Morgunblaðið - 04.01.1938, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 04.01.1938, Qupperneq 7
f Þriðjudagur 4. janúar 1938. MORGUNBLAÐIÐ Vjelbáturinn „Þorsteinn" strandar. Vjelbáturinn „Þorsteinn", einn hinna svo nefndu bæjarbáta, strandaði á sunnu- dagsmorguninn fram undan Búðum á Snæfellsnesi. Mann- björg varð og báturinn var heill er siðast frjettist að vestan. „Þorsteinn" fór hjeðan á gamlársdag og ætlaði vestur á Snæfellsnes til að sækja vikur- farm að Arnarstapa. Báturinn strandaði klukkan 7 um morguninn. Var veður þá gott, en dimt yfir og vissu skip- verjar ekki fyr til en báturinn tók niðri. Auðvelt var fyrir skipshöfnina að komast í land, því sandfjara var þar, sem bát- urinn strandaði. Ekki þykir ólíklegt að hægt verði að ná bátnum út, en í gær var svo mikið brim vestra að ástæðulaust þótti að senda björgunarskip vestur á meðan veður batnar ekki. Breytt stjórn Búnaðarbankans Asíðasta þingi voru sem kunnugt er samþykt lög um að breyta stjórn Búnaðar- bankans þannig, að hafa þar einn aðalbankastjóra og eftir- litsmann við hlið hans. En Hilmar Stefánsson hefir verið aðal-bankastjóri og þeir með- stjórnendur hans Pjetur Magn- usson og Bjarni Ásgeirsson. Lög þessi eru að vísu ekki staðfest, en þeim Pjetri og Bjarna hefir verið sagt upp um áramótin, enda eðlilegast að breytingar á stjórn bankans fari fram um áramót. Ekki hefir blaðið frjett hvaða embætti Bjama Ásgeirssyni er setlað í staðinn, eða hver eigi að vera eftirlitsmaðurinn. Framboðslisti Framsóknarflokksms Dagbók. □ Edda 5938166 — H.\ & V.\ St.\ Pyrl. R.\ M.\ Listi í □ og hjá S. ■. M.:. til miðvikudags- kvölds. I. O.O. F. 1 =119141 ‘/2 = XX. Tímadagblaðið birti á Gaml- ársdag framboðslista Framsóknarflokksins til bæj- arstjórnarkosninganna. Jónas Jónsson er efsti mað- ur á listanum og Sigurður Jón- asson forstjóri næstur honum, en Hermann ^lónasson forsæt- isráðherra rekur lestina í 30. sæti. Meirihluti þeirra, sem á list- anum eru, eru úr málaliði Framsóknarflokksins hjer í bæ, eins og fyrri. Jónas Þorbergs- son er ekki á listanum. Hlíðdal ekki heldur. Mjög mun það vera orðum aukið, að þessir 30 menn hafi miljón í árslaun . Það mun nær lagi, að árstekjurnar sjeu sam- anlagt kr. 600.000. Ráðleggingastöð f. barnshaf- andi konur, Templ. 3, opin fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði kl. 3—4. Veðurútlit í Reykjavík í dag: S- eða SV-kaldi. Smáskúrir eða slyddujel. Veðrið í gær (mánud. kl. 17) : SV-læg átt um alt land. Bjart- viðri á A-landi með 7—10 stiga hita. Annarsstaðar skúrir eða slyddujel og hiti 2—6 stig. Yfir Grænlandshafi er nærri kyrstæð lægð, sem fer minkandi, en yfir Atlantshafi og Bretlandseyjum er há loftþrýsting. Næturlæknir er í nótt Jón G. Nikulásson, Freyjugötu 42. Sími 3003. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Hjónaefni. Á aðfangadag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Guð- ríður Guðmundsdóttir, Laugaveg 5 og Karl O. Bang verslm. Hjónaefni. Á gamlársdag ,opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Kristrún Jónsdóttir, Ljósvalla- götu 14 og' Ásbjörn Jónsson frá Deildará, Suðurgötu 18. Kvenfjelagið Hringurinn gaf eitt þúsund kr. til hjálpar fátæk- um fyrir jólin. Var fjeð afhent dómkirkjuprestunum til útbýt- ingar. Xþróttaskólinn. Kensla í skól- anum hefst í dag aftur eftir jóla- fríið. Ófeigur Ófeigsson læknir hef- ir flutt lækningastofu sína núna um áramótin, og verður hún framvegis á Skólavörðustíg 21A. Karlakór Reykjavíkur heldur árshátíð sína í Oddfellowhúsinu n.k. laugardag kl. 8 e. h. Þeir styrktarfjelagar, sem ætla að sækja hátíðina, eru beðnir að snúa sjer til Óskars Gíslasonar hjá Eimskip fyrir 5. þ. m. Hjónaefni. Á gamlárskvöld op- inberuðu trúlofun sína frk. Elín Jóhannesdóttir frá Sauðárkróki og Marinó Ingjaldsson sjómaður, Bakkastíg 5. Ungbamavernd Líknar, Templ- arasundi 3 opin þriðjud. og föstu- d. kl. 3—4. Kolaskip kom í fyrrinótt með farm til Geirs H. Zoega. Jólatrjesskemtun ætlar Vjel stjórafjelagið að halda að Hótel Borg hinn 12. jan. í Siglufirði liefir Sjálfstæðis- flokkurinn lagt fram lista sinn til næstu bæjarstjórnarkosningar. Tíu efstu menn listans eru: Ole Hertervig bakarameistari. Aage Schiöth lyfsali, Jón Gíslason verslunarstjóri, Guðmundur Haf- liðason hafnarvörður, Sigurður Kristjánsson útgerðarmaður, Eg- ill Stefánsson kaupmaður, Frið- björn Níelsson bæjargjaldkeri, Alfons Jónsson fátækrafulltrúi, Ásgeir Jónsson verslunarstjóri og Eyþór Hallsson skipstjóri. Skíðafjelagið „Siglfirðingur" hafði boð inni í Skíðaborg í fyrra dag. Var þar fjöldi bæjai’manna. Húsið er mjög mikið umbætt: Raflýst og rafhitað, og að öllu leyti hið vistlegasta. Formaður fjelagsins, Sófus Árnason, rakti sögu fjelagsins og gerði grein fyrir hag þess: Fjelagið er tveggja ára gamalt og fjelaga- tal 170. (FÚ) Jólatrjesskemtun heldur knatt- spyrnufjelagið „Fram“ í Oddfell- owhúsinu í kvöld kl. 5. Seinna um kvöldið verður dansskemtun fyrir fullorðna. Lögreglustjóri í Keflavík. Al- freð Gíslason hefir verið skipað- ur lögreglustjóri í Keflavík. Karl Guðmundsson aðstoðar- læknir á Þingéyri hefir verið skipaður lijeraðslæknir í Dala- lijeraði. Jóhann Þorkelsson læknir á Akureyri var í gær skipaður hjeraðslæknir í Akureyrarhjeraði. Útsprungixm fífill fanst 2. jan- úar sunnanundir Briemsfjósi við Njarðargötu. Sýnir þetta best hve óvenjulega tíðin hefir verið mild hjer undanfarið. íþróttaæfingar hjá Glímufjel. Ármann hefjast aftur í kvöld í öllum flokkum. Glímufjel. Ármann heldur há- tíðlegt 32 ára afmæli sitt í Iðnó föstudaginn 7. þ. m. og hefst það með' sameiginlegri kaffi- drykkju kl. 9. Ennfremur verð- ur ýmislegt til skemtunar, og er skemtunin aðeins fyrir fjelags- menn og gesti þeirra. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Anna Guðjónsdóttir og Guðmundur Guðmundssón, Bergþórugötu 6B. Sjúklingar í Kópavogi hafa beðið Mbl. að færa þeim Svein- birni Þorsteinssyni og Ólafi Beinteinssyni kærar þakkir fyrir komuna og ágæta skemtun s.l. fimtudag. Farþegar með Gullfossi til út- landa í gærkvöldi: Richard Thors, Thor R-. Thors, Gunnar Proppé, Ástráður Proppé, Her- mann Jónasson forsætisráðherra, Sigurður Jóriásson, Páll Jónsson, Viðar Pjétursson, frú Inga Sör- ensen, Þór Sandholt, Jóhanna Líndal, Þorbjörg Sturladóttir, Guðm. Hlíðdal, Þorvaldur Hlíð- dal, Steinar Guðmundsson, Major Neith, Þorsteinn Eiríksson, Jón Sigurðsson, Othar Möller, Pjetur Símonarson, Laufey Gísladóttir, Anna Sigurðardóttir, Fríða Eyj- ólfsdóttir, Gísli Steingrímsson og 13 straridmenn. Til Vestmanna- eyja: Eysteinn ' Jónsson fjármála- ráðherra o. fl. Útvarpið: Þriðjudagur 4. janúar. 8.30 Dönskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.45 Þýskukensla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfrjettir. 19.50 Frjettir. 20.15 Erindi: „Þektu sjálfan þig“, IV (Jóhann Sæmundsson læknir). 20.40 Hljómplötur; Ljett lög. 20.45 Húsmæðratími: Skammdeg- iskvöld í fámenni, II (ungfrú Sigurborg Kristjánsdóttir). 21.05 Kantötukór Akureyrar syng- ur- (frá Akureýri). Söngstj.: Björgvin Guðmundsson. 21.50 Hljómplötur: Kvartett F-dúr, eftir Dvorák. 22.15 Dagskrárlok. Framtöl til tekju- og eignaskatts eiga að vera komin til skattanefndar fyrir 1. febr. Fram- tölunum verður veitt móttaka í skattstofunni, Suðurgöt* 15, alla virka daga frá 5. janúar til 1. febrúar kl. 6—10 e. m., og geta þeir, sem þess óska, fengið þar aðstoð til að fylla út framtöl sín. Eftir 1. febrúar verður ekki tekið á móti framtölum nema frá þeim, sem frest hafa samkvæmt lögum, en þein* áætlaður skattur, sem ekki telja fram. Hafnarfirði 4. jan. 1938 SKATTANEFNDIN. Sími 1380. LITLA BILSTOÐIN Opin allan sólarhringinn. Er nokkuð stór. Best að auglýsa í Morgunb1 aðinu. Vegna farðarlarar Jóns Gunnarssonar fyrverandl Samábyrgðarstfóra vcrðnr skrifstofa Samábyrgðar íslands ð Miskipum lokuð allan daginn í dag. Vegna farðarfarar Jóns Gunnarssonar fyrverandi Samábyrgðarstjóra verðnr skrifstofa Trolle & Rothe h.f. lokuð frá kl. 12 á hádegi í dag, i Maðurinn minn JES ZIMSEN andaðist 3. janúar. Ragnheiður Zimsen. Hjer með tilkynnist, að jarðarför Friðmundar Friðlaugssonar fer fram frá dómkirkjunni miðvikudaginn 5. þ. m. kl. 2.15. Aðstandendur. Jarðarför móður og tengdamóður okkar Sigrúnar Sigurðardóttur fer fram frá Fríkirkjunni fimtudag 6. janúar, og hefst með bæn á Elliheimilinu „Grund“ kl. iy2 e. hád. Jón Tómasson. Pjetnr Pjetursson. Eydís Jónsdóttir. Jarðarför móður minnar Susie Briem f. Taylor, er andaðist 29. f. m., fer fram föstudaginn 7. þ. m. frá Kristi konungs kirkjni í Landakoti kl. 10 f. h. Sigurður H. Briem. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hlnttekningu við andlát og jarðarför móður og tengdamóður okkar Margrjetar Magnúsdóttur frá Mörk. Börn og tengdaböm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.