Morgunblaðið - 03.11.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.11.1937, Blaðsíða 5
Miðvikudaffur 3. nóv. 1937. MORGUNBLAÐIÐ 5 ___________JHotgtwMaftið_____________________________ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarmatfur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreibsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánutSi. í lausasðlu: 16 aura eintakiS — 26 aura mets Lesbók. MYNDIN AF FIKNI Finns Jónssonar Hann seldi 20 hálftunnur á markaði sem tekur þúsundir tunna Eftir Óskar Halldórsson Það er fróðlegt að bera sam- an framkomu Finns Jóns sonar á fundi útgerðarmanna í íyrradag við framkomu hans í Alþýðublaðinu undanfarið. f Alþýðublaðinu hefir hann vað- ið uppi með rosta og skæting «og hvorki sparað brígsl nje fúk yrði. Þar hefir Finnur verið heimaríkur og derrinn. En þeg- ar hann þarf að standa aug- liti til auglitis við þá menn, sem hann á að vinna fyrir, er heimaríkið og derringurinn eins og af honum strokið. Þá „jarm- •ar lambið“ í Finni. Það var auðsjeð, að Finnur ætlaði að komast undan með því að teygja lopann og þæfa :smálin. Ætlun hans var að þreyta áheyrendurna með langmælgi sinni og láta fundinn renna út í sand. Það tókst ekki. Öllum, sem fundinn sátu gafst að líta formann síldarútvegsnefndar á flótta. Og það gerði ekki flótt- ;ann frægilegri, að Finnur var ekki einungis staðinn að þrá- látri viðleitni til fölsunar stað- Teyndum, heldur og að beinum, vísvitandi ósannindum. Það var ekki fátt, sem Finn- ur var „tekinn á“. En tvent vakti mesta athygli. Hvort- "tveggja var bein ósannindi. Til þess að fegra málstað Fritz Kjartanssonar og sjálfs sín, margendurtók Finnur það, svo sem sönnun þess hve haldgóða samninga þeir fjefagar hefðu gert við Pólverja, að kaupend- urnir hefðu á þessum „hörm- amgartímum“ ekki gert neina tilraun til að svíkja samninga. .Á fundinum var sannað bæði það, að kaupendurnir höfðu :samkvæmt kröfu fengið afslátt .á síldarverðinu og eins hitt, að þeir höfðu símað umboðsmanni .sínum á Siglufirði fyrirmæli, um að neita aS viðurkenna síldina hvernig sem hún væri. Þessi sviksemi strandaði á því, að umboðsmaðurinn var búinn að viðurkenna síldina skriflega, jþegar skeytið barst honum. Hin ósannindin voru þó langt um alvarlegri. Á fundinum var sýnt fram á, að samkvæmt milliríkjasamningi væri mark- aður fyrir 52 þúsund tunnur í Póllandi. Það voru leiddar að ,því fullar líkur, að hægt hefði verið að selja mest af þessu magni, eða jafnvel alt. En jafnframt var sýnt, að þessum piarkaði hafði Finnur lokað með sölu á aðeins 20 þús. tunn- um. Finnur færði það fram sjer til málsbóta, að kaupendurnir væri samlag allra pólskra síld- ^arinnflytjenda, sem verslað höfðu með íslenska síld, alls 7 firma. Yæri eitt ákvæði samn- ingsins, að hvert einstakt firma mætti kaupa meiri síld, ef það óskaði þess, án tillits til þess hvort hin keyptu samtímis. Finni var bent á, hve fánýtt það væri, að hampa því að þetta ákvæði samnmgsins opnaði nýja sölumöguleika fyrir Islendinga, því í fyrsta lagi hefðu þessir menn auðvitað gert með sjer baksamning um, að ekkert ein- stakt þessara firma mætti gera sjerkaupasamning, og í öðru lagi væri það vitað, að megin- hagsmunir þessara innflytjenda lægi í því, að útiloka Islands- síldina til þess með því, að geta rekið í friði höfuð atvinnu síaa: Sölu skoskrar síldar. Fyrra atriðið var öllum mönn um svo augljóst, að Finnur sá að ekki stoðuðu mótmæli. En hann greip til þess óyndisúr- ræðis, að reyna að mótmæla síðara atriðinu og fullyrti að ekkert af þessum firmum ræki verslun með skoska síld. Treysti hann því, að fundarmenn brysti kunnugleika af þessum málum. En sú slysni henti Finn, að einn fundarmanna gat upplýst, að eitt af þessum um- ræddu firmum seldi árlega hvorki meira nje minna en 100 þúsund tunnur af skoskri síld! Nú voru verjur höggnar af Finni. Hann stó'ð uppi sem vís- vitandi ósannindamaður og öll- um var augljóst, að til ósann- inda var gripið til að afsanna að meginatriði pólska samn- ingsins, var að vernda hags- muni kaupenda skoskrar síld- ar, gegn hagsmunum íslend- inga. Ofan á þessa málfærslu Finns bættist það, að sá maður, Sig- urður Kristjánsson, sem hann hefir altaf skotið sjer bak við, þegar hann hefir verið að verja pólska samninginn, lýsti því yf- ir á fundinum, að hann hefði verið fjarverandi þegar samn- ingurinn var gerður, en hefði hann átt um að fjalla, mundi hann hafa greitt atkvæði gegn samningnum. Útvegsmenn hafa nú kynst Finni. Þeir hafa sjeð hroka- gikkinn í Alþýðublaðinu. Þeir hafa sjeð hvernig hann breyt- ir háttum, þegar hann þarf að standa reikningsskap ráðs- mensku sinnar frammi fyrir þeim sjálfum. Þeir hafa staðið hann að ósannindum. Svona er myndin, sem útvegsmenn geyma af framkomu Finns. En þegar til framkvæmdanna er litið, er myndin þessi: 20 þúsund tunnur til Póllands, í stað 50 þúsunda, 10 þúsund tunnur til Þýskalands í stað 35 þúsunda, einkasala laxakaup- manna í Ameríku. Og loks •— það hörmulegasta af þessu öllu saman: Það eina, sem átti að prýða samningana, verðlagsá- kvæðin, einskisnýt, þegar á reynir! Lyra kom frá Bergen í gær- morgun og fer aftur annað kvöld. að kom mjer ekki á ó- vart, að viðtal bað, sem jeg hafði við Morgunblaðið 22. október færi í taugarnar á Finni Jónssyni Síldarút- vegsnefhdarmanni — bví sannleikanum er hver sár- reiðastur. Það er ekki skemtilegt fyrir síldarútvegsnefnd, eða þann, sem vill halda uppi svörum fyrir hana, að þurfa nú, eftir á, að líta yfir verk sín, sem hafa verið fólgin í því, að neita mönnum um að selja sjerverk- aða síld og Faxaflóasíld, og þar með loka þeim mörkuðum, sem útvegsmenn við Faxaflóa voru nýbúnir að vinna og finna. Það var ekki síldarútvegs- nefnd, sem átti frumkvæðið að söltun Faxaflóasíldar árið 1935, þegar norðansíldin brást. Fyrstur reið þar á vaðið með matjesverkaða Faxaflóasíld fyrir Evrópumarkað hr. Magn- ús Andrjesson, síldarkaupmað- ur. Næstur honum kom svo sænskur síldarkaupmaður, hr. Pontus Nilsson, og fjekk Har- ald Böðvarsson og mig, til að salta fyrir sig fyrstu matjes- síldina fyrir Ameríkumarkað. Borgaði hann okkur þá síldina með 60—70 kr. tunnuna fob. Aðal uppistaðan í grein F. J. í Alþýðublaðinu er það, og á víst að teljast svar við grein minni í Morgunblaðinu, að jeg hafi farið með 20 tunnur af síld til Ameríku og þurft að fá umboðsmann síldarútvegs- nefndar, Oxenbergsbræður, til þess að selja fyrir mig síldina þar. Jeg brosti, þegar jeg sá þessa feitletruðu fyrirsögn hjá F. J., þvi að hann er auðsjáanlega talsvert montinn yfir þessu. — En það hefir viljað brenna við hjá Finni, að vera ekki sjer- lega nákvæmur eða sannleik- anum samkvæmur í blaðaskrif- um sínum. Því jeg hafði bent á það í Morgunblaðsviðtalinu, að jeg hafði flutt út og selt þetta haust á annað þúsund hálftunnur og 100 heiltunnur af sjerverkaðri norðansíld og Faxaflóasíld til Bandaríkjanna. En jeg gleymdi því, að tí- unda þessar 20 tunnur af mat- jessíld vegna þess, að F. J. neitaði mjer um útflutningsleyfi á þeim, en ljet síldarútvegs- nefnd vera útflytjanda og Ox- enbergsbræður móttakanda. En sannleikurinn er sá, að jeg vildi gjarna fá að hafa með mjer þessar 20 tunnur, vildi fá að hafa þessa síld frjalsa, til þess að geta sýnt hana síldar- kaupmönnum og fengið þar að sjá og heyra álit manna á þess- ari Faxamatjessíld. En þegar til New York kom, þurfti jeg aldrei á þessum 20 tunnum að halda, vegna þess, að þangað var kominn á und- an mjer Pontus Nilsson með Faxamatjessíld, og fjekk jeg aðgang að hans síld þar, og þær upplýsingar, sem jeg þurfti með hjá kaupendum hans. En þeir sögðu mjer, að þeir gætu keypt nokkur þúsund tunnur af ^axasíld árlega þannig verk- aða, og eins sjerverkaða Faxa- flóasíld, eins og jeg hafði verk- að hana. — Ameríkumennirn- ir þorðu að kaupa þessa síld hjer fob, og þektu þeir nokkra Faxaflóa-útflytjendur, sem þeir vildu eiga viðskifti við, og var þar efstur á blaði Haraldur Böðvarsson. Var það verk Pontus Nilssons, að vinna þess- ari Faxamatjessíld markað 1935. Það var ekki fyr en kvöldið áður en jeg fór frá New York, að jeg hringdi til Oxenbergs- bræðra og spurði þá, hvort jeg mætti hitta þá þar á skrifstofu þeirra, en þeir sögðust þá vilja hitta mig á hóteli mínu um kvöldið og bjóða mjer til kvöld- verðar. •— Komu þeir þangað á filteknum tíma og sögðu mjer, að þeir hefðu selt þessar 20 tunnur og afreiknað þær til síldarútvegsnefndar, og var jeg ánægður með það. Jeg sje, að Finnur er það líka, og er enginn ágreiningur á milli )kk- ar þar. En aðalatriðið er, að síldar- útvegsnefnd gjörði útvegsbænd- um erfitt að selja Faxaflóasíld 1936 og ljet kaupendur skrifa undir þvingunarplögg á þá leið, að þeir máttu ekki ráð- stafa síldinni eins og þeir vildu. Og nú, árið 1937 hefir síldar- útvegsnefnd lokað markaðinum fyrir Faxaflóasíld, — og not- að til þess allskonar vífillengj- ur, til þess að hefta þenna út- flutning, eins og sjá má á grein Haraldar Böðvarssonar og víðar. Því það er sannað mál, að Ameríkumenn geta notað Faxa- síld og vilja kaupa hana — og að mínu áliti spillir hún ekki fyíir norðansíldinni — því New Foundlands síld þeirra er ná- kvæmlega eins og Faxasíldin, svo hún verður varla þekt frá Faxaflóasíld. Mjer kæmi ekki á óvart, þótt fiskifræðingar okk- ar fræddu okkur einhverntíma á því,' að þetta væri sama síld- in, og að hún færi einhvern tíma ársins á milli New Found- lands og Islands. F. J. er með ýmislegt smá nart í mig, eins og t. d. saman- burð á verslunarþekkingu minni og Vilhjálms Þór. Jeg skal ekk- ert um það segja, en jeg efa, að F. J. hafi næga þekkingu til að dæma þar um. Mjer finst F. J. vera farinn að kroppa nokkuð nærri sjálf- um sjer, þegar hann talar um gamla bankareikninga mína, töp og vanskil, þar sem ekki er meira en eitt ár, síðan bankarn- ir borguðu út sjóveð á bátum F. J. og hann gerði skuldaskil með 5%, svo jeg sleppi við- skiftum hans við ríkissjóð og Isafjarðarkaupstað. Óskar Halldórsson. Leðacvðrugerð Ný iðngrein Atla ólafssonar. tli Ólafsson hefir fyrir nokkru sett á fót leðurvörugerð, þar sem unnir ern margskonar munir úr erlendu og innlendu leðri. Er vinnustofa þessi í hinu stóra húsi Marteins Einarssonarr, á Vatns- stíg 3, sem Jónatan heitinn Þor- steinsson bygði 1918. Er hús þetta bygt eftir amerískri fyrirmynd, þar sem engir milliveggir eru steyptir á hverri hæð, svo skil- rúmnm er hægt að haga eftir því sem hentar, eða hafa engin, og er þá á hverri hæð samfeldur salur, 200 fermetrar að gólfmáli. Húsið var um skeið í vanhirðu, en hefir nú verið stórlega endurbætt. Þar uppi á 2. lofti er vinnu- stofa Leðurvörugerðarinnar. Þar eru gerðar allskonar töskur, skjalamöppur, peningabnddur, tó- bakspungar og alt sem nöfnum tjáir að nefna, sem á annað borð er gert úr leðri. Þar eru fjölmarg- ar tegundir af kventöskum, stórar og vandaðar fyrir hefðarkonur og tískudrósir, og litlar og óvandaðar ráptuðrur fyrir telpur og ung- linga. Er blaðamaður spurði Atla um þetta fyrirtæki hans, sagði hann m. a.: Liðin eru æðimörg ár, síðan jeg fór að hugleiða að koma upp svona leðuriðju hjer. Það var þeg- ar jeg var við verslun móður minnar. Ámálgaði jeg það oft við hana, að rjett væri að reyna að gera leðurvörur þær er við versl- uðum með. Þá vissi jeg þó ekki hve góður grundvöllur er fyrir slíka iðju lijer. Fyrir tveim árum komst málið á rekspöl. Sigldi jeg þá ásamt konu minni til Þýskalands og Danmerkur. Kyntum við okkur rekstur slíkra fyrirtækja, fengum vjelar og viðskiftasambönd og 1. okt. 1936 tók leðuriðja okkar til starfa. Fyrst framan af notuðum við FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.