Morgunblaðið - 29.12.1937, Síða 5

Morgunblaðið - 29.12.1937, Síða 5
5 Miðvikudagur 29. des. 1937. Útgef.: H.f. Árvakur, Heykjavlk. Hitstjórar: J6n Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgSarmaBur). Auglýsingar: Árnt 6la. Kitstjórn, auglýslngar og afgreiðsla: Austurstrœtl 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 & mánuBi. f lausasölu: 16 aura eintakiö — 26 aura meti Lesb6k. STRANGARA AÐHALD Einn af starfsmönnum ríkis- ins hefir fengið „hvíld frá störfum“. Sjálfur hefir hann <ekki óskað þessarar hvíldar, en telur þvert á móti, að farið hafi verið mjög harkalega að sjer. Á undanförnum árum hefir oft staðið nokkur styr um þennan mann. En í hvert skifti sem að- finslur hafa komið fram, hef- ir þeim verið svarað því einu af þeim sem ábyrgðina bera, að um algerlega órjettmætar „of- sóknir“ væri að ræða. Og svo Sem til sönnunar á óskeikulleika kinna ábyrgu stjórnarvalda og hlutaðeigandi starfsmanns, hef- ir verið borið á hann taumlaust <og skrumkent lof. iÞað er þessvegna síður en svo, að sá starfsmaður, sem nó um jólin var þvingaður til að taka „hvíld frá störfum", sje einn áfellisverður fyrir það, Jhvernig komið er, Frá yfirboð- iirum hans skorti alt aðhald um, að láta framkomnar að- -finslur sjer að kenningu verða. í»vert á móti. Aðfinslurnar, hversu hófsamar og rjettmæt- ar sem þær voru, voru jafnan skrifaðar á sama reikninginn: illvilja og hatur pólitískra and- stæðinga. Og þessar undirtektir stjórn- arvaldanna eru ekkert eins- dæmi um þann starfsmann, sem hjer á hlut að máli. Nú- verandi stjórnarflokkar hafa yfirleitt svarað öllum aðfinsl- um um starfrækslu starfs- manna ríkisins alveg með sama hætti. Hvenær sem aðfinslur koma fram, er slegin skjald- borg um þann sem fyrir aðfinsl- unum verður. Þjóðinni er gert að trúa því, að þeir sem með völdin fara, sjeu svo óskeikul- ir, að þeir velji ekki til opin- berra starfa aðra en þá, sem einnig sjeu óskeikulir. Þessi stefna „óskeikulleik- ans“ hefir ráðið alla þá stund, sem núverandi stjórnarflokkar hafa farið með völd í landinu. En í skjóli þessarar stefnu fer ekki hjá því, að ýms sá gróður þróist, sem ekki er þjóðfjelag- inu til neinna þrifa. Þegar starfsmenn ríkisins vita, að þeir eiga hauka í horni á æðstu stöð- um, hvort sem þeir gera rjett eða rangt, þá er beinlínis ver- ið að freista þeirra, sem ekki eru sterkir á svellinu. Þjóðfje- lagið á þá kröfu til stjórnar- valdanna, að þau slíðri ekki 'það sverð, sem hver röggsöm og sómasamleg rbisstjórn á að halda yfir þeim. sem hún velur í þjónustu ríkisins. Þeir atburðir, sem gerst hafa ■nú um jólin, eru vissulega eft- 'irtektarverðir. Hjer er manni fyrirvaralaust vikið frá em- "bætti. Almenningur, sem að- eins hefir lesið stjórnarblöðin, hlýtur að undrast stórlega, það Æem hjer fer fram. Það eru ekki nema fáir mánuðir síðan þau sömu stjómarvöld, sem nú hafa gripið til harðneskjulegra ráðstafana,'gerðu 6 ára starfs- samning við þennan mann. Þetta gerðist sömu dagana, sem verið var að ákveða þingrofið í vor sem leið. Síðan hefir ekk- ert komið fram af hendi stjórn- arvaldanna, sem bent gæti í þá átt, að neitt væri aðfinsluvert við starfsemi þessa manns. Hefðu nú kosningarnar leitt til þess, að stjórnarandstæðing- ar hefðu náð valdaaðstöðu, hvað halda. menn þá að sungið hefði í núverandi stjórnar- blöðum, ef þessum manni hefði verið vikið frá fyrirvaralaust? Sá atburður, sem hjer hefir verið gerður að umtalsefni, hlýt ur að vekja allan almenning til umhugsunar um það, hve lítið sje leggjandi upp úr umsögn stjórnarvaldanna um ýmsa þá opinbera stárfsmenn, setn fyr- ir aðfinslum verða. Við ýmsar ríkisstofnanir sitja menn, sem draga upp „siðferðisvottorð“ frá ríkisstjórninni, í hvert sinn sem nokkuð er við þeim blak- að. Sumir þessir herrar setja upp ólundartotu og hlaupa klagandi til ríkisstjórnar og þingnefnda, ef íslensk blöð dirf- ast að birta erlend blaðaum- mæli um framferði þeirra. Reynslan virðist hafa kent þessum mönnum að líta á rík- isstjórn og þingmeirihluta sem einskonar „efnalaug", sem taki að sjer hreinsun á mannorði þeirra og embættisæru, ef eitt- hvað þykir á falla. Þjóðin hefir sjeð áþreifan- legt dæmi um það, að ekkert er leggjandi upp úr sýknudóm um stjórnarvaldanna þegar „þeirra menn“ eiga hlut að máli. Þjóðin hefir fult veður af því, að víða sje pottur brotinn. Hún trúir hvorki á óskeikul- leik ríkisstjórnarinnar, nje þeirra manna, sem hún velur til starfa. Hún krefst þess, að op- inberir starismenn hafi alt ann- að og strangara aðhald, en tíðkast hefir um sinn. SJÖTUGSAFMÆLI STEINGR. JÓNSSONAR. Asjötugsafmæli Steingríms Jónssonar í gær, heim- sótti fjöldi bæjarbúa hinn vin- sæla gamla embættismann og fluttu honum alúðlegar heilla- óskir. Undir kveldverði flutti Sigurður Guðmundsson skóla- meistari aðalræðuna* Stjórn Stúdentafjelags Akur- eyrar kom og tilkynti Stein- grími að fjel. hefði í einu hljóði kjörið hann heiðursfjelaga. Hófið stóð fram yfir mið- nætti og var hið síunga afmæl- isbarn kátastur allra og fjörug- astur. Skeyti og kvæði bárust honum úr öllum áttum. MORGUNBLAÐIÐ Hjer er m. a. gertj greln fyrir því, hvað rikffl og hvað Reyfe)avík hefir gert flil að Ijeflfla byrðunum af úflgerðinni Ríkisstjórnin og skatt- lagning útgerðarinnar IRrein um fi'ármálast.iórn ríkisins í Morgunblaðinu 19. þ. m. voru tollaálögurn- ar samkv. frumvarpi því, um bráðabirgða tekjuöflun ríkisins, sem lá fýrir hinu nýafstaðna þingi, gerðar að umtalsefni. Þar kom skýrt í ljós, að þó að tollaálögrurn- ar á flestum nauðsynjavör- um væru, vegna hinna sí- feldu tollahækkana núver- andi stjórnarflokka, orðnar mjög: tilfinnanlegar. kastar þó fyrst alveg tólfunum með þessum nýjustu innflutnings tollum, sem gert er ráð fyr- ir í frumvarpinu. ÞaS er bæði vegna þess, aÖ tollurinn er tiltölulega mest hækkaður á nauðsynlegustu vörunum, og að tollur er nú innleiddur á fjölmörgum lífs- iiauÖsynjum, sem áður hefir ekki þótt fært að leggja á nokk- Urt innflutningsgjald. Hafa því stjórnarflokkarnir hjer slegið öll fyrri met sín í tollaáþjáninni og svikum sínum við gefin loforð í tollamálunum. Skal nú horfið frá þessari hlið málsins og athugað til hvers á að verja blóðpeningunum. Um það segir í greinargerðinni að frumvarpinu: „Samkvæmt frumvörpum, sem flutt hafa verið og flutt verða að tilhlutun ríkisstjórnarinnar, er ætlast til: á) að útflutningsgjald af saltfiski sje felt nið ur, og nemur það um 225.000 b) Að af því útflutn- ingsgjaldi, sem þá er eftir í lögum, verði látnar renna til fiski- málasjóðs til stuðn- ings við sjávarútveg- inn.................. 400.000 c) Að til jöfnunar- sjóðs bæjar- og sveit- arfjelaga renni af tekjum samkv. þessu framlagi ............ 700.000 Samtals kr. 1.325.000 Það sem afgangs er af tekj- unum samkvæmt frumvarpinu eða hinn helmingurinn 1 milj. og 325 þús. á svo að ganga upp í greiðsluhallann á fjárlaga- frumvarpinu. Hann var 900 þús. kr. eins og frumvarpið var lagt fyrir þingið. Ú tf lutningsg j aldið. Skal nú fvrst vikið að útflutn- ingsgjaldinu. Fyrst með lögum frá 4. nóv. 1881 var innleitt hjer útflutningsgjald af fiski og lýsi o. fl. Þeim lögum var svo fjöl- mörgum sinnum breytt og þau aukin fram til ársins 1921, að sett voru ný lög um útflutnings- gjald þ. 27. júní. Náði það nú til íslenskra afurða, annara en síld- ár og síldarafurða. Árið 1916 þ. 4. des. hafði verið sett bráða- birgðalög um útflutningsgjald af saltkjöti. 1 sama mund og hin nýju lög um útflutning'sgjald voru sett 1921 var einní'T. með sjerstök- um lögum, innleitt útflutnings- gjald af síld og síldarafurðum. Reiknaðist það af þunga vör- unnar en ekki verði eins og hitt annað útflutningsgjald. Á hvorutvevgja þessara laga hafa ýmsar breytingar verið gerðar síðan. Utflutningsgjaldið af land- búnaðarafurðum var felt niður um áramótin 1935—36. Gjald- ið nemur nú 1)4% af söluverði afurðanna með umbúðum, fluttra um borð (fob). Hefir sá taxti gilt alt frá árinu 1925 og heyra nú síldarafurðirnar orðið yfirleitt undir þann almenna taxta. Síðari álögur. Með lögum 19. maí 1930 var innleitt nýtt gald af öllum ís- lenskum fiskiafurðum, hið svo nefnda fiskiveiðasjóðsgjald. — Nemur það Ys % af verði afurð- anna, reiknuðu á sama hátt og útflutningsgjaldið. Með lögum um Fiskimálanefnd frá 12. des. 1935, var enn innleitt nýtt gjald af fiskiafurðum öðrum en síld- arafurðum. Nemui? það gald t/2 —-% % af verði veranna, Af frumvarpinu um bráða- birgðatekjuöflun ríkissjóðs, sem nú lá fyrir þinginu, verður ekki sjeð, að tilætlunin sje að fella þessi gjöld niður af salt- fiski. Það á raunar svo að heita, að það fje, sem aflað er með gjöldum til þessara sjóða komi útgerðinni aftur til góðs. En af- skifti fiskimálanefndar af út- vegsmálunum hafa þótt reynast alt annað en happasæl fyrir út- gerðina, og orkar því strax tví- mæla um rjettmæti gjaldsins. Skattlagning fram- leiðslunnar óverj- andi heimska. Eins og kunnugt er, hefir sjáv arútyegurinn barist mjög í bökk um hin síðustu án og sumar greinar hans hafa verið reknar með tilfinnanlegu tapi. Einkum hefir saltfiskframleiðslan orðið hart úti. Það er því síður en svo fyrir tímann, að útflutnings- gjaldið af saltfiski fæst nú loks afnumið. Með tilliti til hins þrönga hags sjávarútvegsins 1 heild, sem og þess, að á tilveru hans veltur meginþorri útflutn- ingsverðmætanna ætti það sama að gilda um alt útflutningsgjald. HvaSa vit er í því, að skatt- leggja þannig framleiðslu og út- flutningsstarfsemi atvinnuvegar sem rekin er með tapi, um leið og þjóðinni ríður ekki á neinu 'öðru meira en afla útflutnings- verðmæta, bæði til að geta stað- ið við skuldbindingar sínar út á við, og lifað menningarlífi heima fyrir. Það er því líkast sem sekta ætti t. d. bónda fyrir að draga björg í bú sitt, og það þeim mun hærri sekt, sem hann aflaði meira. Af því, sem að framan var sagt, sjest, að ríkisvaldið hefir síður en svo ljett byrðar útgerð- arinnar, þrátt fyrir hina erfiðu afkomu hennar og hina miklu nauðsyn á eflingu útflutnings- starfseminnar. Hinn lítilf jörlegi og ófullnæg.jandi stuðningur sem stjórnarflokkarnir hafa þóst láta sjávarútvegonum í tje er fyrirfram tekin af honum með nýjum, auknum útgjöldum. Mikið af því f je, hefir farið bein- línis í sukk og vitleysu, en að- gerðirnar að öðru leyti verið meir til tjóns en gagns fyrir at- vinnuveginn. Reykjavík hefir ljett útgerðinni byrðarnar. Afskipti Reykjavíkurbæjar af málefnum útgerðarinnar hjer hafa verið með alt öðrum hætti. Fyrir utan að bærinn hefir á ýmsa lund beinlínis hlúð að bátaútveginum með því t. d. að koma upp húsum við höfnina fyrir starfrækslu hans, (verbúð- ir) og stuðla að því að menn gætu eignast skip, hefir byrð- unum af útgerðinni í heild ver- ið ljett, eftir því sem hægt hef- ir verið. ívilnanir bæjarstjórnar við útgerðina. | árslok 1931 fór fjelags ísl. botnvörpuskipaeigenda þess á leit við bæjarstjórnina, ao fá lækkun á gjöldum til hafn arinnar. 1 tilefni af því erindi samþykti bæjarstjórn í byrjun ársins 1932 að veit, til að byrja með um eins árs skeið frá 1. mars þ. á. „öllum íslenskum fiskiskipum 50 % afslátt á öllum lestagjöldum, vita og sæmerkja- gjöldum, bryggjugjöldum og hafnsögugjöldum til Reykjavík- urhafnar“. Á sama tíma skyldi og veita 50% aflsátt á vöru- gjaldi af útfluttum þurrum salt- fiski, ennfremur nokkrar aðrar ívilnanir í sambandi við flutn- ing á nauðsynjum til eigin af- nota fyrir skipin. Allar þessar ívilnanir hafa verið framlengdar og gilt síðan. Frá 1. mars 1933 ná þær þó að eins til skipa, sem skrásett eru hjer og gerð út hjeðan. Á sama tíma hafa nokkrar fleiri íviln- anir verið veittar. í ársbyrjun 1934 samþykti hafnar- og bæjarstjórn að lækka vörugjald af fiskimjöii úr kr. í 2 kr. á smálest. 1 árs- byrjun 1935 var ákveðið að veita 50% afslátt af vatni til togara gegn því skilyrði, að eng- ir utanbæjarmenn væru á skip- unum á síld- og ísfiskiveiðum og ekki fleiri en 5 á saltfiskveið- um. Hafnfirðingar voru þó und- anþegnir. Loks var svo í árslok 1936 veittur 50% afsláttur af vörugialdi af harðfiski, úr 4 kr. ofan í 2 kr. á smálest. Þó að þessi stuðningur við út- gerðina af hálfu bæjarins geti ekki riðið baggamuninn fyrir hana, er hann þó nokkurs virði og sýnir góðan skilning á þörf- um hennar og hennar miklu þýðingu. Mundi útgerðin b’etur mega una sínum hag, ef hún hefði sætt sama skilningi og samskonar meðferð af hendi ríkisins. Norrænu skinnauppboðunum í Osló er nú lokið. Voru alls seld 28 þúsund silfurrefaskinn, og er það hjer um bil 80 af hundraði af því sem fram var boðið. Meðal- verð varð, þegar litið er á upp- boðið í lieild, * svipað og 1936. Á uppboðum þeim sem fram fara í febrúar á Grænlandsgrávöru verða seld vfir 4000 refaskinn, 127 bjarnarfeldir, auk margra annara tegunda. (FÚ.).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.