Morgunblaðið - 16.12.1937, Blaðsíða 6
6
t
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudapiir 16. des. 1937.
Alþýðublaðið og hitaveitan
Minningarorð um
Hólmfríði Þórarinsdóttur
PRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
meirihluta bæjaratjórnar, er sú
ákvörðun var tekin, að hefjast
nú framkvæmda í hitaveitunni
frá Reykjum, enda þótt ekki
sje enn fengið það vatnsmagn
sem þarf, til þess að hita allan
bæinn.
I fyrsta lagi var talið óráð
hið mesta, að láta ónotað það
vatn, sem þegar er fengið á
Reykjum. Og þar sem fengið er
nægilegt vatn, til þess að hita
hálfan bæinn og verkfræðing-
arnir töldu hagkvæmast, að
virkja í tvennu lagi, og þar sem
þqssi hálfa hitaveita myndi
gefa góðan arð, var talið sjálf-
sagt, að hef jast handa um fram
kvæmdir nú þegar.
í öðru lagi var það sýnt, að
framkvæmd hitaveitunnar
myndi færa verkalýð Reykja-
víkurbæjar þegar á næsta ári
stórfeldustu atvinnu, sem
Reykjavíkurbær hefir nokkru
sinni í tje látið. Talið er, að ai
láni því, sem ráðgert er nú að
taka til þess að virkja 150—
175 sekúndu^ítra að Reykjum
fari hátt upþ í 2 miljónir í
verkalaun. Snk atvinnubót
myndi vera hvalreki fyrir
vérkamenn Reykjavíkurbæjar.
Vissulega er það hart, að
mennirnir, sem telja sig sjálf-
kjörna fulltrúa verkalýðsins,
skuli gera alt, ,se;m í þeirra
valdi stendur til að eyðileggja
þenna stórkostlega atvinnu-
möguleika.
Verkfræðingar bæjarins hafa
reiknað út, hver útkoman verð-
ur á rekstri hitaveitú-ffífc.
Reykjum með 150, 1Ý5, 28S,
300 og 350 sekúndu-lítrum. tJt-
koman er þessi:
Virkjun 150 sekúndulítra,
miðað við 40 kr. kolaverð gef-
ur árlega um 360 þús. kr. í
reksthurshagnað. Reiknað með
50 kr. kolaverði yrði hagnað-
urinn 492 þús. kr.
Virkjun 175 sek.-l., miðað við
40 kr. kolaverð, gæfi 432 þús
kr. hagnað, en 590 bús. sje mið-
að við 50 kr. kolaverð.
Virkjun , 283 sek.-l., sem
nægði til að hita upp alla
Reykjavík, miðað við 40 kr.
kolaverð, gæfi 700 þús. kr.
hagnað.
Virkjun 300 sek.-l., miðað
við 40 kr. kolaverð gæfi 752
þús. kr. hagnað.
Virkjun 350 sek.-l., miðað
við 40 kr. kolaverð gæfi 906
þús. kr. hagnað.
I þessum áætlunum verk-
fræðinganna er ekkert tillit tek
ið til afrenslisvatnsins, sem þó
vitað er að gefur ótal mögu-
leika til framkvæmda á ýmsum
sviðum.
Ef menn trúa áætlunum
verkfræðinganna, og engin á-
stæða er til annars, þar sem
þær hafa gengið í gegn um
„yfirmat" færustu erlendra
sjerfræðinga á þessu sviði og
staðist fyllilega þá prófraun,
þá sjá væntanlega allir, að ekk-
ert vit er í því fyrir Reykjavík-
/urbæ að hefjast ekki handa nú
þegar.
Verkfræðingarnir, bæði þeir
innlendu og erlendu eru ekki í
vafa um, að nægilegt vatn
muni fást á Reykjum til þess
að hita upp allan bæinn. Þess-
vegna er það skoðun verkfræð-
inganna, að ef nú verði byrj-
að á virkjun fyrri helmings
hitaveitunnar, tn þeirri virkjun
verði lokið eftir 1—1 Ví ár, þá
megi að þeim tíma loknum
hefjast handa um framkvæmd
síðari helmings virkjunarinnar.
Þá verði fengið nægilegt
vatn til þess að hita upp
allan bæinn. Yrði þá fullnaðar-
virkjun lokið efÉr 3—4 ár.
Reykjavíkurbær þarf form-
legt samþykki ríkistjórnarinnar
til lántöku fyrir hitaveitu. Enn
hefir ekki verið leitað þessa
samþykkis, en vafalaust hafa
allir gengið út frá, að það yrði
auðfengið, þar sem engar skuld
bindingar fylgja því að öðru
leyti. Þefcta er íiðeins form.
En megi ráða það af skrif-
um Alþýðublaðsins í gær, að
ríkisstjórnin muni neita að
samþykkja lántökuna, þýðir
það, að verkalýðurinn í Reykja-
vík verður á nœsta 1 Vt ári svift-
ur um 2 miljónum króna
vinnulaunum.
Og verði virkjunin á Reykj-
um nú stöðvuð, undir því yfir-
skyni, að framkvæma eigi
rannsóknir í Hengli og Krýsu-
vík, þá þýðir það, að Reykja-
víkurbær fær ekki hitaveitu
næstu 10—20 árin, og Reykja-
víkurbær og íbúar bæjarins
verða sviftir margra miljóna
króna beinum gróða, auk þæg-
indanna af hitaveitunni.
Er hugsanlegt, að þeir menn
sifja í ábyrgðarmestu stöðum
þjóðarinnar, sem svo gegnsýrð-
ir eru af hatri og illvilja til
Reykjavíkur, að slíkt eigi eftir
að ske?
Er hugsanlegt, að nokkur
ríkisstjóm ÞORI að taka á sig
þá ábyrgð, að stöðva hitaveit-
una, enda þótt ástandið sje nú
þannig í heiminum, að styrjöld
ge.tur brotist út á hvaða augna-
bliki sem er og kolaverðið
komist upp í 150—200 eða
jafnvel 300 krónur, ef þá
nokkurt kolablað verður fáan-
legt?
Nei, þetta ER óhugsanlegt.
Greinin í Alþýðublaðinu get-
ur ekki verið rödd frá hærri
stöðum, heldur hlýtur hún að
velra runnin undan rif jum þeirra
manna, sem altaf telja það
skyldu sína, að vera á móti
velferðarmálum Reykjavíkur-
bæjar.
Happdrætti Templara. Dregið
var í gær hjá lögmanni í happ-
drætti húsbyggingarsjóðs Good-
templara, og komu upp eftirfar-
andi númer og vinningar: Nr.
5251 peningar 500 kr., 1949 mál-
verk eftir Asgrím Jónsson, 1822
skíði og skíðabúningur, 6059 fata-
efni, 656 ljósmynd af Súlum, 1225
tauvinda, 873 rafmagns-kaffivjel,
3906 rafsuðuvjel, 2697 gullúr með
festi, 325 Grundtvigs samlede
Værker, 2995 rafmagns-ljósa-
króna, 4736 tjald, 4869 ljóðasafn
Guðm. Guðmundssonar, 4198
sorpkassi. Yinninganna sje vitj-
að til Hjartar Hanssonar, Aðal-
stræti 18 (Uppsölum).
Frú Hólmfríður Þórarinsdóttir
verður til grafar borin í dag
í Vestmannaeyjum. Hún Ijest þar
6. þ. m. á heimili barna sinna,
Sigurðar og Kristjönu.
Hólmfríður var fædd á Grásíðu
í Kelduhverfi. Voru foreldrar
hennar merkishjónin Þórarinn
bóndi Þórarinsson og Guðbjörg
Guðmundsdóttir, er þar bjuggu
með sæmd vel og lengi. — Þórar-
inn faðir hennar var albróðir
Sveins amtskrifara foður Jóns
prests ins kaþólska, sem víðkunn-
ur er orðinn. Faðir þeirra bræðra
var Þórarinn bóndi á Méiðavöll-
um í Kelduhverfi og síðar í Kíla-
koti, Þórarinsson bónda að Vík-
ingavatni, Pálssonar bónda á Vík-
ingavatni, er fyrstur staðfestist
þar sinna ættmanna og er margt
manna af honum kómið. Hann
var sonur Arngríms sýslumanns
að Laugum af Ilrólfs-ætt og
Skarðverjum inum fornu að lang-
feðgatali. í móðurkyn átti Páll
skamt að telja til Guðbrands
biskups Þorlákssonar ög margra
nafnkunnra manna á 16. og 17.
öld. — Móðir Þórarins 'a Jérásíðu
; ■ j ; .
var Björg skáldkona Svemsdottir,
yfirsetukona, vitur og vel að sjer;
Sveinn faðir hennar bjó á Hall-
bjarnarstöðum á Tjörnesi, kyn-
sæll maður og að góðu kendur,
Guðmundsson bónda á Sandhól-
um, er var „dugandis maður, vel
kunnandi“, Guðmundssonar smiðs
í Keldunesi (er átti Ingunni elstu
dóttnr Páls Arngrímssonar), Guð-
mundsson prests á Þönglabakka í
Fjörðum, Þorlákssonar prófasts á
Auðkúlu (dáinn 1690), Halldórs-
sonar prests á Þingeyrum, Þor-
steinssonar. Voru klerkar þessir
allir kvæntir konum af þjóðkunn-
um ættum. — Kona Guðmundar
prests á Þönglabakka var Guðrún
dóttir Jóns prests í Stiprr^-Ár-
skógi, er var fjölhæfur Tis'tamaður
og mörg skáldmenni eru af kom-
in, Guðmundssonar ins sterka lög-
rjettumanns Arasonar af Flata-
tungu-ætt í Skagafirði. — Kona
Þórarins Pálssonar að Víkinga-
vatni var /Ölöf Grímsdóttir frá
Fjöllum í Kelduhverfi, hefðar-
kona, er langan aldur bjó rausn-
arbúi að Víkingavatni eftir lát
bónda síns og ljest þar 1819. En
foreldrar hennar voru Grímur
smiður á Fjöllum, Stefánsson s.
st., Ásmundssonar smiðs ins gamla
á Hóli í Kelduhverfi (um 1700),
Ásmundssonar, er allir voru at-
kvæðabændur, smiðir góðir og
hreppstjórar þar í sveit, — og
(kona Gríms) Guðleif Þorsteins-
dóttir lögrjettumanns ins gamla
á Fornastöðum í Fnjóskadal,
Bergþórssonar bónda á Höskulds-
stöðum í Reykjadal, Þórarinsson-
ar. Kona Þorsteins lögrjettumanns
var Ólöf Indriðadóttir frá Drafla-
stöðum í Fnjóskadal (um 1700),
þess, sem Draflastaða-ætt er af
komin.
Hefir hjer verið drepið á ættir
þessar af því að ekki er góð vísa
of oft kveðin og Hlóinfríður heitin
vissi sjálf góða grein á ætt sinni
og kipti í kyn sitt.
Hólmfríður var glæsikona á
blómaárum sínum, fríð og sköru-
leg, mætavel vitiborin og fróðhug-
uð. Ilún mannaðist og vel í æsku,
því að hvorttveggja var, að hún
var upp fædd á prýðilegu heimili
og sótti Kvennaskólann á Lauga-
landi í Eyjafirði undir stjórn og
handarjaðri frú Valgerðar Þor-
steinsdóttur frá Ilálsi. Varð því
Hólmfríður snemma betur kunn-
andi til munns og handa, en flest-
ar konur á hennar reki norður
þar. Var hún og bæði námfús,
greind og minnug, kunni gnótt
ljóða og þjóðsagna og fór vel með
aílskonar fróðleik til skemtunar
mönnum. Var hún einkar barngóð
og greiðasöm eftir mætti.
Uún giftist sumarið 1887 Óla
Kristjánssyni að Víkingavatni,
Árnasonar umboðsmanns í Árna-
nesi í Kelduhverfi, Þórðarsonar á
Kjarna í Eyjafirði, Pálssonar.
Voru þau hjónin þrímenningar að
frændsemi. Bjuggu þau síðan á
ýmsum stöðum í Kelduhverfi,
lengst á Ytri-Bakka ög Kílakoti.
Þau eignuðust sex börn og komu
vel upp, þótt fátæk væri að eign-
um frá upphafi. Óli var fjölhæf-
ur prýðimaður og stundaði löng-
um smíðar samfara búskapnum,
enda var hann hagleiksmaður mik-
ili, skáldmæltur vel og vinsæll, en
nokkuð heilsutæpur.
Þessi eru börn þeirra: Árni
blaðamaður í Reykjavík, Krist-
jana skrifari í Vestnlannaeyjum,
Þórarinn smiður í Vestmanna-
eyjum, Kristján verslunarmaður í
Húsavík, Guðbjörg húsfreyja í
Húsavík og Sigurður framkvæmda
stjóri í Vestmannaeyjum.
Öll eru börn þeirra vel mönnuð
og kippir í kyn sitt. Voru þau
Óli og löngum á efri árum sínum
hjá ýmsum barna sinna, enda var
heilsa þeirra beggja nokkuð ó-
traust. ÓIi ljest 31. jan. 1929.
Mörg síðustu árin var Hólm-
fríður í Vestmannaeyjum og hafði
gott athvarf hjá börnum sínum.
Þingeyingur.
Sjötug: Frú Margrjet
Jónasdóttir
Frú Margrjet Jónasdóttir frá
Stað í Steingrímsfirði, ekkja
síra Guðlaugs Guðmundssonar, nú
til heimilis á Fréyjugötu 37 hjer
í bænum, á sjötugsafmæli í dag,
og vegna þess, ‘ áð frú Margrjét
er merkasta kona, og á svo lang-
an og merkilegan starfsdag að
baki, vil jeg með örfáum orðum
minnast herinar hjer. Hún er
mjög mikilhæf og vel gefin kona,
og þáði í vöggugjöf inikla hæfi-
leika, bæði andlega og líkamlega,
og hún hefir sannarlega ávaxtað
þá í góðu og gagnlegu starfi í
lífinu. Eins og annara kvenna
vorra hefir það orðið hlutverk fru
Margrjetar að vinna lífsstarf sitt
aðallega innan heimilisveggjanna
í hinum ýmsu og oft erfiðu og
vandasömu verka, sem húsmóðir-
in verður sem kona, móðir og
húsfreyja að vinna fyrir heimil-
ið sitt, og þó það verk, sem aila
jafnast er, sje unnið hávaðalaust
og yfirlætislaust hið ytra, þá er
það þó yfirleitt mjög svo þýð-
ingarmikið fyrir alla þjóðarheild-
ina, og starfi góðrar lconu fylgir
ætíð mikil blessun. Svo er og méð
starf frú Margrjetar. Hún var og
er hin góða kona, hin góða eig-
I inkona, hin umhyggjusama og
elskuríka móðir hinna mörgu
barna og hin forsjála og atorku-
sama húsmóðir. í erfiði lífskjar-
anna og á sorgarstundum lífsins
hefir frú Margrjet sýnt framúr-
skarandi þrek, og altaf haldið
jafnaðargeði sínu og lífsgleði, og
í öllu er hún hin merkasta kona.
Og um leið og vjer vinir henn-
ar færum henni nú á þessum
merkisdegi lífs hennar vorar hug
heilustu óskir og þökkum henni
fyrir unnið starf og fjölmargar
ánægjulegar samverustundir, ósk
um vjer líka og vonum, að enn
um mörg ár megi hún lifa glöð
og hress á meðal vor, og að æfi-
kvöldið verði henni bæði hlýtt
og bjart. Sv. G.