Morgunblaðið - 03.11.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.11.1937, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 3. nóv. 1937. MORGUNBLAÐIB 3 Stjórnin vill fá 3 miljóna króna innlent ríkislán Erindreki Alþýðusambandsins stððvar verksmiðjuiOnað ð Akureyri Kaupfjelag Eyfirðinga og Sambandið lýst í flutningabann Igærmorgun stöðvaði erindreki Alþýðusambands íslands, Jón Sigurðsson, vinnu við klæðaverk- smiðjuna Gefjun á Akureyri, með mannsöfn- uði, er hindraði það, að verksmiðjufólkið kæmist inn í verksmiðjuna. Seinna um daginn stöðvaði erindreki þessi vinnu hjá Sápuverksmiðjunni Sjöfn, kaffibætisgerð og smjörlíkis- gerð Kaupfjelags Eyfirðinga. og skóverksmiðju Jakobs Kvaran. Jafnfrarat lýsti liann því yfir í umboði Alþýðusambands íslands, að flutningar væru stöðvaðir á vörum til og frá Kaupfjelagi Eyfirð- inga og fyrirtækjum þeim er Samband íslenskra samvinnufjelaga hefir Til þess að greiða með lausaskuldir ríkissjóðs Leitar samþykkis Alþingis Fjármálaráðherrann hefir lagt fyrir Al- þingi frumvarp um heimild handa ríkisstjórninni til þess að taka alt að 3»1 • ^ 1 ^ 1^1 1 m ° 'JT* I M • A * vAr miljona krona lan handa rikissjoði. Lamð a að taka innanlands. Segir í greinargerð frumvarpsins, að ætlunin sje að nota þetta lán til þess að greiða með lausa- skuldir ríkissjóðs, sem safnast hafa fyrir hjer í bönkunum síðustu árin. á Akureyri. Skákmótið 8. umferð Atta umferðir er nú búið að tefla á haustmóti Taflfjelags Reykjavíkur. Áttunda umferðin var tefld í fyrrakvöld og fóru leikar þannig: Meistaraf lokkur: Baldur Möller vann Benedikt J óhannsson, Einar Þorvaldsson vann Magnús G. Jónsson, Eggert Gilfer og Eyþór Dalberg jafntefli, Sturla Pjetursson og Guðmundur Ólafsson biðskák. I. flokkur: Hafsteinn Gíslason vann Magn- ús Jónasson, Jón B. Helgason vann Óla Valdemarsson. Biðskák- ir: Sigurður Lárusson og Árni B. Knudsen, Víglundur Möller og Jón Þorvaldsson, Kristján Sylver- íusson og Ingim. Guðmundsson. II. flokkur A: Gunnl. Pjetursson vann Þorstein Gíslason, Sæmundur Ólafsson vann Hermann SigUrðsson, Sigurður Ja- fetsson vann Helga Guðmundsson, Sigurður Gissurarson og Hannes Arnórsson jafntefli. II. flokkur B: Björia Björnsson vann Guðjón Jónsson, Ársæll Júlíusson vann Ottó Guðjónsson, Viggó Gíslason vann Pjetur Guðmundsson, Guð- mundur Ágústsson og Friðrik Björnsson jafntefli. Trúlofunarfregn. Nýlega opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Liv Thee Johnsen, Bergen og Tliorolf Smith. Fjarðabáturinn Erna, er hafði tekið nokkrar vörur frá Kaupfje- lagi Eyfirðinga og átti að fara í póstferð frá Akureyri í gærmorg- un, var og stöðvaður samkvæmt valdboði Alþýðusambandsins. í klæðaverksmiðjunni Gefjun hafa 120 manns vinnu. Auk þess er skinnasútun og skógerð á sama istað. Þar hafa um 50 manns haft atvinnu. Þar var vinna líka stöðv- uð. Framkvæmdastjóri Gefjunar er Jónas Þór. Átti blaðið tal við hann í gær og spurði hann nánar nm atburði þessa. Hann skýrði svo frá: Upphaf málsins er það, að Jón Sigurðsson var hjer á ferð fyrir hálfum mánuði síðan, segir Jónas Þór. Hann hringdi mig upp í síma og spurði mig að því hvort jeg vildi ekki fallast á, að hann semdi við mig um kaupkjör verka- fólks í Gefjunni. Sagði jeg honum að jeg myndi ekki fallast á það. Það væri mín persónulega skoðun, að sú aðferð væri óheppileg. En ank þess hefði jeg ekki vald til þess að gera slíkar ráðstafanir. Síðan talaði Jón við tvo stjórn- arnefndarmenn Gefjunnar, Yil- hjálm Þór og Böðvar Bjarkan. En þeir kváðust ekkert nmhoð hafa til slíkra samninga og vísuðu frá sjer til stjórnar Sambandsins. Nú leið fram til 25. okt. Þá fekk jeg brjef frá Jóni Sigurðs- isyni erindreka, þar sem hann sendir mjer tillögur um kaup- taxta verksmiðjufólksins. Þar er farið fram á mikla hæklcun á mánaðarkaupi. En aulc þess er FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐTJ. Það kom greinilega í ljós við fjárlagaumræðurnar á dögun- um, að þessar lausaskuldir rík- issjóðs eru orðnar mjög miklar, sennilega 4—5 milj. króna. Einkum eru lausaskuldirnar miklar við Landsbankann. I fjárlagaræðu sinni á dög- unum gat fjármálaráðherrann þess, að ríkissjóð vantaði ár- lega tekjur tii þess að stand- ast straum af afborgunum hinna föstu lána ríkisins. En þessi fúlga nemur nú um 1.4 milj. kr. á ári. Aðferðin hefir verið sú, síð- ustu árin, að Landsbankinn hefir verið látinn hlaupa und- ir bagga. Bankinn hefir lánað fje til greiðslu hinna föstu af- borgana, en við það hafa lausa- skuldir ríkissjóðs hrúgast upp í bankanum. Nú er ætlan fjármálaráð- herra að grynna á þessum lausaskuldum með nýrri lán- töku og breyta miklum hluta þeirra í fast lán. í hárvatni og ilmvatni Efna- gerðarinnar hafði verið methyl- alkohol, en það er eitur og lífs- hiettulegt að neyta þess. Mennirnir, sem ljetust á Altra- nesi, voru Skafti Árnason og Jón Ásbjörnsson. Skafti andaðist 1. nóv. 1934 og Jón næsta dag. Báð- ir höfðu þeir keypt hárvatn Efna- gerðarinnar í versluninni Frón á Akranesi og drukkið hárvatnið. Rjettvísin höfðaði síðan mál gegn eigendum Efnagerðar Reykjavíkur, þeim Axel ITerskind og Stefáni Thorarensen, svo og Eins og komið er hag ríkis- sjóðs og ástandsins yfirleitt, er sennilega ekki annað að gera en fara þá leið, sem fjármála- ráðherrann stingur upp á. Fjármálaráðherrann mun hugsa sjer, að láta bjóða þetta lán út hjer innanlands. Þess er ekki getið hvaða vextir verði greiddir, eða til hve langs tíma lánið skuli tekið. Síðasta innanlandslánið, sem ríkissjóður hefir tekið í því formi, sem hjer er ráðgert, var tekið 1920, samkvæmt heimild í lögum nr. 74, 28. nóv. 1919, um húsagerð ríkisins. Þetta lán var upphaflega 3 milj. kr. tek- ið til 20 ára og vextir 51/2%- Er þetta lán því búið 1941. Það gekk mjög vel 1920, að fá þetta lán. Seldust skulda- brjefin á mjög stuttum tíma og fengu færri en vildu. Hvort eins vel gengur nú, skal ósagt látið, en auðvitað fer það eftir því, hvaða kjör verða í boði. eigendum versl. Frón á Akra- nesi, þeim Ólafi Frímanni Sigurðs- syni og Jóni Hallgrímssyni. Lögreglustjórinn í Reykjavík rannsakaði og dæmdi í málinu. Hann dæmdi alla hina ákærðu fyrir brot gegn 200. gr. hegning- arlaganna, ennfremur þá A. Her- skind og St. Thorarensen fyrir brot gegn 292. gr. hgnl. Þessum dómi áfrýjuðu hinir á- kærðu til Hæstarjettar, og kvað hann upp dóm í málinu miðviku- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Þegar Karlakór Reykjavikur kvaddi Karlakór Reykjavíþur lagði af stað í söngför sína með Gullfossi í gærkvöldi kl. 8. Geysilegur mannf jöldi var á. hafnarbakkanum, enda veður milt og gott. Þegar landgönguhrú hafði ver- ið tekin, ávarpaði dr. Magnús Jónsson, prófessor, kórinn, árnaði þeiin fararheilla og ljet í ljós þá ósk, að livar sem þeir kíéöm með erlendum þjóðum mættu þeir með söng sínum og framkomu allri verða sjálfum sjer, landi sínu og þjóð til sóma. Tók mannfjöldinn allur undir með hressilegu fer- földu húrrahrópi. Fararstjóri, prófessor Guðbrand ur Jónsson, þakkaði árnaðarósk- irnar og hvað það mundu verða hlutverk kórsins, eins og frá fornu fari liefði verið um þá íslendinga, sem aðrar þjóðir sóttu lieim, að leitast við að aulta hróður lands síns. Bað hann menn svo að minn- ast moldarinnar, sem vjer erum allir úr vaxnir og þar sem vjer vonum að mega síðast hvílast. Kveðjan til Islands skyldi vera þeirra síðasta orð er þeir legðu af stað. Var tekið undir þetta, með ferföldu húrra fyrir Islandi. Þá söng kórinn ættjarðarsöng, er var þakkaður með lófataki og fagnaðarópum. Loks söng svo kór- inn Ó, guð vors lands, meðan skip- ið ljetti akkerum og seig frá landi. GÓÐTEMPLARA- HEIMSÓKN FRÁ AKRANESI. Næstkomandi fimtudag koma Akurnesingar úr Rr ’unni hingað til Reykjavík- ur og verða gestir stúkunnar Frón nr. 227, á fundi hennar, sem haldinn verður að kveldi þess dags. Er þetta þakklætis- heimsókn stúkunnar Akurblóm- ið nr. 3 til stúkunnar Frón nr. 227 fyrir heimsókn þá, er hún gekst fyrir síðastliðið vor á fimtugsafmæli Reglunnar á Akranesi, eins og áður hefir verið frá skýrt. í sambandi við heimsókn þessa, hefir stúkan Frón nr. 227 boðið æðstutemplurum allra góðtemplarastúknanna við Faxaflóa á hátíðafundinn, til þess að ræða mál Reglunnar og auka viðkynninguna og if a samstarfið. SKÁKKEPPNI AUECHIN OG EUWE. eir dr. Aljechin og dr. Euwe hafa nú teflt 12. skák sína í kepp 'tnni um I.eimsmeistara tignina. S1 'Iyrði fyrir því a:X t:n- ar hvor geti öðlast heimsmeistara- tipn eru meðal annars þau, að annar hvor keppandi hafi unnið að minsta kosti sex skákir. Aljechin ImUr nú þegav oinið 5 skákir og .... ’r því ckkí nema eina t.il þes' i.J geta fullnægt þessu skilyrði. (FIJ.). Afengiseifrnnin á Akranesi Hæstirjettur sýknaði aila hina ákærðu EINS OG lesendur Morgunblaðsins eflaust rauna, ljetust tveir menn á Akranesi haustið 1934 af áfengiseitrun, sem talið var að þeir hefðu fengið af neyslu hárvatns og ilmvatns, sem Efnagerð Reykjavíkur hafði búið til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.