englands. Þegar heim kom voru sólcnarbörn hans einnig orð- in afhuga honum, svo nú er síra Jardine aftur á leið til Ameríku. Hann hefir fengið stöðu við kirkju eina í Bowery-hverfinu í New York. Hin nýju sóknarbörn hans eru hættulegustu glæpamenn stór- borgarinnar og síra Jardine fær það erfiða hlutverk að snúa þeim til rjetts lífernis. i * Öll helstu vátryggingarfjelög í London hafa skrifstofur sínar við götuna Lombard Streeti. í mörg ár hefir varla verið hægt að vinna á skrifstofunum fyrir skarkala1 og hristingi, sem stafar af um- ferðinni. Nú á að ráða bót á þessu með því að „klæða“ götuna alla með togleðri. Þetta verður fyrsta togleðursgatan í London, en vonast er eftir því, að þessi nýjung gefist svo vel, að það verði ekki sú síðasta. * Tískuverslanir í Berlín hafa nú sett á markaðinn nýja kven- hatta, sem nefnast Mussolini- hattar. Hugmyndina fengU; tísku- verslanirnar er Mussolini var á ferð í Berlín á dögunum. H Flugvjelasjerfræðingum Junk- ers verksmiðjanna hefir tekist að smíða nýja tegund af farþega- flugvjelum, sem svífa algerlega hljóðlaust um í loftinu. Vjela- skröltið er að mestu kæft meði gúmmíeinangrun. * Ibúar Bandaríkjanna eyddu síð- astliðið ár sex miljörðum dollara í skemtanir, það svarar til 50 dollurum á hvert mannsbarn. I sömu skýrslum, sem segja frá. þessu, er þess getið, að kvik- myndahúsin hafi grætt 17 sinn- um meira fje en leikhúsin. H í hjeraðinu, Sussex á Englandf hjelt kona nokkur 93 ára afmæl— isdag sinn hátíðlegan nýlega. Hún má vera ánægð með lífsstarfið, því 183 afkomendur hennar komu til' að óska henni til hamingju. H — Að fara snemma að hátta er- fyrsta skilyrðið fyrir góðri heilsu. — Jeg skil það ekki. Jeg fór- að hátta kl. 7 í morgun og' mjer hefir sjaldan liðið ver. ÍUC&yniibrujav Geymum öll reiðhjól ókeyp— is yfir veturinn, sem á að gera upp fyrir sumarið. Reiðhjóla- Verkstæðið „Baldur“,, Lauga- veg 28. Friggbónið fína, er bæjarma besta bón. Slysavarnafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum. árstillögum m. m. m NILS NILSSON: FÓLKIÐ A MÝRI 77. Hann reikaði áfram, án þess að finna nokkurn frið í sálu sinni. Öll íöngun til þess að heimsækja Selmu var horfin. Lífið var einskis virði lengur, fyrst hann fjekk ekki Mýri. Og nú iðraðist hann innilega eftir að hafa minst á þetta við móður sína aftur. En hann hafði ekki getað stilt sig um það. Hann ætlaði sjer að berjast til þrautar. Hann gat ekki gefið upp alla von enn. Eftir að hafa reikað um í myrkrinu um stund, hjelt hann heim að bænum. Hann læddist yfir hlaðið og gægðist inn um baðstofugluggann. Hann kom auga á móður sína, sem gekk um gólf, hnuggin á svip. Hann fann til mikillar samúðar með henni — þangað til hann mundi, að það var Hugo, sem hún va hnuggin yfir. Þá varð hann bæði sár og reiður. Hann læddist inn í herbergi sitt flýtti sjer að hátta og reyndi að leita gleymsku í svefni. En það leið langur tími, þangað til hann að lokum sofnaði. Aldrei á sefi sinni hafði Lena verið eins einmana og þessa nótt, er hún vakti eftir Hugo. Hún ímyndaði sjer alla mögulega skelfilega atburði, er gætu: hafa komið fyrir. , Ef til vill hafði hann orðið veikur og lá ein- hversstaðar úti á víðavangi hjálparvana. Það gat líka verið, að einhver hefði ráðist á hann 0g rænt hann. Eða var það hugsandi, að hann hefði eytt peningunum í vín? Sú hugsun kvaldi hana mest af öllu. En hún vildi ekki trúa því um Hugo, sem hafði svo margsinnis sagt: — J^g skal aldrei bregðast þjer, mamma. Hún var reið við Anton fyrir það að hafa minst á það enn einu sinni, að fá jörðina. Að vísu: þótti henni að nokkru leyti vænt um það, hve mjög hann unni æskuheimili sínu. En henni ofbauð, hve hatursfullur hann var í garð Hugos. Hún reyndi að hugsa sjer fram- tíðina, án þess að hún hefði yfirráðin á Mýri. En eins og endranær sá hún þá móður sína fyrir sjer og hvern- ig henni leið hjá syni sínum. Nei, alt annað var betra en það! Þá var betra að þola söknuðinn, er börnin færu að heiman hvert af öðru. Hún hefði gjarna viljað segja Anton, hvernig henni var innanbrjósts, er hún hugsaði til þess að fara í hornið. En það gat hún ekki einu sinni. Það var tilfinningarmál, sem hún gat ekki talað um við aðra. Það voru til þeir hlutir, sem maður gat ekki minst á við nokkra manneskju. Hún skildi nú, að það var einmitt þess vegna sem hún var svo einmana. Þessa nótt varð henni ljóst, að hún hafði eiginlega altaf verið hræðilega einmana, þrátt fyrir eiginmann og börn, þrátt fyrir líf og starfandi fólk alt í kringum hana. Það var eins og hún gæti ekki af- borið einveruna lengur. Það var þungbært, að börnin brugðust henni svona hvert af öðru. Lena sofnaði að lokum út frá hinum»ömurlegu hugsunum. Hún hrökk upp við það að klukkan sló 4. Það fyrsta, sem henni datt í hug, var það, hvort Hugo væri kominn. Hversvegna hafði hann þá ekki komið til hennar, til þess að skila peningunum? Nei, hann hafði sjálfsagt orðið fyrir einhverju slysi og var ókominn ennþá. Skjálfandi af angist og kulda staulaðist hún á fætur, til þess að gæta að því, hvort Hugo væri kominn heim. Hún kveikti á litlu ljóskeri og gekk rösklega út að vinnumannaherberginu, hratt hurðinni opinni og gekk inn. Hún lýsti um herbergið. Rúm Hugos var autt, en Sveinn svaf vært í sínu rúmi. Tárin komu fram í augun á henni af vonbrigðum og hún læddist út aftur með ljóskerið í hendinni. Þegar hún kom inn í baðstofu aftur flaug henni í hug, að best væri, að hún færi sjálf af stað til Eket, þar sem markaðurinn var haldinn, til þess að leita að Hugo. Hann var þó sonur hennar, fyrsta barnið henn- ar, sem hafði veitt henni margar gleðistundir. Núi þurfti hann hennar ef til vill með. Stundarfjórðungi síðar var hún tilbúin að leggja af stað og fór inn til Antons, vakti hann og bað hann að hafa til hest og vagn fyrir sig. Hann neitaði fyrst, en móðir hans var svo áköf, að hann Ijet tilleiðast að lokum. Klukkan var orðin 5, þegar Lena ók af stað til Ek- et. Það var dimt úti og kalt og rigningarþoka hvíldi; yfir öllu. Eftir hálftíma akstur kom Lena að kránni í Eket.. Hún þóttist sannfærð um, að Hugo væri þar, og var- hrædd um, að hann væri veikur og þyrfti á hennar hjálp að halda. Lena batt hestinn við hliðið og flýttii sjer heim að húsinu og hringdi dyrabjöllunni. Að vörmu spori var ljós kveikt í húsinu og ungr stúlka, svefnleg á svip, opnaði hurðina. Hún horfði undrandi á Lenu, :sem var mjög æst á svip, og spurði:: — Hvers óskar frúin? Lena var svo móð, að hún gat varla koinið upp nokkru orði. En að lokum stamaði hún þó upp ernid- inu. Dauft bros færðist yfir andlit stúlkunnar og hún sagði, að Hugo gisti á kránni um nóttina. Hann væri áreiðanlega í fasta svefni, honum hefði ekki liðið sem; best um kvöldið, þegar hann hefði farið að hátta.. — Þetta datt mjer í hug, að hann hefði orðið veik- ur! En hversvegna senduð þið ekki eftir mjer? Jeg hefi ekki getað sofið í nótt af angist, sagði Lena. Stúlkan sagði henni þá, að engin hætta hefði veriö á ferðum. Maðurinn hefði aðeins verið ölvaður. Reiðiglampa brá fyrir í auguin Lenu. Hann liafði þá drukkið sig ölvaðan meðan hún vakti eftir honum milli vonar og ótta. Hinar viðkvæmu tilfinningar fyr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.