Morgunblaðið - 05.01.1938, Blaðsíða 4
4
M O R 0 U N B L A Ð í Ð
Miðvikudagur 5. jan. 1938.
tll tekju- og eignaskatts
efga aSE vera komin fið skatfstef-
aaaar í Alþýðakásinn fyrir lok
faafiarnáaaðar, ella werður skalt*
ur áiaflaðnr samkvæmt 34. gvefn
RkaftalagaaHa.
Aðlsfeð vI3 að felfa fram er veitt
á skaftafeftasiRai kl. t—4 daglega,
Vajfaa sÍTaxaHál aðséknar seiani
kinta Hiáaaðariias, er framtelfeBd-
n*9 ráilegfast að leita aðstoðar sem
allra fyrst.
Skatisljórinn.
ORANGEADE
FRÁ
REYKJAVÍKUR APÓTEKI
VERÐ: 3/4 L. KR. 3,75
Fyrirliggg)a«adi;
HRÍSGRJÓN — HAFRAMJÖL
HRÍSMJÖL — KARTÖFLUM J ÖL
FLÓRSYKUR — KANDIS
KÓKOSMJÖL — SÚKKAT.
Sri»l|á«ið»f»ii &€o.
Sími 14*00.
*
Islenskur söngvari
i Vesturheiiiii
Ifrjett frá New York sem
birt er í Lögbergi 18. nóv-
ember, er sagt frá því, að Guð-
mundur Kristjánsson söngv-
ari frá Chicago hafi sungið í
Steinway hljómleikasalnum 20.
október síðastliðinn. Síðan seg-
ir: „Hinir ýmsu tónlistagagn-
rýnendur New York blaðanna
voru mjög hrifnir af söng og
framkomu Guðmundar Kristj-
ánssonar. I New York Tirnes“
er farið þeim orðum um söng-
skemtun Guðmundar, að hún
hafi haft mikið listrænt gildi.
Blaðið „New York Sun“ hrósar
Guðmundi fyrir þýðleik radd-
arinnar og segir að meðferð
hans á röddinni beri ótvíræð
merki um einstaklega £Óða
þjálfun.
Á söngskrá Guðmundar
Kristjánssonar var mikið úrval
af lögum, þar á meðal eftir
Hándel, Sibelius, Grieg, Moz-
art, Rachmanioff og marga
fleiri. Á söngskrá voru fjögur
íslensk lög og raddsetning eft-
ir Otterström á lagi við ljóð
úr „Lilju“ Eysteins Ásgríms-
sonar. Sem aukalag eftir þenn-
an flokk íslenskra söngva söng
Guðmundur Kristjánsson
Draumalandið eftir Sigfús Ein-
arsson, og var síðan kallaður
fram til þess að syngja hvert
íslenskt iagið á fætur öðru.
Guðmundur Kristjánsson
hafði óskifta athygli áheyrenda
sinna frá byrjun hljómleikanna
til enda. Gagnrýnendum New
York blaðanna ber öllum sam-
an um að hann eigi glæsilega
framtíð fyrir höndum sem
söngvari og að rödd hans sje
ekki einungis mjög aðlaðandi,
heldur sjerkennileg og cftir-
tektarverð".
Guðmundur Kristjánsson.
umboðssalar eru því vandir að
varningi sínum.
Söngskemtun sína í New
York hjélt Guðmundur Kristj-
ánsson á vegum umboðsskrif-
stofu Veru Bull Hull. Þessi
skrifstofa hefir nú tekið að sjer
að ,,selja“ söng Guðmundar, ef
svo mætti að orði komast, og
er það fyrsti árangurinn af
söngskemtun hans.
Meðal þeirra, sem hlýddu á
Söng Guðmundar þetta kvöld
voru, eins og getur um í frjett-
sni að ofan, margir söng-
gagnrýnendur, en einnig fjöldi
manna og kvenna, sem hefir
vanið sig á að sækja allt það
besta, sem býðst á sviði tónlist-
arinnar, og hafa á þann hátt
.cðlast hæfileika til mats á söng.
Að minsta kosti tveir slíkir á-
heyrendur að söng Guðmundar
þetta kvöld, honum ókunnugir,
gerðu lykkju á leið sína til þess
að þakka honum sönginn, og
fengu síðan merka söngfræð-
inga í borginni til þess að hlýða
á söng hans og öfluðu honum
meðmæla. En þau eru mikils
virði, í samkepninni.
í Chicago, þar sem Guðrnund-
ur stundar kenslu í söngfræði,
starfar óperufjelag, er telur
meðal söngvara sinna Amelitu
Galli-Curci, Lily Pons, Law-
rence Tibbett, John Charles
Thomas, Giovanni Martinelli,
Lauritz Melchior, og Tito Scipa.
Meðal tenorsöngvara í óperunni
er Guðmundur Kristjánsson, og
er það í sjálfu sjer mikil viður-
kenning á hæfileikum hans, því
ekki er skortur á söngkröftum
í þeirri stóru borg. í þeim hlut-
verkum, sem hann hefir sung-
ið, hefir hann hlotið hina bestu
dóma.
Það er enginn íslenskur söngv
ari lastaður, þótt annar sje lát-
inn njóta sannmæiis. Hjeðan
hafa farið út í löncl þó nokkrir
menn, gæddir góðum söngrödd-
um, til þess ao þroska sína söng-
hæfileika, og ef til vill í von um
frægð. En baráttan er löng og
erfið. Sönghæfileikinn einn
nægir ekki. Það þarf ástundun,
sjálfsafneitun, þrautseigju, og
fje. Vanti eitthvað af þessu, er
hæpið að baráttunni Ijúki með
sigri.
Vestur í Ameríku, landi
sinnar miskunnarlausu sam-
kepni, sækir Guðmundur
Kristjánsson fram, að ákveðnu
marki, og jeg hygg, að ekki
ie ofsagt, að enginn íslenskur
söngvari hafi átt meiri þraut-
seigju en hann. Það er heldur
engum efa bundið, að rödd
hefir hann sjerkennilega fagra,
þótt þekst hafi sterkari. En
erfiðari mun honum baráttan
sn æskilegt væri. vegna fjár-
skorts. Jeg trúi ekki öðru, en
að ísl. vilji fylgjast með
honum, og óska honum sigurs í
baráttunni. Það kostar þó ekk-
ert. A. J.
Söngskemtun í New York er
að vísu enginn stórviðburður í
sjálfu sjer, en fyrir hvérn ein-
stakan söngvara er það stórvið-
burður að syngja í fyrsta
skifti opinberlega í einni mestu
hljómleikaborg heimsins. Jafn-
vel fyrir heimsfræga söngvara
hefir það mikla þýðingu, hverj-
ar viðtökur þeir fá þar, auk
heldur þá fyrir þá söngvara sem
eru að ryðja sjer leið upp á við
til viðurkenningar og til þess
að skapa sjer aðstöðu til þess
að iðka sönglist sem atvinnu. Sú
braut er hvarvetna torveld, en
hvergi torveldari en í Banda-
ríkjunum, þangað sem söngvar-
ar þyrpast úr öllum löndum
heims. Samkeppnin verður því
mikil. Söngurinn verður „busi-
ness“-vara. Umboðsskrifstofur,
eða „Concert Managements“
(bókstaflega þýtt: Hljómleika-
stjórnir) taka að sjer að
standa fyrir hljómleikum ein-
stakra manna, hljómsveita eða
kóra, fyrir ákveðið vc-rð, og
vitaskuld er tilgangur þeirra
ekki fyrst og fremst sá, a'ð
koma söngvurunum á fram-
færi, heldur að afla sjálfum
r jer sem mestra tekna. Þessir
Jón Engilberts mílari
Danska listamannafjelagið
„Kammeraterne", sem ís-
lenski málarinn Jón Engilberts,
er meðlimur í, einn útlendinga,
hjelt sýna árlegu haustsýningu
dagana 28. okt. til 8. nóv. s.l. í
sýningarsölum „Den Frie Udstill-
ing“ í Kaupmannahöfn.
Eftirfarandi ummæli um þátt-
töku Jóns Engilberts í sýningu
þessari, eru tekin úr dönskum
blöðum:
Berlingske Tidende. 8. nóv, (Kai
Flohr).
„Þó að ekki sýndu þarna fleiri
en Islendingurinn Jón Engilberts
einn, þá væri sýningin þess verð
að sjá hana, hvort sem litið er á
hinar stóru myndir hans, þar sem
litirnir glóa, eða hinar litlu, ævin-
týralegu og skrautlegu límlita-
myndir“.
Nationaltidende. 7. nóv. (—s.
—p. — n.).
„Bestu verk sýningarinnar eru
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Jón Engilberts.