Morgunblaðið - 03.11.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.11.1937, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. nóv. 1937. Lfsa I Undralandi barnabókin heimsfræga, er nú komin út á íslensku. — |!Lísa í Undralandi “ er prýdd fjölda skemtilegra mynda. Lísa í Undralandi er bókin sem ekkert barn gleymir, sem lesið hefir. Lísa í Undralandi er bókin sem allir foreldrar gefa börn- um sínum. C AC AO. Sjerstaklega góð tegund. Sig. Þ. Skfaldberg. (Heildsalan). Anglýsing um dfáttarvexii. Samkvæmt ákvæðum 45. gr. iaga nr. 6, 9. jan. 1935 og úrskurði samkvæmt tjeðri lagagrein falla dráttarvextir á allan tekju- og eignar- skatt, sem fjell í gjalddaga á manntalsþingi Reykjavíkur 31. ágúst 1937 og ekki hefir ver- ið greiddur í síðasta lagi HINN 9. NÓVEM- BER NÆSTKOMANDI. Á það, sem greitt verður eftir þann dag, falla dráttarvextir frá 31. ágúst 1937 að telja. Þetta er birt til leiðbeiningar öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Tollstjórinn í Reykjavík, 30. oktbr. 1937. Jón Hermanmson. Munið eftir góðn HreinS'kerlunu Altaris Ljósakrónu Antik Skraut Jóla Kubbar Rjúpur kaupum við hæsta verði. Eggert Kristjánsson & Co Sími 1400. Aukagjald fyrir af- greiðslur lyfjabúða ð næturþeli Rennur í styrktarsjóð lyfjasveina Reykjavík er engiu stórborg. Menn eru kumpánlegir og taka allri gamansemi góðlátlega, eins og fólk á fjölmennu heimili, sem eiginlega á að þekkjast, og þola samverunnar smáagnúa. Þessvegna er það t. d. að næt- urverðir lyfjabúðanna rjúka ekki upp á nef sjer þegar hringt er á dyrabjöllu lyfjabúðanna um miðj- ar nætur og þar eru komnir ein- hverjir menn í sólskinsskapi til þess að „kjafta við“ næturverðina og bjóða þeim upp á að hafa ofan af fyrir þeim í einvernnni. Þess- ir menn halda auðsjáanlega, að lyfjasveinar apótekanna bíði alla nóttina eftir því að einbver komi til að ónáða þá. Bn þetta er hinn mesti misskiln ingur. Því þó þannig sje hagað til, að almenningur geti fengið keypt nauðsynleg lyf á næturþeli, þá er alls ekki tilætlunin sú, að lyfja- búðirnar sjeu opnar, til þess að menn geti keypt þar piparmyntn- dósir eða tanncrem. Lyfjasvein- arnir eiga að geta hvílt sig og sofið, nema þegar einhver þarf á lyfjaafgreiðslu að halda, þá gegna þeir skyldu sinni hvenær sem er. En það er ekki nema eðlilegt að þeim sje farið að leiðast allar ó- þarfa næturhringingarnar, þegar þeir eru reknir á fætur algerlega að þarflausu, og þeir ónáðaðir með einlægum meira og minna idíót- iskum spurningum og kjaftavaðli. Þessvegna hafa þeir lengi ámálg að það, að greiða skyldi auka- gjald fyrir afgreiðslu á nætur- þeli. Og nú hafa þeir fengið þá ósk sína uppfylta. í nýútkominni Lyfjaverðskrá, útgefinni af heilbrigðismálaráðu- neytinu 30. október 1937, er svo- hljóðandi grein: „Ef leitað er eftir afgreiðslu lyfja eða lyfjavarnings að nóttu til (milli kl. 20 og kl. 8), er lyf- sala heimilt að taka 50 aura auka- gjald fyrir afgreiðsluna, nema um afgreiðslu gegn nýjum lyfseðlum sje að ræða, enda hafi læknir rit- að á hann fyrirskipun þar að lút- andi (t. d. nocte). Gjald þetta renni í styrktarsjóð lyfjasveina (dánarsjóð Emil Tvedes) og sje viðtakendum lyfjanna afhent kvittun fyrir viðtöku gjaldsins“. Þessi grein er fram komin fyrir eindregin tilmæli Lyffræðingafje- lags íslands í þeim tilgangi að draga úr óhæfilegri misnotknn næturvakta lyfjabúðanna, og er hjer með vaV 'dmenn- ings á þi A þr • þeir, sem vaktir eru upp að óþörfu, ánægj- una af því að vita, að þeir hafa gert stjettarhræðrum sínum gagn, kannske kemur þetta gjald þeim sjálfum að notum seiru.a í lífinu. Og þeir sem hringja að óþörfu, verða að gf.ra svo vel og borga úessa 50 aura í styrktarsjóð lyfja- sveiua. YERKFALLIÐ Á AKUREYRI. FBAMH, AF ÞJUÐIU 8ÍÐU. gert ráð fyrir að vinnutími verði nt.yttur í 8 eða 7 klst. úr 9 klst. Daginn eftir að mjer var send- nr taxti þessi, var mjer tilkynt brjeflega, að ef ekki væri gengið að hinum nýja taxta, fyrir 1. nóv., þá myndi Alþýðusamband fslands gangast fyrir vinnustöðvun. Mánaðarkaup var borgað út um mánaðmótin eins og venjulega. Og á mánudaginn 1. nóvember kom alt fólk til vinnu eins og áður og bar ekkert til tíðinda. En þann dag hafði jeg njósnir af því að stöðva ætti vinnn hjá okkur á þriðjudagsmorgun. Jeg fór því í verksmiðjuna við annan mann, nokkru áður en vinnutími bvrjaði, eða kl. 61/2- Nokkru síðar kom þangað hóp- ur manna. Gengu þeir í fylkingn og var Jón Sigurðsson meðal fyr- irliðanna. Voru þeir nokkuð há- værir og æptu einskonar heróp er þeir nálguðust verkismiðjuna. Alls hafa þeir verið um 40. Ekkert har þar á verkafólki, sem við verksmiðjuna vinnur. Aðkomumenn þessir skiftu sjer í hópa og tóku hóparnir sjer stöðu við dyr verksmiðjunnar. Er verksmiðjufólkið kom þang- að til vinnu sinnar, á tilsettum tíma, vörnuðu aðkomumenn þeim inngöngu í verkjsmiðjuna. Sagði jeg þá við verkafólkið, segir J. Þ., að ekki væri annað fyrir það að gera. en að snúa heim til sín við svo búið, því ekki væri til neins að efna hjer til ryskinga. Síðan hafa „verkfallsverðir“ verið við verksmiðjuna, 5—10 í einu, og eru verðirnir þar 3 klst. í senn. En að þeim tíma liðnum koma aðrir og leysa þá af hólmi. — Hve margt af verkafólki verksmiðjunnar mun vera í verka- lýðsfjelaginu Iðju? — Það munu vera um 40 manns af þetssum 120 sem í verksmiðj- unni starfa. * Eftir því sem Alþýðublaðið skýrði frá í gær hefir forstjóri S. í. S., Sigurður Kristinsson, látið framkvæmdastjóra Alþýðusam- bandsins vita, að stjórn Sam- bandsins væri tilbúin að taka upp samninga um málið. En frá því var skýrt í útvarp- inu í gær, að stjórn Alþýðusam- bandsins óskaði eftir að samning- ar færu fram á Akureyri. LEÐURGERÐIN. FRAMH. AF FIMTU SÍÐTJ. aðeins útlend leður. En nú erum við farin að nota íslenslr skinn og húðir. Höfum við komist að þeirri niðurstöðu, að í þær vörr'-, sem á annað borð er hægt að nota íslensk skinn, eru þau betri en hin xitlendu. Ætti að mega taka að mestu leyti fyrir innflutning á erlendu leðri í þær vörutegundir sem við framleiðum. Næsta tilraun okkar með not á íslenskri efnivöru verður sú, að reyna að nota steinbítsroð í töskur o. þessh. Rje jeg ekki betur en það eigi að geta tekist. Yið framleiðslu á vörum okl vinna nú 8 manns. ÁFENGISEITRUNIN Á AKRANESL FRAMH. AF ÞRIÐJU SÉÐU. daginn 27. f. m. Hæstirjettiir sýknaði alla hina ákærðu. í forsendum dóms Hæstarjetter segir m. a.: „Svo sem í hinum áfrýjaða dómi segir, stóðu hinir ákærðu Her- skind og Stefán fyrir því, aS Efnagerð Reykjavíkur h.f. tók a3 framleiða hárvötn og ilmvötn úr methylalkohóli á árinu 1932. Ekki voru þá í lögum eða reglugerð- um ákvæði, er legðu hann við þrí að nota methylalkohol í hárvötn og ilmvötn, enda voru þá í um- ferð hjer á landi erlend hárvötn, sem höfðu eitthvað af methyl- alkoholi inni að halda, og sam- kvæmt yfirlýsingu Lyffræðinga- fjelags Islands var þá selt methyl- alkohol í lyfjabúðum í handkaup- um án þess að á glösin væri sett önnur aðvörun en beitið methyl- alkohol. Eftir að farið var að nota methylalkohol í hárvötn og ilm- vötn Efnagerðarinnar, ljetu hinir ákærðu Herskind og Stefán í var- úðarskyni selja hárvötn í svo- nefndum dropaglösum. Glösum þessum verður að hvolfa og þau verður að hrista til þess að ná úr þeim vökvanum. Blasir þá hotn glasanna við, en á hann ljetu hin- ir ákærðu letra: „Lífshættulegt ef drukkið er“. IJm aðrar aðvaran- ir af hálfu liinna ákærðu til kaup- enda hárvatnanna er ekki sann- að. Voru þvínæst hárvötn þessi og ilmvötn seld frá því á árinu 1932 og þangað til síðla í október 1934, án þess að mein hafi hlot- ist, svo vitað sje, af notkun þeirra, fyr en andlát þeirra Skafta og Jóns bar að höndum, enda var þá fyrst hreyft athugasemdum af hálfu stjórnarvaldanna við sölu hárvatna og ilmvatna þessara. Samkvæmt þessu þykir ekki sann- að í málinu, að notkun hárvatn- anna og ilmvatnanna sje hættu- leg, ef farið er með þau á tilætl- aðan hátt, og verða hinir ákærðu Hers’ 'ud og Stefán þessvegna ekki . emdir fyrir brot gegn 292. gr. hegningarlagaima. Þá verður heldur ekki með tilVísun til fram- angreindra atriða álitið, að hinir ákærðn Herskind og Stefán hafi vanrækt aðvörunarskyldu sína, þegar þeir hófu notkim methyl- alkohoLs við framleiðslu hárvatna og ilmvatna Efnagerðarinnar og þykir þessvegna einnig bera að sýkna þá af ákæru fyrir hrot gegn 200. gr. hegningarlaganna“. Ennfr. segir í forsendunum: „Með því að ekki var af hálfu stjómarvaldanna lagt bann við sölu hárvatns þessa, þegar atvik málsins gerðust, með því ennfrem- ur að ekki er sannað, að Skafti h( hafi verið ölvaður, þegar hárvrttnskaupin fóru fram, og með því loks að Skafti hafði að því er i verður, aðstöðu til að ga. úr skugga um, að hárvatn- ið Eau de Cologne væri óhæft til drykkjar, en um mögulegá hættu af Oolga ‘,s aft.er shave verður að teija að p.i hafi verið alveg • t, þá 1 kir ekki fullyrðandi, aó á- kær* Olafur Frímann og Jón Ha. msson hafi framið í sam- lia. .i við afgreiðslu hárvatnanna slíka vanrækslu. að varða eig' þá gu eftir 0 gr. L o ..gar- a. Ber , 5 sýkiia þá af u rjettvíaii, nn .' í málinu“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.